Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 Örlygur Hálfdánarson. bókaútgefandi. lengst til hœgri ásamt höfundum nokkurra þeirra bóka sem_ út koma hjá Erni og Örlygi í ár, en næstur honum er Gunnar Benediktsson, þá Hafliði Vilhelmsson, Asa Sólveig, Guðlaugur Guðmundsson, Stefán Júlíusson og Steinar J. Lúðvíksson. Ljósm. Mbl. Kristján. Örn og Örlygur: Átta bækur á einni viku — Þar af eru 5 ísl. skáldsögur BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur Kaf út í síðustu viku átta bækur og þar af voru fimm skáldsögur. Skáidsögurnar eru Einkamál Stefaniu eftir Ásu Sólveigu. I>ar sem bændurnir hruKKa í friði eftir Guðmund Haildórsson frá Ber>?sstöðum, Helgalok eftir Hafliða Vilhelms- son, Árni Birtingur ob skutlan í skálanum eftir Stefán Júlíusson o(í loks er bókin Sú Krunna lukka eftir Þórleif Bjarnason. Ilinar þrjár bækurnar eru> Þrautgóðir á raunastund — sem er tíunda hindi þessa ritflokks oj; er eftir Steinar J. Lúðvíksson, eins og langflest hindin, Að leikslokum — áhugaefni og ástríður, sem er síðasta bindi æviminninga Gunn- ars Benediktssonar og þriðja bókin er Ástir í aftursæti — endurminningar leiguhílsstjóra eftir Guðlaug Guðmundsson og kemur út 1 flokknum Ilernámsár- in. Illaut Guðlaugur sérstaka viðurkenningu bókaútgáfunnar fyrir þetta ritverk sitt. Þrautgóðir á raunastund, 10. bindi, fjallar um atburði áranna 1911 til 1951. Steinar J. Lúðvíksson hefur annast öll bindin utan eitt, sem Loftur heitinn Guðmundsson skrifaði. Steinar sagði á fundi með blaðamönnum, sem útgáfan efndi til, að ætlunin væri að reyna að rekja björgunar- og sjóslysasög- una allt aftur til aldamóta, en hann kvað það á margan hátt vandasamt verk, þegar svo langt aftur í tímann væri komið einkan- lega vegna þess að heimildir væru af skornum skammti og. mun lakari en á því tímabili sem áður hefur verið lýst í þessu ritsafni — árunum frá 1916—58. Upphaflega var miðað við að verkið næði yfir tímabilið frá 1928, þegar Slysa- varnarfélag Islands var stofnað, og fram til 1958 en útgáfan fékk síðan áskoranir um að halda verkinu áfram lengra aftur í tímann. Endurminningabók Gunnars Benediktssonar — Að leikslokum — nær yfir tímabilið allt frá 1931 og síðustu setninguna dagsetur hann 10. júlí sl. þegar verið er að reyna að berja saman starfhæfa ríkisstjórn. Þó að bókarheitið gefi til kynna að Gunnar kunni að vera hættur að skrifa, aftók hann það með öllu og kvaðst einungis v.era hættur að skrifa bækur af þessu tagi. „Nei, ég er ekki hættur, það er ekki fyrr en tilkynnt verður um jarðarför mína að ég er hættur að skrifa", sagði Gunnar. Ástir í aftursætinu eftir Guð- laug Guðmundsson er önnur bókin i bókaflokki Arnar og Örlygs, sem þeir nefna hernámsárin en útgáf- an auglýsti eftir frásögnum frá þessum árum og hét viðurkenn- ingu fyrir þá beztu. Guðlaugur var einmitt leigubifreiðarstjóri á her- námsárunum,, og bókin hefur að geyma ýmsa endurminningaþætti hans frá þessum tíma, sem Guð- laugur klæðir skáldlegum og mannlegum búningi, að því er útgefandinn segir enda hefur bókaútgáfan sæmt Guðlaug viður- kenningu þeirri sem heitið var. Einkamál Stefaníu er fyrsta skáldsaga Ásu Sólveigar sem áður hefur getið sér orð fyrir leikrit sín, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Ása Sólveig kvaðst hafa haft mjög gaman af að fást við skáldsagna- formið en kvaðst hins vegar ætla að þessi fyrstá bók hennar bæri þess nokkur merki að hún hefði aðallega fengizt við leikritun áður, því að hún byggði mjög á samtöl- um. Hafliði Vilhelmsson nefnir skáldsögu sína Helgalok — sam- verkandi saga, en þetta er önnur skáldsaga hans. Hafliði vakti athygli með frumraun sinni í fyrra, Leið 12, Hlemmur-Fell, en hina nýju bók sína segir Hafliði vera meiri tilraun en hina fyrri. Hann fylgist með tilteknu sam- verkafólki skráir hvað á daga þess drífur, svo að það er þetta fólk fremur en höfundur sem ræður framvindu sögunnar enda þótt höfundur leyfi sér að sjálfsögðu skáldlega tilburði í þágu verksins. Stefán Júlíusson kveðst hafa verið að vinna að allt öðru verki fyrir nokkrum mánuðum þegar hann fékk hugmyndina að Árna Birtingi og skutlunni í skálanum og hún hafi orðið svo áleitin, að hann hafi orðið að ýta öllu öðru til hliðar meðan hann skrifaði þessa bók, en Stefán skrifar þarna um ungt fólk og samband þess sín á milli en hann segir sjálfur að ungt fólk hafi oft orðið honum yrkis- efni, enda hafi hann starfað mikið með því um langt skeið. Þá er að geta tveggja skáld- sagna eftir höfunda úr dreifbýlinu. I bókinni Þar sem bændurnir brugga í friði