Morgunblaðið - 17.11.1978, Side 2

Morgunblaðið - 17.11.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978 Metsala í Bretlandi: w Arsæll fékk 548 kr. fyrir ýsukílóið Grimsby. 16. nóv. Frá Þórleifi Ólafssyni fréttaritara Mbl. ÁRSÆLL Sigurðsson frá Hafnar- firði íékk hæsta meðalverð, sem íslenzkt skip hefur fengið í Bretlandi þegar skipið seldi í Hull í morgun. Ársæll fékk 420,40 króna meðalverð á kíló miðað við gengi krónur 616 á pund. Ársæll seldi 52,1 lest, sem seldust fyrir 35,464 pund eða 21,9 milljónir króna. Meðalverð fyrir þorsk var 428 krónur en meðalverð á ýsu var 548 krónur fyrir kílóið. Þá seldi Jón Þórðarson BA 59 tonn fyrir 20,5 milljónir, meðal- verð 344 krónur. Eftirspurn eftir fiski í Englandi er töluverð um þessar mundir enda hefur bræla verið í Norður- sjó. Hús eydileggst í eldi á t>órshöf n AÐFARARNÓTT s.l. þriðjudags kom upp eldur í húsinu að Langanesvegi 18A á Þórshöín, sem er tvflyft steinhús. Iljón með tvö börn bjuggu í húsinu og sluppu allir út úr því án meiðsla. Slökkviðlið kom á staðinn og tókst að slökkva eldinn á 5 klukkustundum en ekki tókst að bjarga húsinu, sem telja má ónýtt eftir brunann. Sáralitlu tókst að hjarga af innanstokksmunum. Ilúsið var vel vátryggt en innbú li'tt vátryggt. í húsinu bjuggu hjónin Jóhann Guðmundsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir og er tjón þeirra tilfinnanlegt. Mynd þessi er af húsinu Dvergabakka 2—20 í Breiðholti en málaferli hafa staðið um það s.l. 7 ár hvort frágangur svalahandriðanna á myndinni sé brot á byggingarsamþykktum eða ekki. Eins og kom fram í Mbl. í gær hefur dómur fallið í Hæstarétti og var byggingarmeistari hússins sýknaður. Frydenlund vill ekki t já sig um samn- inga við ísland MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við blaðafulltrúa Knut Frydenlund, utanríkis- ráðherra Norðmanna, og spurðist fyrir um það, hvort norsku ríkisstjórninni hefðu borizt boð frá hinni fslenzku um að hafnar yrðu samninga- viðraniur milli landanna um fiskveiðilögsögumál og miðlín- una milli íslands og Jan Mayen og hvernig Norðmenn myndu svara tiimælum um sli'kar samningaviðræður. Knut Frydenlund svaraði því til að þessi mál hefðu ckki verið rædd í ríkisstjórn Nor- egs og gæti hann því ekki tjáð sig opinberlega um málið. Fullyrdingar formanns LÍÚ eru f jarstæda — segir í athugasemd frá Fram- kvæmdastofnun ríkisins Sigurður RE aflahæst- ur á loðnuveiðunum w Islenzkur læknir til Colombó FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að senda ísienzkan lækni, sem að undanförnu hefur starfað í Lond- on, til Colombo til að fylgjast með líðan hinna slösuðu. Er það Katrín Fjeldsted og átti hún að leggja af stað álciðis til Colombo í nótt með ílugvél frá Britizh Airways og var ráðgert að hún na>ði til Colombo að morgni föstudagsins að staðartíma. IIVASSVIÐRI loðnumiðunum landi síðan veiði. Að sögn hefur verið á undan Norður- um helgi og engin Andrésar Finn- bogasonar hjá Loðnunefnd er spáð áframhaldandi norðanátt og útiitið því ekki gott. Loðnuaflinn á sumar- og haustvertíðinni er nú orðinn 435 lestir. Eftir því sem næst verður Grindvíkingur GK 11.048 Hákon ÞH 10.987 Hilmir SU 10.393 Eldborg GK 10.347 Huginn VE 10.339 Albert RE 10.121 Örn KE 10.061 MORGUNBLAÐINU barst i gær eftirfarandi athugasemd frá Framkvæmdastofnun ríkisins: Vegna sérkennilegs kafla í ræðu formanns Landssambands ísl. út- vegsmanna um útgerðarmál á Þórshöfn, sem birzt hefur í fjölmiðlum, vill Framkvæmda- stofnun ríkisins taka þetta fram: Lánafyrirgreiðsla Byggðasjóðs vegna togarans Fonts, áður Suður- nes, er sem hér segir: Til upphaflegra kaupa Suður- nesjamanna vestur-þýzk mörk 96 þús. Til Þórshafnar kaupalán 1976 kr. 24 milljónir og viðgerðarlán 1978 kr. 57,2 milljónir, samtals kr. 81,2 millj. úr Byggðasjóði. For- komizt hafa eftirtaldir 16 bátar fengið meira en 10 þúsund lestir af loðnu á vertíðinni: lestir Sigurður