Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 19

Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 19
51 lagt frá grútarmenguðum fjör- um einkum ef hlýtt er í veðri og rotnun örari af þeim sökum. I höfnum veldur grútarmengunin verulegum óþrifum og óþægind- um fyrir bátaeigendur og hugsanlegt er að grútarmengun- in geti spillt fiski við löndun, einkum úr smábátum. Hreinsun á lestum báta í höfnum mesti mengunarvaldurinn Við athugun fyrrnefndra stofnana á grútarmengun eystra virtist sem verksmiðjunum hefði gengið vel að nýta fitu í því hráefni, sem barst á land. í skýrslu um grútarmengunina er talið að fitunýting, sem var allt að 100%, bendi til þess að orsakir grútarmengunarinnar megi að verulegu leyti rekja til hreinsunar á lestum báta og e.t.v. til löndunar hráefnis. I skýrslunni er þó bent á, að með athugunum hafi ekki verið afsannað að verulegt grútar- magn geti ekki einnig hafa borizt til sjávar frá verksmiðj- unum. I sem fæstum orðum má segja, að hreinsun á lestum báta í höfnum sé mesti mengunar- valdurinn, en hinir þættirnir tveir, löndun og frárennsli frá verksmiðjum, eigi einnig sinn þátt í menguninni. í skýrslunni er lögð áherzla á, að meðan aðrar úrbætur hafi ekki verið gerðar, þurfi hafnar- yfirvöld á hverjum stað að fylgja eftir banni við að lensa skolvatn úr lestum veiðiskipa í hafnir. í skýrslunni er bent á nokkrar leiðir til úrbóta og þá ekki aðeins til varnar grútarmengun heldur einnig til að auka hráefnisnýt- ingu og bjarga verðmætum. Ljóst er að í flestum tilvikum fylgir minni mengun löndun með þurrdælum en með loðnudælum svonefndum. Til að mengun Iverði sem minnst þarf að vinna að því að sjór eða vatn komist ekki í lestar veiðiskipa, en sá sjór sem komist eigi að síður í lestar geti greiðlega skilið sig úr farminum. Nota þeri þurrdælur . við löndun og reynt verði að komast hjá notkun dæluvatns eftir því sem framast er kostur. Við hreinsun lesta veiðiskipa verði hætt að lensa vatn í hafnir, sem notað hefur verið til að hreinsa lestar. Öllu skolvatni frá fyrstu hreinsun verður að dæla í land og vinna úr því í verk- smiðjunum. í sambandi við frárennsli frá verksmiðjum segir í skýrslunni að koma verði upp fitugildrum og setþróm eða öðrum búnaði til að hreinsa frárennsli. Grúturinn hafði drepið flest smádýr í efri hluta f jörunnar Fjörur í Seýðisfirði innanverð- um reyndust í haust verulega mengaðar grút ofan við þang- beltið. Mest var mengunin í firðinum norðanverðum, en hún dvínar fljótt er utar dregur. Sýnileg mengun hafði í haust minnkað frá því sem var í sumar. Ekkert benti til þess að grútarmengunin hefði valdið verulegum fugladauða í Seyðis- firði og ekki var annað að sjá en að fuglalíf væri með eðlilegum hætti, segir í skýrslu Karls Skírnissonar líffræðings. Þá er tekið fram að sambærilegar athuganir á fuglalífi Seyðis- fjarðar að haustlagi eru ekki fyrir hendi til samanburðar. Athugunin benti til þess, að grútur hefði drepið flest smádýr í efri hluta fjöru, þar sem mngunin er mikil. Gera má ráð fyrir að langvarandi grútar- mengun muni smám saman raska lífi í neðri hluta fjörunnar einnig. — áij. