Morgunblaðið - 08.12.1978, Side 18

Morgunblaðið - 08.12.1978, Side 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 Grútarataðar fjörur í Seyðisfirði en grútarmengunin hefur verið mikið vandamál víða um land í haust. Þessi fjara er ekki sérlega spennandi fyrir fjóruskoðara eða sem leikvfíllur harna en sem slík er fjaran eilíflega vinsæl. hráefni hefur verið landað getur veruleg grútarmengun hlotist af. Frá loðnuverksmiðjunum berst ýmiss konar frárennsli, sem innihaldið getur fitu og þurrefni. Það frárennsli sem einkum getur valdið grútar- mengun má skipta í fjóra flokka: A) Frárennsli frá verksmiðjum meðan á vinnslu stendur, t.d. blóðvatn úr þróm, soð sem ekki ræðst við, skilvinduvatn og fleira. B) Frárennsli vegna bilana og slysni meðan á vinnslu stendur. C) Frárennsli vegna hreinsunar á tækjabúnaði, hráefnisþróm og húsakynnum. rútarmengun D) Annað frárennsli og undir þennan flokk geta fallið botn- vatn úr lýsistönkum, smit eða óhöpp við útskipun lýsis og rigningarvatn úr óyfirbyggðum þróm og af athafnasvæði. Verðmætasóun, óþrifnaður, tjón Það var í lok september- mánaðar síðastliðins að kvart- anir bárust frá heilbrigðisnefnd Seyðisfjarðar um að á yfirstand- andi sumarloðnuvertíð hefði órðié vart mun meiri grútar- mengunar innst í Seyðisfirði en áður væru dæmi um á loðnuver- tíð. Auk manna frá Heilbrigðis- eftirliti og Líffræðistofnun tók Siglingamálastofnun þátt í ferð- inni austur. Haft var á orði áður en athugunin var gerð, að grútarmengunin hefði drepið nær allt fuglalíf við Seyðisfjörð innanverðan og þar sæist aðeins orðið svartbakur. Þær fullyrðingar reyndust ekki á rökum reistar og fundust allar algengar fuglategundir í firðinum. Mikið er af fýl á Seyðisfirði fram að mánaðamót- um ágúst/september, en hann var allur horfinn þegar athugun- in var gerð. Að sögn heima- manna var fýllinn áfjáður í grút, sem flaut á yfirborði sjávar, og álitu sumir, að fýllinn drægi verulega úr mengun með grútar- áti. Varla hefur það sem í fýlinn hefur horfið skipt sköpum varð- andi grútarmengunina, því um svo gífurlegt magn var að ræða — skipti það tugum tonna, en ekki er mögulegt að áætla hversu mikið það var í sjónum og í fjörum í firðingum. Segir það sig í rauninni sjálft um hve mikla verðmætasóun er að ræða, en útflutningsverðmæti hvers lýsistonns nemur um 137 þús. kr. A Seyðisfirði hefur í haust m.a. orðið það tjón af völdum grútarmengunar að 50 aligæsir ötuðust í grút og er talið að 7 þeirra hafi drepist af hans völdum. Ennfremur varð að fresta um nokkurn tíma slátrun 30—40 fjár, sem óhreinkast hafði við beit í grútarataðri fjörunni. Árið 1976 barst Heil- brigðiseftirlitinu kvörtun frá heilbrigðisnefnd Eskifjarðar um að talsverðrar grútarmengunar hefði orðið vart á fjörum í Heigustaðahreppi. Þess var getið að ær hefðu drepist af grútaráti og var þá talið að líklegur sökudólgur væri verksmiðju- skipið Norglobal og bátar sem lönduðu í það, en frekari rann- sóknir voru þá ekki mögulegar. Grútarmengun hefur ekki áður verið eins útbreitt vandamál Á ÞEIM stöðum þar sem er loðnubræðsla eru sífellt að koma upp vandamál vegna grútarmengunar. Einkum er það yfir