Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1978 13 Ellert B. Schram í kvöld stóð til að efna til umræðuþáttar í sjónvarpi utft fjárlagafrumvarpið. Af því verður þó ekki, þar sem fjár- málaráðherrann, Tómas Árna- son, neitaði að taka þátt í honum. Bar hann fyrir sig, að fyrsta umræða um frumvarpið hefði enn ekki farið fram í þinginu. Þó er ráðherrann búinn að halda sérstakan blaðamanna- fund um frumvarpið, og koma a.m.k. tvívegis fram í hljóðvarpi til að ræða um þetta sama frumvarp. Afsökun ráðherrans er fyrir- sláttur. Ástæðan er einfaldlega sú, að hann hvorki þorir né getur staðið í slíkri umræðu eins og á stendur. Allir endar fjár- lagafrumvarpsins eru lausir, fyrirvarar eru óteljandi og stærstu dæmin óleyst. Þetta vill ráðherrann ekki opinbera fyrir alþjóð og grípur því til þess ráðs að víkja sér undan þeim sjálf- sögðu tilmælum að rökræða þetta mikilvæga en umdeilda frumvarp frammi fyrir sjón- varpsáhorfendum. -•- Ráðherranum er vorkunn. Hann hefur enn enga hugmynd um það hvernig fjárlagadæmið á að ganga upp. Og hann hefur enga hugmynd um það, hvernig samstarfsflokkar hans í ríkis- stjórninni vilja gera þetta sama dæmi upp. Alþýðuflokkurinn hefur lýst því yfir, að hann samþykki ekki Skatta- og niður- greiðslustefnu frumvarpsins og Alþýðubandalagið hefur marg- falda fyrirvara um önnur veiga- mikil atriði í frumvarpinu. Nú er fjárlagafrumvarpið (eða ætti a.m.k. að vera) nátengt efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnar- desember n.k. Samkvæmt núgildandi vísitölu og forsend- um fjárlagafrumvarpsins er reiknað með 10% hækkun launa vegna verðbótahækkunar. Að vísu hefur ríkisstjórnin bundið einhverjar vonir við endurskoð- un vísitölunnar í samráði við verkalýðshreyfinguna, en nú er smám saman að verða ljóst, að verkalýðshreyfingin er alls ekki á þeim buxunum, enda er til þess eins ætlast, að vísitalan verði skert. Sýnist frekar að kalt strið sé hafið milli ríkisstjórnar og ASÍ, ef marka má síðustu atburði í verðlagsmálum. -•- Samkvæmt nýjustu upplýsingum Hagstofu Islands eru allar líkur á því, að launa- hækkunin verði að óbreyttu Auðvitað er hugsanlegt að skera fjárlög niður, sem þessu nemur, en gegn því leggst Alþýðubandalagið eindregið. í þessu efni sem öðrum rekur sig hver á annars konu. I sjálfu sér ætti stjórnarand- staðan að hlakka yfir þessum óförum ríkisstjórnarinnar. Og víst má þessi ríkisstjórn sigla sinn sjó. En það sem eftir stendur þó, er að efnahagsvand- inn er hvergi leystur og stærri eftir en áður. Þjóðin mun gjalda fyrir hið pólitíska uppboð sem stjórnarflokkarnir taka nú þátt í. Það væri að mæla gegn betri vitund að halda því fram að við Sjálfstæðismenn óskuðum þessari stjórn langra lífdaga. En það er áreiðanlega von hvers Auglýst eftir efnahagsstefnu innar frá því í september, og raunar nánari útfærsla á þeim. Einn nýkratinn, Finnur Torfi Stefánsson, lýsti því skilmerki- lega yfir í þingræðu í síðustu viku, að efnahagsráðstafanirnar væru í fullu samræmi við efnahagsstefnu Alþýðuflokks- ins. Á mánudag kemur hins vegar Lúðvík Jósepsson í r,æðu- stól til að auglýsa eftir efna- hagsstefnu Alþýðuflokksins. Kvaðst hafa setið langa og stranga fundi með Alþýðu- flokksmönnum bæði í sumar og haust en hann vissi enn ekki hver sú stefna væri! - • — I hverri viku, á hverjum degi, staðfestist sá reginmunur, sem ríkir í þessu tveim flokkum gagnvart verðbólgu og efna- hagsvandanum. Meðan stjórn- arsamstarfið þróast með þessum sérkennilega hætti, hrannast vandamálin upp. Við skulum líta á eitt þeira. Allir vita að laun munu hækka 1. 12—14%. Þetta þýðir, að ríkis- stjórnin verður að gera annað fvöggja, auka niðurgreiöslur úr ríkissjóði um 4—6 milljarða króna, sem auðvitað þýðir stór- aukna skattheimtu, eða hleypa hækkuninni áfram, sem veldur enn aukinni verðbólgu, senni- lega 40-60%. Hvorugur kosturinn er glæsi- legur fyrir ríkisstjórn, sem allt ætlaði að gera í senn — setja samningana í gildi, lækka skatta og draga úr verðbólgu. heiðarlegs manns á íslandi, að stjórnvöldum auðnist að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Skiptir þá ekki hvaða flokkar eiga hlut að máli. Að því leyti fylgdu þessari ríkisstjórn frómar óskir. Ógæfa hennar er hins vegar sú, að að henni standa menn og flokkar sem hugsa meir um stundarvin- sældir og lýðskrum, og hafa hvorki kjark né vit til að gera það sem gera þarf. 12. bindi af Shakespeare, Samlede Skue- spil komid út Morgunblaðinu hefur bor- izt, 12. og síðasta bindi af Shakespeare, Samlede Skue- spil. I þessari bók eru leikritin: Cymbeline, Vetrar- ævintýrið og Stormurinn. Inniheldur allur bóka- flokkurinn 37 leikrit Shakes- peares. Hvert bindi er um það bil 420 bls. að stærð. Ritstjóri dönsku útgáfunnar er Henning Krabbe, en þýð- endur sem einnig hafa fært leikritin í nútímaform eru Anne Chaplin Hansen, Henning Krabbe og Erik H. Madsen. Útgefandi er P. Haase & Sons forlag, Kaupmanna- höfn. Komdu sem oftast, en Ef þú semur um reglu- bundinn sparnað í 12,18 eða 24 mánuði, þá getur þú látið bankann skyld- færa t.d. allt að tuttugu og fimm þúsund krónur mánaðarlega á viðskiptareikning þinn. Að sparnaðartímanum loknum getur þú fengið sparilán til 12, 27 eða 48 mánaða, og falið bank- anum að skuldfæra mánaðarlegar endur- greiðslur á sama hátt. Þannig spörum við jlér sporin. Það eina, sem þú þarft ið hafa fyrir, er undir- Ikrift þín og maka þíns. mnað byggist á gagn- væmu trausti og ijónustu. ffðjfð Landsbankann imbæklinginn im sparilánakerfið. Sjiariljársöfnun tcngd rétti til Lár Sparnaður Mánaöarleg þinn eftir innborgun Sparnaður í lok tímabils Landsbankinn lánar þér Ráðstöfunarfé þitt 1) Mánaðarleg Þú endurgreiðir endurgreiðsla Landsbankanum hámarksupphæð 12 mánuði 18 mánuði 24 mánuði 25.000 25.000 25.000 300.000 450.000 600.000 300.000 675.000 1.200.000 627.876 1.188.871 1.912.618 28.368 32.598 39.122 á12 mánuðum á 27 mánuðum á 48 mánuðum 1) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum afinnlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breyt'zt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSBANKENN Sparilán-úyggitig í Jramtíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.