Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi F^éttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskrlftargjald 2200.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Fjárlaga- afgreiðslan Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum á þremur sviðum efnahagslífs- og fjármála, þ.e. um meðferð kaupgjaldsvísitölu hinn 1. desember n.k., um vaxtastefnuna og hvernig afgreiða á fjárlög fyrir næsta ár. í fjárlagaræðu sinni lýsti Tómas Arnason fjármálaráðherra markmiði sínu við fjárlagaaf- greiðslu með eftirfarandi orðum: „Ennfremur verður að afgreiða fjárlögin með þeim hætti, að þau hemli hraða verðbólgunnar, en slíkt gerist ekki nema þau verði afgreidd með ríflegum rekstrar- og greiðsluafgangi". Þetta markmið fjármálaráðherra er bæði rétt og lofsvert. Við núverandi aðstæður í efnahags- og fjármálum er höfuðnauðsyn að afgreiða fjárlög með myndarlegum afgangi, en slíkt mundi hafa veruleg áhrif í þá átt að draga úr verðbólgunni samhliða skynsamlegum aðgerðum í vísitölu- og vaxtamálum. Þess vegna er ástæða til að harma það, að Tómas Árnason hefur lagt fram fjárlagafrumvarp, sem gengur í þveröfuga átt við yfirlýst markmið hans sjálfs við fjárlagaafgreiðslu. Fjárlagafrumvarp það, sem Tómas Árnason hefur lagt fram á Alþingi stendur ekki undir nafni og er raunar hvorki fugl né fiskur. Það er þannig úr garði gert, að það er ekki hægt að taka mark á því. Þrátt fyrir þau mistök fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í heild er eftir sem áður nauðsynlegt að afgreiða fjárlög frá Alþingi fyrir næsta ár, sem ná því markmiði, sem Tómas Árnason segist vilja stefna að. Erfitt er hins vegar að sjá, hvernig stjórnarflokkarnir ætla að samræma stefnu sína við fjárlagaafgreiðslu. Alþýðubandalagið krefst aukinna fjárveitinga til opinberra framkvæmda á sama tíma og augljóslega er nauðsynlegt að draga verulega saman seglin í þeim efnum. Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur eru bersýnilega ákveðnir í því að leysa fjárhagsvanda ríkissjóðs með því að stórauka skattpíningu þjóðarinnar, sem er þegar orðin óhófleg. Alþýðuflokkur lýsti því í orði yfir, að hann vilji draga úr skattheimtu en þingmenn hans eiga eftir að sýna í verki, að þeir séu menn til þess að standa við þau stóru orð. Þangað til þeir hafa gert það í atkvæðagreiðslu á Alþingi er ekki hægt að taka mark á yfirlýsingum þeirra. Raunhæfur árangur í baráttunni gegn verðbólgunni vinnst ekki nema ríkissjóður dragi úr umsvifum sínum og að í senn verði dregið úr útgjöldum ríkisins til framkvæmda og rekstrar, niðurgreiðslna og annarra þátta, m.a. framlög til fjárfestingar- lánasjóða og skattheimtan minnkuð á ný þannig að hún verði hófleg. Þetta er staðreynd, sem stjórnarflokkarnir hljóta að horfast í augu við, ef þeim er alvara með yfirlýsingum sínum um, að þeir vilji ná árangri í baráttu gegn verðbólgu. Augljóst er, að meirihluti er á Alþingi fyrir þeirri stefnu, sem hér hefur verið lýst, þar sem sjónarmið Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fara mjög saman að þessu leyti. Meginsjónarmið þessara tveggja flokka í ríkisfjármálum eru líka líklegasta leiðin til þess, að markmiðum Tómasar Árnasonar fjármálaráðherra verði náð þ.e. að afgreiða fjárlög með ríflegum afgangi. Fjárlagaafgreiðslan á ekki að verða vettvangur flokksátaka heldur eiga flokkar og einstaklingar