Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 1

Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 1
Föstudagur 8. desember Bls. 33-64 Kvikmyndahöf- undurinn Andrzej Wajda gerir í Marmaramannin- um atlögu að opinberum sögu- fölsunum. kvikmynd minni „Aska og demantar" (sem sýnd hefur verið í Reykjavík í kvikmyndahúsum og í sjónvarpi — þýð.) skipað í þennan flokk. Gagnrýnendur höfðu greint kvikmyndina sem frásögn söguhetju, sem ekki ætti neitt sögulegt raunsæi, en hefði það takmark eitt að vera á móti því sem er. Hann var á vissan hátt í öðruvísi sokkum. Blaðam> Og í lífinu? Wajdai Fólkinu var ætlað að renna saman við fjöldann, en skera sig ekki úr sem ein- staklingar. En þetta kerfi hefur aldrei gengið almennilega í Pólverja. Blaðami í vissum kafla í Marmaramanninum byggir þú upp dæmigerða kvikmynd frá sjötta áratugnum, sem þú leggur nafn þitt við ... Wajdai Já, ég hefi í raun unnið að kvikmyndum á borð við þessa, nokkurs konar minnis- merki. I Marmaramanninum líki ég eftir, um leið og ég segi að ég hafi verið þátttakandi í þessu tímabili. Að þessari tegund En myndin heldur áfram að vera alveg ljós. Blaðami Samt sem áður hefur myndin jákvæðan endi, andstætt þínum fyrri myndum. Wajdai Það kom ekki til af neinum þrýstingi. Mitt aðal markmið var að allt lægi ljóst fyrir, ég vildi sýna að æskan í dag hefur áhuga á æsku foreldra sinna. Það var nauðsynlegt að sýna þá kröfu, sem ungt fólk gerir til að fá að vita hvað raunverulega gerðist. Ég vildi svara vissum spurningum, sem það spyr sig: hvers vegna feður þeirra séu taugaóstyrkir, hvers vegna þeir ljúgi, hvers vegna þeir drekki vodka, hvers vegna þeir séu áhyggjufullir, hver sé fortíð þeirra ... Blamt Þetta er fyrsta pólska kvikmyndin um þess háttar efni. Wajdai Það er rétt. En allir máttu vita, að kvikmynd með efniviði áranna eftir 1950 mundi, Viðtal við Andrzej Wajda STALÍN OG VIÐ Blaðamaður Expressi Orðrómur hefur verið á kreiki í tvö ár um að „Marmaramaður- inn“ muni ekki fá að fara úr landi. Andrzej Wajdai Svo vill til, að menningarpólitíkin í Póllandi hefur núna þróast skynsam- legar. Þegar kvikmyndin var lögð fram á árinu 1976, brugðust vissir aðilar mjög hart við og héldu því fram að innanríkismál okkar ættu ekkert erindi til útlanda, og að söguleg viðhorf í myndinni væru ósönn. Ég lét mér nægja að taka fram að „Marmaramanninum“ væri ekki ætlað að túlka opinbera línu. Smám saman síaðist sú hug- mynd inn ... Ég er þó búinn að gera kvikmyndir í 24 ár. Margir ráðherrar hafa horfið, en ég held áfram. Blaðamaðuri En gagnrýnin var samt sem áður ákaflega grimm ... A. Wajdai ... og einhliða. Þrátt fyrir þessa gagnrýni náði myndin geysilegri aðsókn í nokkra mánuði. Frá ykkar sjón- arhóli virðast svona neikvæð viðbrögð og síðan jákvæð sjálf- sagt órökrétt. Frá okkar sjónar- miði opnast leiðir. Ef til vill felst í „órökvísinni" viss merking ... Blaðamaðuri Þetta tímabil áranna eftir 1950, sem lýst er í myndinni, er lagt upp á einum fjarstæðukenndum degi. Ýkjur eða raunsæi? Wajdai Allt þetta tímabil bar í rauninni hreinlega fjarstæðan svip. Til dæmis ákváðu stjórn- völd á þeim tíma rammana fyrir „listir". Leikararnir í Cracowleikhúsinu fengu opin- bert bréf frá menntamálaráðu- neytiúu