Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OXTÓBER 1978 19 Skýrsla um K anariey jaslysið: Flugstjóri KLM ber allasök Madrid 18. okt. - AP FLUGSTJÓRI KLM/vélarinnar var aö hefja vél sína til flugs án þess að hafa fengið til þess leyfi flugturnsins og er þetta megin- orsök árekstursins við PAN AM vél 747 á Kanaríeyjuni með þeim afleiðingum að fleiri fórust en í nokkru öðru slysi, eða 579 manns. Þetta gerðist 27. marz 1977 og vakti þessi atburður mikla skelfingu. Síðan hefur rannsóknarnefnd unnið að því að kanna málið, enda þótt fljótiega virtist Ijóst að eitthvað hefði farið milli mála og allt benti til mistaka hjá flugstjóra KLM vélarinnar. Hann hét Jacob Veldhuizen van Zanten og var einn reyndasti og þekktasti flugmaður félagsins. I skýrslunni segir að flug- stjórinn hafi látið véiina halda sér í viðbragðsstöðu eftir að honum hefði verið tjáð að PAN AM þotan væri enn á hrautinni. Þá voru veðurskilyrði einnig óhagstæð og skyggni lélegt, en ekki er þaö talið hafa ráðið úrslitum. í skýrslunni kemur fram að PAN AM vélin hafi ekki beygt út af aðalbrautinni eftir að flugturnin hefði bent henni á að gera það. Aftur á móti sé augljóst að meginorsökin sé óhlýðni KLM flugstjórans sern að flestra dómi sé gersamlega óskiljanleg. Ekkert hefur komið fram sem benti til þess að Van Zanten hefði ekki verið í and- legu eða líkamlegu jafnvægi. Mótorhjóla- kötturinn Maurice mæðist I.ondon. 18. okt. — Reuter KÖTTURINN Maurice er bæði hnugginn og hnípinn þessa daga eftir að eigandi hans Roger Bulien hefur verið dæmdur til sektar- greiðslu og fyrirsjáanlegt er að Maurice fái ekki að njóta eftirlæt- isiðju sinnar í bráð. Svo er mál með vexti að Maurice hefur sérstaklega gaman af því að fá að sitja á mótorhjólinu hjá eiganda sínum og líður ekki í annan tíma betur en þegar farið er verulega geyst. Dýravinir töldu þetta at- hæfi hið alvarlegasta fyrir kðttinni og kærðu Bullen með þeim afleið- ingum að hann var dæmdur eins og fyrr segir og varð að lofa því hátíðlega að reiða Maurice ekki framar á mótorhjólinu. „Ég hafði meira að segja búið til hjálm handa Maurice svo að hann væri ekki í hættu“, segir Bullen mæðulega. — „Ekkert fannst honum skemmtilegra en þeytast um allar trissur á hjólinu með mér.“ _______»_ Gonzalo Santos látinn Mexico, 18. okt. AP. GONZALO N. Santos, einhver áhrifamestur stjórnmálamanna í Mexico á árum áður, andaðist úr kransæðasjúkdómi í dag. Hann varð 82ja ára. Santos var kjörinn fimm sinnum í neðri deild þings- ins og síðar öldungadeildarmaður og hann var ríkisstjóri San Luis Potosi. Nokkuð er síðan hann settist í helgan stein og hefur sætt gagnrýni fyrir að jörð hans væri sú hin stærsta í Mexico. Fyrir nokkru var hluti eigna hans gerður upptækur til ríkisins. Noregur: Þingið fjallar um stefnu- ræðu stjómarinnar Ósló 18. óktóber. UMRÆÐUR um stefnuræðu norsku ríkisstjórnarinnar voru hafnar í norska þinginu í gær og dró fljótlega til tíðinda er leiðtogi þingflokks Hægri, Kare Willoch, hafði notað lungann úr deginum til að