Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
hefur í rauninni ekkert gildi í
sjálfu sér. Hvað Pólland snertir,
þá komum við út úr stríðinu með
þá sannfæringu að öllu slíku
þyrfti að gefa einhverja merk-
ingu. Okkur nægði ekki að heil
kynslóð hefði verið hetjur. Nauð-
synlegt var að komast í nokkra
fjarlægð frá því, bregðast gegn
þessum rómantíska skilningi á
hetjunni. Hetjurnar okkar voru
ekki lengur samkvæmt hefðinni
menntamenn heldur verka-
maðurinn. Þetta viðhorf var
strax gagnrýnivert. í Marmara-
manninum hefi ég reynt að líta
eins hlutlægt á málið sem mér
var mögulegt, án þess að sleppa
hinni gagnrýnu hlið á málinu.
Blaðam: Hvað áttu við með
„að líta hlutlægt á“?
Wajda: Við getum kallað það
vissa einfeldni.
Blaðam: Hefur „einfeldni" þín
blásið þér í brjóst raunveruleg-
um atburðum?
Wajda: Já. Atvikið með
glóandi múrsteinana er satt. Ég
hefi hitt mann, sem varð fyrir
þessu. Þessi tegund skemmdar-
verka var skiljanleg: verka-
mennirnir vildu mótmæla aukn-
um vinnuramma eða meiri
vinnuhraða. Verkamaðurinn,
sem varð fórnarlamb þessara
atburða býr í Nowa Huta, og
vinnur þar enn. En aðalpersónan
í myndinni minni, Birkut, er
samansett og á ekki eina fyrir-
mynd.
Blaðam: Aðalkvenhetjan á
aftur á móti fyrirmynd — þig
sjálfan ekki satt?
Wajda: Heldurðu það?
Blaðam: Hvers vegna að gera
persónuna svona ákafa?
Wajda: Það er önnur saga.
Myndin hefur í rauninni tvö
skaut, Birkut og hana. Saga
Birkuts er sigtuð gegn um sögu
kvenpersónunnar. Imyndaðu þér
að söguna segi fimmtugur
maður, þar sem hann situr í
stólnum sínum við arininn. Þá
verður allt efnið flatt. Ég varð
að fá andstæðuna milli dagsins í
dag og í gær. Þess vegna gat
persónan, sem segir frá, ekki
upplifað atburðina á sama hátt.
Nauðsynlegt var að fá leik, þar
sem andi leikarans svifi yfir
vötnunum.
Blaðam: Andstæðurnar eru
augljósar, líka í stíl og myndum.
Wajda: Að sjálfsögðu. Einn
hluti kvikmyndarinnar er gerður
í nútímastíl: gleiðhorn, kvik-
myndavélin í höndunum o.s.frv.
Aðrir hlutar eru kvikmyndaðir á
hefðbundnari hátt, að ég ekki
segi letilegar. Þessir tveir þættir
koma á víxl. Úr því fengist var
við tvöföld efnisatriði, þurfti
líka tvöfaldan stíl.
Blaðam: Þú hefur lýst því yfir
að þetta sé þín persónulegasta
mynd?
Wajda: Á fleiri sviðum en
einu. Mig hefur í fjöldamörg ár
langað til að gera þessa kvik-
mynd um Marmaramanninn ...
Síðan hefi ég gert 10 eða 12
kvikmyndir, ég hefi gerst leik-
stjóri í leikhúsi og ég hefi mikið
lært. Það er þeirri miklu reynslu
að þakka að ég þorði að gera
tveggja og hálfs tíma langa
kvikmynd. Lengi var ég að
væflast með „sögulega" mynd.
Mér var skipað í flokk. Allur
heimurinn skipaði mér, með
fegins andvarpi, á bekk sígildrar
kvikmyndatöku. Kvikmynd er í
raun myndataka af því sem
umkringir okkur, en söguleg
kvikmynd er andstæða þess.
