Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978 23 Halldór Magruísson — Minningarorð í dag verður kvaddur hinstu kveðju frá Fossvogskapellu Halldór Magnússon, Brekkustíg 4a, áður bóndi á Vindheimum í Ölfusi. Fæddur var Halldór að Lágum í Ölfusi 23. ágúst 1893. Hann andaðist á Hrafnistu 9. nóvember sl. Foreldrar hans voru Guðrún Halldórsdóttir og Magnús Jóns- son. Þau bjuggu allan sinn langa og farsæla búskap í Lágum. Halldór var alinn upp í hópi margra systkina við störf og lífshamingju. Hann var snemma atorkusamur og duglegur til allra verka, lagvirkur og velvirkur. Sjósókn sína byrjaði hann í Þorlákshöfn. Hann reri þar nokkr- ar vertíðir hjá föður sínum sem var lengi farsæll formaður í Höfninni. Rúmlega tvítugur hleypti Halldór heimdraganum og hélt til Reykjavíkur og gerðist sjómaður, fyrst á skútum og síðan á togur- um. Hann skipti ekki oft um skiprúm. Hann var aðallega með tveim skipstjórum, þeim Kristni Brynjólfssyni og Sigurði Eyleifs- syni. Halldór var í hópi duglegustu og færustu togarasjómanna á sinni tíð, og „betri þóttu handtök hans heldur en nokkurs annars manns". 17. október 1925 gengu þau Halldór Magnússon og Sesselja Einarsdóttir frá Þóroddsstöðum í Ölfusi í hjónaband. Hjónaband þeirra var mjög farsælt. Þau eignuðust fimm börn. Fjögur þeirra eru á lífi: Jónína, Magnea og Hafsteinn sem búa í Reykjavík, og Guðrún sem býr í Bandaríkjun- um. Laufey andaðist 14. september 1946. Ekki sætti Halldór sig við að vera leigjandi í Reykjavík. Skömmu fyrir giftinguna hóf hann húsbyggingu á Týsgötu 4b í félagi við Jón bróður sinn. Þegar byggingu þess húss var lokið byrjaði Halldór að byggja annað hús á Týsgötu 4c. Athafnaþrá Halldórs var ekki fullnægt með því að vera húseig- andi og sjómaður í föstu skiprúmi. Börnunum fjölgaði, gatan varð leikvangur þeirra og ekki æski- legur eins og kunnugt er. „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. Nú fór landið, sveitin og átthagarnir að toga í sveitapiltinn. I nágrenni við Lága eru bæirnir Vindheimar og Breiðabólsstaðir. Þar bjuggu í æsku Halldórs frændfólk hans og kunningjar. Þessar jarðir lentu í braskara- og draslarahöndum og voru þegar hér var komið sögu orðin afrækt eyðikot. Þessar jarðir keypti Halldór. Vorið 1930 fluttu þau hjónin að Vindheimum og hófu þar búskap. Ekki var hér um neitt búhokur að ræða en stefnt að stórbúskap. Stórt og reisulegt íbúðarhús reis á Vindheimum, fénaðarhús voru byggð, tún girt og ræktun bætt. Bæjarlækurinn á Vindheimum fellur fram af hárri brekku skammt frá bænum. Þar verður allhár foss. Halldór reisti rafstöð við fossinn sem nægði til ljósa og hita á heimilinu. Þessi rafstöð mun vera fyrsta vatnsknúna heimilis- rafstöð í Arnes- og Rangárvalla- sýslum. Bústofninn á Vindheimum var hefðbundinn, sauðfé og nautgripir. Búið var vel rekið og arðsamt. Vindheimaheimilið varð orðlagt fyrir hreinlæti, reglusemi og snyrtimennsku utan húss og innan þegar þau hjónin Halldór og Sesselja bjuggu á Vindheimum. Enda voru þau mjög vel virt af sveitungum sínum og kunningjum. Vindheimar standa í fögrum og skjólríkum hvammi á móti suðri. Þaðan er fagurt útsýni til súðurs og austurs, landrými mikið og friðsæld. Börn þeirra Vindheima- hjóna eiga margar ljúfar minningar frá æskuárum sínum á Vindheimum. t Fööursystir okkar, FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Drápuhlíö 23, andaðist í Landspítalanum, 15. nóvember 1978 Fyrir hönd aöstandenda, Jóhanna Aöalsteinsdóttir, Guömundur Gíslason. t Maðurinn minn, faöir okkar og afi KARL