Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 Greinargerð höfunda um gang skipulags- vinnu Skipulagsvinna fyrri ára Fyrstu alvarlegri tilraunir seinni ára til þess að taka skipulagsmál miðbæjarins föstum tökum, var hugmyndasamkeppni meðal arkitekta 1962. Fram að þeim tíma hafði verið stuðst við ýmsa uppdrætti, — skal helst getið uppdráttar áf Akureyri og Oddeyri frá árunum 1897—1904, en á þessum árum var Akureyri í þessum efnum framar öllum kaupstöðum á landinu, hvað fyrirhyggju snerti, enda mun hér um að ræða fyrsta heildarskipulag yfir bæ hér á landi. Meðal helstu frumkvöðla skipulagsmála hér á landi um aldamótin voru þeir Páll Briem amtmaður og Guðmundur Hannesson prófessor, sem báðir bjuggu hér í bæ, og létu til sín taka bæði í ræðu og riti. Aðalskipulag var samþykkt 1927, gilti það allt fram yfir 1970 og var löngu úrelt orðið er vinna hófst við nýtt aðalskipulag 1971 á vegum bæjarins og Skipulags ríkisins. Var aðalskipulag þetta sam- þykkt í árslok 1975, en gildistími þess skyldi vera allt fram til Frá vinstrii Helgi M. Bergs. Tryggvi Gísla- son, Haraldur V. Haraldsson og Svanur Eiríksson. flatarmetrar eftir tegund notkun- ar — eignaskipting á húsum og lóðum, lóðamörk — fjöldi íbúða og íbúa ásamt aldursdreifingu og þéttsetu íbúa — staða húsa í umhverfi, hús- hæðir — götumyndir, heillegar húsa- samstæður o.fl. — nýtingartölur fyrir einstakar lóðir og reiti — talning núverandi bílastæða, skortur á bílastæðum miðað við núverandi nýtingu og löggjöf. n — umferðarkort og spár — fjöldi vinnustaða — gönguleiðir, opin svæði — trjágróður á svæðinu Unnið var við ofangreindar athuganir sumarið og haustið 1977, samhliða því að grófar hugmyndir voru kynntar skipu- lagsnefnd. Hlé varð á frekari vinnu í nokkra mánuði um síðustu áramót, þar sem ætlunin var að skilgreina verkefnið nánar. 1) 700—750 bílastæði eru í miðbænum. Hugmyndir að framtíðar- lagi miðbæjarins áAkureyri Arkitektamir Haraldur V. Haraldsson og Svanur Eiríkæin virma að vekrimnu Akureyri, 13. október. Skipulagsnefnd Akureyrar kynnti í morgun fyrir fréttamönnum störf nefndarinnar að skipulagsmálum miðbæjar Akureyrar, sem vænst er að ljúki næsta vor, þannig að þá verði hægt að hefjast handa um að vinna eftir þeim niðurstöðum, sem bæjaryfirvöld og Skipulags- stjórn ríkisins hafa þá væntanlega samþykkt og ákveðið. Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, og Tryggvi Gíslason, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar, höfðu einkum orð fyrir nefndarmönnum, en arkítektarnir Haraldur V. Haraldsson og Svanur Eiríksson, sem unnið hafa að gerð skipulagsins samkvæmt samningi milli Akureyrarbæjar og Arkítekta- og verkfræðistofunnar, skýrðu í máli og uppdráttum greinargerð þá, sem þeir höfðu samið og hér fer á eftir: ársins 1993, með endurskoðun á nokkurra ára fresti, — en slík skipulagsáætlun þarf að vera í stöðugri vinnslu og endurskoðun og fylgja þannig breyttum kröfum tímans. Aðalskipulagið 1972—1993 Skipulagið tekur einungis af- stöðu til framtíðar miðbæjarins í mjög grófum dráttum, og þá helst varðandi meiriháttar umferð að og frá honum, má þar