Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1978 31 — Umferðin kostaði okkur um 1 milljónir króna, en tekjurnar námu ekki nema rúmum 2 millj- ónum. mismunurinn er hreint tap fyrir ÍBV. sagði Jóhann Ólafsson í Eyjum í spjalli í gærkvöldi. Jóhann var þá spurður hvernig IBV kæmi fjárhagslega út úr UEFA-keppninni. — Ekki nóg með það, heldur er óhætt að segja, að tapið í leikjun- um gegn Glentoran í fyrstu umferðinni hafi verið enn meira, bætti Jóhann við. Af því má ráða, að alls muni ÍBV hafa orðið rúmum 4 milljónum fátækara vegna þátttöku sinnar í UEFA-keppninni og bendir slík reynsla til þess, að þrátt fyrir allt Badmintonfélag Hafnarfjarðar heldur opið B-flokks mót sunnu- daginn 19.11. 1978 í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst stund- víslega kl. 2 e.h. Keppt verður með fjaðraboltum. Þátttökugjald verður 2000 kr. fyrir einliðaleik og 1500 kr. fyrir tvíliðaleik. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en þriðjudaginn 14. nóvember til Gylfa Ingvarssonar, sími 50634, milli 18 og 20; Ásbjarnar Jónsson- sé ekkert eftirsóknarvert fyrir lið að komast í 2. umferð Evrópu- móta. Jóhann sagði: — Það er út af fyrir sig auðvitað skemmtilegt að komast áfram í Evrópukeppni, því að svo fá íslensk lið hafa afrekað það. Á hinn bóginn verður það varla eftirsóknarvert fyrr en hægt er að bjóða liðum upp á skikkanlegan völl, þótt komið sé fram í október. Mbl. spurði Jóhánn hvort for- ráðamenn ÍBV hefði reiknað með slíku tapi. Hann svaraði: — Nei, við gerðum okkar miklar vonir um að fólk kæmi og styddi okkur, þrátt fyrir að leikið væri á mölinni. Það brást, fólk hafði ekki áhuga á að horfa á malarleik (auk ar, sími 50852, milli 17 og 20; og Grétars Sigurðssonar, sími 51025, milli 17 og 20. Reynir Aðalfundur knattspyrnufélags- ins Reynis úr Sandgerði fer fram sunnudaginn 12. nóv. kl. 14.00 í félagsheimilinu. Venjuleg aöal- fundarstörf. Stjórnin. þess var fimbulkuldi þennan dag, innsk. — gg). Með Glentoran leikinn var annað í spilinu, honum var holað inn á milli tveggja landsleikja, gegn Bandaríkja- mönnum og Pólverjum, það liðu aðeins fáir dagar þarna á milli. Að ætla að fá fjölmenni í Kópavoginn undir slíkum kringumstæðum var mikil bjartsýni. Best hefði þetta komið út ef við hefðum fengið að leika heimaleiki okkar í Eyjum, en forráðamenn UEFA bönnuðu völl- inn og báru fyrir sig hlægilegar ástæður. Eftir það sem við höfum séð bæði hjá Glentoran og Slask myndum við ekki hika við að fara með leiki okkar til Eyja framvegis. Jóhann var fararstjóri Eyja- manna í Póllandsferðinni og Mbl. spurði hann dálítið um ferðina: — Móttökur voru allar mjög góðar og hótelið-árgætt. En ferðin var mjög þre.vtandi og síðasta spölinn til Wroclaw var ekið í bíl og tók ferðalagið 7 klukkustundir. Slask á mjög góðan grasvöll og leikið var undir mjög sterkum og góðum flóðljósum. Og það voru þúsundir manna mættar til að hvetja heimamenn. En við náðum topp- leik, lékum mjög vel útfærðan varnarleik og áttum slik færi eftir skyndisóknir, að með dálítilli heppni hefði sigurinn allt eins getað fallið okkur í skaut. Það var blóðugt að fá sigurmarkið á sig svona rétt í lokin, staðan var 1—1 og ég var nýbúinn að segja við blaðamann nokkurn eitthvað á þá leið, að við værum sérlega ánægðir með árangurinn. Ég hafði varla sleppt orðinu, þegar boltinn lá í netinu hjá