gera skyndiatrennu að 10 milljónir alkóhólista Washington, 18. okt. AP. TÍU MILLJÓN Bandaríkja- manna. eða 7% allra fullorðinna. eiga við áfcngisvandamál að stríða og misnotkun alkóhóls veldur beint eða óbeint dauða um 205 þúsund manns þar áriega og kostnaður sá sem samfélagið ber vegna þessa er um 43 milljarðar dollara. Frá þessu segir í skýrslu sem Joseph Califano. ráðuneytis- stjóri í heilbrigðis- og mennta- málaráðuneytinu. birti í dag. Hann sagði að lagt yrði til áð viðkomandi yfirvöld myndu hefja mikla herferð til að snúa þessari óheillaþréiun við. I skýrslunni kemur einnig fram að um 3,3 milljónir unglinga 14—17 ára eiga við áfengisvanda að stríða og er það nálega 20% fólks á þessu aldursskeiði. Rann- sóknir benda til þess að suma sjúkdóma megi beint eða óbeint rekja til ofnotkunar alkóhóls, svo sem ýmsa kransæða- og hjarta- sjúkdóma, lifrarsjúkdóma og krabbameinssjúkdóma. Alkóhólneyzla í Bandaríkjunum hefur færzt í aukana síðustu árin Árnaðar- óskir frá Amin til páfa Kampala. Uganda 18. ukt. AP. IDI Amin forseti Uganda hefur sent Jóhannes Páli páfa II per- sónulegar árnaðaróskir sínar í tilefni af kjöri hans. í skeyti Amins er páfa óskað gleðiríks og farsæls páfadóms fyrir hönd hans sjálfs, stjórnarinnar og þjóðarinn- ar allrar. Kvaðst Amin vonast eftr að hlý og hjartanleg tengsl yrðu áfram milli Páfagarðs og Uganda. eða frá 1970 og hefur ekki í annan tíma síðan 1850 verið jafnmikil og nú. Mun láta nærri að hver einstaklingur 14 ára og eldri drekki að meðaltali 15 lítra áfengis af ýmsu tagi á ári. Veður Akureyri 4 léttskýjað Amsterdam 12 skýjað Apena 24 skýjað Berlín 10 poka Brussel 13 Þoka Kairó 32 léttsk. Chicago 14 skýjað Frankfurt 9 rigning Genf 9 skýjað Helsinki 8 skýjað Jerúsalem 26 skýjaö Jóhannesarb. 21 sól Kaupmannah. 11 sól Lissabon 23 léttskýjað London 12 léttskýjað Los Angeles 24 skýjað Madrid 19 heiðskírt Miami 26 heiöskírt Montreal 7 heiðskírt Moskva 6 heiöskírt Nýja Delhi 33 sól New York 12 heiðskírt Ósló 8 skýjað París 11 sól Reykjavík 5 léttskýjað Rómaborg 21 skýjað San Francisco 20 heiöskírt Stokkhólmur 10 sól Teheran 26 skýjað Tel Aviv 28 skýjað Tókíó 21 sól Vancouver 14 sól Vínarborg 13 poka Þetta gerðist 1972 — Heinrich Böll fær Nóbelsverðlaun í bókmenntun. 1962 — Landamærabardagar Indverja og Kínverja hefjast á tveimur vígstöðvum í Hima- layja-fjölium. 1960 — Bandaríkin setja við- skiptabann á Kúbu. 1954 — Samningur Breta og Egypta um brottflutning herliðs frá Súez. 1944 — Landganga Bandaríkja- manna á Filippseyjum. 1943 — Þjóðverjar hörfa frá Volturno-ánni á Ítalíu. 1935 — Þjóðabandalagið fyr- irskipar refsiaðgerðir gegn ítöl- um. 1912 — Umsátur Búlgara með Adríanópel hefst. 1812 — Undanhald Napoleons frá Moskvu hefst. 1781 — Her brezka hershöfð- ingjans Cornwallis gefst upp í Yorktown. 