Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 10 — 11 1 FRÁ MÁNUDEGI ir W(/j*vr&K,'Uja'Lni Margrét Jörunds- dóttir — Níræð varla nokkurt fræðilegt gildi nema sem víti til varnaðar, og ber þar margt til. Fyrst er það, að könnunin miðaði ekki að neinu fræðilegu marki, svo að upplýs- ingasafnið er einna líkast ósund- urgreindum frímerkjasöfnum, sem byrjandi safnarar kaupa í litlum umslögum hjá pröngurum.“ „í öðru lagi eru upplýsingar í skýrslunni svo ónákvæmar, að óhugsanlegt væri að treysta þeim, þótt þær þættu forvitnilegar." Þessir hringdu . . . • Hættulegur leikur Foreldrar, sem sögðust hafa séð til ferða barna, er héngu aftan í bílum, vildu koma á framfæri ábendingum til bílstjóra um að vera vakandi fyrir þeim hættulega leik, sem krakkar gjarnan lékju, þegar þau sæju sér fært og þyrftu allir foreldrar líka að sameinast um að benda börnum sínum á hversu hættulegt það væri að hanga í bílum. Þau sögðust svo sem skilja að öllum börnum þætti þetta á vissan hátt spennandi, en það yrði samt sem áður að minna þau alvarlega á hversu mikill háskaleikur þetta væri, því bíl- stjórar tækju oft ekki eftir að börn væru aftan á bílunum og gætu því auðveldlega hlotist af þessu slys. • Of mikill innflutningur? — Lengi vel hefur verið flutt óhemju mikið til landsins af húsgögnum og alls konar tréverki og hafa innlendir smiðir og framleiðendur húsgagna og inn- réttinga átt í höggi við þennan innflutning. Þegar illa hefur árað innanlands hefur jafnan kastazt í Læt þessi dæmi úr grein dr. Halldórs nægja að sinni. Um íslenzkuna, málfarið, á skýrslu þeirra Ó.R.G. og E.L. læt ég nægja að minna á nokkur dæmi, sem ég nefndi í fyrri grein minni. 4. Ur því að ég er setztur við ritvélina, langar mig til þess að beina tveimur fyrirspurnum í viðbót til útvarpsins: a. Hver er kostnaður útvarpsins vegna þátttöku tveggja söng- kvenna í þætti Bryndísar Schram í sjónvarpinu, en önnur þeirra var sögð koma frá New York en hin frá London? b. í grein Indriða G. Þorsteins- sonar í Vísi, 10. nóv. sl., segir, að einhverjir starfsmenn útvarpsins hafi fengið sex mánaða frí (nú eða áður). Hverjir eru það, og hvað um launagreiðslur þeirra á þeim tíma? Virðingarfyllst, Sigurjón Jónsson." kekki eða allt að því milli innflutn- ingsfyrirtækja og þeirra sem vinna að slíkri smíði hérlendis og telja hinir innlendu framleiðendur að innflutningur þessi sé óþarfur að mestu. Enn hefur verið minnt á þetta og nú síðast með samþykkt- um frá þingi Sambands bygging- armanna þar sem þeir benda m.a. á, að fluttar séu inn innréttingar og húsgögn fyrir um 3 milljarða á ári og telja það alltof mikið. Það má sjálfsagt til sanns vegar færa og með þessum línum vildi ég taka undir það og varpa því fram, hvort ekki sé einhvern veginn hægt að vernda hina innlendu framleiðend- ur, en þó án þess að það komi niður á neytendum í hærra vöruverði eða öðru álíka. SloeA V/qga g itLvt9AH Fyrir tveimur tugum ára var sá sem þetta ritar kóngsins lausa- maður og hafði hvorki fasta atvinnu né varanlegan samastað hér í borg. Fátt er slíkum mönnum nauðsynlegra en að komast að góðum kjörum með það sem menn þurfa til hnífs og skeiðar og venjulega eru það þeir sem svipað er ástatt með í þjóðfélaginu sem leysa vanda þeirra. Kunningi minn sagði mér að á Vitastíg 13 væri kona með matsölu, sem seldi góðan og næringarríkan mat við vægu verði og ég skyldi freista, hvort ég gæti komist að í fæði hjá henni. Hann tók mig svo undir sinn verndarvæng og við skunduðum á vettvang. Eg man eftir því að afmælisbarnið tók mér heldur þurrlega og má vera að hún hafi haldið að hér væri komið botn- laust átvagl sem ekki gæti staðið í skilum, þegar borga átti fyrir matinn, enda sagði Margrét mér síðar, að sér hefði síður en svo litist á hinn nýja kostgangara. Allt um það hefir vinátta okkar haldist