Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR #tc®mM$fo$b 261. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVÉMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kraf a Sadats: Gazasvæðið verði egypzt land á ný Ismailia, 14. nóv. AP. Reuter ANWAR Sadat, forseti Egyptalands, sagði á þing- flokksfundi í gær að for- sendurnar fyrir því að Egyptar og ísraelsmenn gætu samið endanlega um frið væru þær að ísraels- menn skiluðu aftur Gaza- svæðinu sem þeir hertóku í sex daga stríðinu 1967, að sögn eins þingmanna í f lokki f orsetans. Að sögn þingmannsins sagöi Sadat ennfremur aö afstaða Egypta væri skýr það yrði ekki hvikað frá þessum skilyrðum. Deilurnar um búsetu á vestur- bakka árinnar Jórdan sagði Sadat alfarið vera vandamál palistínu- skæruliða en ekki Egypta. Fyrr í dag sagði Sadat á fundi með fréttamönnum að hann hefði ákveðið að senda varaforseta sinn, Hosni Mubarak, til Washington til viðræðna við Carter Bandaríkja- forseta. Einnig ætti varaforsetínn að afhenda Carter orðsendingu egypzku stjórnarinnar þar sem afstaða hennar væri ítarlega skýrð. Haft var eftir Boutros Ghali, utanríkisráðherra Egyptalands, í París í dag, að friðarviðræðurnar í Washington væru í sjálfheldu vegna alvarlegra vandamála sem upp hefðu komið en þau væru alls ekki óyfirstíganleg. Herlið Amins frá Tanzaníu? Nairobi, 14. nóv. AP. Reuter. IDI Amin, forseti Úganda tilkynnti í dag að hann væri að draga allt herlið Noregur: Mikið brugg og vopn gerð upp- tæk á eyðieyju Fri fréttarltara Mbl. ( OkIÓ (gær. MIKILL styrr stendur þessa dagana um norsku leyniþjónustuna vegna máls fyrrverandi útgerðarmanns, Hans Otto Meyer, sem var handtekinn fyrir skömmu, grunaður um stórfellt heimabrugg á eyðiey í Óslóarfirði og geymdi mörg hundruð skotvopn, vélbyssur, skriðdrekavopn, útvarpsviðtæki, tölvuvélar og um 10.000 skotfæri og sprengikúlur í íbúð sinni. Meyer hefur lýst því yfir að hann hafi staðið í nánu sambandi við leyniþjónustuna og geymt vopnin með leyfi hennar. Bæði leyniþjónustan og yfirstjórn land- varna hafa vísað staðhæfingu Meyers á bug, en viðurkenna að Meyer hafi verið á skrá um menn sem yrðu kallaðir út til starfa ef til styrjaldar kæmi á árunum 1956 til 1964. Því er eindregið vísað á bug að leyniþjónustan hafi staðið í nokkru sambandi við Meyer eftir þetta eða á nokkurn hátt vitað eða leyft að hann hefði vopnabúr í bústað sínum — nógu stórt handa litlum her. Heraflinn hefur undanþegið Meyer þagnarskyldu og þess er beðið með þó nokkrum spenningi hvað hann muni segja um sam- band sitt við heraflann. Blaðið Hans Otto Mayer. „Verdens Gang", sem ljóstraði upp um málið og hefur haft mjög góð sambönd í lögreglunni, skýrir frá því að Meyer muni nafngreina að minnsta kosti 10 yfirmenn í leyniþjónustunni sem hann hafi staðið í sambandi við. Heraflinn hefur gefið í skyn að allir yfirmenn sem Meyer nafngreinir verði undanþegnir þagnarskyldu svo að allar staðreyndir málsins komi fram í dagsljósið. Meyer er þekktur fyrir nánast sjúklegan áhuga á vopnum. Safn hans hefur aðallega að geyma vopn frá árunum eftir heimsstyrj- öldina eða vopn sem eru ófáanleg í Noregi. Lögreglan reynir einnig að fá úr því skorið hvernig hann hefur komizt yfir þessi vopn og komið þeim til Noregs. Á eynni þar sem Meyer er