með svipuð sjónarmið að sameinast um að afgreiða skynsamleg fjárlög, sem líkleg eru til að ná þeim markmiðum, sem núverandi fjármálaráðherra hefur lýst yfir, að hann vilji vinna að. I þessum efnum sem öðrum, er varða baráttu okkar gegn óðaverðbólgu, eiga menn ekki að láta það þvælast fyrir sér hverjir sitja á ráðherrastólum, heldur eiga þeir flokkar, sem hafa svipuð sjónarmið við fjárlagaafgreiðslu að taka höndum saman og afgreiða fjárlög fyrir næsta ár, sem verða veigamikill þáttur í því að okkur megi takast að ráða niðurlögum óðaverðbólgunnar. Tími er til kominn, að menn geri sér grein fyrir því, að fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í voða, ef fram heldur sem horfir. Þess vegna þarf að vinna markvisst að þeirri þjóðarsátt í verðbólgubaráttunni, sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir kosningar. Morgunblaðið dregur ekki í efa, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins og þingmenn hans eru reiðubúnir til þess að vinna að því nú, þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. ekki síður en fyrir kosningar, þegar sjálfstæðismenn höfðu stjórnarforystu á hendi. Morgunblaðið vill fyrir sitt leyti stuðla að því að efla skilning almennings á nauðsyn þess, að fjárlagaafgreiðslan að þessu sinni verði með þeim hætti, sem hér hefur verið lýst. Forsœtisráðherra Sri Lanka hafði yfirumsjón með björgunaraðgerðum Slökkviliös- og björgunarmenn viö flak þotunnar í fyrrakvöld. Símamynd AP „ Óskiljanlegt að nokkur skyldi hafa komizt af” Colombo, 16. nóvember — AP-Reuter. Grár reykur steig enn upp frá sviðnu og dreifðu braki DC-8 flugvélar Flugleiða í dag rúmum 12 klukkustundum eftir að hún fórst í lendingu nálægt Colombo, höfuðborg Sri Lanka (Ceylon). Flugvélin steyptist til jarðar í miklu þrumuveðri og kom niður á gúmmí- og kókoshnetu-plantekru um lMt kílómetra frá Katunyake-flugvelli. Auk Islendinganna 13 voru í flugvélinni 246 farþegar sem voru allir Indónesar að því er næst var komizt og á heimleið frá Mekka hinni helgu borg múhameðstrúar- manna. Að minnsta kosti 199 hinna indónesísku pílagríma týndu lífi auk hinna átta Islend- inga sem fórust að sögn indónes- ískra embættismanna. Sjúkrahústalsmenn segja að 63 sem hafi komizt lífs af úr slysinu hafi verið fluttir í sjúkrahús, að 20 hafi fengið að fara að skömmum tíma liðnum þegar gert hafi verið að sárum þeirra sem hafi verið minniháttar og að 43 séu ennþá í sjúkrahúsum, alvarlega slasaðir. Flugleiðaþotan átti að taka eldsneyti í Sri Lanka og fljúga þaðan til Surabaya, höfuðborgar Austur-Jövu í Indónesíu. Slysið varð skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Eftir að flugvélin kom niður þeyttist hún um 400 metra eftir kókoshnetuekrunni og brotn- aði í þrennt og gífurlegur eldur blossaði upp. Starfsmenn flugvallarins sögðu að DC-8 þotan hefði fengið leyfi til lendingar þegar hún hefði hring- sólað yfir flugvellinum. Þrumu- veðrið var að ganga niður að þeirra sögn og þeir kváðust enga hugmynd hafa um það hvers vegna flugvélin hefði skyndilega steypzt til jarðar aðeins 26 sekúndum áður en áætlað var að hún snerti flugbrautina. „Allah bjargaöi“ Sjónarvottar sögðu frá því að þeir hefðu heyrt mikla sprengingu þegar flugvélin brotnaði í þrennt er hún kom niður. Lögreglumenn og hermenn hröðuðu sér á vett- vang og fundu flesta þeirra um það bil 60 sem