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 Doktorspróf frá Cambridge-háskóla Erlendur Jónsson hefur nýlega varið ritgerð í heimspeki, sem nefnist Aspects of the Logic of Knowledge and Belief (þ.e. „Um rökfræði þekkingar og trúar“), fyrir doktorsnafnbót við háskól- ann í Cambridge. Vörnin fór fram hinn 21. september s.l. Tveir heimspekiprófessorar, annar frá háskólanum í Cambridge og hinn frá Oxfordháskóla, voru kjörnir andmælendur, en ritgerð sína lagði Erlendur fram í júnímánuði s.l. Erlendur er Reykvíkingur, sonur hjónanna Signýjar Sen og Jóns Júlíussonar. Hann lauk stúdents- prófi úr stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík árið 1968 með ágætiseinkunn, en ári áður hafði hann þreytt inntökupróf í Cam- bridgeháskóla til heimskekináms, Hóf hann nám í Christ’s College haustið 1968. Þrem árum síðar lauk hann B.A. (hon.)-prófi í heimspeki með rökfræði sem aðalgrein og hlaut M.AJhon.)- gráðu 1973 í sömu fræðum. Að loknu háskólaprófi hlaut Erlendur styrk frá Christ’s College, og síðar styrk ú Vísindasjóði til rannsókna á rökfræði þekkingarhugtaka. Vann hann fyrst undir leiðsögn dr. Casimirs Lewy, félaga í Trinity College í Cambridge, en síðan undir handleiðslu prófessors Stigs Kanger við Uppsalaháskóla, þar sem Erlendur hefur unnið að ritgerð sinni undan farin ár. Dr. Lewy er einn virtasti heimspek- ingur Breta og hefur með fyrir- lestrum sínum haft mikil áhrif á marga fremstu heimspekinga Bretlands. Hann var nemandi Bertrands Russells og Ludwigs Wittgensteins í Cambridge og var einn hinna fáu, sem nákunnugir voru Wittgenstein. Ennfremur var hann eftirlætisnemandi G.E. Moore, enda fól Moore honum að annast útgáfu þeirra verka sinna, sem óútkomin voru við andlát hans. Stig Kanger er einn kunn- asti heimspekingur Norðurlanda. Hann hefur verið prófessor í Uppsölum síðan 1968, en kenndi áður við Stanfordháskóla í Banda- ríkjunum og víðar, og hefur ritað ýmis brautryðjendaverk á sviði því, sem ritgerð Erlends fjallar Dr. Erlendur Jónsson um. Meginhluti ritgerðarinnar fjall- ar um atriði í heimspeki þekkingarhugtaka, sem margir kunnustu heimspekingar og rök- fræðingar vorra daga hafa glímt við. Sumar setninga þeirra, sem þekkingarrökfræði fæst við, t.d. setningar á forminu „A veit að P“, hafa eiginleika, sem nefndur hefur verið „ógagnsæi" (opacity). Heim- spekingar hafa rætt þennan eigin- leika einkar mikið, frá því er þýzki heimspekingurinn Gottlob Frege vakti athygli á honum seint á 19. öld, en hann er reyndar kunnur úr ritum Aristótelesar. Ein ástæðan til þess, að þetta og skyld atriði hafa valdið heimspekingum svo miklum heilabrotum og að engin almennt viðtekin lausn á vandan- um er til, er sú, að þar koma saman margar helztu gátur heim- spekinnar, svo sem vandamálið um samband máls og raunveruleika. í fyrsta hluta ritgerðarinnar er þessi vandi ræddur almennt, þekkingar ýmissa kunnra heim- spekinga, svo sem þeirra Gottlobs Frege, Donalds Davidson og Jaakkos Hintikka, skýrðar og gagnrýndar og loks sett fram kenning til lausnar á honum. í öðrum hluta eru ræddar setningar, þar sem blandað er saman notkun fornafna (og/eða svonefndra „kvantara") og þekkingarhugtaka. Notkun sumra slíkra setninga hefur verið gagnrýnd harðlega af ýmsum heimspekingum, einkum bandaríska rökfræðingum W.V.O.Quine. Komið er fram með kenningu, sem réttlæta á notkun þessara setninga og svara gagn- rýni Quines. Ennfremur eru ýmsar kunnar kenningar um sama efni, svo sem kenningar þeira Sauls Kripke og Hintikka, ræddar og gagnrýndar. í þriðja hluta, rit- gerðarinnar er rædd spurningin, hvort maður geti vitað eitthvað án þess að hann viti, að hann veit