sumarmánuðina, sem þessa verður vart, en þá er ioðnan feitari en að vetrinum og til að gera illt verra er hún oft flutt um langan veg til löndunarhafna. Á stöðunum kenna skipverjar verksmiðjunum gjarnan um ósómann en verksmiðjufólk segir hins vegar, að sökin sé hjá bátunum. Heilbrigðiseftirlit ríkisins kannaði í haust orsakir og afleiðingar grútarmengunar á Seyðisfirði, Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði og sendi fyrir nokkru frá sér skýrslu þar sem einnig er að finna tillögur til úrbóta. Það var Eyjólfur Sæmundsson deildarverkfræðingur, sem annaðist þessar athuganir Heilbrigðiseftirlitsins, en Líffræðistofnun Háskólans tók einnig þátt í þeim og annaðist Karl Skfrnisson líffræðingur þátt þeirrar stofnunar í athugununum. Mengunarmál fiskimjölsverksmiðja heyra undir Heilbrigðiseftirlit ríkisins og heilbrigðisnefndir á hverjum stað samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum og því annaðist Heilbrigðiseftirlit ríkisins rannsókn þessa máls í haust. í niðurstöðunum kemur fram, að grútarmengunin á sér þrjár hugsanlegar meginorsakir. Ef venjulegar loðnudælur eru notaðar víð löndunina þarf að blanda hráefnið með sjó eða vatni fyrir dælingu, sem síðan er skilið frá í þar til gerðum skiljum. Sé hráefnið feitt er hætt við að veruleg fita skiljist úr hráefninu og berist burt með dæluvatninu, en sé það látið renna í hafnirnar getur mjög umtalsverð mengun hlotist af. Að undanförnu hafa svonefndar þurrdælur mjög rutt sér til rúms, en þær geta dælt án þess að hráefnið sé blandað sjó eða vatni. Sé farmurinn hins vegar tekinn sjóblandaður um borð og lestar skipsins ekki vel útbúnar með tilliti til þurrkunar farms- ins freistast verksmiðjurnar til þess að skílja sjó frá hráefninu eftir dælingu. Sama gildir ef spúlað er af dælunum meðan á löndun stendur. Séu lestar spúlaðar og kjöl- vatn lensað í hafnir eftir að feitu Aí þessum eina steini var skafið eitt kfló a/ grút. Grútarmengun alls ekki nýtt vandamál Grútarmengun er ekkert nýtt vandamál. Hún átti sér stað víðast hvar við síldarverksmiðj- ur á síldarárunum, en þá voru verksmiðjur yfirleitt verr búnar til að fullnýta hráefni en nú er. Frá því að bræðsla hófst á Siglufirði á ný árið 1976 hefur þetta vandamál gert vart við sig. Þetta vandamál hefur verið við að glíma á Neskaupstað bæði á sumar- og vetrarloðnuvertíð og í ár hefur ástandið almennt ekki verið verra frá því að loðnu- veiðarnar hófust í byrjun þessa áratugar. Grúturinn er léttari en sjór og flýtur því um nágrenni verk- smiðjanna þar til hann berst á fjörur eða rekur á haf út. Eftir að grúturinn er fastur í fjörum er tæpast um að ræða að unnt sé að hreinsa hann þar sem slíkt væri mjög dýrt, en hefði auk þess óhjákvæmilega skaðleg áhrif á lífríki fjörunnar. Auk þeirra áhrifa sem grúturinn kann að hafa á lífríki í fjörum og á fuglalíf veldur hann verulegum óþrifum og óhollustu. Fjöruskoðun er ekki sérlega fýsileg þar sem steinar eru ataðir grúti og hálka á steinum vegna grútarins getur beinlínis verið slysavaldur. Slíkar fjörur eru ekki heppilegur leikvangur barna. Verulegan ódaun getur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.