Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 31 Loðnuaflinn orðinn rúm 80 þús. tonn GÓÐ loðnuveiði var um helgina og er heildaraflinn á loðnuvertíð- inni orðinn rúmlega 80 þúsund tonn. Bátarnir hafa veitt loðnuna á landgrunnskantinum útaf Langanesi. Þróarrými er að fyllast á Austfjörðunum en nóg rými er í Siglufirði. Á sunnudaginn tilkynntu 27 bátar afla. samtals 16.200 tonn og frá miðna'tti í fyrrinótt til klukkan 22 í gærkvöldi tilkynntu 12 bátar afla. samtals 7.450 tonn. Eftirtaldir bátar tilkynntu afla um helgina: Sunnudagur: Kap II 520, Jón Finnsson 600, Albert 530, Pétur Jónsson 550, Súlan 780, Freyja 180, Skarðsvík 620, Guðmundur 900, Hákon 780, Keflvíkingur 500, Helga II 500, Magnús 520, Rauðsey 540, Bergur II 470, Harpa 600, Breki 710, Náttfari 470, Jón Kjartansson 1120, Faxi 300, Vík- ingur 1050, Seley 400, Sæbjörg 500, ísleifur 430, Hrafn 630, Loftur Baldvinsson 750, Hilmir 530, Gísli Árni 630. Mánudagur til klukkan 22: Ljósfari 370, Ársæll 430, Grindvík- ingur 900, Fífill 600, Óskar Hall- dórsson 400, Víkurberg 270, Örn 560, Gígja 600, Árni Sigurður 880, Pétur Jónsson 590, Sigurður 1350, Sæberg 500. Heildaraflinn á laugardaginn var 7040 tonn hjá 12 bátum. Til viðbótar þeim 10 bátum, sem skýrt var frá í Mbl. á sunnudag til- kynntu Gullberg 580 tonn og Stapavík 500 tonna afla. Tómas Árnason fjármálaráðherra: „Hlynntur því að stytta skólanámið” „ÉG ER hlyntur því yfir höfuð að stytta skólanámið. en hef ekki viljað að svo komnu máli gera tillögur um það hvernig það ætti að gerast.“ sagði Tómas Árnason fjármálaráð- herra í samtali við Morgun- hlaðið í gær. „Ein ástæðan fyrir þessu sjónarmiði,“ sagði Tómas, „er sú að fuilorðinsfræðslan hefur auk- izt mjög og sífræðslan svokall- aða eða framhaldsmenntun. Eg vona að umræður hefjist um þetta mál og þróist í þá átt að skólanámið styttist, ég held að námið sé orðið of langt þótt vissar greinar þurfi ef til vill að halda sínu.“ Siglufjörður: Uppí 12tonníholi Siglufirði. 22. jan. TOGARARNIR eru að fiska vel núna alveg frá Horni og austur fyrir Langanes, eða frá 3—12 tonn í hali af góðum fiski. Þá var Gísli Árni að landa 650 tonnum hér í dag og Sigurður er væntanlegur í kvöld með 1350 tonn. Stálvíkin landaði 95 tonnum af bolfiski og Sævík er að fara áleiðis til Englands með línufisk, full- fermi, um 65—70 tonn. m ; Gefa andvirði sígarettupakka til björgunarsveitarinnar Húsavík. 22. jan. IIÉR verður reyklaus dagur á morgun eins og annars staðar. Björgunarsveitin Garðar, sem skipulagt hefur hina miklu leit að bátunum sem saknað er og mönnunum fjórum hefur komið fyrir söfnunarkössum á nokkrum stöðum hér í bænum með áskorun til fólks um að það gefi andvirði eins sígarettupakka til sveitar- innar. Munu eflaust margir verða við þessari hón. — Fréttaritari. Viðgerð á Scotice í dag? Viðgerðarskip er væntanlegt til slóðum þar sem strengurinn er viðgerða á slitstað á Scotice í dag, slitinn, nokkra tugi mílna frá en veður er nú sæmilegt á þeim Færeyjum. Bræðslufisksveiðam- ar ekki tómstundagaman MAGNI Kristjánsson skipstjóri á Neskaupstað hafði samband við Mbl. í gær vegna fréttar í sunnudagshlaðinu um hugsanleg kaup á skipi til veiða á bræðslu- fiski. Sagði Magni hugmyndina þá að vegna reynslu hans af kolmunnavciðum yrði hann með Sleppt úr gæzlu MANNINUM, sem hnepptur var í gæzluvarðhald í Vestmannaeyjum í síðustu viku vegna fíkniefnamáls, var sleppt í gær. Eftir því sem Mbl. hefur fregnað var þetta mál smátt í sniðum. skipið fyrsta kastið, en síðan tækju aðrir við og yrðu skipverj- ar fastráðnir, en ekki yrði um að ræða tómstundagaman manna eins og skilja mætti af niðurlagi fréttarinnar í sunnudagsblaðinu. Sagði Magni að menn biðu spenntir ákvörðunar ríkisstjórnar- innar um það, hvort kaupin yrðu leyfð eða ekki, en þá ákvörðun á að taka í vikunni. Þá sagði Magni að hópurinn, sem að kaupunum vill standa, væri ekki skipaður skipstjórnarmönn- um eingöngu, heldur væru almennir sjómenn einnig með. Fyrsti stórleikur Baltic-keppnina verður í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 21.30. _ — _ Þar mætast — Valur og F.H. tvö af sterkustu liöum 1. deildar í ár. Valsmenn og F.H.-ingar, mætum öll í Höllina og styðjum okkar menn. Valur F.H. Við stórt eða smátt má treysta Toyota vörulyftara Toyota vörulyftarar hafa náð almennum vinsældum fyrir styrkleika — góðan frágang og lítinn viðhaldskostnað. Toyota býður fjölbreytt úrval vörulyftara allt frá 700 kg.- 30 tonna lyftigetu. Toyota vörulyftara er hægt að fá drifna fyrir rafmagni, - gasi, - bensíni, - eða diesel. Hvar sem auka á afköst og nýtingu á vinnu- og lagerplássi, er þörf á Toyota lyftara. Toyota er stærsti framleiðandi vörulyftara í Japan — notið yður reynslu þeirra og hugkvæmni. •TOYOTA NÝBÝLAVEGI 10 - KÓPAVOGI - SÍMI 44144 Betri gæði og fljótari þjónusta - það er einkenni TOYOTA TOYOTA LYFTARAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.