Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 17. NÓVEMBER 1978 11 Páll. Afkomendur þeirra eru nú 29 talsins allt hið besta fólk, það sem vaxið er úr grasi, og hitt hið mannvænlegasta. — Attræð á Hólmfríður allgóðri heilsu að fagna. Hún hefur elst fallega og speglast sálarfegurðin í svip henn- ar. Frá því ég man eftir mér voru þau Hólmfríður og Páll það fólk sem hvað mestur ljómi lék um í augum mínum. Það var hátíð í vændum þegar þeirra var von til Siglufjarðar. Mjög var kært með þeim systkinum, móður minni og Páli, og síst spilltu makar þeirra vináttunni. — Þrastarstaðir voru okkur, ungu frændfólki hjónanna þar, sælureitur og ævintýraland sem ekki sló fölva á við náin kynni. — Fyrir það þakka sumarbörnin Hólmfríði, svo og ástúð og elsku- semi alla tíð, og biðja henni áttræðri og niðjum hennar bless- unar Guðs. Ólafur Haukur Árnason. Hólmfríður Rögnvalds- r dóttir - Attræðisafmæli Það atvik er langt undan á hafsjó tímans er strákhnokki stendur fyrir sunnan bæinn á Þrastarstöðum á Höfðaströnd snemma morguns og virðir fyrir sér þann sjónhring sem hann heldur að annar gerist ekki fegurri þessa heims. Móðir hans og Páll frændi hafa sagt honum nöfn fjalla og eyja og hann rifjar þau upp. Kyrrt er og sólfar bjart. Móreykur liðast upp úr reykháfi. Lyktin er heimaleg og góð. En sem hann stendur þarna í sólskininu grípur. hann klökkvi. Hér stóð hann líka í fyrra í þessum sömu sporum en þá var heimurinn tryggari staður litlum dreng. Síðan hefur það borið að höndum að hann hefur misst móður sína. Allt í einu finnst honum hann einn i heiminum. Því klökknar hann. — Þá heyrir hann rödd að baki sér, hlýja rödd og ástúðlega: „Ertu þarna, Óli minn?“ Og um leið strýkur hönd snoðkoll og vanga. — Sjálfsagt er þetta ósköp hvers- dagsleg og ómerkileg minning. — En Hólmfríður Rögnvaldsdóttir er hvorki hversdagsleg né ómerk og hún var fleirum en mér slík að aldrei verður goldið. Auk barna þeirra Páls Erlendssonar fjögurra og tveggja fóstursona gekk hún í móðurstað fjölda barna, skyldra og vandalausra, sumar eftir sum- ar. Mér verður stundum hugsað til þess hvernig litla húsið á Þrastar- stöðum rúmaði allan þann fjölda sem þar var hvert sumar. Mig minnir að sumarið 1938 höfum við verið 16 í heimili og þó var hvergi þröngt. Og ekki minnist ég þess að ég heyrði þær mæðgur, Hólmfríði og Jónínu, móður hennar, nokkru sinni tala um að mikið væri að gera og bar þó margan gestinn að garði. Og jafnan var heimilið eins og búið veisluskarti. Hólmfríður Rögnvaldsdóttir fæddist að Á í Unadal, dóttir hjónanna Jónínu Kristínar Björnsdóttur og Rögnvalds Jóns- sonar. Foreldrar Jónínu voru Björn Jónsson, bóndi í Gröf á Höfðaströnd, og kona hans, Hólm- fríður Jónatansdóttir frá Efri-Vindheimum á Þelamörk. Foreldrar Rögnvalds voru Jón Þorkelsson, bóndi í Skarðdal í Siglufirði og á Reykjarhóli í Austur-Fljótum, og kona hans, Anna Símonardóttir frá Hrepps- endaá í Ólafsfirði. — Með foreldr- Þýzkar kvikmyndir síðari ára MYNDIN, sem sýnd verður á vegum Germaníu í Nýja Bíói á laugardaginn (18. nóv.), er gerð undir stjórn hins kunna þýska leikstjóra Alexanders Kluge, en kona hans, Alexandra Kluge, leikur aðalhlutverkið. Myndin fjallar um unga Gyðingastúlku, sem flúið hefir frá Austur-Þýska- landi til Vestur-Þýskalands, en á í erfiðleikum með að festa rætur, einnig þar. Þykir Kluge hafa færst mikið í fang með gerð þessarar myndar þar sem í raun og veru er verið að biðja um meiri mannúð í nútímaheimi efnishyggjunnar. Þetta er hálfrar annarrar klukku- stundar mynd frá því í lok sjöunda áratugarins. heimili þeirra á Siglufirði. Voru gömlu hjónin mikill styrkur bú- skap þeirra á Þrastarstöðum og heimilishaldi enda bæði dugleg og glaðvær svo að af bar. Minnist ég þeirra beggja ,og þá einkum notalegrar hlýju Rögnvalds og gamansamrar röggsemi Jónínu. Heimili þeirra Hólmfríðar og Páls var löngum stórt og mann- margt eins og að framan greinir. Snyrtimennska og rausn réðu ríkjum. Listrænn smekkur mótaði heimilið enda Páll framar öðru listamaður og margspakur lær- dómsmaður á ættvísi og mann- fræði. Hann lést sumarið 1966. Hólm'fríður dvelst nú löngum hjá dóttur sinni, Guðbjörgu, er gift var Jóni Árnasyni sem er látinn. Þá er hún oft hjá öðrum börnum síríum en þau eru: Erlendur, gjaldkeri við bæjarfógetaembætt- ið í Hafnarfirði, kvæntur Sigrid Bjarnason; Ragnar bankastjóri á Sauðárkróki, kvæntur Önnu Pálu Guðmundsdóttur; og Guðrún, kennari í Reykjavík, gift Finni Kolbeinssyni lyfjafræðingi. Eitt barn misstu þau Hólmfríður og um sínum ólst Hólmfríður upp, fyrst að Á, síðan í Bæ á Höfða- strönd og loks í Hofsósi frá 1910. Einn bróður átti Hólmfríður, Björn byggingaeftirlitsmann rík- isins sem lést 1962. — Hólmfríður giftist ung Páli Erlendssyni Páls- sonar, verslunarstjóra í Grafarósi og Hofsósi. Bjuggu þau ár á Hofi á Höfðaströnd en síðan á Þrastar- stöðum í sömu sveit á þriðja tug ára eða til 1940 er þau fluttust til Siglufjarðar. Þar gegndi Páll margvíslegum störfum, var m.a. söngkennari, söngstjóri kirkju- kórsins og ritstjóri Siglfirðings. Foreldrar Hólmfríðar fylgdu þeim hjónum jafnan og önduðust á Þetta er önnur af fjórum þýsk- um kvikmyndum síðari ára, sem sýndar verða á vegum Germaníu í Nýja Bíói næstu laugardaga. Gamalt w fólk gengur J11 hœgar Komiö og hlustiö — heyrn er sögu ríkari. PIONEER f hljómtækil árgerö 1979 eru komin \ Nú hafa PIONEER verksmiöjurnar tekið upp ^ þá nýjung aö velja saman hljómtækjasett k2L sem henta hverjum og einum. í þessum fallegu hillusamstæöum * njóta A PIONEER’ ^ tækin sín hvar sem er.^^ á vetö'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.