Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 32
IÁ leið í skóla ■f M U-X I gcetid ad -i MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1978 Vongóðuren við öllu búinn „ÉG ER vongóður en við öllu búinn." sajíði Friðrik Ólaísson stórmeistari. er Mbl. ræddi við hann í Buenos Aires í nær- kviildi. en í daK fer fram forsetttlíjör á Fide-þinginu. Friðrik sagði, að staðan í framboðsmálunum væri svo óljós að engin leið væri að gera sér nákvæma grein fyrir því hver úrslit yrðu. „Aðstaða okkar hefur að mörgu leyti verið erfið,“ sagði Friðrik, „því þótt enginn liggi á liði sínu þá er við ramman reip að draga, þar sem mótframbjóðendurnir spara hvorki fé né fyrirhöfn.“ Þingfundur hefst klukkan 13 að íslenzkum tíma í dag. Fram- bjóðendurnir þrír flytja fimm mínútna ræður og kynna fram- boð sín og klukkan 13:45 á kosning að hefjast. Sjá bls. 18. Friðrik Ólafsson Bílasalarannsóknir æ umfangsmeiri: Vitað um tugi brota oghagnaðuríim allt að ein milljón króna Loðnuaflinn 410 þúsund tonn: Utflutningsverðmæti um 14 milliarðar kr. LOÐNUAFLINN á sumar- og haustvertíðinni er nú orðinn um 110 þúsund tonn. Samkvæmt upplýsingum. sem Morgunblaðið hefur aflað sér er aflaverðmæti þessa magns 7.2 milljarðar króna og cif. útflutningsverðmætið á að gizka 14 miiljarðar króna. Afla- hæsta skiptið á vertíðinni er Sigurður RE. sem kominn er með nokkuð á 14. þúsund lesta. Ekki er ólíklegt að ætla að aflaverð- Leystur úr haldi ÚTGERÐARMAÐURINN í Kefla- vík, sem sat í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar á meintum svikum hans í sambandi við atvinnuleysistryggingasjóð var leystur úr haldi í fyrrakvöld. Hann hafði setið í gæzluvarðhaldi síðan á föstudaginn. Að sögn Hallvarðs Einvarðssonar rannsóknarlög- reglustjóra hefur rannsókn máls- ins miðað vel áfram. Allmargir nðilar hafa verið vfirheyrðir vegna þessa máls, þar á meðal skrifstofu- stjóri Heimis hf., fyrirtækis út- gerðarmannsins. mæti þe.s.sa eins skips sé rösklega 200 milljónir króna. Afli loðnubátanna hefur verið með minna móti síðan á laugardag og fá skip tilkynnt um afla. Bræla hefur verið á miðunum, en einnig hefur Ioðnan verið dreifð þegar gefið hefur til veiða. Eftirtalin skip tilkynntu um afla frá hádegi á laugardag þar til síðdegis í gær: Laugardagur: Guðmundur 300. Sunnudagur: Árni Sigurður 380, Gjafar 250. Mánudagur: Eldborg 460, Stapavík 250, Súlan 300, Magnús 300. HAFIN er hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins rannsókn á enn einni bílasölunni í Reykjavík, en hún er grunuð um svik í sambandi við bflaviðskipti. Er þetta þriðja bflasalan, sem hafin er rann- sókn á nú á skömmum tíma. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, hefur komizt upp um nokkra tugi tilvika, þar sem bílasölur hafa haft i frammi svik við viðskiptavini sína. I flestöllum tilvikunum mun vera um lík mál að ræða, þ.e. bíla- salarnir plata bíleigendur til þess að selja bílana undir markaðsverði og eru kaupendur þá gjarnan einhverjir menn á vegum bílasal- anna. Síðan eru bílarnir lagfærðir lítils háttar og þeir seldir skömmu síðar á mun hærra verði. Hefur þessum aðferðum iðulega verið beitt gegn fólki, sem er í fjárþröng og þarf að selja bíla sína með skömmum fyrirvara. Mbl. veit eitt Hentu síld fyrirmillj- ónir króna „VIÐ URÐUM að henda um 50 tonnum af síld úr 100 tonna kasti sem við fengum vegna þess að við áttum aðeins eftir 50 tonn til að fylla kvótann," sagði skipstjóri á einum síldarbát við