Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 Gróður á hóflcga bcittu landi Gróðurnýting Gróðurvernd eftir Ingva Þorsteinsson. Fyrri hluti Ein eftirminnilegasta myndin frá þjóðhátíðarárinu 1974 var sú, sem tekin var af fundi Alþingis á Þingvöllum, þegar þingmenn greiddu því atkvæði allir sem einn, að ellefu hundruð ára búsetu í landinu skyldi minnst með stór- átaki í gróðurvernd og land- græðslu á næstu 5 árum. Þetta var hin svonefnda „þjóðargjöf", sem er langstærsta framlag, sem veitt hefur verið til þessara mála. Samstöðu þingmanna og meiri hluta þjóðarinnar um þjóðargjöf- ina mátti túlka sem sönnun þess, að menn gerðu sér loks almennt grein fyrir því í hvert óefni var komið með gróðurlendi landsins og þar með lífsafkomu þjóðarinnar. Gróðureyðingin er að mörgu leyti hliðstæð eyðingu fiskimið- anna umhverfis landið — það er ekki síst háð sókninni í gróður- lendin, hvort eyðingin heldur áfram eða hvort hún verður stöðvuð og vörn snúið í sókn, eins og það er svo gjarnan orðað. En baráttan fyrir verndun fiskimið- anna er að því leyti ólík, að þar þurftum við að berjast við erlend- ar þjóðir fyrir rétti okkar og til þess að beita þeim aðgerðum, sem nauðsynlegar eru taldar til að byggja upp fiskistofnana að nýju. I gróðurverndarmálum eigum við aðeins við okkur sjálfa að etja. Að undanförnu hafa verið sett fram ummæli og fullyrðingar, sem benda til þess, að menn geri sér ekki almennt grein fyrir hinu raunverulega inntaki og eðli gróð- urverndar eða telji að kraftaverk hafi skeð frá því er þjóðargjöfin var samþykkt. Hér eiga m.a. hlut að máli aðilar, sem geta ráðið miklu um það, hvernig þessi auðlind okkar — gróðurinn — verður nýtt í framtíðinni, hvort hún á að halda áfram að rýrna eða hvort hún á að aukast að magni og gæðum. I sambandi við þessar umræður hefur því verið haldið fram, að staðhæfingar um ofbeit og rýrnandi gróður í landinu hafi ekki lengur við rök að styðjast og standist ekki, og ástandið sé málað of svörtum litum. Eg hirði ekki um að rekja þau ummæli og fullyrð- ingar, sem fram hafa komið, en málsmetandi menn hafa látið sér um munn fara ummæli eins og þau að „engin ástæða sé til að ræða um gróðureyðingu nú“, og „til væru nokkrir staðir, sem væru fullnýttir og jafnvel ofnýttir, en þetta væru ekki stór samfelld svæði". Þá hefur því og verið haldið fram, að gróðurrannsóknir undanfarinna ára séu ekki nógu traustar og opinber stofnun hefur sett fram þá staðhæfingu, að fram hafi komið rökstuddar efasemdir um að for- sendur beitarþolsútreikninga séu byggðar á nægilega traustum grunni og látið í ljós þá skoðun að óæskilegt sé að settar séu fram opinberlega fullyrðingar um beit- arþol ákveðinna landssvæða eða landsins í heild. Gefið hefur verið í skyn, að fóðurgildi hálendisgróð- urs sé að öllum líkindum vanmetið og þar af leiðandi sé einhver gróður á hálendi landsins ekki fullnýttur. Þá hefur verið talað um, að Rannsóknastofnun land- búnaðarins hafi unnið að „óbein- um rannsóknum" á beitarþoli landsins, hvað svo sem í þessu orðalagi á að felast. Loks hefur því verið haldið fram, að „ýmsir telji“, að gróðurkort þau, sem gerð hafa verið séu ekki „fullkomin", og það tek ég fúslega undir, því að mér vitandi hefur hið „fullkomna kort“ enn ekki séð dagsins ljós í heimi hér. Þessi almennu ummæli hafa að vísu ekki verið studd neinum rökum eða einstökum dæmum. En þar sem ég tel að þau stuðli að því að skapa neikvæða afstöðu til þeirrar brýnu nauðsynjar