Marmaramaðurinn var af ann-
arri ástæðu mjög mikilvæg
mynd fyrir mig. Eftir fimm ára
starf er önnur kynslóð kvik-
myndagerðarmanna komin á
hælana á manni. Þess vegna
verður maður að þróast. Ef ég
hefði haldið áfram að gera
kvikmyndir um trega, um mína
glötuðu æsku, þá væri ég nú
öldungur. Ég vona að ég sé það
ekki.
i Marmaramaðurinn |
! hans Wajda sýndur j
| vestan járntjalds j
NÝJASTA kvikmynd hins fraega pólska kvikmyndagerðarmanns
Andrzej Wajda, sem m.a. gerði myndina „Aska og demantar“, er nú I
I komin vestur fyrir járntjald. öllum til hinnar mestu furðu. Byrjað
er að sýna hana í Frakklandi. Myndin heitir Marmaramaðurinn og
ferill hennar er óvenjulegur. I tilefni þess átti blaðamaður frá
timaritinu Express viðtal við Andrzej Wajda í Varjsá, sem hér
birtist í ísl. þýðingu. Einnig styttur útdráttur úr grein um
myndina.
í fyrsta lagi þykir það eitt merkilegt að slík mynd skuli yfirleitt
hafa séð dagsins ljós í Póllandi, þar sem margar frægar söguhetjur, I
allt frá Trotski til Stalins, hafa verið felldar í gleymsku. Fram að
þessu hafa kvikmyndagerðarmenn austan járntjalds aldrei þorað að
I ráðast á svo ósnertanlegt viðfangsefni sem opinbera fölsun á
sögulegum staðreyndum. Wajda hefur þar ekki gert sig ánægðan með
það eitt að gera pólitíska mynd en tekur sig til og þurrkar bókstaflega i
út 30 ára opinbera söguskoðun í Póllandi. Og framleiðir myndina
fyrir fé ríkisins.
Þeir fáu útvöldu, sem höfðu fengið að sjá myndina í Póllandi, þar I
| sem hún kom út í febrúarmánuði 1977, töluðu um hana sem
meistaraverk. Jafnframt óttuðust þeir orðróm, sem gekk um að
kvikmyndaeftirlitið væri á móti henni, krefðist þess að klippt væri úr I
henni, bannaði útflutning á henni. Allt þar til myndin
Marmaramaðurinn var allt í einu á dagskrá á kvikmyndahátíðinni í
Cannes 1978, var beðið í algerri óvissu. Það jók á eftirvæntingu að
þjóðarleiðtoginn Gierek hafði sjálfur er hann ávarpaði sjónvarps-
I fréttamenn sem komnir voru vegna frumsýningar á Mourousi Circus, :
látið í ljós þá skoðun sína að kvikmyndin „segði ekki sannleikann um
sögu Póllands" og að „verkamenn hefðu gert sér þetta ljóst“, myndin
| fengi mjög dræmar móttökur. Við eftirgrennslan kom í ljós, að
Marmaramaðurinn var sýndur fyrir troðfullu húsi og að miðar gengu
á svörtum markaði fyrir allt að tífalt verð. I
Sagan fjallar um sovésku vinnuhetjuna. Hún segir frá ungri konu,
sem hyggst ljúka kvikmyndanámi sínu með gerð fræðslumyndar og I
• hefur í því skyni upplýsingaleit um hinn fullkomna verkamann sjötta i
áratugarins, Birkut. I annan stað sýnir Wajda okkur afraksturinn af
þessari leit, áróðurskvikmyndir, fréttabúta, viðtöl og vitni... Og mitt
| í þessari sannleiksleit er svo myndastytta, hræðilegur afrakstur
sósíalrealisma, sem felst í einhverju safnskoti, sem sögulegar leifar.
Þar er kominn marmaramaðurinn Birkut.
