Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 19 Hjúkrunarfræðingar úr HI óánægðir með úrskurð Kjaradóms MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá BSc—hjúkrunarfræðingum. Þar kemur fram að dómur féil nýlega fyrir Kjaradómi í launamálum þeirra hjúkrunarfræðinga, sem lokið hafa prófi frá Háskóla íslands. Segja BSc—hjúkrunarfræðingarnir í fréttatilkynn- ingu sinni, að þeir fái samkvæmt dómnum ekki laun sambærileg við annað háskólamenntað fóik, heldur fjórum launaflokkum neðar. Tilkynningin fer hér á eftin Kjaradómur hefur fellt dóm í launamálum BSc—hjúkrunarfræð- inga enda tími til kominn eftir tæplega árs bið. Þessi dómur hefur þó farið á þann veg að BSc—hjúkrunarfræðingar standa á öndinni af undrun yfir vinnubrögð- um þessa háttsetta dóms. Eins almenningur e.t.v. veit braut- skráði Háskóli Islands sína fyrstu BSc—hjúkrunarfræðinga vorið 1977. Hafa nú alls verið brautskráðir 23 háskólamenntaðir hjúkrunarfræð- ingar. Þetta háskólanám tekur fjögur ár og lýkur með BSc—gráðu í hjúkrunarfræðum, sem metin er til 120 eininga og 170—184 námsstiga til launamats, sambærilegt við aðrar háskólagreinar. Flestir brautskráðra hjúkrunarfræðinga hófu störf hjá ríkinu að námi loknu. Engir samn- ingar höfðu verið gerðir við þá og tóku þeir laun sem háskólanemar er lokið höfðu fjögurra ára háskóla- námi, þ.e.a.s. launaflokk 11 (BSRB) og síðar launaflokk 12. I september 1977 gengu BSc—hjúkrunarfræðingar í Banda- lag háskólamanna og í febrúar 1978 voru hafnar samningaviðræður við samninganefnd ríkisins um kjör háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga og var gerð krafa um að þeir tækju laun eftir launaflokki 107 (BHM), en háskólamenn með fjögurra ára BSc—próf eru almennt í þeim launaflokki. Samkomulag náðist ekki og var málið lagt fyrir kjaradóm. Fjármálaráðherra krafðist tvíveg- is frávísunar og tafði það málið verulega. Dómur var loks kveðinn upp þann 8. nóvember sl. og samkvæmt honum skulu BSc—hjúkrunarfræðingar með 8 mánaða starfsreynslu taka laun eftir launaflokki 103 (BSRB 13). Hvergi kveður á um í hvaða launaflokki þeir skulu hefja störf og í fljótu bragði má ætla að þeir haldi áfram á fyrrnefndum nemalaunum. Dæmdur launaflokkur þýðir einnig að kjaradómur hefur ekki dæmt þessum hópi laun á borð við aðra háskólamenntaða menn með sam- bærilega menntun, heldur fjórum launaflokkum neðar og námsmat til launa að engu haft og furðar BSc—hjúkrunarfræðinga að slíkt geti viðgengist við félaga innan Bandalags háskólamanna, þar sem námsmat er eitt helzta viðmið til launaflokkaröðunar. Háskólamennt- aðir hjúkrunarfræðingar telja að dómur þessi feli í sér lítilsvirðingu við háskólanám þeirra og vanmat á hjúkrun. Hvað hefur gerzt hér? Hverra hagsmuna er verið að gæta? Hver eru rökin fyrir því að brotið er svo hrapalega á slíkum minnihlutahópi? Hvernig eiga BSc—hjúkrunarfræð- ingar t.d. að borga þær vísitölu- tryggðu milljónir, sem þeir skulda í námskostnað, með krónur 219.063 í laun á mánuði? BSc—hjúkrunar- fræðingar vilja ekki una þessum úrskurði og munu sækja mál sitt til fj ármálaráðherra. Reykjavík 14/11.1978. Tveir fólksbflar rákust saman á veginum yfir Kópavoginn á þriðja tímanum f gær. Ökumaður minni bflsins slasaðist lftils háttar. Myndin sýnir lögreglumann athuga bfl mannsins eftir áreksturinn f gær. Ljósm. Kristján. Málm- og skipasmíðasambandið fagn- ar lögum um heymar- og talmeinastöð SAMBANDSSTJÓRN Málm- og skipasmiðasambands íslands fagn- ar setningu laga um heyrnar- og talmeinastöð íslands. Með starfrækslu slíkrar stofnun- ar, þar sem sameinaðir eru flestir þeir aðilar sem að þessum málum vinna, er helst von um árangur, og sambandsstjórnin væntir þess að góður árangur verði af starfsemi stofnunarinnar. Sambandsstjórn telur að leggja beri mjög ríka áherslu á fyrirbyggj- andi aðgerðir, að því er varðar heyrnarskemmdir. Arangursríkast er að koma í veg fyrir skemmdirnar eða sjúkdóminn, það er best fyrir einstaklinginn og best og ódýrast fyrir samfélagið. Þær kannanir, sem þegar hafa verið gerðar á hávaða á vinnustöð- um og heyrnarskemmdum starfs- manna þeirra, sýna ótvírætt hina brýnu þörf þess að allt sé gert, sem hægt er, til þess að hávaði fari ekki yfir hættumörk, og koma þannig í veg fyrir heyrnarskemmdir. Sambandsstjórn telur eðlilegt og mælist eindregið til þess að búnað- ur til heyrnarverndar með lágtíðni- móttöku fyrir boð innan vinnustað- ar — hliðstæður þeim sem notaður er í kirkjum og leikhúsum — sé tollflokkaður sem önnur öryggis- tæki. Afmælis>eisla á 72 sídum'fcmw Fyrr og nú. Sama stúlkan og aftur nú 25 árum síðar. balabaði, 7 mánaða Ævar Kvaran skrifar um dulsýnir Hafsteins miðils. Ráðherrastólarnir og skap gerðareinkenni þeirra sem á þeim sitja. Taugalyf í tonnatali. Grein um lyfjanotkun landsmanna. Á neytendamarkaði: Hvað kostar fertugs- afmælið. Klúbbur matreiðslumeistara: Gísli Thoroddsen, yfirmatreiðslumeistari, kennir okkur að matreiða lambapott. Poppk Nýr þáttu Umsjón: »7ktV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.