okkur! - m Flokksmót í badminton Rauða Ijónið tippar GETRAUNASPÁMAÐUR Mbl. þessa viku er öllum íþróttaunnendum góðkunnur, hann er Bjarni Feiixson (Rauða ljónið) íþróttafréttamaður sjónvarpsins. Bjarni hefur um margra ára skeið verið mikill unnandi enskrar knattspyrnu og eins og kunnugt er lék hann sjálfur knattspyrnu um langt skeið með KR. En við skulum gefa Bjarna orðiði — Alveg frá því að ég var Iítill drengur hef ég verið mikill aðdáandi Arsenal, og fylgist ég náið með framgangi mála hjá þeim. En ég á fleiri uppáhaldslið. Eitt þeirra er Liverpool. Það er mér ógleymanlegt þegar við í KR lékum á móti þeim í Evrópukeppninni á sínum tíma. — Ég hef alltaf verið með í getraununum og að sjálfsögðu reynt að gera mitt besta, en það hefur nú ekki alltaf gengið naegilega vel. Þó var ég einu sinni svo heppinn að fá 12 rétta, svo að ég gerðist rausnar- legur og bauð konunni minni þegar út á Hótel Sögu að borða á sama laugardagskvöldinu og mér varð þetta ljóst. En í Ijós kom að ég var einn af 222 sem hlutu 12 rétta í þetta sinn, þannig að kostnaðurinn varð öllu meiri hjá mér heldur en gróðinn. — Mér finnst alltaf jafngamanað fylgjast með úrslitum og gangi mála í ensku knattspyrnunni yfir höfuð. Þá hef ég séð marga leiki í Englandi og það er viss lífsreynsla að fara á völlinn þar í landi, slík er stemmn- ingin. Eftirminnilegasti leikur, sem ég hef séð í Englandi, var þegar Arsenal vann Anderlecht í Evrópu- keppninni. Þá sá ég frábæran leik eitt sinn á Hampden Park í Glasgow, var það úrslitaleikur í Evrópukeppni bikarhafa. Liverpool lék við Borussia Mönchengladbach. Borussia tókst að stela sigrinum frá Liverpool á síðustu stundu framlengingarinnar í leiknum. Þessi leikur fór fram árið 1966. Spá Bjarna> Spá Bjarnai Birmingham — Man. Utd. 2 Bristol City — Bolton 1 Coventry — Middlesbr. 1 Everton — Chelsea 1 Ipswich — W.B.A. x Leeds — Arsenal x Man. City — Derby 1 Q.P.R. — Liverpool 2 Southampton — Norwich x Tottenham — Nott. Forest 1 Wolves — Aston Villa x Brighton — Wrexham 1 Getrauna- spá M.B.L. I cikiri ■c .c c 3 tl lm t*. Sundjy Vlirror Sunday People Sunday Kxpress News of the world -c a ÍO h. U C, ?b‘ ■C c 3 / SAMTALS 1 \ 2 Birmingham — Man. l!td. 2 2 2 2 2 2 0 0 6 Bristol City — liolton i i i i 2 \ 1 1 1 Coventry — Middlesbrough \ i i \ \ i 3 3 0 Everton — Chelsea i i i i i i 6 0 0 Ipswieh — VVBA \ 2 2 2 X \ 0 3 3 Leeds — Arsenal i i i \ X \ 3 3 0 Man. City — Derhy i i i i 1 i 6 0 0 Q.P.R. — Liverpool \ 2 2 2 2 2 0 1 :> Southhampton — Norwieh X i X X i X 2 1 0 Tottenham — Nott. Forest i \ X 2 X X i 1 1 VVolves — Aston Villa X X X X X X 0 6 0 Brighton — VV rexham \ i 1 i 1 1 5 1 0 Island- Holland í kvöld í Zwolle ÍSLENZKA unglingalandsliðið leikur í kvöld síðari leik sinn gegn Hollendingum í Evrópukeppni unglingalandsliða. Leikurinn, sem fer fram í bænum Zwolle, hcfst klukkan 19 að íslenzkum tíma. Fyrri leik liðanna á Laugardalsvellinum lauk með sigri Holiendinga. 