Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978 Slys setja mark á pílagrímaflug Colomho. 16. nóvember. Reutej’. FLUGSLYS hafa sett sitt mark á pílagrímaflutninKa til Mekka síðasta áratuginn. Slysið á Sri I>anka í gærkvöldi er annað fluKslysið sem verður í pílaKríma- flugi á Sri Lanka. því að í desember 1974 fórst 191 maður þesar fluxvél af gerðinni DC-8 hrapaði í aðflugi niður á plant- ekru á miðri eyjunni. I marz-mánuði 1969 fórst Illuyishin-18 flugvél frá United Arab Airlines við flugtak á Aswan-flugvelli í Egyptalandi. Með vélinni fórust 96 pílagrímar og sjö manna áhöfn. í janúar 1973 fórst Boeing-707 þota frá hinu konunglega jórdanska flugfélagi (RJA) við Kano flugvöll í norðurhluta Nígeríu. Með vélinni fórust 176 pílagrímar og öll áhöfn hennar. Mesta slys flugsögunnar varð er Boeing 747 þota frá hinu konung- lega hollenzka flugfélagi (KLM) og Pan American rákust á á flug- vellinum í Tenerife á Kanaríeyj- um. Alls fórust 582 manns í slysinu. Þá fórust 346 manns, allir sem voru um borð, þegar flugvél af gerðinni DC-10 f frá Flugfélagi Tyrklands fórst í nágrenni Parísar í marz 1974. Og enginn komst af þegar Boeing-747 frá Flugfélagi Indlands, með 213 manns innan- borðs, fórst við flugtak í janúar síðastliðnum á flugvellinum í Bombay á Indlandi. Erfiðir fundir Noregs EBE Frá fróttaritara Mbl. í Ósló í tfarr. SÍÐUSTU umferð samningavið- ræðna Norðmanna og Efnahags- bandalagsins lauk í gær án þess að samkomulag næðist um gagn- kvæma fiskkvóta á næsta ári. Þriðja umferð viðræðnanna hefst í Briissel í næstu viku. Norskir samningamenn segja að viðræðurnar gangi mjög treg- lega en þó sé ekki hægt að segja að hætta sé á því að upp úr þeim slitni. Aðalvandinn í viðræðunum er skipting fiskstofna í Norðursjó. Mestum vandkvæðum veldur að þessu sinni að samningsaðilar hafa ekki getað náð samkomulagi um þær reglur sem skuli liggja til grundvallar kvótaskiptingunni. Jens Evensen hafréttarráðherra og Finn Olov Gundelach, fiski- málafulltrúi EBE, urðu í haust ásáttir um að kvótar skuli fram- vegis grundvallast á svokölluðu svæðafyrirkomulagi. Nefnd á að rannsaka þetta nánar þar sem þetta hugtak er mjög óljóst. Norðmenn vilja að samkomulag Evensens og Gundelachs komi fram í samningnum fyrir næsta ár. Samkvæmt hinum nýju megin- reglum vilja Norðmenn miklu meiri hlutdeild en áður í heildar- aflanum en EBE er reiðubúið að fallast á. Agreiningur ríkir einnig um veiðar í fiskveiðilögsögu hvors aðila um sig, bæði á Barentshafi og við Grænland. Geta nú „párað í friði London, 15. nóvember. Reuter. TIL AÐ mæta þörfum „párara“, þ.e. þeirra sem ætíð þurfa að pára eða krafsa eitthvað á veggi járnbrautastöðva í Bret- landi, hefur nú verið kom- ið upp sérstökum auðum spjöldum á veggi 10 járn- brautastöðva. Forráðamenn járn- brautanna vonast til að með þessu verði komist hjá töluverðum skemmdum á veggjum stöðvanna og auglýsingum sem settar eru þar upp. Þegar hefur komið fram jákvæð reynsla á fyrstu stöðinni þar sem slíkum spjöldum var komið fyrir. Fundur í Moskvu Nú er ljóst að Evensen haf- réttarráðherra og fiskveiðiráð- herra Rússa, Alexander Ishkov, munu halda með sér fundi í Moskvu 20.—22. nóvember um veiðar Norðmanna við Svalbarða. Upphaflega átti fundur ráðherr- anna að fara fram í Ósló í byrjun október en honum var frestað vegna veikinda Ishkovs. Nú er Ishkov nógu hraustur til að hitta Evensen en læknar hans banna honum að fara úr landi. Ýmsar blikur eru nú á lofti í málefnum Rhodesíu, og allt eins talið að meirihlutastjórn svartra komist ekki á í landinu fyrst um sinn, eins og Ian Smith forsætisráðherra lofaði fyrr á árinu. Hér er Smith að skálafyrir framtíð Rhódesíu á hátíðarfundi í tilefni þess að 13 ár voru liðin frá einhliða yfirlýsingu um sjálfstæði landsins frá brezka konungsveldinu. Símamynd AP. Rúmenskt bann á sumarbústaði Þetta gerðist Búkarest. 