Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1979 39 fyrst þessum öðlingshjónum. Tæp- ast grunaði mig þá, að ég ætti eftir að eiga þarna heima í Bolungavík í nær 10 ár, en svo fór þó skömmu síðar. Og má þá nærri geta, að við endurnýjuðum kunningsskapinn rækilega, — og Ósk og Halldór voru einhverjir dýrmætustu fjöl- skylduvinir okkar allan tímann, sem við áttum þar heima. Þar fór allt saman, áhuginn á félagsmálum og stjórnmálum, en bæði voru Ósk og Halldór einlægir Sjálfstæðismenn alla tíð. Þá áttum við ekki síður samleið í menning- armálum byggðarlagsins, og einna helzt í leiklist, því að Ósk og Halldór voru bæði ötui við að stíga á hinar „skökku fjalir". Einna helzt minnist ég Halldórs á því sviði í hlutverki kalífans í Bagdad, Harún A1 Rashids í leikritinu Arabiskar nætur. Milli heimila okkar lágu alla tíð gagnvegir, og margs er að minnast frá ljúfum samverustundum á Skólastíg 13 og Miðstræti 1. ★ Svo var það eitthvert sinn á Þorra, að við ákváðum að gera víðreist um Evrópu. Það var árið 1955. Þá um sumarið ferðuðumst við hjónin, Ósk og Halldór, Dóra og ég, um 6 Evrópulönd á eigin vegum og á eigin bíl, alls um 7000 kílómetra leið og með guðs góðu handleiðslu komúmst við án skakkafalla alla þessa löngu leið frá Edinborg í Skotlandi, suður allt England, yfir Ermarsund, suður allt Frakkland, suður alla Ítalíu og aftur í norður yfir Alpana og Sviss og Þýskaland til Danmerkur, þaðan sem við fórum heim með m/s Gullfossi. Er ekki að undra, þótt þessi ferð hafi bundið okkur traustum vin- áttuböndum, enda varð ferðin okkur lærdómsrík á marga vegu. Ég ók oftast bílnum sjálfur, en aftur í sat Halldór með vegakortin góðu frá AA í London á hnjánum, og gaf mér leiðbeiningar eins og bezti „navigatör", — svo að við villtumst aðeins einu sinni á þessari löngu leið. Og á dimmum vetrarkvöldum heima í Bolungavík, gátum við fjögur rifjað upp skemmtileg atvik úr þessari ferð, svo sem eins og sólbrunans á Cote d'Azur, þegar við gættum okkar ekki á veldi sólar, — og þegar svissnesku varðmennirnir hans Píusar páfa leyfðu Ósk ekki inngöngu í Péturs- kirkjuna vegna of flegins kjóls, — og ég varð að hlaupa yfir þvert Péturstorgið til að sækja henni lopapeysu úr bílnum, eða þá kvöldið góða með gestgjöfunum á Pósléttunni, — eða þá næturgist- ingin á bóndabænum í Kússnacht í Sviss, þegar ég hrasaði í stiganum, og vertinn kom hlaupandi með koníaksglas handa hinum „slas- aða“, og Halldór hafði við orð að láta sig líka hrasa, — og síðast en ekki sízt dvölin í sumarbústaðnum á Sjálandi, Esju, hjá systur minni, þar sem Halldór varð Danmerkur- meistari í hringspili. Já, svona hrannast minningarn- ar upp, þegar vinur minn kveður þetta mannlíf, þær hópast að, eins og þær vilji kalla fram hverja einustu mynd af þeim aragrúa, sem við áttum saman um þennan langa tíma. Stundum var sagt um Halldór, að hann fyrtist af litlu tilefni, — og oft var það svo að okkur fannst honum sárna eitt eða annað, meir en öðrum, verða eilítið „tilfund- inn“, eins og það var kallað. Eftir á að hyggja held ég, að þarna hafi vérið að verki rík réttlætistilfinning hans, — að hann hafi aldrei mátt aumt sjá, án þess að taka upp hanzkann fyrir þann, sem aumur var og minni- máttar, og sýndi okkur meðbræðr- um hans, að inni fyrir sló heitt hjarta, sem hvers manns vanda vildi leysa, mátti engum heyra