Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 30
30 MORG UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978 Risar F.C. Barcelona í Laugardalshöllinni Á miðvikudag í næstu viku, þann 22. nóv., leika stúdentar fyrri leik sinn í Evrópukeppni bikarhafa. og þá gefst körfu- knattleiksunnendum kostur á að sjá eitt besta lið í Evrópu og þó víðar væri leitað á fjölum Laugar- dalshallarinnar. FC Barcelona. Í.S. datt svo sannarlega i lukku- pottinn að fá svo frægt félag. Að vísu er tvíeggjað að tala um „lukkupott" í þessu sambandi því ef mótherjinn væri veikari þá ættu Í.S. meiri möguleika á áframhaldandi þátttöku í keppn- inni, en með því að fá svo sterkt lið gefst hins vegar fslenskum fþróttaunnendum kostur á að sjá það besta scm boðið er upp á í körfuknattleik í Evrópu. Árangur F.C. Barcelona í gegnum árin Félagið hefur 6 sinnum unnið spænska meistaratitilinn og 7 sinnum spænska bikarmeistara- titilinn. Félagið hefur mjög oft tekið þátt í Evrópukeppni meist- araliða og bikarhafa. 3 sinnum hefuh félagið komist þannig í fjögurra liða úrslit og 5 sinnum í 8 liða úrslit. Þá hefur F.C. Barcelona 2 sinnum komist í úrslit í Evrópu- Fjórir af leikmönnum F.C. Barcelona eru yfir 2 metra á hæð. En meðaltalið er 1.96 sm. Eins og sjá má á myndinni eru þetta stæðilegir leikmenn. keppninni en ennþá hefur þeim ekki tekist að sigra. Liöin Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja um F.C. Barcelona þá eru þar risar á ferð með marga landsleiki að baki. Meðalhæð liðsmanna er 196 sm á móti 188 sm hjá Í.S. Samanlagður landsleikja- fjöldi þeirra er 194 landsleikir PARTNER ER NÝTT VÖRUMERKI FYRIR VANDAÐAN OG ÞÆGILEGAN FATNAÐ X' VERSLUNIN VERSLUNIN VERSLUNIN VERSLUNIN STRIKIÐ KASTALINN FEYKIR DALBÆR LAUGAVEGI 8 BÉRGSTAÐASTRÆTI 4A AUGAVEGI 27 HVERFISGOTU 32 (auk 76 unglingalandsleikja) á móti 45 hjá okkur og meðalaldur liðsins er 22,4 ár á móti 26,4 árum hjá Í.S. Engir leikmenn I.S. eru yfir 2 m á hæð, en af 12 manna hópi sem valinn hefur verið eru 6 yfir 190 sm á hæð en 6 yfir 180 sm. I liði F.C. Barcelona eru hins vegar 4 leikmenn yfir 2 m á hæð, 4 yfir 190 sm og 2 þeir minnstu eru 186 sm... Af frægustu og bestu leikmönn- um F.C. Barcelona má nefna fyrirliða þeirra, barkvörðinn Flores, sem leikið hefur 69 lands- leiki og er gífurlega sterkur leikmaður með mikla knatttækni og góða hittni. Framherjinn Sibilio, sem ættaður er frá Dóminikanska lýðveldinu, hefur og lengi átt fast sæti í spænska landsliðinu og hefur leikið alls 40 landsleiki. Þá er ótalinn bandaríski leik- maðurinn í liðinu, miðherjinn Guyette, en hann hefur leikið í 2 ár með F.C. Barcelona. Að sögn Dirk Dunbars, sem vel þekkir til hans, er þar á ferðinni geysilega sterkur leikmaður bæði í vörn og sókn, hirðir aragrúa frákasta og skorar mikið. Lið I.S. og FC. Barcelona sátu hjá í fyrstu umferð keppninnar sem fram fór 2. og 9. nóv. Upphaflegur dráttur var þannig að fyrri leikur liðanna skyldi fara fram í Barcelona, en sá seinni í Rvík. Í.S. fór þess þegar á leit við F.C. Barcelona að fá fyrri leikinn í Reykjavík og veittu þeir fúslega samþykki sitt við þeirri bón. Fyrri leikurinn verður því í Laugardals- höll miðvikud. 22. nóv. n.k. kl. 20.00 en sá seinni í Barcelona miðvikud. 29. nóv. n.k. - þr. Fjölmennt Reykjavíkur- mót unglinga í badminton Unglingameistaramót Reykja- víkur í badminton fór fram dagana 11. og 12. nóvember s.l. í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Þátttakendur voru alls 72 frá 4 félögum, þ.e. Víking, KR, TBR og Val. Langflestir keppendur voru frá TBR. Greinilegt er að mikill áhugi er hjá unglingum á badmin- toniþróttinni og nokkrir af okkar sterkustu badmintonspilurum eru enn í unglingaflokki. Keppt var í fjórum flokkum pilta og stúlkna. Eftirtaldir léku til úrslita: PILTARi Einliðaleikur, Broddi Kristjáns- son TBR sigraði Sigurð Kolbeins- son TBR. Tvfliðaleikur, Broddi Kristjáns- son og Guðmundur Adolfsson TBR sigruðu Ágúst Sigurðsson og Gylfa Óskarsson Val. Tvenndarleikur, Guðmundur Adolfsson og Kristín Magnúsdótt- ir TBR sigruðu Sigurð Kolbeinsson TBR og Sif Friðleifsdóttur KR. DRENGIRi Einliðaleikur, Gunnar Jónatans- son Val sigraði Skarphéðinn Garðarson TBR. Tvfliðaleikur, Gunnar Jónatans- son Val og Þorgeir Jóhannsson TBR sigruðu Skarphéðinn Garðarsson og Gunnar Tómasson TBR. Tvenndarleikur, Skarphéðinn Garðarsson og Þórdís Edwald TBR sigruðu Þorgeir Jóhannsson og Bryndísi Hilmarsdóttur TBR. SVEINAR. Einliðaleikur, Þorsteinn Hængs- son TBR sigraði Hauk Bergsson TBR. Tvíliðaleikur, Ari Edwald og Tryggvi Ólafsson TBR sigruðu Þorstein Hængsson og Gunnar Björnsson TBR. Tvenndarleikur, Ari Edwald TBR og Þórunn Óskarsdóttir KR sigr- uðu Gunnar Björnsson og Ónnu Daníelsdóttur TBR. HNOKKAR. Einliðaleikur, Haraldur Sigurðs- son TBR sigraði Þórð Sveinsson TBR. Tvfliðaleikur, Haraldur Sigurðs- son og Þórður Sveinsson TBR sigruðu Pétur Lentz og Snorra Ingvarsson TBR. TELPUR. Einliðaleikur, Sif Friðleifsdóttir KR sigraði Kristínu Magnúsdóttur TBR. Tvfliðaleikur, Sif Friðleifsdóttir og Anna Steinsen KR sigruðu Kristínu Magnúsdóttur og Bryn- dísi Hilmarsdóttur TBR. MEYJAR. Einliðaleikur, Þórunn Óskarsdótt- ir KR sigraði Ingu Kjartansdóttur TBR. Tvfliðaleikur, Inga Kjartansdóttir og Þórdís Edwald TBR sigruðu Þórunni Óskarsdóttur KR og Elínu H. Bjarnadóttur TBR. TÁTUR. Einliðaleikur, Þórdís Edwald TBR sigraði Þórdísi Bridde TBR. Tvfliðaleikur, Þórdís Bridde og Rannveig Björnsdóttir TBR sigr- uðu Heddu Waage og Önnu Daníelsdóttur TBR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.