þar sem hverjum manni var ifþpálagt að vinha í 8 tíma á dagT Þeir urðu að koma í leikhúsið á hverjum degi kl. 10, jajhvel þótt þeir ættu ekki að vera á neinni æfingu. Annað :dæmi: umburðarbréf — sem við hlógum mikið að — krafðist þess, að hljómsveitarstjórar ynnu líka 8 tíma á hverjum degi! Með kór og hljómsveit! Það var sannkölluð agavitleysa... Blaðamaðuri Var Stalíns- tímabilið í Póllandi jafn mikill harmleikur sem annars staðar? Wajdai Þar voru ekki Goula- geyjar. En dauðadómar og skelfileg réttarhöld. Ástandið var samt sem áður ekki eins forkastanlegt sem í Rússlandi. Blaðamaðuri En fyrir kvik- myndagerðarfólkið? Wajdai Kvikmyndunum var í vissum skilningi þyrmt. Formið varð frekar fyrir þessu en uPPbyggingin. Þemum var þvingað upp á okkur og fagur- fræðinni stýrt. Blaðamaðuri Hverjir voru hinir fagurfræðilegu og hug- myndafræðilegu rammar? Wajdai Á árunum eftir 1950 lifðum við í heimi, sem við trúðum að mundi breytast ^til hins betra. Maður hafði á tilfinningunni að verið væri að byrja frá núlli. Veröldin hafði ekki verið sköpuð af hagkvæmni, heldur af heimsspekingunum. Allt sem ekki var utan við þessa heildarsýn átti engan rétt á sér og skyldi útrýmt. En í þessu „utan við“ var líf okkar . .. Þessi heimssýn var svo þröng, að allt það, sem var lítilsháttar öðru vísi, virtist vera af öðrum heimi. Þannig nægði að gaman- leikari túlkaði persónu í röndótt- um sokkum, þegar aðeins feng- ust doppóttir sokkar á markað- inum í Póllandi, til þess að það þætti sýna löngun hans í annað þjóðfélag. Það var í sjálfu sér hlægilegt. Á þeim tíma var Þetta atriði var klippt úr myndinni. Þar finnur kvikmyndagerðarkonan Krystyna Janda gröf Birkuts. áróðursmynda var fyrirmynd, sovésk kvikmyndagerð. Sovésku kvikmyndirnar voru mjög vel gerðar, ákaflega ljósar á stjórn- málasviðinu. Maður vissi frá fyrstu mynd hver var hetjan, hvaða framlag og takmörk hún hafði og í hverju vandi hennar lá. Upp frá því gekk raunveru- leikinn sinn gang og með sínum viðdvalarstöðum. Þannig átti söguhetjan ekki í baráttu milli Góðs og Ills, heldur milli Góðs og Betra. Ég get fullvissað ykkur um að það þarf einhvern af- burþasnilling í kvikmyndagerð til'að geta fundið leikrænan stuðning við þess háttar baráttu. Blaðami Var ekki klippt burtu atriði úr Marmaramanninum? Wajdai Af mínum völdum. Ég klippti þetta atriði að ráði þess fólks, sem hafði áhuga á mynd- inni, og var henni ekkÉandstætt. á einn veg eða annan, sjá dagsins ljós. Mitt sjónarmið er það, að jafnvel þótt þessi tími hafi ekki verið neinn dans á rósum, þá sé fólkið sem lifði hann oft mikil- vægara en það sem um hann er sagt... Þverstæðan er sú, að nú, þegar við búum við verkalýðs- harðstjórn, þá bregða kvikmynd- ir okkur ekki á tjaldið nema greifynjum, hertogum og kóng- um. Ekki verkamönnum. Ég held að Marmaramaðurinn sé ein af hinum sjaldgæfu pólsku kvik- myndum, þar sem söguhetjan er. verkámaður. Blaðami En það er hefð í pólsum kvikmyndum að sýna gagnrýni á vissa tegund af hetjuskap. Wajdai Það er hárrétt. í sögu okkar eru til einhver ósköp af hetjusögnum. Hetjuskapur Birkut, fyrirmyndarverkamaðurinn (Jerzy Radziwilow- icz) með brennda lófá eftir glóandi múrsteinana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.