hallmælt, án þess að mótmæla, — og þegar honum fannst við hinir ekki taka þar nóg undir, lá við að hann móðgaðist við okkur. Mér finnst endilega, að ég hafi tæpast kynnst tilfinningaríkari manni. Það var eins og honum þætti vænt um allt og alla. Halldór var vel meðalmaður á hæð og bar sig vel. Sléttgreitt hárið féll aftur um fagurt höfuð- lag. Eðlisgreind Halldórs var slík, að honum lágu flestir hlutir ljósir á borði, — og þeir, sem til hans leituðu um ráð, fóru ríkari af hans fundi. Einlægnin og trúmennskan voru þeir eðlisþættir, sem máski hvað stærstir voru í fari hans. Ég vildi helzt, ef ég gæti, mæra hann með ljóði til þakkar fyrir órofa vináttu við mig og mína, ei. óbundið mál verður að nægja. Ég veit, að Ósk og börnin hafa mikið misst, en ég veit þó, að guð mun gefa þeim styrk til að bera sorgina, því að þau vissu, að „þreyttum anda er þægt að blunda". Kveðjuathöfn var haldin í Foss- vogskirkju s.l. fimmtudag, en í dag uns hann hætti störfum lögum samkvæmt vegna aldurs. Það féll því í hlut Jóns að byggja frá grunni og móta tvo stóra barnaskóla í Reykjavík. Mikil þolraun fylgir slíku starfi í ört vaxandi byggðum. Kennslu verður að hefja áður en aðstæður leyfa. Barnafjöldi er meiri en húsrúm leyfir. Er þá gripið til þess óyndisúrræðis að tví- jafnvel margsetja í kennslustofur. Dag- legur starfstími skólastjóra verður þvi æðilangur í slíkum skóla og var ekki talið launavert. Jón stjórnaði skóla sínum með sóma, svo að orð fór af, enda gaf hann sig heilshugar að starfinu og sótti sér akki auknar tekjur á önnur mið. Árið 1949 hófust kynni okkar nafnanna og vinátta. Sóknir okkar lágu saman. Ýmsir unglingar í mínum skóla höfðu verið nemend- ur áður í Laugarnesi. Þá voru oft kærkomnar upplýsingar hjá Jóni, upplýsingar sem prófskírteini eru næsta þögul um. Ekki leyndi sér föðurleg umhyggja Jóns fyrir velferð þessara ungmenna, þótt úr umsjá hans væru komin. Hin sjálfumglaða sveit sálfræðinga var þá næsta þunnskipuð, svo að skólamenn yrðu að leysa sjálfir sinn vanda. Á sviði félagsmála urðu kynni okkar Jóns enn nánari. Á sjötta áratug stofnuðu skólastjórar barna- og gagnfræðaskóla í Reykjavík félag. Jón var áhuga- samur félagi og lagði gott til mála. Félag þetta varð til heilla skóla- starfi og eyddi þumbaraskap sem gætt hafði milli þessara skóla- stiga. Árið 1937 kvæntist Jón Katrínu Viðar. Frú Katrín átti fyrir tveimur ungum dætrum að sjá. Jón gekk stjúpdætrum sínum í föðurstað eins og best verður á kosið. Þegar þær giftust tengdust menn þeirra Jóni nánum vináttu- böndum og virtu hann vel í hvívetna. Jórunn er gift Lárusi Fjeldsted. Hafa þau hjón alla tíð átt heimili undir sama þaki og Jón og Katrín. Drífa og maður hennar, Skúli Thoroddsen, eru bæði látin, en tengsl við afkomendur þeirra voru órofin. Það myndaðist aldrei kynslóðabil á Laufásvegi 35. Að lokum var svo komið að fjórar kynslóðir áttu athvarf á heimili Jóns og Katrínar og blönduðu geði saman. Jón og Katrín voru sinnar gæfu smiöir. Með miklu starfi beggja var heimili þeirra vel borgið. Þau nutu ferðalaga hér á landi og erlendis og fóru ekki troðnar slóðir. Þau urðu ekki þrælar bílsins, heldur herrar, enda margir staðir sóttir sem aðeins verður komist til á tveimur jafnskjótum. Þau ferðuðust með opin augu. Safn blómplantna íslands ber þess ljós vitni, en safn sitt gáfu þau Reykjavíkurborg