Smám saman verður maður vitni að sköpun Stakhanovs litla
| (sósíalistísku vinnuhetjunnar), sem búin er til eins og þvottalögur, að i
frádregnu þvottaefninu.
j Methraði í múrsteinalagningu, ræður sigurvegarans, sýningarferð- |
ir til góðs fordæmis. Fyrirmyndarverkamaðurinn þjónar málstaðn-
I um, hinum góða málstað, málstað verkalýðsstéttarinnar. Glóðheitur
múrsteinn, sem Birkut grípur um báðum höndum, bindur enda á
frama þessarar alþýðustjörnu. Fallið er mikið ...
Þessum tveimur söguþráðum er fléttað saman — sögu Birkuts og :
sögu kvikmyndagerðarkonunnar — Wajda losar um sögufléttuna með
| því að kvikmynda nútímann. Með því að fleyta sér á öldum sjötta og
| sjöunda áratugarins túlkar hann um leið erfiðleikana við að gera i
slíka kvikmynd. Þá lá við að Marmaramaðurinn yrði aldrei til.
I Handritið var skrifað 1962, en kvikmyndin varð ekki til fyrr en 1976.
Einn besti kvikmyndagerðarmaður heims þurfti að þrauka í 14 ár
áður en hann sá viðfangsefni sitt verða að veruleika. Og þegar
I kvikmyndinni var lokið, var það líklega fýrir einskæra heppni — lát '
menntamálaráðherrans Januszar Wilhelmi — að Marmaramaðurinn
fékk brottfararleyfi til útlanda. Eftirlitið lét sér nægja að fara fram á .
það að klippt yrði burtu eitt atriðið, þar sem sögukonan finnur í lokin
gröf Birkuts í Gdansk. En hann hafði verið drepinn af hermanni í
I uppreisn verkamanna 1970, eftir langa baráttu við að ná aftur fyrri i
orðstír (hafði jafnvel verið í fangelsi). Fyrir persónuleg afskipti
Edwards Giereks fékk Marmaramaðurinn brottfararleyfi, eftir mikla
| baráttu. |
L_____________________________________________________J
Verkalýðshetjunni fagnað.
Strandferðaskipin Hekla og Esja sigla reglulega til hafna víða um
land og telur forstjóri Skipaútgerðarinnar að þau þyrftu að vera
þr jú ef vel ætti að vera.
Skipaútgerð ríkisins:
Aukning vöruflutn-
inga til Vestfjarða
78% fyrstu 9 mánuðina
Skipaútgerð ríkisins gerði í
byrjun síðasta árs nokkrar
breytingar á tilhögun ferða
skipa sinna út um land og er
breytingin einkum fólgin í
aukningu ferða á Vestfirði.
Hins vegar fækkaði nokkuð
ferðum á hafnir á Norðaustur
landi og sagðist Guðmundur
Einarsson forstjóri Skipaút-
gerðarinnar hafa heyrt bæði
gagnrýni og ánægjuraddir með
þessar breytingar.
— Eftir breytinguna eru nú
farnar t.d. tvær ferðir á Isafjörð
aðra vikuna, en ein ferð hina og
þá er ein ferð frá Akureyri til
Isafjarðar, en áður voru frá
ísafirði ein ferð í viku í báðar
áttir. Breytingin á Vestfjörðum
kemur einkum til góða Isa-
fjarðarsvæðinu og Patreksfirði,
en höfnunum þar á milli er að
nokkru sinnt með flutningi á
bílum. Eftir breytingarnar hef-
ur orðið mikil aukning á flutn-
ingum og er t.d. 78% aukning á
þeim til ísafjarðar fyrstu níu
mánuði ársins og er hún mest
síðustu mánuði þannig að í
heildina virðast flutningar vaxa
jafnvel þótt bílar anni að
nokkru vöruflutningum á sumr-
in.
Þá taldi Guðmundur að bætt
þjónusta vörumóttöku í Reykja-
vík hefði einnig haft sitt að
segja um aukningu í flutningi en
útgerðin hefur tekið á leigu
hluta af húsnæði því sem SIS
hafði við höfnina í Reykjavík.