15. nóvember. AP. NOKKUR hneykslismál hafa orð- ið embættismönnum að falli 1 Rúmeníu og ieitt til þcss að venjulegum Rúmenum heíur ver- ið hannað að eiga sumarbústaði. Miðstjórn kommúnistaflokks- ins segir að upp írá þessu megi Rúmenar aðeins eiga einkahús- næði. Hver sá sem flyzt til borgar verður að flytja í blokkaríbúð, ekki einhýlishús. Þessi nýi úrskurður sem er ekki 17. nóv. ERLENT Viðræður í Færeyjum Frá fréttaritara Mbl. í Þórshöfn í Færeyjum í gær. Sambandsflokkurinn í Færeyjum hefur hoðað til fyrsta viðræðu- fundar um myndun nýrrar landstjórnar eftir Lögþings- kostningarnar 7. nóvember. Flokkurinn hefur boðið til þessa fundar öðrum stærsta stjórnmála- flokki Færeyja, Sósíaldemókrata- flokknum, og hann verður haldinn 27. nóvember. Sambandsflokkurinn er stærsti flokkurinn eftir kosningarnar og hefur átta þingmenn. Sósíal- demókratar hafa einnig átta þingmenn, lýðveldissinnar sex, Fólkaflokkurinn sex, Sjálfstjórn- arflokkurinn tvo og Framfara- flokkurinn tvo. — Jogvan Arge. 1977 — Sadat þiggur boð um að heimsækja ísrael. 1976 — Kínverjar sprengja stærstu kjarnorkusprengju sína. 1972 — Peron snýr aftur til Argentínu. 1971 — Kittikachorn tekur völdin í Thailandi og afnemúr lýðræöi. 1968 — Tilræðismaður Papa- dopoulosar dæmdur til dauða í Grikklandi. 1963 — Heruppreisn í írak og Arif myndar byltingarstjórn. 1954 — Nasser verður þjóð- höfðingi í Egyptalandi. 1937 — Halifax heimsækir Hitler: friðkaupstefna hefst. 1929 — Bukharin og aðrir hægriandstæðingar reknir í Rússlandi. 1917 — Bretar taka Jaffa, ísrael. 1913 — Fyrstu skipin sigla gegnum Panamaskurð. 1893 — Dahomey franskt verndarsvæði — Dr. Jameson bælir niður Matabele-uppreisn- ina og tekur Bulawayo, Rhódesíu. 1869 — Súez-skurður opn- aður. 1857 — Colin Campbell bjargar Lucknow, Indlandi, úr umsátri. 1831 — Sambandsríki Kólombíu leyst upp. 1604 — Sir Walter Raleigh fyrir rétt og fangelsaður. 1558 — Elísabet I verður Englandsdrottning. Afmæli dagsinsi Joost van den Vondel, hollenzkur leikrita- höfundur (1587-1679). Innlenti Hrundi Hóladóm- kirkja 1624 — Lönguhlíðar- skriða (d. Rafn lögmaður Bót- ólfsson 1390) — Landakots- spítali vígður 1002 — Ólafur Friðriksson kemur úr Rúss- landsferð með rússneskan dreng 1921 — Matthíasarkirkjan á Akureyri vígð 1940 — „Vikan“ hefur göngu sína 1938 — Eldur í átta húsum í Reykjavík 1946. — Birt skýrsla um mæðuveikina 1936 — D. Benedikt Sveinsson 1954 — Samningar við Breta út um þúfur 1975 — F. Kristján Thorlacius 1917. Orð dagsinsi Þegar heimskur maður gerir eitthvað sem hann skammast sín fyrir segist hann alltaf hafa gert skyldu sína. — G. Bernard Shaw, írskfæddur Jeikritahöfundur (1856—1950). orðinn að lögum er sennilega til kominn vegna umtalaðasta hneykslismálsins af nokkrum sem hafa verið á döfinni að undan- förnu. Stefan Bobos, formaður flokks- stjórnarinnar í Piatra-Neamt í Norðvestur-Rúmeníu, var rekinn úr flokknum fyrir að nota ríkis- fjármuni til að byggja „villur" handa sér og kunningjum sínum. Embættismaður í bænum missti einnig atvinnuna og samkvæmt óstaðfestum fréttum voru einnig viðriðnir málið tveir starfsmenn ráðuneyta skógarmála og bygg- ingaefnis. Einnar hæðar samliggjandi sumarbústaðir í ferðamannabæn- um Durau í Karpatafjöllum voru gerðir upptækir og aðrir sex voru þjóðnýttir í Piatra-Neamt. íbúar bæjarins kölluðu götuna sem þeir stóðu við „Breiðgötu sósíalískra siða og jafnréttis sósíalista". Samkvæmt opinberum fréttum hafa 197 Rúmenar verið ákærðir á Viðræður milli EBE ogFæreyja Frá fréttaritara Mbl. í Færeyjura í xær. SENDINEFND landstjórnar Fær- eyja fór í dag til Brússel og hefur á morgun viðræður við stjórn Efna- hagsbandalagsins um fiskveiði- réttindi á næsta ári. Samningur EBE og Færeyja um gagnkvæm fiskveiðiréttindi renn- ur út 1. janúar. Viðræður um framkvæmd samningsins hefjast væntanlega snemma á næsta ári. — Arge. þremur vikum fyrir ólögiega sölu 13 bifreiða, 62 kassettutækja og um 10 punda af gulli. En þetta er aðeins eitt margra hneykslismála sem eru miklu umfangsmeiri. Veður víða um heim Akureyri -1 snjókoma Amsterdam 12 skýjaó Apena 19 heiðskírt Barcelona vantar Berlín 11 skýjaó Brússel 16 heiðskírt Chicago 6 skýjað Frankfurt 9 poka Genf 4 skýjaó Helsínki 7 skýjaó Jerúsalem 15 lóttskýjaó Jóhannesarb. 25 skýjaó Kaupmannah. 11 skýjaó Lissabon 19 léttskýjaó London 14 heióskírt Los Angeles 20 heióskírt Madrfd 14 heióskírt Malaga 20 léttskýjað Mallorca 19 léttskýjað Míami 31 léttskýjað Moskva 6 skýjaö New York 13 rigning Ósló 6 skýjaó Paría 11 léttskýjað Reykjavík -1 skýjaó Rio De Janeiro 28 léttskýjaó Rómaborg 13 heiðskírt Stokkhólmur 7 skýjaó Tel Aviv 20 léttskýjaó Tókýó 18 léttskýjað Vancouver vantar Vínarborg vantar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.