og er nú í Laug- ardal. Sumarhús þeirra við Þing- vallavatn var unaðsreitur. Þau sóttu menningarsamkomur í Reykjavík, svo sem leikhús og hljómleika. Elli kerling sótti fast að Jóni hans efstu ár. Frú Katrín annaðist um mann sinn svo lengi sem verða mátti, en á sjúkrahúsi andaðist hann að morgni 16. janúar 1979. Gott er þreyttum að sofa. Góðar hugsanir fylgja honum látnum yfir landamæri lífs og dauða. Jón Á. Gissurarson. í dag verður jarðsunginn Jón Sigurðsson, fyrrverandi skóla- stjóri Laugarnesskólans. Hann var fæddur að Hjartarstöðum, Eiða- þinghá, þ. 15. maí 1895, og var því 83 ára að aldri. Mín kynni af Jóni hófust þegar í barnæsku, því að ég er uppalin í sama húsi og undir hans verndar- væng, ef svo má að orði komast. Hann var seinni maður ömmu minnar, Katrínar Viðar, og því stjúpafi minn. Sjálfur var hann barnlaus en einlægari barnavinur vandfundinn. Hann var athafna- og éljumaður, hamhleypa til allra verka og hreif aðra með sér í athafnagleði sinni. Hann áleit sjálfan sig gæfu- mann í sínu lífi en var hógvær og lét lítið yfir eigin verkum. „Hver er sinnar gæfu smiður“, segir máltækið, og segja má, að það hafi sannazt á honum, en að auki lagði hann sitt af mörkum til að smíða öðrum gæfu og auðga líf þeirra, sem hann umgekkst á lífsleiðinni. Hann lét svo á, að ekkert væri of gott fyrir æsku þessa lands, og frá upphafi starfsferils síns sem skólastjóri Laugarnesskólans lagði hann mikla rækt við andlega og líkamlega heilbrigði sinna nemenda. Skólinn einkenndist af ýmsu, sem mátti rekja til hugsjóna stjórnandans. Þar var strangur agi, en vinsamleg samskipti nemenda og kennara. Það var gengið óvenjuvel um bygginguna, enda innviðir augnayndi. Á veggj- um voru undurfögur málverk Jóhanns Briem, sem kenndi við skólann í 12 ár; í glerskápum safn íslenzkra dýra og listasmíð Ásmundar Sveinssonar innan húss og utan. Það var morgunsöngur á hverjum morgni við undirleik söngkennarans og þar sungu saman nemendur og starfslið. Öll þessi atriði verða minnisstæð þeim, sem lagt hafa leið sína í Laugarnesskólann, en þeir skipta þúsundum. Frá því ég var lítil telpa hefur Jón Sigurðsson ávallt verið afar stór þáttur í lífi mínu og það svo, að væri hann ekki heima, fannst mér enginn vera heima. Hjá honum eyddi ég hverri stund sem laus var, lærði fyrir skólann eða vann að verkefnum sem hann lagði fyrir mig. Jón var um margt á undan sinni samtíð, mat mikils heilbrigt líf- erni og holla fæðu, sem í dag þykir sjálfsagt, en margir álitu sérvizku áður fyrr. Alltaf átti ég í æsku erfitt með að skilja dálæti hans á brúnleitri hræru, sem hann kallaði krúska og bjó til úr hveitiklíði, síðar á ævinni hef ég i starfi minu kynnzt mörgum, sem hefðu gott af daglegum krúskaskammti. Jón Sigurðsson var einn af vormönnum Islands, trúði á æsku þess og hvatti hana óspart til dáða. Þau fræ, sem hann þannig sáði, skutu rótum og lifa enn í hjörtum þéirra, sem nutu hand- leiðslu hans, jafnt í starfi sem heima fyrir. Blessuð sé minning hans. Katrín Fjeldsted. í dag er til moldar borinn mjög sterkur skólamaður, Jón Sigurðs- son skólastjóri. Öll hans störf einkenndust af áhuga bjartsýni og stórhug og hann gekk jafnan heill og óskiptur að hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Jón Sigurðsson fæddist 15. maí 1895 að Hjartarstöðum í Eiðaþing- há Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Ragnhildur