til þessa dags og fyrir hana ætla ég að þakka með þessum fáu línum. Margrét Jörundsdóttir er komin af gildum útvegsbændaættum úr nágrenni Reykjavíkur. Hún er af aldamótakynslóðinni og hefir unn- ið hörðum höndum alla ævi og þekkir ekki neitt sem heitir að víkja sér undan þeim skyldum sem lífið og samfélagið leggur þegnun- um á herðar. Hún kann frá mörgu að segja af liðinni ævi, en einkum þó frá morgni þessarar aldar, á Álftanesi, þar sem hún ólst upp og ég man enn hvað henni var tíðrætt um störf við vitavörslu á Suður- nesjum-, sumardvalir á Hjalteyri og Norðfirði, þar sem hún heyrir enn niðinn í lækjunum út á Bakkabakka. Hún má muna tím- ana tvenna og kann frá mörgu að segja og minnið er traust og frásagnargleðin enn söm við sig. Á þeim árum, sem hún rak matsöluna á Vitastíg 13, var oft glatt á hjalla. Þar var næstum hægt að tala um komedíuhús, þar sem matmóðirin var sá miðpunkt- ur sem allt snerist um. Hún ól í brjósti mikla umhyggju fyrir okkur, vandaði óspart um við þá sem henni þótti ekki haga sér eins og skyldi. Menn leituðu til hennar þegar í óefni var komið og einu sinni man ég eftir því að hún fór á stúfana til að . útvega einum kostgangaranna húsnæði. Ég reyndi sjálfur umhyggju hennar og nærgætni, þegar ég lenti á sjúkrahúsi, þá var hún sífellt að senda menn út af örkinni til að fylgjast með heilsufari mínu og fá að vita sannleika um sjúkdóms- greininguna og þegar ég kom aftur á vettvang fór hún með mig eins og reifabarn, enda var ég satt að segja ekki mikill bógur fyrstu dagana sem ég lagði leið mína til hennar á ný eftir sjúkrahúsvist- ina. Hennar líf og yndi var að hugsa um okkur.og ég man það að það var viðkvæði hennar: „Ég veit ekki hvar ég væri, ef ég hefði ekki karlana mína.“ Nú síðari árin hefir heilsunni hrakað, svo að hún hefir orðið að vera meira og minna í rúminu og hirð kostgangaranna er fokin úr í veður og vind. Sjálf hugsar hún með söknuði til þeirra ára þegar glaðast var á hjalla á Vitastígnum, en umhyggjan fyrir okkur er enn söm við sig. Hún er innilega þakklát fyrir björtu stundirnar í lífinu, en hún hefir lengi vitað og mönnunum er ekki ætlað að lifa eins og liljur vallarins. Samt hefir hún kunnað að njóta þess sem lífið bauð og mér er minnisstætt að einhverju sinni þegar hún var að tala um liðna ævi, þá bætti hún við: „Guð hefir verið mér svo góður.“ Aðalgeir Kristjánsson. Þess skal að endingu getið að Margrét tekur á móti gestum í félagsheimili Hringsins að Ás- vallagötu 1 um kvöldið 15. nóvem- ber. Símstöðin í Stykk- ishólmi stækkuð Nú er verið að ljúka stækkun símstöðvarinnar í Stykkishólmi úr 300 í 400 númer, en undanfarið hafa margir beðið eftir síma. Strax fyrrihluta þessa mánaðar voru milli 30 og 40 númer tengd við símstöðina. I sumar var unnið við jarðtengingar og lagnir í götur kauptúnsins og eins í úthverfin sem nú og undanfarin ár hafa verið í byggingu. Með tilkomu þessarar viðbótar er lausn fengin fyrst um sinn á þeim símavandræð- um sem hafa verið hér. Þá verða auknar talrásir til Reykjavíkur og ýmislegt annað er á döfinni, en með tilkomu stöðvarinnar við Kothraun urðu á vissan hátt kaflaskipti í þjónustu símans hér við Breiðafjörð. Um seinustu mánaðamót breyttust áætlunarferðir fólksflutningabif- reiða á Snæfellsnes og var sumar- áætlun þá lokið en vetraráætlun gekk í gildi. Ferðir eru nú farnar frá Reykjavík þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 10 árdegis, en frá Stykkishólmi miðvikudaga og föstu- daga kl. 9.30 en sunnudaga kl. 14. Færð hefir verið ágæt til þessa og vonandi verður hún þannig áfram. Seinasti vetur var mildur og aldrei féll ein einasta ferð niður vegna ófærðar. Smá tafir urðu en annað ekki. _ Fréttaritari. 60661, SY<A L íú 'fc'R K4W/9 \ tfOví/3 Á \VmoH VfOKGVI/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.