að unnið sé áfram af fullum krafti í anda þeirrar landgræðsluáætlunar, sem gerð var og samþykkt árið 1974, tel ég óhjákvæmilegt að taka til máls til andsvars framangreindum við- horfum. Um þessi efni tel ég mig hlutgengan til umræðu, því að gróðurfarsrannsóknir og gróður- kortagerð hafa undanfarin 20 ár verið höfuðviðfangsefni mitt sem starfsmanns Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Þess má geta til fróðleiks, að ég hef reiknað út hve miklum tíma hefur verið varið á vegum nefndrar stofnunar til rannsókna á gróðri landsins og beitarþoli þess. Telst mér svo til að síðan þær hófust hafi samtals verið varið 35 starfsárum við gagnasöfnun úti, það er að segja gróðurkortagerð og aðrar rann- sóknir þeim skyldar, og 40 árum við úrvinnslu gagnanna eða u.þ.b. tveimur starfsæfum. Og enn er unnið af fullum krafti að því að afla meiri og fullkomnari gagna. Þótt leitt sé til þess að vita hafa umræður um gróður og gróður- vernd, allt frá því er Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, birti árið 1942 hina merku grein sína „Ábúð og örtröð", stundum orðið rislágar og borið vott um takmark- aðan skilning á því, hvernig gróðurfari landsins er komið, miðað við vaxtarmöguleika þess. Eg mun hér sneiða hjá þeim ýmsu annarlegu viðhorfum, sem enn skjóta upp kollinum á þessum vettvangi, en leitast við að skýra kjarna málsins. Forsendur Þjóðargjafarinnar Undanfari þjóðargjafarinnar var úttekt, sem gerð var á ástandi gróðurs og nýtingu hans. Uttektin var unnin af sérstakri nefnd — landnýtingarnefnd —, sem sett var á laggirnar í þessu skyni. Hún byggði á þeim gögnum, sem safnað hafði verið fram til þess tíma með gróðurkortagerð og öðrum gróður- rannsóknum og í náinni samvinnu við búnaðarráðunauta, gróður- verndarnefndir og fleiri aðila í öllum sýslum landsins. Niðurstöð- um rannsóknanna og upplýsingum heimamanna bar svo vel saman, að vart varð á betra kosið. í töflunni hér á eftir eru dregin saman nokkur meginatriði úr þessari skýrslu, sem varða gróðureyðingu af ýmsum völdum, gróðurrýrnun vegna ofbeitar og ræktunarmögu- leika í landinu. Tölurnar tákna fjölda sýslna og enda þótt þær gefi ekki upplýsingar um flatarmál í hverri sýslu, gefa tölurnar skýra mynd af því hvernig ástandið var Ekkert 7 6 9 Nokkurt 8 11 11 Mikið 2 1 3 Mjög mikið 6 5 Ingvi Þorsteinsson Gróður á ofbeittu landi. Sandfok Uppblástur Landbrot Gróðurrýrnun v/ofbeitar 3 12 6 2 Möguleikar til hagabóta 8 6 9 Gróðureyðing og ræktunarhæfni lands. Tölurnar tákna fjölda sýslna. Nýtingarstuðull gróðurs Næringarþörf Búfjárs Fjöldi beitardaga eftir 1100 ára búsetu í landinu. Það var sannarlega ekki glæsilegt, og með þjóðargjöfinni átti að stíga skref til úrbóta á einu alvarlegasta umhverfisvandamáli þjóðarinnar. Þetta gat þó ekki verið nema eitt skref af mörgum, sem á eftir þurfti að stíga. Þrátt fyrir allt gefa þessar tölur ekki tilefni til bölsýni, því að þetta eru vandamál sem hægt er að leysa, ef vilji og fé er fyrir hendi, því að möguleikar til ræktunar og hagsbóta eru nær ótæmandi. Því er engin ástæða til að halda í óbreytta búskaparhætti, sem hafa að miklu leyti byggst á nýtingu úthagans með þeim afleiðingum, að hann hefur víða verið ofbeittur. Gróöur og beitar- þolsrannsóknir Sakir framangreindra staðhæf- inga um, að beitar og gróðurrann- sóknirnar séu ekki nógu vel grundvallaðar til þess að takandi sé mark á þeim varðandi beitarþol

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.