nefna Glerár- götuna og framhald hennar neðan miðbæjarins svo og brottfellingu Kaupvangsstrætis frá gatnamót- um við Eyrarlandsveg upp að Oddeyrargötu. Bent er á hlutverkaskiptingu svæða innan hans. Lagt er til að komið verði upp stofnanakjörnum í norður- og suðurenda miðbæjar- ins. I norðurhlutanum er gert ráð fyrir ýmis konar opinberri stjórn- sýslu í tengslum við bæjarskrif- stofur, en í suðurendanum er lagt til að rísi miðstöð menningar og félagsmála. Umferðarmiðstöð er valinn staður neðan Nýja-bíós, ofan við Glerárgötu. Minnst er á möguleika á gerð göngugötu (Hafnarstræti). Þá er bent á markmiðasetningu í skiptingu landnotkunar í miðbæ Akureyrar án þess að spáð sé í nokkrar tölur varðandi framtíðar- stærð svæðisins að nýtilegu gólf- flatarmáli. Nýtilegur gólfflötur er sagður í miðbænum 1971 nema samtals fyrir íbúðir, fyrirtæki og stofnanir rúmum 70.000 m2. Að öðru leyti er eftirfarandi lagt til um hlutfallslega skiptingu landnotkunar í miðbæ Akureyrar. markmið Landnotkun 1971 1993 íbúðir 25% 25% verelun 18% 25% handiðn 5% 5% iðja 12% 10% vörugeymslur 8% 0% annað sérhæft (stofn.) 17% 20% skrifstofur 15% 15% Ennfremur er lagt til að nýt- ingarhlutfali á miðbaejarsvæðinu sé að öllum jafnaði ekki meira en 0,5 enda sé gengið frá bifreiða- stæðum samkvæmt gildandi kröf- um. Forvinna að skipu- lagi miöbæjarins Vinna okkar hófst með grófum hugmyndum, sem kynntar voru skipulagsnefnd vorið 1977. Þessar hugmyndir voru grundvallaðar á gögnum, sem fyrir hendi voru: a) fyrri skipulagsuppdráttum frá Skipulagi ríkisins. b) samkeppni um miðbæjar- skipulag frá 1962. c) gögnum Tæknideildar bæjar- ins, kort, fasteignamat o.fl. d) Aðalskipulagsgögnum frá 1972. I frumdrögum okkar gerðum við ýmsar athugasemdir við forsendur þær, sem okkur voru settar í aðalskipulaginu, en þessar eru helstar. — Færsla Glerárgötu framan við Samkomuhús bæjarins fjær landi en aðalskipulag og skipu- lagsstjóri gerðu ráð fyrir. Fengist þar á uppfyllingu töluverð land- ræma undir brekkum neðan sam- komuhúss, sem hugsanlega mætti nota síðar fyrir menningarstofn- anir. — Hluti Kaupvangsstrætis, efst í „gilinu“ frá Eyrarlandsvegi upp í Þingvallastræti haldi gildi sínu, sem mjög mikilvæg og hefðbundin tenging miðbæjarins við hverfin efra, þó ekki væri nema sem einstefnuakstursgata frá miðbænum ofan Eyrarlands- vegar. — Od^leyrargata og Brekkugata tækju að hluta við umferð á-norðurbrekkuna, þar sem Kaupvangsgilið eitt nægði þar ekki tif. Þó er umferðaraukning á þessum götum ýmsum vandkvæð- um bundin vegna íbúðarsvæðis, sem liggur að götunni, þar sem margar barnafjölskyldur búa. A þessum slóðum hafa einmitt átt sér stað kynslóðaskipti hin síðari ár. — Staðsetning Umferðarmiðstöðvar, leggjum við til að verði neðan og austan Glerárgötu, sunnan Strandgötu þ.e. á núverandi lóð Stefnis, þar sem samband væri gott við far- þegahöfnina svo og tengsli gób við aðal bifreiðaumferð og örstutt í miðbæjarkjarnann. Tillögu aðal- skipulags um staðsetningu vestan Glerárgötu teljum við íhugunar- verða, ef önnur meiriháttar þjón- usta umfram umferðarþjónustu verður fyrir hendi í byggingu