það. Þessi spurning hefur verið mikið Vonir standa til að Aðalvíkin komist á sjó um miðjan des. í MORGUNBLAÐINU í fyrradag hátt hafa verið farið öðru vísi að var skýrt frá því að skuttogaran- um Aðalvík frá Keflavík hafi verið lagt vegna bilunar. Sam- kvæmt upplýsingum Benedikts Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Keflavíkur, bilaði spil togarans og er unnið af fullum krafti að þvf að koma því í lag. Standa vonir til að skipið komist á sjó aftur um miðjan mánuðinn. I Morgunblaðinu í gær kom fram að áhöfn togarans hafi verið sagt upp. Benedikt kvað á engan en venja er, þegar skip bila. Hann kvað raunar þessa bilun togarans sýna hve stopult ástand það er, þegar aðeins er á eitt skip að treysta í sambandi við hráefnisöfl- un. Végna bilunar togarans var hraðfrystihúsinu lokað í gær — vegna hráefnisskorts. Tíðarfar hefur undanfarið verið þannig að bátar hafa ekki getað róið. Því hefur Hraðfrystihús Keflavíkur eingöngu þurft að treysta á togarann. Þegar hann svo bregst er engin leið önnur en loka. rædd í þekkingarfræði síðustu ára og er mjög mikilvæg í heimspeki meðvitundarinnar. Andmælendur luku miklu lofs- orði á ritgerð Erlends og töldu hann hafa varpað nýju ljósi á þau viðfangsefni, sem ritgerð hans fjallar um. Erlendur hefur haldið nokkra fyrirlestra um heimspeki þekkingarhugtaka við Uppsala- háskóla. Hann hefur verið stunda- kennari í heimspekideild Háskóla íslands þetta Misseri. „Börnin og umhverfið” í Borgar- bókasafninu BÖR NIN OG U MHVERFID SÝNINGIN „Börnin og um- hveríið" verður sett upp í Borgarbókasafninu fyrir jólin. Sýningin sem var í Norræna húsinu f páskavikunni hefur verið sett upp á ýmsum stöðum á landinu. Kvenfélagasamband íslands hefur séð um að setja upp sýninguna í samvinnu við kven- félög þar sem sýningin hefur verið sett upp. „Börnin og umhverfið" var fengin að láni hjá Híbýla- og neytendastofnun Óslóborgar í tilefni þess að næsta ár verður ár barnsins. Víðast hvar hafa einnig verið sýnd góð leikföng úr Gullasafn- inu en Fósturskóli íslands lánaði leikföng sem sýnd voru í Búðar- dal og á Höfn í Hornafirði. FÁKAR Islenski hesturinn í bh'ðu og stríðu /1 Texti: Sigiuóur A. Magnússon Myndir: C iuömundur lngóifsson afl. Gudernes hest Sagaen om (len islandske Ix'st i fortid og nutid Tekst: S.A.N lagnúvson Fa dansk vvd (iunnar .krnsson Kostar aöeins kr. 6.600 lcelandReview BÓKAFORLAGIÐ SAGA h íslenski hesturinn í máli og myndum Ný, glæsileg bók á þremur tungumálum ★ Einstaklega falleg bók með 90 litmyndum at hestinum á öllum árstíöum. Fjölmargir Ijósmyndarar hafa lagt hér af mörkum sitt besta. Bókin er í íslenskri, enskri og danskri útgáfu. ★ Höfundur textans, Sigurður A. Magnússon, fjallar um hestinn í blíðu og stríöu í okkar haröbýla landi. Ræðir um hinn goösagnakennda Ijóma yfir hestinum í fornum frásögnum og bókmenntum, um hiö nána samband hests og manns — og loks um nútímanotkun íslenska hestsins, bæöi heima og erlendis. Fróðleg lesning og einkar skemmtileg. ★ Mörg ár tók aö draga saman efni bókarinnar og velja úr þúsundum Ijósmynda til þess aö gera skil sem flestum þáttum í tilveru íslenska hestsins. ★ Þetta er bók fyrir íslendinga á öllum aldri. Á ensku og dönsku — tilvalin gjöf til vina og viöskiþtamanna erlendis. Óskabók allrar fjölskyldunnar Sími 27622. Pósthólf 93, Hverfisgötu 54, III. hæö, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.