greinir Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum frá lífinu í norðlenzkri sveit á kreppu- árunum, þegar stundað var heima- brugg af kappi til að létta andann í döprum hversdagsleikanum, fá- tæktinni og ýmiss konar óáran. Þetta er fjórða bók Guðmundar frá Bergsstöðum. Sú grunna lukka er hins vegar heimildarskáldsaga eftir Þórleif Bjarnason og er þarna á ferð morðsaga á 18. öld, þar sem höfundur rekur allar tiltækar heimildir um atburði og persónur með aðferðum skáldsögunnar. Alþýðuleikhúsið með íslenzkan kabarett NÝSTOFNUÐ sunnandeild Alþýðuleikhússins hefur starfsemi sína nú um mánaðamöt nóvem- ber—desember. Mun hún hafa fast aðsetur í Lindarhæ. Meðal verk- efna leikhússins á vetri komanda eru nýtt i'slenzkt leikrit, fslenzkur kabarett. Þá verður einnig frum- flutt leikrit eítir Dario Fo, svo og tvö íslenzk barnaleikrit og eitt erlent. Alþýðuleikhúsið, sunnandeild, var stofnað í júlí í sumar í Reykjavík. Stofneldur eru leikarar frá Alþýðuleikhúsinu, norðandeild, sem stofnað var 1975, flestir nemendur, sem hafa útskrifast úr Leiklistarskóla íslands, auk at- vinnufólks. í leiklistinni. Ekkert leikhús er til á vegum ríkisins fyrir slíka starfshópa atvinnuleikara, en Lindarbær mun vera eina húsnæð- ið, sem tiltækt er fyrir starfsemi sem þessa. Greiðir leikhópurinn 600 þúsund krónur í húsaleigu á mánuði. Alþýðuleikhúsið nýtur engra ríkisstyrkja, en í leiklistar- lögum frá 1977 var ekki tekið tillit til starfshópa af þessu tagi. Fjár- hagsgrundvöllur leikhússins bygg- ist því enn sem komið er eingöngu á vinnu leikaranna og framlagi þeirra til að leggja sínu málefni lið. Fjöldi leikara í Alþýðuleikhúsinu, sunnandeild, er rösklega fimmtíu manns, en þátttökugjald er 50 þúsund krónur fyrir hvern einstakl- ing. Er gjöldum þessum safnað í sérstakan sjóð í þeim tilgangi að leikhópur sá, sem færir upp leikrit, geti fengið lán úr sjóðnum til að standa undir kostnaði við leikrit það, sem sett er upp hverju sinni, og síðan endurgreitt. Leikendur skipt- ast í marga hópa, en hver hópur sér sjálfstætt um greiðslur til sjóðsins. Rekstur leikhúss í þessu formi hefur ekki verið ð reyndur hér áður. Meðal þeirra leikrita, sem flutt verða í vetur hjá Alþýðuleikhúsinu, eru tvö íslenzk barnaleikrit og eitt erlent. Annað hinna íslenzku barna- leikrita er Vatnsberarnir eftir Herdísi Egilsdóttur kennara, en það leikrit hefur þegar verið sýnt í nokkrum skólum Reykjavíkurborg- ar, en nokkrar opinberar sýningar munu verða í Lindarbæ. Hitt leikritið er eftir Pétur Gunnarsson og nefnist Krókmakarabærinn, en leikritið er endursamið í samráði við höfund. Hefur það áður verið flutt í tveimur skólum á vegum Nemendaleikhúss Leiklistar- skólans. Erlenda barnaleikritið er eftir-Eugene Schwarz, en því hefur ekki enn verið gefið íslenzkt nafn. Þá verður frumflutningur á leikriti Dario Fo og nefnist það „Við borgum ekki ...“ Eitt af aðalhlut- verkum leikritsins er í höndum Kjartans Ragnarssonar. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Búninga í leikritinu hannaði Messíana Tómas- dóttir, en leiktjöld gera Ingibjörg Briem. Guðrún Ægisdóttir og Róska. Islenzkur kabarett í revýustíl er einnig meðal verkefna sunnan- deildarinnar, og er hann á hluta til saminn af leikhópnum. Verður þar eftir megni reynt að koma dægur- málum á framfæri. Hugmynda- banki er opinn fyrir fólk, sem vill koma hugmyndum sínum og tillög- um á framfæri um efni í kabarett- inn, þannig að leikendum gefist kostur á að endurnýja hann. Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélagið Ásarnir Kópavogi Sl. mánudag lauk þriggja kvölda hraðsveitakepjjni með sigri sveitar Sverrir Armanns- sonar sem hiaut 1858 stig. Ásamt Sverri eru í sveitinnii Jón Baldursson. Ármann J. Lárusson og Haukur Hannesson. Þórarins Sigurþórssonar 1754 Einars Jónssonar 1749 -O- Næstkomandi mánudag hefst árlegt boðsmót Ásanna, sem er tvímenningskeppni með 36 para þátttöku og stendur í þrjú kvöld. Enn er örfáum sætum óráðstaf- að og eru þeir sem áhuga hafa beðnir að snúa sér til stjórnar- manna. Að þessu sinni verður spilað um silfurstig en það hefir ekki fengist áður. Eins og áður sagði er þetta í þriðja sinn sem þetta boðsmót er haldið. Fyrsta árið sigruðu Þórarinn Sigþórsson og Hörður Arnþórsson en í fyrra unnu Sæva;- Þorbjörnsson og Guð- mundur Hermannsson mótið. Röð efstu sveita varð annars Spilað er í Félagsheimili þessi: Kópavogs, annarri hæð, og hefst keppnin klukkan 19.30 stundvís- Guðbrands Sigurbergs. 1804 lega. Hluti leikara í hinni nýstofnuðu sunnanleild Alþýðuleikhússins í Lindarbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.