1—0. Sá leikur fór fram í si'ðasta mánuði. Þrátt fyrir tapið, lék íslenzka liðið mjög vel gegn því hollenzka. sem var eins og vasaútgáfa af A-landsliðinu þar í landi, leikstíllinn nákvæmlega sá sami. íslendingar áttu nokkur mjög góð færi á að skora, einkum þeir Arnór Guðjohnsen og Benedikt Guðmundsson, en allt kom fyrir ekki. Eftir leikinn í Laugardalnum. lýstu því yfir bæði leikmenn íslenzka liðsins og þjálfarinn, Lárus Loftsson, að þeir væru bjartsýnir á að vinna sigur í leiknum í kvöld þó að á útivelli væri. — gg. Stakk af með vinninginn... • 28 ára gamall grænmetissali í Brasilíu, 8 barna faðir, vann nýlega rúmlega 1,1 milljón Bandaríkjadala í getraunum þar í landi. De Brito, en svo heitir sá heppni, hvarf strax og hann hafði fengið aurana í hendurnar. Og konan og börnin hurfu með honum. Eftir lágu þó þau skilaboð til nágranna hans um að gera svo vel að fylgjast með húsinu í nokkrar vikur, fjölskyidan kæmi aftur heim og þá ætlaði De Brito að halda æðisgengna veislu fyrir alla í hverfinu! Hart barist í 3. deild Keppni hófst fyrir nokkru í 3. deild karla í handknattleik. Þar leika 8 lið í einum riðli og er leikin tvöföld umferð. Liðin sem keppa í 3. deild eru eftirtalini Grótta, Afturelding, Akranes. Dalvík, Týr, ÍBK, Njarðvík og UBK. Nokkrir leikir hafa þegar farið fram og þeir erui Njarðvík — Grótta Aftureldinx— Dalvik UBK - Dalvík Griitta — ÍBK Týr -v UBK Aftureldinx — Grótta 25- 20 20-18 21-17 26- 21 21-20 11-10 Lið Akraness á enn eftir að leika sinn fyrsta leik. Næstu leikir 3. deildar eru um næstu helgi og verður síðar greint frá því hverjir þeir eru. — gg. Fram vann Um sfðustu helgi íóru fram tveir leikir í 1. deild kvenna í blaki. Þróttur keppti við UBK og sigraði 3—0. Sigraði í öllum þremur hrinunum, 15—6,15—13 og 15—6. ÍS sigraði ÍMA 3—1, sigraði í tveimur fyrstu hrinunum 15—7 og 15—12, en tapaði þeirri þriðju stórt eða með 4 gegn 15.1 fjórðu hrinunni tryggðu þær sér svo sigur með því að sigra 15 gcgn 5. I 2. deild karla sigraði Fram, sem nú keppir í fyrsta sinn í Islandsmótinu í blaki, ÍMA með 3—0 og KA líka 3—0. Eru Framarar með nokkuð sterkt blaklið og ná sennilega langt í vetur. — þr. Kempestil leigu? Flokkur Argentinumanna, sem selja félagsskapnum kappann. titla sig „vini Maríó Kempes", hefur gert félagi hans, Valencia á Spáni, óvenjulegt tilboð. Þeir hafa hoðið félaginu sem svarar 3,5 milljónum Bandaríkjadala fyrir að Hugmynd mun vera sú að leigja Kempes til hinna ýntsu félaga í Argentínu, auðvitað fyrir ógrynni fjár. Öruggt er talið, að Valencia muni vart líta við tilboði þessu. Kristjan til Akraness HÚSVÍKINGURINN Kristján Olgeirsson hefur tilkynnt félagaskipti úr Völsungi í ÍA og mun hann leika meö Akurnesingum næsta sumar. Kristján er 18 ára gamall. Hann hefur leikið allmarga unglingalandsleiki og hann var m.a. fyrirliöi unglingalandsliðs- ins, sem lék í Póllandi s.l. vor. Átti hann einna beztan leik Völsunga s.l. sumar en sem kunnugt er féllu Húsvíkingar niður í 3. deild. Er enginn vafi á pví aö Kristján mun styrkja lið ÍA. — SS. Krol til Arsenal? Tveir frægir holienskir lands- liðsmenn í knattspyrnu eru hugs- anlega á förum yfir Ermarsundið til liðs við ensk félög. Arsenal mun hafa endurnýjað áhuga sinn á Rudy Krol, landsliðsfyrirliðan- um. og hann er sagður hafa mikinn áhuga á að ganga til liðs við Lundúnaliðið, svo fremi sem vel og girnilega sé boðið. Ilinn Ilollendingurinn. sem um er að ræða. er landsliðsmarkvörðurinn Jan Van Beveran, leikmaður með PSV Eindhoven. Ilann hefur átt í útistöðum við forráðamenn fé- lagsins í haust og tvö ensk lið munu að öllum líkindum keppa um að fá Van Beveren í sínar raðir, Manchester United og West Bromwich Albion. I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.