1768 — Tyrkir segja Rússum stríð á hendur að undirlagi Frakka. , Afmæli dagsinst Sir Thomas Browne, brezkur læknir — rithöfundur (1663—1704) — Leigh Hunt, brezkur rithöfund- ur (1785-1859) - Yakubu Gowon, fyrrum þjóðhöfðingi Nígeríu (1934 ---). Innlenti Sambandslögin sam- þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 1918 — Opnuð fyrsta hveraraf- stöð á íslandi 1946 — Kona undir Eyjafjöllum fæðir sam- vaxna tvíbura 1802 — Kristinna laga þáttur afnuminn í Hóla- biskupsdæmi 1354 — D. Einar Ásmundsson alþm. 1993 — F. Páll Briem amtmaður 1856 — Sigurbjörn Sveinsson 1878 — Þorsteinn E. Jónsson flugmaður 1921 — Stofnfundur Iðnaðár- banka 1952. Orð dagsinsi Ef siðmenning okkar líður undir lok, verður það vegna þess að hún átti ekki skilið að halda velli — Lewis Mumford, bandarískur rithöf- undur (1895 -----). ríkisstjórninni og efnahagsstefnu Verkamannaflokksins. Flokksfor- menn hinna borgaralegu flokk- anna voru gætrtari í orðum sínum en Lars Korvald, fyrrverandi forsætisráðherra og nú forsvars- maður Kristilega þjóðarflokksins, lagði áherzlu á, að borgaraflokk- arnir væru hvenær sem er reiðu- búnir til að mynda stjórn. Ýmsir þingmenn Verkamannaflokksins reyndu að reka fleyg á milli borgaraflokkanna til að draga athyglina frá þeim kosti sem kynni að vera innan seilingar ef annað brygðist — þ.e. ríkisstjórn borgaraflokkanna. Þessum umræðum var síðan haldið áfram í dag, miðvikudag, og svaraði Odvar Nordli forsætisráð- herra nú málflutningi andstæð- inga sinna. Hartn taldi að stefna borgaraflokka byði ekki upp á lausn vandamála þeirra sem við væri að glíma og allra sízt væri hún vænleg til að leysa það mál sem væri mesta verkefnið hvar- vetna — að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Flókin efnahagsvandi sem virð- ist blasa við Norðmönnum hefur sett mjög svip sinn á umræðurnar og er eins konar forsmekkur að fjárlagaumræðunum og umræðum um launa- og verðstöðvun sem koma innan tíðar til umfjöllunar í þinginu. Anker til Ungverja- lands Kaupmannahöfn. 17. okt. Reuter. ANKER Jörgensen forsætis- ráðherra Danmerkur fer í þriggja daga opinbera heim- sókn til Ungverjalands og hefst hún næstkomandi mánudag. Skrifstofa danska forsætisráðherrans sendi frá sér tilkynningu þessa efnis í morgun. Callaghan vinsælli en Thatcher London, 18. okt. Reuter ÍHALDSFLOKKURINN í Bret- landi nýtur meira fylgis en stjórnarflokkurinn Verka- mannaflokkurinn, en munurinn hefur minnkað síðan hliðstæð skoðanakönnun var gerð fyrir mánuði. Nú segast 48% munu kjósa íhaldsflokkinn, en 44% styðja Verkamannaflokkinn. Þessar niðurstöður eru birtar í Daily Mail í dag. Þar kemur fram að sama blað greindi frá sams konar könnun 11. sept. og hafði íhaldsflokkurinn þá 6% forystu fram yfir Verkamanna- flokkinn. Stuðningur við Frjálslynda flokkinn hefur og minnkað úr 8 prósentum í fimm prósent. James Callaghan forsætis- ráðherra nýtur persónulega meiri vinsælda en Margaret Thatcher leiðtogi Ihaldsflokks- ins að því er kemur þarna fram. Hann hefur 44% á móti 36% hjá Thatcher. Munið Útsýnarkvöldið að Hótel Sögu sunnudagskvöld NánaraugSýst á morgun Austurstræti 17, II hæA, símar 26611 og 20100 IIIIIIIIIIIIIIIIIII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.