Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.12.1978, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 47 Ljósin kynna lög afsamnefndri hljómplötu sinni og árita sídan eintök afplötunni aö tónleikun- um loknum i verzlun okkar, sem er i MiÖbænum, Austur- stræti 22, viÖ UtimarkaÖinn. Allir í Miðbæinn í dag. HLJOMDEILD Uyi) KARNABÆR r Laugavegi 66. s. 28155, Glæsibæ. s. 81915, Austurstræti 22, s. 28155. Ummargt að spjalla 15 viðtalsþættir eftir Valgeir Sigurðsson BÓKFELLStJTGÁFAN hcfur gef- ið út víðtalsbókina Um margt að spjalla eftir Valgeir Sigurðsson blaðamann og skiptist bókin, sem er 189 bls. að stærð, í eftirfarandi kafla, Á skáldabekk, Á góðri stund og Á förnum vegi. Þeir sem talað er við eru: Einar Kristjánsson, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteinsson, Kristján frá Djúpalæk, Rósberg G. Snædal, Broddi Jóhannesson, Eysteinn Jónsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Jakob Benediktsson, Sigurður Kr. Árnason, Anna Sigurðardóttir, Auður Eiríksdóttir, Auður Jónas- dóttir, Stefán Jóhannsson og Þorkell Bjarnason. Höfundur bókarinnar, Valgeir Sigurðsson, ritar formála og segir þar, að greinarnar í bókinni séu „Fangarnir í Klettavík” — ný bók eftir E.W. Hildick „FANGARNIR í KLETTAVÍK“ nefnist bók sem er nýlega komin út hjá bókaútgáfunni Iðunni og er hún eftir Edmund Wallace Hildick. en þýðinguna gerði Andrés Kristjánsson. Karólína og Ríkarður bróðir hennar eru stödd í litlu fiski- mannaþorpi, Klettavík, sem hefur verið breytt í frístundabæ, þangað sem fólk sækir sér afþreyingu og hvíld, og þar á Karólína að dveljast sér til heilsubótar. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Karólína og bróðir hennar berast inn í straum undarlegra atvika og atburðarásar, sem að lokum leiðir til óvæntrar ráðningar leyndar- dómsins í Klettavík. Hildick er breskur höfundur, sem hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir bækur sínar handa börnum og unglingum. sýnishorn viðtala, sem hann hefur skrifað í Tímanna á liðnum árum og ennfremur: „En fólkið, sem blaðamaður leiðir fram fyrir lesendur sína, er vitanlega aldrei nema einn þáttur málsins. Eftir er hlutur höfundarins. Tekst honum að gæða lífi orð, sem sögð eru á hraðfleygri stund, og jafnvel undir þeim kringumstæðum, aðbáðir, blaðamaður og viðmælandi hans, hafa orðið að ganga til verksins lítt eða ekki undirbúnir, eins og oft hendir í þeim hraða og spennu, önn og erli, sem jafnan fylgir blaðamennsku? Þetta er meginatr- iði. Á því, hvernig svarið við þessari spurningu verður, veltur í raun og veru allt. Fátt er auðveld- ara en að skrifa einhvern veginn blaðaviðtal. Það er vitanlega hægt að birta setningar viðmælandans gorhráar og óslípaðar, en sá sem það gerir, er slakur blaðamaður, — og enginn rithöfundur. En það er líka til önnur aðferð við þetta verk: Sá sem viðtalið skrifar getur gert sér far um að skilja viðhorf og tilfinningalíf mannsins, sem hann ræðir við, íklæðzt persónu hans á meðan hann skrifar viðtaljð — ef svo má að orði komast — og koma þannig til skila ekki einungis máli hans og orðafari heldur einnig, og ekki síður hugblænum, tilfinningalíf- inu, sjálfri verðandinni á bakvið orðin. Það er þetta, sem skilur á milli feigs og ófeigs, og þegar svona er að unnið, er miklu vandameira og erfiðara að skrifa viðtal, svo að það verði gott, en að skrifa grein frá eigin brjósti, þar sem ekki þarf að hugsa um annað en að koma sínum eigin stíl, orðfæri og skoðunum til lesenda sinna. Hitt er svo allt annað mál, hvort mér hefur tekizt að skrifa viðtöl eins og ég tel æskilegast að þau séu úr garði gerð...“ Um viðtölin segir m.a. svo á bókarkápu: „Hér eru rithöfundar látnir ríða á vaðið. Fyrsti hluti bókarinnar er helgaður þeim. Þar næst koma fimm greinar um tómstundavinnu manna og loks greinar um ýmis efni, s.s. náttúru- skoðun og náttúruvernd, ferðalög og útilegur, hrossarækt og hesta- mennsku, o. m. fl.“ /----------------- Ljósin x bœnnm Já i miöbænum í dag kl 2.30 „Martröð undanhaldsins,, ÚT ER komin hjá Ægisútgáfunni bókin Martröð undanhaldsins eftir Sven Hazel. Er þetta tíunda bók höfundarins, sem út kemur á íslenzku, en nokkrar bókanna hafa verið gefnar út oftar en einu sinni. Martröð undanhaldsins nefnist á frummálinu „Kommando Reichs- fuhrer Himmler". Bókin er 240 blaðsíður að lengd, þýðandi Óli Hermanns. Bókin er sett og prentuð hjá Prentrún, en bundin hjá Nýja bókbandinu. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Úrvalstæki, búið öllum þeim tækninýjungum sem góð litsjónvörp þurfa að hafa, svo sem línulampa, viðgerðareiningum og fleiru. Tækið sem sameinar myndgæði og fallegt útlit. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstætt verð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.