grunaður um að hafa framleitt áfengi eru geymdar margar fall- byssur. Meyer hefur einnig komið sér upp skriðdreka sem hann notaði þegar hann minntist þjóð- hátíðardags Norðmanna 17. maí er hann skaut nokkrum lausum skotum með honum. Norsk blöð hafa líkt málinu við James Bond-sögu, einkum vegna þess að kvikmyndaleikarinn Sean Connery heimsótti bústað Meyers 1974 þegar hann vann við kvik- myndagerð í Noregi. Hann lánaði framleiðendum kvikmyndarinnar tvær af Boeing 737 þotum sem hann á. Frá bústað hans liggja leynigöng og vopnabúrið er varið með dauðageislum. Úgandamanna til baka frá Tanzaníu þar sem barist hefur verið síðustu þrjár vikurnar. Úgandaútvarpið hafði eftir forsetanum að hann teldi það skyldu sína til að vernda sameiningu Afríku að draga allt herlið sitt til baka, að viðurkenndum landamærum ríkjanna. I yfirlýsingu Tanzaníumanna vegna þessa segir hins vegar að allt tal um að her Úganda sé á leið burt frá Tanzaníu sé þvættingur; hið rétta sé að Amin sé að styrkja herlið sitt til muna á þessum slóðum. Tanzaníumenn segjast munu láta hart mæta hörðu og hersveitir þeirra verði verulega efldar að mannafla á næstunni. Idi Amin Símamynd AP Nýtt met í Heimsmetabók Guinnes að verða að veruleika. John Massis frá Belgíu setti nýlega heimsmet í að draga járnbrautavagna með tönnunum einum saman, þegar hann dró þrjá járnbrautavagna með alls 126,3 tonnum á. Sprengingar á Norður-írlandi Belfast, 14. nóv. Reuter. AP. SPRENGJUR sprungu^í sex bæjum á Norður-ír- landi í dag og særðust 30 Aframhaldandi skærur í íran Teheran, 14. nóv. Reuter. AP. BARDAGAR brutust út enn á ný í Teheran og nágrenni eftir að allt hafði verið með kyrrum kjörum í vikutíma. Voru þar helzt á ferðinni andstæðingar keisarans sem fóru um í smáflokkum og gerðu atlögu að mönnum hliðhollum keisaranum. Ekki var gefin út nein opinber tilkynning vegna atburðanna en sjónarvottar segja þá hafa verið blóðuga og margir hafi fallið. Sérstaklega var hart barist í verzlunarhverfum Teheran og lágu blóðug lík þar víðs vegar um götur. Samtímis þessum skærum til- kynntu verkamenn í olíuverk- smiðjum landsins .em verið hafa í verkfalli í þrjár vikur að þeir ætluðu að snúa aftur til vinnu á morgun. Kemur þessi tilkynning í kjölfar langra og strangra funda sem verkfallsmenn hafa átt með stjórnvöldum á síðustu dögum, en verkfallið hefur kostað þjóðina gífurlegar fjárhæðir. Talið er að tapið nemi daglega allt að 4 milljörðum íslenzkra króna. manns í þeim, en enginn lét lífið að því er segir í tilkynningu frá lögregl- unni. Forráðamenn lögregl- unnar telja þessar spreng- ingar aðeins forboða enn- frekari aðgerða liðsmanna írska lýðveldishersins nú fyrir jólin, en þeir láta jafnan til skarar skríða á þessum tíma ár hvert. Ekki urðu veruleg meiðsl á þeim sem lentu í sprengingunum en lögfræðingur nokkur slapp þó naumlega, því að hann átti aðeins ófarna nokkra metra að bifreið sinni þegar hún sprakk í loft upp. Aðgerðir írska lýðveldishersins beindust að þessu sinni nokkuð að því að stugga fólki frá verzlunar- hverfum, m.a. í Belfast. Liðsmenn hersins telja kaupmenn ekki nægi- lega hliðholla málstað sínum og er búist við að þeir muni gera enn frekari atlögu að þeim þegar nær dregur jólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.