Á hinn bóginn taldi
Guðmundur að sú gagnrýni væri
réttmæt, sem komið hefði frá
íbúum á Norðausturlandi, t.d. á
Raufarhöfn og Þórshöfn, um að
breytingar á ferðatíðni hefðu
komið niður á þessum stöðum.
Hana þyrfti að taka til endur-
skoðunar, en gallinn væri sá að
Skipaútgerðin hefði ekki yfir að
ráða nægilegu fjármagni til að
gera þær breytingar sem hún
teldi æskilegar og nefndi hann
t.d. að í ráði væri að taka á leigu
skip til að hægt yrði að fjölga
ferðum, en Guðmundur kvað
ekki vera endanlega gengið frá
því enn. Framtíðarhugmyndin
væri að 3 skip myndu halda uppi
reglulegum ferðum þrisvar í
viku til sem flestra hafna, en
það mál væri allt á byrjunar-
stigi.
— Næsta skref er að huga að
fjölgun ferða á hafnir á Norð-
austurlandi og Austfjörðum
jafnframt því sem við reynum
líka að laga þjónustuna á
Vestfjörðum, því hún er enn
ekki komin í það horf sem
æskilegt væri. Einnig má nefna
að í undirbúningi er að taka upp
nýtt farmgjaldakerfi, en það
sem nú er í gangi er gamalt og
nokkuð flókið, þannig að við
erum að huga að einföldun þess.
Verzlunarmenn á ísafirði sem
Mbl. ræddi við sögðu að þjón-
usta Skipaútgerðarinnar við
ísafjörð væri nú betri á allan
hátt en fyrr með hinum reglu-
legu ferðum einu sinni og
tvisvar í viku. Hefði einnig verið
reynt að koma á ákveðinni
hagræðingu t.d. með auknum
flutningum í gámum. Því væri
ekki að leyna að aukning flutn-
inga hjá Ríkisskip kæmi að
nokkru niður á bílaflutningum,
en þó væri hér greinilega um
magnaukningu að ræða einnig
og á hitt mætti og benda að
flutningur með skipum væri á
vissan hátt öruggari og betur
færi um varninginn að því er
Ólafur B. Halldórsson á ísafirði
sagði í samtali við Mbl.
Endurminningar Kristjáns
Nóa Kristjánssonar Davíðsson
Bókfellsútgáfan hefur gefið út
endurminningar Kristjáns Nóa
Kristjánssonar eftir Erling
Davíðsson og nefnist bókin Nói
bátasmiður. Endurminningar
þessar, sem eru 182 bls. að stærð,
skiptast I nokkra kafla, sem segja
dálítið um efni bókarinnar: Töku-
barn á Kjaransstöðum, Vorvertíð á
Fjallaskaga, Refurinn og rjúpan,
Sendur til sjós, Smíðanám á
Þingeyri, Til Norðurlands og svo í
siglingar, Nýsköpunarbátar,
o.s.frv.
Á bókarkápu segir m.a., að
höfuðpersóna bókarinnar sé fædd f
Innri-Lambadal við Dýrafjörð
1896, „en siðari hluta ævinnar
hefur hann átt heima á Akureyri
og þar hefur hann smfðað bátana
sína landskunnu, allt til sumarsins
1977.“ Kristján, eða Nói báta-
smiður, hefur smfðað fleytur af
ýmsum stærðum, allt frá jullum og
skektum, árabátum, trillum og
mótorbátum, upp f 140 tonna
fiskiskip. „Þessir bátar og skip
bera höfundi sínum það vitni, að
hann sé dverghagur smiður, og að
honum sé sú gáfa gefin við smíði
báta, sem hvorki vcrður að fullu
kennd né heldur lærð, en lystagyðj-
an ein gefur eftirlætisbörnum
sfnum í vöggugjöf.“