KRISTJÁNSSON, Eyrarveg 15, Akureyri, lést í fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þann 9. nóvember. Jarðarförin fer fram fra Akureyrarkirkju laugardaginn 18. nóv. kl. 13.30. Mería Magnúsdóltir, börn og barnabörn. t HJÖRTUR L. HANNESSON, Kirkjubraut 50, Akranosi, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 18. nóv. kl. 13.30. Blóm afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hans láti Sjúkrahús Akraness njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Sigríöur Einarsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar í dag föstudaginn 17. nóvember frá kl. 12. Gluggasmiöjan, Síöumúla 20. Minning — Valgerð- ur Helga ísleifsdóttir Kunningjar þeirra hjóna sóttust rnjög eftir því að koma börnum til þeirra í sumardvöl. Var því oft margmenni á Vindheimum á sumrin. 1947 brugðu Vindheimahjónin búi og fluttu aftur til Reykjavíkur. Þá keyptu þau húsið nr. 4a við Brekkustíg og hafa búið þar síðan. Nú tók Halldór að vinna verka- mannavinnu og vann löngum í hraðfrystiþúsi þar til heilsan bilaði. Síðustu tvö árin var hann vistmaður á Hrafnistu og bjó við mjög þungbær veikindi. Halldór Magnússon var fremur lágur vexti, mjög snotur maður á velli, kvikur í hreifingum, vin- margur og viðræðugóður. Hann var gestrisinn og hafði yndi af spilum. Minningar mínar um ættingja minn og æskukunningja Halldór Magnússon eru allar góðar. Ég minnist smalastráksins og aufúsu- gestsins á æskuheimili mitt á Breiðabólsstöðum. Ég minnist sambýlis okkar á Frakkastíg 12, ótal atvika og atburða sem lýsa upp fortíðina í huga mér nú að Halldóri gengnum. Með honum er góður athafna- og dugnaðarmaður genginn til „meira að starfa guðs um geim“. Við hjónin sendum frú Sesselju, börnum hennar og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur við burtför Halldórs Magnússonar. Sæm. Elías Ólafss. F.14. nóv. 1928. D. 8. nóv. 1978. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf sem jörðin elur, sem hafsjór rís með fald við fald. þau falla en Guð þau telur. því heiðloftið sjálft er huliðstjald. sem ha*ðanna dýrð oss felur. (E. Ben.) í dag verður jarðsungin frá Fossvogskirkju frú Valgerður Helga Isleifsdóttir. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Karit- as Jónasdóttir og ísleifur Hannes- son. Didda, eins og hún var yfirleitt kölluð af foreldrum og vinum, var fædd í Reykjavík og einkabarn foreldra sinna. Einnig tóku þau hjónin til fósturs ungan dreng, Pál Erling Pálsson sem var aðeins tveim árum eldri en hún. Mjög var kært með þeim fóstur- systkinum alla tíð meðan bæði lifðu. En hann lést fyrir fimm árum. Var gagnkvæmur kærleikur milli foreldra og barna. Árin liðu hvert af öðru og börnin uxu upp við leik og störf. Didda fór fljótt að aðstoða móður sína við heimilis- störfin. Og var sýnt að hún var dugleg og myndarleg stúlka. Móðir hennar andaðist 1945. Didda tók þá að sér að hugsa um heimilið og aðstoða föður sinn og bróður. Fórst henni það vel úr hendi. Vorið 1948 fór Didda í Húsmæðraskól- ann á Laugarvatni. Sú dvöl var henni bæði ánægjuleg og lærdóms- rík, sem hún minntist ávallt með gleði. Eftir heimkomuna af skól- anum tók hún við heimilinu hjá föður sínurn á ný og reyndist honum góð og umhyggjusöm dóttir alla tíð. Ég sem þessar línur skrifa man vart eftir mér fyrr en afi og Didda komu þar við sögu, því að foreldrar mínir bjuggu í fyrstu inni á þeirra heimili, og síðan niðri í sama húsi í full 13 ár og voru alltaf sem ein fjölskylda. Oft annaðist Didda frænka mig í veikindum móður Dánarfregn Sigríður Guðjónsdóttir