Morgunblaðið - 23.01.1979, Page 11

Morgunblaðið - 23.01.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1979 11 Þá mætti staldra við hugtakið „nýting innlendra orkugjafa", þeg- ar rætt er um það ofurkapp, sem lagt hefur verið á rafhitun. Víst er vatnsorkan sjálf innlendur orku- gjafi — en sé niðurgreidd rafhitun gerð að stefnuatriði af þeim sökum, ber að athuga, að aukinn hraði í byggingu orkuvera og styrking raforkukerfisins, til að mæta ásókn í slíka hitun, kostar mikið fé, sem að verulegum hluta ^fer til erlendrar lántöku og kaupa á erlendu efni. 5. Rökréttari lausn hlýtur að vera sú, að: • Marktaxti og hitunartaxtar RARIK verði lagfærðir til meiri tekjuöflunar, ef nauðsyn krefur, m.a. með því að slíta þá úr tengslum við olíuverð. • Aðrir taxtar verði lækkaðir nokkuð — þannig mundi mun- urinn milli RARIK og RR minnka. • Lagt verði fram fé beint úr ríkissjóði, m.a. til svonefnds félagslegs þáttar í framkvæmd- um RARIK, svo sem fyrirtækið hefur farið fram á. • Verðjöfnunargjald í núverandi mynd verði lagt niður. • Ríkisvaldið forðist afskipti af gjaldskrám rafveitna, sem valda brenglun á töxtum, og knýja rafveiturnar oft til þess að taka lán, innlend og erlend, sem leitt hafa til hærra raf- orkuverðs en ella væri. sneitt hjá tölum, sem oft geta flækt mál í stað þess að einfalda þau. Reynt hefur verið að benda á kjarna þessa máls í þeirri von, að öllum aðilum sé það nokkru Ijósara en áður. Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri kom aftur brá mér í brún. Sveinbjörn hafði skafið pípuna burtu. Mér þótti mjög leitt, taldi það með sjálfum mér móðgun, bæði við gefandann og teiknarann. „Hvað hefurðu gert maður?“ segi ég við Sveinbjörn, alveg undrandi. En hann lét sér hvergi bregða. Daginn eftir hringdi Kristján til mín og var léttur í máli. Hann segist þurfa að tjá mér stórfrétt. Hann sé hættur að reykja. Þetta kom mér mjög á óvart. En varð þó strax hugsað til atburðarins dag- inn áður og spurði Kristján hvenær hann hefði hætt. „Það var á sjötta tímanum í gær. Ég lagði pípuna frá mér og sagði við hana: Þarna skalt þú nú liggja til eilífðarnóns, hlutverki þinu er lokið." Mér þóttu þetta góð tíðindi, ekki síst vegna þess, að nú gat ég sagt Kristjáni frá verknaði Svein- bjarnar. Þótti okkur nú báðum dálítið furðulegt, ekki síst vegna þess, að það var á sama tíma, sem Kristján kvaddi pípuna heima hjá sér og Sveinbjörn sat annars hugar við að skafa hana út af teikningunni í stofunni hjá mér. Ég hef borðið þetta undir Kristján. Hann segir svo: „Ég man vel þessa atburði alla. Þetta var í vikunni fyrir páska 1977. Mér þótti þetta skemmtilegt, því allt sem einhver dul og ófreski hvílir yfir er mér hugstætt. Hinsvegar var ég fyrir löngu búinn að finna fyrir illum áhrifum reykinga. Ég var með króniska hálsbólgu, og sífellt að fá lungna- kvef. Og satt að segja mæddist ég illa á göngu. Aður en ég hætti, hafði ég undirbúið mig lengi í huganum. Ég vildi hætta, en ýmsir töldu það ekki ráðlegt, það mundi verða of mikið álag, ég hafði reykt svo lengi. En ég hætti að reykja eftir 30—40 ára pú, og mér hefur aldrei liðið betur en síðan. En átakalaust var það ekki. Við þá, sem ekki hafa byrjað að reykja, vil ég segja þetta: Látið ekki ánetjast, það er erfitt að komast úr því neti og vistin í því vond. Gerist ekki þrælar reykinga né áfengis. Verið frjáls.“ Sveinbjörn Jónsson Iláteigsvegi 14. Reykjavík. Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum SLYSARANNSÓKNADEILD lög- reglunnar hefur beðið Mbl að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslumi Miðvikud. lO.l.i Ekið á bifreiðina R-3894 Scout jeppi árg. ‘74 græna að lit, á bifreiðastæði við Tollhúsið við Tryggvagötu, á tímabilinu kl. 15.10. Skemmd á v/afturbretti. Miðvikud. lO.l.i Ekið á bifreiðina R-19984 Ply- mouth fólksb. bláa að lit á stæði Hreyfils við Ægisíðu, á tímabilinu kl. 21.00 kvöldinu áður til kl. 09.00 þ. 10. Vinstra afturbretti skemmt. Föstud. 12.1.. Ekið á bifreiðina Y-1442 Mazda fólksb. árg. ‘76 græna að lit á móts við Suðurgötu 24, á tímabilinu kl. 13.00—16.00. Vinstri framhurð dæld- uð og ljós litur í ákomu. Þriðjud. 16.1.1 Varð árekstur á Vitastíg á móts við hús nr. 10, en þar rákust saman Toyota jeppi og Toyota fólksbifreið. Þetta gerðist kl. 21.15. Vitni var að þessu og ók lítilli bifreiða af Toyota- eða Mazda-gerð blárri að lit, er hann beðin um að hafa tal af lögreglunni. Miðvikud. 17.1. Ekið á bifreiðina R-54158 Cortina árg. ‘71 sem er rauð að lit. Þetta gerðist á tímabilinu kl. 18.00 daginn áður til kl. 11.00 þ. 17. á móts við Njálsgötu 108. Vinstra frambretti skemmt. Miðvikud. 17.1.1 Ekið á bifreiðina R-53326 Willys Jeppa árg. ‘46 rauða að lit á móts við hús nr. 28—30 við Stórholt. Skemmdir á vinstra framhjóli, höggvara og bretti, ljósblár litur í ákomu. Fimmtud. ll.l.i Ekið á bifreiðina M-273 Volkswag- en fólksb. árg. ‘75 orange að lit á Gunnarsbraut norðan Flókagötu, á tímabilinu 19.00 þ. 10.1. til kl. 13.00 þ. 11. Vinstra framaurbretti skemmt. Laugard. 13.1, Ekið á bifreiðina Y-2731 Audi 100 rauða að lit á stæði við Asparfell 6 á tímabilinu kl. 21.00—24.00. Vinstra afturaurbretti skemmt, ljósker brot- ið. Fimmtud. ll.l.t Ekið á bifreiðina Z-1228 Galant fólksb. árg. ‘74 silfurgráa að lit á bifreiðastæði við Iðnskólann, á tímabilinu kl. 12.30—16.00. Vinstra afturhorn skemmt. Laugard. 13.1.■ Ekið á bifreiðina R-54490 Toyota Corina fólksb. árg. ‘75 græna að lit, á móts við Glæsibæ að vestan. Hægri framhurð dælduð. Laugard. 13.1.■ Ekið á bifreiðina R-57761 Taunus fólksb. árg. ‘68 hvíta að lit á Suðurlandsvegi á móts við Hraunbæ 30, á tímabilinu kl. 17.40—17.50. Bifreiðin stórskemmd að aftan. Mánud. 15.1.i Ekið á bifreiðina L-575 Subaru fólksb. árg. ‘78, hvíta að lit, á bifreiðastæði við Iðnskólann, á tímabilinu kl. 08.00—15.00. Fram- höggvari boginn. Miðvikud. 17.1.i Ekið á bifreiðina R-40085 Ford Escort fólksb. árg. ‘74 rauða að lit, á móts við Bjargarstíg 6. Vinstra bretti og höggvari að framan skemmt. Fimmtud. 18.1.1 Ekið á bifreiðina R-25788 Volks- wagen fólksb. rauða að lit á móts við Krummahóla. Vinstra framaurbretti skemmt. Ljós litur var í ákomu. Föstud. 19.1.1 Ekið á bifreiðina R-48980 Daihatsu fólksb. græna að lit, árg. ‘78, þar sem hún stóð á móts við Pósthússtræti 9, á tímabilinu kl. 13.00—16.00. Vinstra afturaurbretti var skemmt. ÁmmUXOF^ 79 \ * Sænsku Luxor sjónvarpstækin eru nú komin aftur Rétt fyrir jólin fengum viö afgreidd Luxor 22“ sjónvarpstæki á hreint ótrúlegu lágu veröi — viö höfum nú fengiö aftur tæki ennþá á lága verðinu eöa aðeins Kr.459.000.- á hjólaboröi Sænsk vara hefur löngum þótt bera af í gæðum og ber þar ekki hvaö minnst á Luxor fyrirtækinu. Þetta 22 tommu tæki hefur vakiö veröskuldaða athygli um heim allan og ekki aö ástæöulausu. Einnig fáanleg 18“ tæki fyrir aöeins Kr. 379.000, Komið og kynniö ykkur kosti Luxor sjónvarpstækjanna strax í dag. Takmarkaöar birgöir á framangreindum verðum. 3ja ára ábyrgö á myndlampa. Sænsk gæði ■ Luxorgæöi. Viðgerðarþjónusta Sendum heim. HLJÓMDEILD & KARNABÆR W Laugavegi 66, 1 . haeð Sími frá skiptíborði 281 5B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.