blm. Mbl. í gær og kvaðst hann vilja vekja athygli á því að ef þeir hefðu komið með aflann að landi þá hefði hann verið gerður upptækur. Sagði skipstjórinn að enginn reyndi viljandi að fara yfir kvót- ann, en taldi hins vegar að umframaflann ætti að nýta þannig að sjómaðurinn hefði eitthvað úr býtum a.m.k. þannig að menn hefðu áhuga á að landa honum og bjarga verðmætunum. Þarna var hent dauðri síld fyrir 3—4 millj. kr. upp úr sjó og 12 millj. kr. útflutningsverðmæti. SÆLL GÓÐI. — Liðlega 20 geitum var smalað í Þerney hjá Víðinesi í Mosfellssveit um helgina, en þar eru m.a. sérræktaðar kollóttar geitur. Myndina tók Kristján Einarsson ljósmyndari Mbl. þegar einn hafurinn var kominn á fastalandið og sótti fast í brauðbita sem drengurinn á myndinni bjó sig undir að færa vini sínum. dæmi um það, að bílasali hafi hagnast um eina milljón króna með þessum hætti. Deilt á ráðn- ingu blaða- fulltrúans ALLSNARPAR umræður urðu utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær vegna ráðningar Magnúsar Torfa Ólafssonar í starfi blaða- fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Vilmundur Gylfason kvaddi sér hljóðs og gagnrýndi harðlega að forsætisráðherra hefði gengið frá þessari ráðningu án þess að fjárveiting eða samþykkt Alþing- is lægi íyrir. Sighvatur Björgvinsson áréttaði orð Vilmundar og sagði að fulltrúar þriggja þingflokkanna hefðu látið bóka mótmæli af þessu tilefni á fundi fjárveitinganefnd- ar Alþingis í gærmorgun. Ráð- herrarnir Ragnar Arnalds og Kjartan Jóhannsson sögðu að í ríkisstjórninni hefði engin sam- þykkt verið gerð um ráðningu blaðafulltrúans. „Getur orðið eril- samt starf á stundum” negir Magnús Torfi, nýráðinn blaðafulitrúi ríkisstjórnarinnar Tómas Ánrason, fjármálaráð- herra, svaraði í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra, og sagði að hægt væri að jafna ráðningu blaðafulltrúa við ráðn- ingu annarra ráðherra á sérstök- um aðstoðarmönnum, sem þrjú dæmi væru fyrir um í þessari ríkisstjórn. Alþingi hefði hins vegar síðasta orðið í þessu máli. Sjá bls. 17i Skorti heimild ... ? Meint svik dansks nálar- stungu„læknis” í athugun Starfaði á íslandi í byrjun þessa árs RÍKISSAKSÓKNARI hefur nú til athugunar allmargar kærur á hendur dönskum manni, Rasmussen að nafni, sem kom hingað til lands í byrjun þessa árs og stundaði lækningar með nálarstungum. Tók maðurinn geipifé fyrir „lækninguna" cn hún mun í fæstum tilfellum hafa borið fullkominn árangur. Beinist athugun ríkissaksókn- ara m.a. að því, hvort umrædd- ur maður heíur farið inn á svið íslenzkra lækna með nálar- stungum sínum, en hann mun ekki vera læknismenntaður og einnig hvort maðurinn hafi þarna stundað fjársvik, en margar kærur hafa borizt um það. Rasmussen, sem er 52 ára gamall, kom til landsins í febrúar s.l, og dvaldi hér í tvo mánuði. Hann mun hafa tekið til meðferðar nokkur hundruð sjúklinga á meðan hann dvaldi hér og fyrir lækningarnar þáði hann nokkrar milljónir króna. Fé þetta var yfirfært til Kaup- mannahafnar, þar sem maður- inn rekur stofu, en hald var lagt á 1,5 milljónir íslenzkra króna að beiðni danskra skattyfir- valda, sem vilja tryggja það að Rasmussen greiði skatt af laun- um þeim, sem hann hefur þegið fyrir lækningarnar hérlendis. Sem fyrr segir er Rasmussen þessi ekki læknismenntaður en hann mun hafa aflað sér ein- hverrar þekkingar á þessum lækningum, sem eins og kunn- ugt er eru algengar í Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.