af komust þar sem þeir hrösuðu og hrópuðu í myrkrinu. Einn þeirra sem björguðust, Soebagio hershöfðingi frá Suð- ur-Kalimantan, sagði að það eina sem hann myndi eftir væri níst- andi hávaði, mikið eldhaf sem hefði fylgt í kjölfarið og fólk sem hefði hrópað á hjálp. „Ég komst að raun um að ég var staddur á kókosplantekru. Allah hefur bjargað lífi okkar,“ sagði hers- höfðinginn sem var þakinn skrám- um og sárum. Kona hans lifði einnig af slysið og hana sakaði svo að segja ekkert. Indónesíski ritstjórinn Mas Abi Karsa sem komst af sagði: „Við vorum að lækka flugið til þess að lenda í Colombo þegar flugvélin plægði sig gegnum kókospálma- skóg og brotnaði... Ég veit ekki hvað varð um vin minn.“ „Vélin brotnaði í nokkra hluta. Ég gekk burtu og nokkrir aðrir líka, en ég veit ekki um vini mína,“ sagði hann ennfremur. „Fólkiö kveinaöi“ Annar farþegi sem lifði af slysið, Amir Husain, skrifstofu- maður og starfsmaður saudi-arab- ísku stjórnarinnar, sagðist hafa verið að horfa út um gluggann á flugvélinni þegar hún lækkaði flugið .....Allt í einu sá ég vænginn rekast í eitthvað," sagði hann. „Um leið veltist flugvélin ofsalega og ég heyrði mikinn dynk. Ég svipaðist um eftir konu minni og sá hana þar sem hún sat föst í brakinu. Fókið í kring kveinaði ... Þegar ég var að draga konu mína út úr brakinu sá ég fyrstu logana." Kona hans var flutt alvarlega slösuð í sjúkrahús. Indónesíska stjórnin í Jakarta sagði að sendiráð hennar í Colombo hefði tilkynnt að tala þeirra sem hefðu farizt væri 199 að því er nú væri vitað og að allir þeir sem létust væru Indónesar. „Okkur er það gersamlega óskiljanlegt að nokkur einasti maður skuli hafa komið lifandi út úr flaki eins og þessu,“ sagði embættismaður nokkur þegar hann virti fyrir sér sviðið brakið sem dreifðist yfir fjórðung ekru. Margir þeirra sem eftir lifðu gengu frá slysstaðnum til flugvall- arins. Þeir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til nálægs sjúkra- húss flughersins eða til Ngumbo-sjúkrahúss, í litlum fiski- bæ og ferðamannastað um það bil 35 km fyrir norðan höfuðborgina og sjúkrahússins í Colombo. Um miðjan dag í dag að staðartíma höfðu lögreglumenn og menn úr flughernum fundið um það bil 100 lík. Margir þeirra sem fórust voru enn með festar beltis- ólar. Tveir af fjórum hreyflum flugvélarinnar höfðu rifnað frá og þeytzt langt í burt frá slysstaðn- um. Teppi sem múhameðstrúar- menn nota þegar þeir biðjast fyrir, aðrar eigur og lík lágu eins og hráviði um allt. Flugriti fannst Starfsmenn flugmálastjórnar- innar á Sri Lanka sögðu að þeir hefðu fundið „svörtu kassana" — flugrita vélarinnar og segulbands- tæki úr flugstjórnarklefanum. Þeir sögðu að tækin yrðu send til Bandaríkjanna þar sem sérfræði- leg rannsókn yrði gerð á því hvað kynni að hafa valdið slysinu. Flugmálastjórinn á Sri Lanka, Dayantha Athulathmudali, sagði að hljóðritanir með samtölum milli flugvélarinnar og flugturns- ins væru innsiglaðar og yrðu leiknar fyrir íslendingana og Indónesana sem munu taka þátt í rannsókn slyssins þegar þeir kæmu til Sri Lanka. Forsætisráðherra Ceylons, Ranasinghe Premadasa, var á slysstaðnum í mestallan dag. Ijann hafði yfirumsjón með björg- unarflokkum þegar líkin voru borin burt úr brakinu og þau voru lögð á jörðina og breidd yfir þau teppi, ábreiður og lök. I fylgd með forsætisráðherranum voru Shahul