þessari, sem á þessu stigi er óljóst atriði. — Vöruaðkoma að húsum KEA, AMARO o.fl. leggjum við til að verði þjónað einungis um Oddagötu, en Gilsbakkavegur lokaður fyrir vöruflutningaum- ferð, vegna takmarkaðrar burðar- getu í framtíðinni að öðru óbreyttu. Á fundum skipulags- nefndar var sá möguleiki ræddur, að tengja Bjarmastíg suður á brú yfir Skátagilið yfir á vöruhlað fyrrgreindra húsa. Þessa lausn teljum við koma til greina en miður heppilega með hliðsjón af framtíðarhlutverki Skátagilsins sem útivistarsvæðis bæjarbúa. Hugmynd kom fram um lagningu sérstakrar vöruaðkomugötu þvert yfir baklóðir vestan Brekkugötu frá Oddeyrargötu til suðurs. Þessa lausn teljum við síst koma til greina, þar sem umræddar baklóð- ir, einmitt á svæðinu frá Oddeyr- argötu að Skátagili, eru mjög gróðursælar og bjóða upp á framtíðar útivistarmöguleika, í beinum tengslum við miðbæjar- kjarnann. Að öllu þessu áthuguðu teljum við að Oddagatan ein, með smá- vægilegum lagfæringum og breikkun, nægi til þess að leysa þetta hlutverk. Skilgreining skipu- lagsverkefnisins Aðal vinnan hófst með því að gerð var vinnsluáætlun fyrir skipulagsverkefnið, sem skiptist í 2 meginþætti: a) Uttekt á núverandi ástandi miðbæjarins. b) Nýjar deiliskipulagstillögur að enduruppbyggingu svæðisins ásamt tillögum að nýju umferðar- kerfi. Úttekt á núverandi ástandi fól í sér- könnun m.a. eftirfarandi atriða: — efni, aldur og ástand húsa, varðveislumat — tegund húsrýmis og gólf- Samningur um skipulagsverkefnið Gerður var endanlegur samn- ingur milli Akureyrarbæjar og Arkitekta- og verkfræðistofunnar s/f í febrúar 1978. Samningur þessi fjallar um verkefni í tveimur áföngum. I fyrri hluta að gerðar verði 3 mismun- andi skipulagstillögur í grófum dráttum. Verði þar um að ræða valkosti, sem gangi mismunandi langt til breytinga á reitum og gatnakerfi, niðurrifi og endur- nýjunar á húsum eða uppbyggingu á auðum svæðum. I tillögum þessum veröur meðal annars fjallað um eftirtalin atriði: — umferðarkerfi, flokkun gatna, staðsetning bílastæða, vöruaðkomu — gönguleiðir, opin svæði, torg, útivistarsvæði — nýting einstakra reita og lóða — hæðir húsa, nýbyggingar og form — eignaskiptingu lóða, maka- skipti, breytingar á reitum. í síðari hluta verkefnisins, skal sérstaklega gera grein fyrir út- færslu Hafnarstrætis og Ráðhús- torgs, sem göngugötu — og úti- vistarsvæðis, ef hugmyndir um slíkt verða ráðandi. Stefnt er að því að ljúka þessum áföngum verkefnisins fyrir n.k. áramót, þannig að úrvinnsla hinnar endanlega útvöldu tillögu geti hafist í upphafi næsta árs. Skipulagsvinna og kynning hugmynda Unnið hefur verið við verkefnið svo til stöðugt og í nánu samráði við skipulagsnefnd. Fjallað hefur verið um hina einstöku þætti í þróun skipulagsvinnunar á mánaðarlegum fundum með nefndarmönnum. Hefur það sam- starf verið með ágætum að okkar mati. Jafnframt hefur verkefnið verið unnið í samvinnu við tækni- menn bæjarins. Gert er ráð fyrir að efnt verði til kynningar meðal bæjarbúa á skipulagshugmyndum, þegar þær hafa verið endanlega mótaðar og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.