Árnaa- son andaðist að heimili dóttur sinnar, Þórhildar Dech, í St. Paul í Minnesota hinn 21. október sl., rúmlega níræð að aldri. Hún var fædd hinn 14. júlí 1888 að Sölvholti í Hraungerðishreppi, dóttir hjón- anna Guðjóns Jónssonar frá Fag- urhlíð í Landbroti og Þórunnar Jónsdóttur frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi. Sigríður var gift Helga Árna- syni múrara, sem látinn er fyrir mörgum árum. Þau bjuggu fyrst í Vestmannaeyjum en fluttu búferl- um til Kanada árið 1925. Börn þeirra eru: Guðný Rebekka Van Vogt, Guðný Freyja Woodland og Olgeir Guðni Árnason, öll búsett í Kanada og Þórhildur Guðný Dech, búsett í Bandaríkjunum. Öll heita þau í höfuðið á móðursystur sinni, Guðnýju Þ. Guðjónsdóttur, sem í tugi ára rak Hannyrðaverslun Þuríðar Sigurjónsdóttur hér í bæ. Tvívegis dvaldi Sigríður hér heima um árabil til að annast systur sína í veikindum hennar. Afmœlis- og miruiingargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. minnar um lengri og skemmri tíma. Didda giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Tómasi V. Oskarssyni, hinn 24. des. 1953. Og stofnuðu þau heimili sitt í húsi föður hennar, og bjuggu þar í mörg ár. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og eru þau talin í aldurs röð, ísleifur, Karítas Jóna, heitbundin Agli Róbertssyni, Tómas Haukur og Arnþór Bjarni, sem lést í frumbernsku. Börnin eru enn í foreldrahúsum. FÍuttist þá fjölskyldan frá Sólvallagötu 58 og afi með þeim, og hafa þau búið þar síðan. Heimili þeirra var Bróðir þeirra systra, sem átti heima hér, var Kristján Guðjóns- son prentari í prentsmiðjunni Gutenberg. Hann andaðist árið 1945. Barnabörn Sigríðar eru sjö og barnabarnabörnin eru einnig sjö. Á fallegt og myndarskapur þar til fyrirmyndar. Þau voru gestrisin og góð heim að sækja. Fyrir nokkrum árum var ljóst að Didda gekk ekki heil til skógar, þótt fáorð væri hún um lasleika sinn. En þó kom að því að hún varð að hverfa frá heimili sínu á sjúkrahús og gangast undir stóra skurðaðgerð. En heim kom hún aftur og gat gengið að störfum á ný. Heima var hún í nokkur ár, en þá tók sjúkdómurinn sig upp aftur. Enn þurfti huá sjúkrahús og gekkst þá undir mikla skurðaðgerð á síðastliðnu ári. Heim komst Didda aftur og frískaðist nokkuð vel. Eflaust hefðu allir vonað að hún fengi nú að vera heima hjá fjölskyldu sinni, en í ágúst í sumar veiktist hún á ný og varð að leggjast inn á Landspítalann. Allt var þar gert sem í niannlegu valdi stóð til að hún mætti öðlast heilsu aftur, en sú von brást. Didda bar veikindi sín af mikilli hugarró og æðruleysi, þó eflaust hafi hún gert sér ljóst að hverju dró. Eiginmað- ur hennar reyndist henni traustur í veikindum hennar og sat við sjúkrabeð hear allar stundir sem hann gat við komið þar til yfir lauk. Diddu er sárt saknað af öllum sem þekktu hana. En sárastur er þó söknuðurinn hjá eiginmanni hennar og börnunum og öldruðum föður sem svo mikið hafa misst. Móðir mín og við systkinin færum Diddu ynnilegar þakkir fyrir allt sem hún var okkur í gegnum árin. Megi Guð st.vrkja Tómas og börnin þeirra og aldraðan föður hennar í þeirra miklu sorg. Diddu minni vil ég þakka allar liðnar samverustundir. Og kveð ég. hana meessu versi. En ástin er björt. sem harnsins trú hún hlikar i ijúsins xeymi. og fjarlæKÚ ok nálæKð. fyrr ok nú, oss finnst þar eininK í streymi. frá heli til lifs hún hyKKÍr hrú ok bindur oss öðrum heimi. (E. B.) Blessuð sé-minning Valgerðar Helgu ísleifsdóttur. Karítas Erlingsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.