Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 7 r Annaö í huga en verö- bólguhjöönun. í ræðu Þeirri sem Benedikt Gröndal, for- maöur AlÞýðuflokksins, flutti á nýafstöönu flokks- Þingi, vegur hann meir en lítið að samstarfsflokkum í ríkisstjórn, einkum Þá AlÞýöubandalaginu. Orð- rétt sagði Benedikt m.a.: „Ég tel að í höfuðatriðinu leggi AlÞýöuflokkurinn meiri áherzlu á raunhæfa baráttu gegn veröbólg- unni en hinir stjórnar- flokkarnír. Um nokkur atriði á Þessu sviði eru Framsóknarmenn okkur Þó sammála, en AlÞýöu- bandalagið virðist leggja áherzlu á önnur atriði og ýmislegt bendir til Þess, að Því sé annað í huga frekar en að ná skjótum árangri í baráttu gegn veröbólgunni. AlÞýöu- flokkurinn leggur meiri áherzlu en AlÞýöubanda- lagið á að Það sé ríflegur tekjuafgangur hjá ríkis- sjóöi og að ríkissjóður greiði sem allra mest af skuldum sínum hjá Seðlabankanum ... Al- Þýöuflokkurinn hefur einnig verið reiðubúinn til aö ganga lengra en hinir flokkarnir í sam- drætti... “ Á hinn bóginn virðist AlÞýðubandalagið leggja miklu minni áherslu, stundum næsta litla, á Þessi atriði, sem tví- mælalaust heyra til nauð- synlegustu ráöstafana til að spyrna gegn verðbólg- unni ... Um Þetta hafa verið miklar umræöur í ríkisstjórninni og valdið Því, hversu erfið fjárlaga- geröin hafur reynzt.. .„ Samstarfs- flokkarnir „býsna kærulausir". Þá víkur Benedikt Gröndal að ólíkum sjónarmiðum stjórnar- flokkanna um tekjuöflun ríkissjóðs. AlÞýðuflokk- urinn „vilji ekki auka tekjuskatt á almennum launÞegum", — en segir hann, „Þar virðast hinir flokkarnir báðir býsna kærulausir"! „Mikill vandi blasir við 1. desember,“ sagði Benedikt, „en skapleg lausn á honum fer að langmestu leyti eftir pví, hvernig samstarf við launpegahreyfinguna tekst. Kjarasáttmáli einn getur leyst Þann Þunga vanda ...“ „Fjárlagafrumvarpið á eftir að taka miklum breytingum fram á jóla- föstu, Þegar Það verður afgreitt, og við skulum vona aö ráðherrum og Þingflokki AlÞýðuflokks- ins takist aö hafa Þar sem mest áhrif ...“ Já, frumvarpið hans Tómas- ar parf aö taka miklum breytingum, sagöi Benedikt, og enn fremur aö AlÞýðubandalagið „leggur áherzlu á önnur atriði" en verðbólgu- hjöðnun eða hallalausan ríkisbúskap. Fróðlegt verður að sjá hvern veg jólaföstuleiðréttingin á fjárlagafrumvarpinu tekst til hjá Alpýðuflokknum — hvort hinir „býsna kæru- lausu“ samstarfsflokkar fáist til aö bæta úr „kompásskekkju" stjórnarstefnunnar í ríkisfjármálum. Tekjustefna fjárlaga- frumvarpsins í kosningabaráttunni sl. vor var afnám tekju- skatts á launatekjur eitt af helztu baráttumálum AlÞýðuflokksins. Eftir kosningar stóö hann á afturvirkum tekjuskatts- auka, Þ.e. verulegri hækkun en ekki lækkun álagðs tekjuskatts Þessa árs. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir Þar aö auki ráð fyrir verulegri tekjuskatts- aukningu á næstu ári. Skattvísitala frumvarps- ins eru 143, og vart í samræmi við verðlags- Þróun, en skattvísitalan ræður ferö um Þyngd og hlutfall tekjusköttunar al- mennings. Að óbreyttri skattvísitölu frumvarps- ins og með' hliöstæðri veröbólgu og verið hefur hækka tekjuskattar milli ára (1978—1979) meira en dæmi eru um áður —Þvert ofan í stóru orðin um „afnám tekjusköttun- ar“. Á flokksÞingi AlÞýöu- flokksins var að vísu sunginn söngurinn, sem féll kjósendum svo vel í geð í vor — um afnám tekjusköttunar og sam- starfsflokkunum kennt um, aö efndirnar urðu enn hærri tekjuskattur og afturvirkur í Þokkabót. AlÞýðuflokkurinn ber engu af síður pólitíska ábyrgð á bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar, jafnt og samstarfsflokkar hans. Fjárlagafrumvarpiö er stjórnarfrumvarp, og sem slíkt hans frumvarp eins og hinna stjórnar- flokkanna. Fróðlegt verð- ur að sjá, hvort Alpýðu- flokkurinn trítlar upp tekjuskattsaukningar- stigann, eins og fjárlaga- frumvarpið gefur vís- bendingu um, eftir sam- starfsflokkunum, * peim „býsna kærulausu", til aö halda ráðherrastólum og valdaaöstööu. Tónilst eftir JÓN ÁSGEIRSSON SÍÐAST liðna viku hafa góðir gestir ferðast um landið og sungið hlustendum forna söngva. Hér í höfuðborginni létu þessir gestir sig hafa það að syngja án endurgjalds í ýmsum skólum höfuðborgar- innar og tókust þessir skóla- tónleikar sérstaklega vel. Lokatónleikar þessara söng- fúsu manna voru s.l. laugardag á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbíói. Efnisskránni var skipt í fjóra þætti og hófst sá fyrsti á trúbadora- og trúvera- söngvum frá 12. og 13. öld. Með kristni leggst niður smám sam- an allur heiðinn söngur og söngmáti, sem að gerð var svipaður um alla Norðurálfu pg Austurlönd nær. Samtímis þessu söngbanni kirkjunnar tók hún upp sléttan söng við óhryn- bundinn texta og það er í rauninni ekki fyrr en með tilkomu trúbadoranna að Evrópubúum tekst að yrkja veraldlega söngva í samræmi við nýjar söngvenjur. Til þess- Ars antica frá París ara farandsöngva er veraldleg tónlist Evrópu rakin og það er einnig mjög sérkennilegt að íslensk þjóðlög innihalda skýr einkenni samsvarandi ýmsum frumþáttum trúbadora farand- söngvanna. Fyrir hlustendur hefði verið gagnlegt að eitthvað smálegt hefði verið sagt um einstaka lag í efnisskránni og höfunda. Annar flokkur söngva var frá Spáni sextándu aldar- innar. Fyrst var söngur eftir Encina sem var frægur leikari, söngvari og tónskáld. Eftir hann er meðal annars tónlist við svo nefnd Elcke-undur, sem er trúarleikur er rekur sögu sína aftur á 13. öld. Mundarra og Ortiz eiga sér merkilega sögu og tii þeirra og spánskra samtíma- tónskálda er tilbrigðaformið rakið. Þriðji þátturinn var^ensk hirðtónlist, þar sem meðal annars voru söngvar eftir Dow- land og Morley. Come again eftir Dowland er með fallegri lögum er undirritaður þekkir. Tónleikunum lauk með hirð- og háðsöngvum frá 16. og 17. öld. Þessir söngvar þykja bera öll einkenni úrkynjunar í hugsun- arhætti og lífsvenjum spillts aðals og eiga margt sameigin- legt með leikverkum er voru mikið í tísku á meginlandi Evrópu á þessum tíma og kölluð voru ensku leikarnir. Efni leik- ritanna var aðallega klámfengin og ruddaleg afbökun á enskri leikritun, leikin af Þjóðverjum og Frökkum sem skýldu sér á bak við ensk nöfn. Þessir söngvar éru nú í nokkurri tísku vegna þess hve fólki er orðið tamt að bera sér i munn orð er áður voru aðeins hugsuð og að feluleikurinn hefur breyst í sýningu. Það var svolítið „sýn- ingarbragð" að síðasta hluta tónleikanna og leysti tónleikana upp að nokkru leyti. Flutningur söngvarans og spilaranna var víða mjög góður en það, sem einkum gefur slíkum tónleikum gildi, er tónlistin sjálf og að flutningur hennar næst því sem nútíðarmenn geta komist frum- gerðinni. Jón Asgeirsson. Félags- fundur veröur haldinn í Félagsheimili Fáks, fimmtudaginn 16. nóv. og hefst kl. 20.30. Rætt veröur um almenn félagsmál. Hestamannafélagið Fákur. PÖMUR HVÍLDARÞJÁLFUN tauga og vöðvaslökun fyrir dömur á öllum aldri. • HvíldarÞjálfun losar um streitu og spennu og auðveldar svefn. • Vegna mikillar eftirspurnar veröur enn einum flokki bætt viö. Upplýsingar og innritun í síma 82982 ÞÓRUNN KARVELSDÓTTIR íþróttakennari. Scout Traveler 78 til sölu Power-stýri, velti-stýri, Power-bremsur, sjálf- skiptur, litaö gler, vél V-8 345 cub. Eiectronisk kveikja, extra breiö dekk, gúmmí hlífar á öllum hjólskálum, kassettutæki, loftnet fyrir talstöö. Keyröur 9 þús. km. Skemmtilegur ferðabíll, aö mörgu leyti betri en nýr. Tilboö óskast. Ath. Verö á nýjum bíl meö sama búnaöi er kr. 8,6 millj. Upplýsingar í síma 83315, á kvöldin 43289. Canon piQ-n ELECTRONIC CALCULATOR ■ ■ BV Þessi vél var aö fá CES-verðlaunin í Bandaríkjunum. Vélin gerir allar vinnslur stærri véla Ijósaborð & strimill + rafhleðsla. Verö kr. 50.400.- SKRIFVÉLIN HF Suðurlandsbr. 12 s. 85277

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.