Hameed utanríkisráðherra og Símamynd AP Sjúkraflutningamenn úr her Sri Lanka stumra yfir indóneskri konu vid flugvöllinn í Negambo í fyrrakvöld. Símamynd AP Indónesískur blaðamaður, Mas Abi Karsan, sem komst lifandi úr flaki botunnar lýsir lífsreynslu sinni. Hjá honum stendur kona hans sem einnig var farbegi í Loftleiðaþotunni. M.H. Mohamed samgönguráð- herra. Þeir ræddu einnig við Islendinga sem lifðu af slysið. Junius Jayewardene forseti hefur fyrirskipað að allir fánar skuli dregnir í hálfa stöng. Sjálfboöaliöar aöstoöuöu Blaðamönnum var bannað að koma í námunda við þá sem lifðu sem voru dasaðir og lamaðir og í kvöld var enn ekki nákvæmlega ljóst hve margir hefðu farizt. Þótt stjórnarstarfsmenn tilkynntu á hádegi á staðartíma að 199 væru taldir af sagði fulltrúi Lloyd’s tryggingafyrirtækisins í Colombo að 203 farþegar hefðu týnt lífi, auk Islendinganna. Svæðið þar sem flugvélin hrap- aði er byggt fáu fólki. Hún reif burtu eldhús húss eða kofa sem stendur einangrað. En engan þeirra sem voru í húsinu sakaði. Múhameðskir sjálfboðaliðar hjálp- uðu lögreglunni við björgunar- starfið. Tvær flutningaflugvélar indónesíska flughersins fóru frá Jakarta í kvöld til að flytja lík þeirra sem fórust heim. Trúmála- ráðherra Indónesíu, C.K. Ratu Perwiranegaram sagði að stjórnin í Jakarta hefði skipað nefnd til þess að annast heimflutning lík- anna og þau yrðu flutt með Hercules-vélum. Annar indónesískur ráðherra, Alamsyah, sagði að stjórnin hefði ráðlagt leiguflugfélögum að forðast að fljúga með viðkomu í Colombo þar sem lendingarskil- yrði þar væru ófullnægjandi og að stjórnin hygðist fyrirskipa rannsókn. Léleg skilyröi Fréttaritari BBC í Colombo, Mervyn Da Silva, skýrði frá þvi í brezka útvarpinu að hvað sem liði orsökum slyssins mundu flugfélög krefjast þess að tæknileg aðstaða yrði bætt á flugvellinum í Colombo. Hann sagði að ekki væri leiigra síðan en í síðustu viku að fulltrúar stóru flugfélaganna hefðu kvartað yfir því við land- varnaráðuneytið á Sri Lanka að núverandi aðstaða fullnægði ekki þeim kröfum sem gera yrði. í desember 1974 fórst 191 í svipuðu flugslysi á miðhálendi Sri Lanka. Flugvélin sem þá fórst var líka leiguflugvél og hún var einnig af gerðinni DC-8 einnig með indónesíska pílagríma á leið frá Mekka. í marz 1969 fórst flugvél frá egypzka flugfélaginu í flugtaki frá Aswan-flugvelli í Egyptalandi og með henni 96 pílagrímar og sjö af áhöfninni. Ög í janúar 1973 fórst leiguflugvél frá jórdanska flug- félaginu í lendingu á Kano-flug- velli í Norður-Nígeríu og með henni 176 pílagrímar og áhöfn. í frétt AP af slysinu segir að íslenzka flugvélin hafi brotlent um einn og hálfan kílómetra frá flugbrautinni en Reuter segir að hún hafi komið niður um sex km frá flugvellinum. . Af þeim þremur hlutum sem flugvélin brotnaði í var flug- stjórnarklefinn verst útleikinn, skrokkurinn var ekki eins illa farinn og aftasti hlutinn var að miklu leyti heill. Yfirvöldin segja að flestir sem komust af hafi verið aftarlega í flugvélinni. Sjötíu þúsund Indónesar fljúga til Mekka í pílagrímsferð á þessu ári og í þeim hópi eru margir framámenn í stjórnmálum að sögn yfirvalda. Ekki er vitað hvort einhver framámaður hafi verið meðal þeirra sem fórust í flugslys- inu því að nokkur bið verður á því að kennsl verði borin á líkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.