RE 17.619 Börkur NK 14.362 Gísli Árni RE 13.305 Pétur Jónsson RE 13.165 Víkingur AK 12.330 Loftur Baldvinsson EA 12.316 Bjarni Ólafsson AK 11.457 Súlan EA 11.455 Skarðsvík SH 11.160 Hreppsnefnd Þórshafnar; Vítir ummæli formanns LIU IIREPPSNEFND bórshaínar samþykkti á fundi í gær ályktun vegna ummæla Kristjáns Ragn- arssonar formanns LÍÚ, sem um atvinnumál í setningarræðu Negambo-flugvöllur: Flugleidum tókst að trygg ja sér næga olíu - til að nota völlinn í síðari lotu pflagrímaflugsins „Einu vandræðin. sem við lentum í á Negamboflugvelli, sem er um klukkutíma akstur frá Colombo, voru seinagangur í sambandi við afgreiðslu á olíu.“ sagði Jóhannes Óskars- son, sem var flugrekstrarstjóri Flugleiða í Sri Lanka í fyrri lotu pílagrímaflugsins, í samtali við Mbl. í gær. „Við hiifðum talsverðar áhyggjur af því hvaða áhrif ástandið í íran hefði á oliumálin á Negambo- flugvelli og reyndar var gefin út aðvörun til flugfélaga í leiguflugi um að til þess kynni að koma að þar yrði tregt um olíu. Okkur tókst hins vegar aö ná samningum við fyrirtæki í Sri Lanka um að það sæi okkur fyrir nægri olíu til 10. desember, en ég veit til þess að flugfélög hafi hætt við Negambo-flugvöll þar sem þeim tókst ekki að ná samningum um örugga olíuaf- greiðslu." Jóhannes kom heim 4. nóvem- ber sl., en í fyrri lotu pílagríma- flugsins var farin 21 ferð. hann viðhafði Þórshafnarhúa sinni á aðalfundi LÍÚ. Hreppsnefnd Þórshafnarhrepps vítir harðlega þessi ummæli. Segir í ályktuninni að það sé alrangt að Byggðasjóður eða Framkvæmda- stofnun ríkisins hafi rekið helstu atvinnufyrirtæki staðarins eða veitt til þeirra fjármagni umfram það, Sem almennt gerist í landinu. Þá segir í ályktuninni að mat á verði b.v. Fonts, sem Kristján gerir að umtalsefni sé byggt á tilboði Norðmanna í skipið en ekki á mati sérfróðra manna. Ennfremur mótmælir hrepps- stjórnin því að síldarverksmiðjan á staðnum sé ónýt. Kaupverð síldar- verksmiðjunnar er 276 milljónir samkvæmt mati þeirra manna, sem hafa kynnt sér ástand verksmiðj- unnar betur en Kristján Ragnars- son. Loks segir í ályktuninni að hreppsnefndin telji að Kristján Ragnarsson hafi í ræðunni farið út fyrir sitt verksvið. Hann viti greinilega ekkert um hvað hann; sé að tala. maður LÍÚ upplýsti að skuldir vegna skipsins væri 900 millj. kr. Honum er látið eftir að upplýsa hvaðan afgangurinn milli 800 og 900 millj. kr. hefur runnið, og ber honum raunar skylda til að upplýsa þing sitt og alþjóð um hvaðan það fjármagn er komið og leiðrétta þannig rangar upplýsing- ar sem hann hefur áður gefið. Til hraðfrystihússins á Þórshöfn hefur Byggðasjóður lánað viðbót- arlán kr. 68 millj. En byggingar- kostnaður hússins var kr. 204 millj. Byggðasjóður hefur haft úrslita- áhrif á uppbyggingu útvegs og fiskiðnaðar í landinu á undanförn- um árum. Þettá er staðreynd sem fulltrúum á aðalfundi LIÚ er fullkunnugt um, og þess vegna óþarft að hafa nein orð um það í setningarræðu LÍÚ-þings. Ásökun um pólitíska misnotkun á almannafé er vísað á bug sem órökstuddri fullyrðingu og einnig því sem fjarstæðu, að atvinnu- rekstur á Þórshöfn hafi verið undir forystu Framkvæmdastofn- unar ríkisins í nokkur ár, eins og formaðurinn leyfði sér að segja. Byggðasjóður er eini sjóðurinn, sem birtir allar lánveitingar sínar opinberlega, smáar og stórar, og er Stofnunin reiðubúin að sitja fyrir svörum um hverja og eina, en öll ár Byggðasjóðs hefur hlutur út- gerðar og fiskiðnaðar verið lang- stærstur í lúnafyrirgreiðslunni. Tækinstoppa stutt h já Villa rakara í F’YRRINÓTT var brotizt inn hjá Villa Þór rakara í Ármúla og stolið frá honum kassettu- tæki og nokkrum snældum. Villi rakari var nýbúinn að kaupa tækið í stað annars, sem stolið var fyrir nákvæmlega viku! Er Villi rakari tvístíg- andi yfir því hvort hann eigi að leggja í það að kaupa fleiri hljómflutningstæki í hráð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.