Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 31

Morgunblaðið - 08.12.1978, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 63 Franskar tekökur Vá bolli hveiti, 'h tsk. lyftiduft, 'A tsk. salt, 3 egg, 1 tsk. vanilludropar, % bolli sykur, 2 tsk. fínt rifinn sítrónubörkur, % bolli brætt smjörlíki. Eggin eru þeytt þar til þau eru létt og ljós, vanilludropum bætt í og síðan sykrinum smám saman, haldið áfram að þeyta lengi og vel. Þá er sítrónuberkinum bætt í, síðan þurrefnunum smám saman og að síðustu köldu bræddu smjörlíkinu. Kökurnar eru bakaðar í smurðum smákökumótum, fylltum að þrem fjórðu, við meðalhita í 12—15 mín. Flórsykri er stráð á kökurnar meðan þær eru heitar. Falleg leðurbelti Falleg belti eru til mikillar breiðari belti farin að stinga prýði á mörgum flíkum. upp kollinum aftur. Breið Jafnframt þessum örmjóu, belti krefjast mjós mittis, sem mest hafa verið notuð eins og kunnugt er, og gott undanfarið, og þá gjarnan að hafa í huga ef velja á nýtt tvívafin um mittið, eru belti. Margt er líkt með skyldum Maud lícinesen. MARJUN OG ÞAU HIN Jón Bjarman íslenskaði Teikningar gerði Elín Heinesen Prentsmiðja Björns Jónssonar Bókaútgáfan Skjaldborg Akur- eyri 1978 Marjun og þau hin er aðallega saga tíu ára telpu, sem á heima í Þórshöfn í Færeyjum. Faðir hennar er stýrimaður á olíuflutn- ingaskipi, sem siglir stundum alla leið til Japan. Móðirin er heima í Staffalág með börnin þeirra fjögur. Guðrún sem er enn lítill angi, Pétur Kristján sem var foringi hvar sem hann var — flæktist um bæinn, þvældist um borð í skipum og bátum. Elín sem var „á þessum erfiða aldri.“ Og Marjun, sem er útnefnd köngsdóttir í jólaleikriti því sem Bókmenntir eftir JENNU JENSDÓTTUR bekkurinn hennar á að sýna í skólanum. Og er þess vegna öfunduð af vinkonum sínum. Marjun verður fyrir því slysi í upphafi sögunnar að hún viðbeins- brýtur sig. Þótt langur tími sé til sýningar á leikritinu veldur það henn i áhyggjum. Hún er hrædd um að Hervör vinkona hennar fái hlutverkið. Undirbúningur leik- sýningarinnar og allt tilstand hjá Marjun í því tilefni, skýtur upp kollinum af og til í sögunni sem endar svo á sjálfri leiksýningunni og efnisfrásögn leikritsins. Innan um eru frásagnir af daglegu lífi og atburðum, sem eiga sér stað á sama tíma og sagan gerist, eða þeir eru rifjaðir upp frá fortíðinni. Dag nokkurn týnast Pétur Kristján og félagar hans. Þeir hafa farið út á sjó. Bátur, tekinn í óleyfi finnst þar sem hann marar í kafi. Lögreglan kemur við sögu og það er auglýst eftir strákunum í útvarpinu. Sagan er raunsönn lýsing á erfiðleikum og ábyrgð sjómanns- konunnar, sem ein þarf að ala upp börnin meðan faðirinn er langtim- um fjarri heimilinu. I heild lýsir sagan hversdagslífi færeyskrar sjómannsfjölskyldu — í Þórshöfn. Það er gaman fyrir íslensk börn og unglinga að kynnast því hve margt er líkt með því lífi og okkar íslendinga. Þótt telpunafn sé á sögunni er hún ekkert síður fyrir drengi en stúlkur. Dóttir höfundar myndskreytti bókina. Því miður er prófarkalestur slæmur, margar prentvillur eru í bókinni, sem er að öðru leyti vönduð í útgáfu. Í7daga(8.-14.des.): í 2litum. Sailor-jakkar: Vatteraðir jakkar: BANKASTRÆTI 7 & AÐALSTRÆTI4 ÁÐUR 25900T- 22900- LAUGAVEGI 47, NÚ 19500.- 17500.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.