Einarsdóttir og Sigurður Magnús- son. Jón var yngstur sinna systk- ina. Ungur að árum eða 8 ára gamall missti hann föður sinn. Snemma mun hugur Jóns Sig- urðssonar hafa staðið til lærdóms og mennta, en féleysi og fleiri erfiðleikar seinkuðu nokkuð þeirri för. 26 ára gamall tók Jón kennarapróf. En hann lét ekki þar við sitja. Hann vildi afla sér meiri þekkingar og menntunar. Oft sigldi hann til framhaldsnáms, lengst dvaldi hann í Englandi og Þýskalandi. Fram til 1930 kenndi Jón Sigurðsson á ýmsum stöðum á landinu. Haustið 1930 verður hann kennari við Austurbæjarskólann og yfirkennari þar ári síðar. Árið 1935 verða þáttaskil í ævi Jóns Sigurðssonar er hann tekur að sér stjórn Laugarnessskóla sem var stofnaður sama ár. Skóla- hverfið var í fyrstu afar víðlent og strjálbýlt, en byggðin þéttist fljótt og nemendum fjölgaði ört. Þegar flest var mun tala nemenda Laugarnessskóla hafa nálgast 2000. Það segir sig sjálft að á frumbýlisárunum hefur verið við marga erfiðleika að glíma. Jón Sigurðsson var gæddur miklum lífsþrótti og gekk ótrauður fram í því að sigra alla erfiðleika og móta starf og stefnu skólans. Það skiptir ósegjanlega miklu máli fyrir viðkomandi íbúa hvern- ig til tekst í skólamálum. Ég tel að Laugarnesbúar og þeir sem áttu skólasókn í Laugarnesskóla hafi verið heppnir að Jón Sigurðsson skyldi veljast til forystu við að móta nýjan skóla í bæjarhluta sem var að byggjast upp. Verulegur hluti af lífsstarfi Jóns Sigurðssonar var helgaður Laug- arnesskóla. Hér var hann skóla- stjóri um þrjátíu ára skeið (1935—1965). Á þessum árum tók skólinn miklum breytingum og verður sú þróun ekki rakin hér. En segja má að saga Laugarnesskóla og saga Jóns Sigurðssonar fléttist mjög saman. Jón Sigurðsson var ákaflega hugmyndaríkur og vildi koma miklu í verk. Sumar hugsjónir hans voru e.t.v. ekki alltaf raun- hæfar eða framkvæmanlegar. En mörgu kom Jón í framkvæmd af hugðarefnum sínum. Verkin hans tala sínu máli hér í Laugarnes- skóla. Ég vil nefna sem dæmi náttúrugripasafnið og hið veglega bókasafn í kennarastofu skólans. Fleira mætti nefna sem Jón Sigurðsson átti mestan þátt í að koma á fót og lýsir manninum betur en orð fá gert. Alla tíð fylgdist Jón af áhuga með hvers konar nýjungum í verður Halldór jarðsettur innan um frændafjöld í kirkjugarðinum í Bolungavík. Þar á Grundarhólnum ber hann beinin, þar sem sér til sjávar ofan til víkurinnar. Hvítur sandurinn ofan við blátt hafið, sem ærið oft er krýnt hvítfextum öldum, stundum er brimið þungt, og Brimbrjóturinn má hafa sig allan við að standast öldurótið. Á þessum stað veit ég, að Halldór vildi hvíla að leiðarlokum, því að engum stað unni hann heitar á Islandi en þessari vík. Og viss er ég um það, að Halldór hefur getað tekið undir síðari hluta ljóðs sveitunga síns, Ágústs Vigfússon- ar, sem svo kvað um Bolungavík: „Friðarreitur. fagra Vík, fóstran gjöful börnum sínum. af sor« ok gleði sagnarík. sífellt geymist minning slík. l>eKar ég er liðið lík lÍKKÍa vil í faðmi þínum. Friðarreitur, fagra Vík. fóstran gjöful börnum sínum.“ Ég flyt svo Ósk og börnunum innilegustu samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni vegna fráfalls Halldórs, — en gott eiga þau samt að eiga minninguna um vammlausan mann. Og ég kveð svo að leiðarlokum Halldór minn kæran og hafi hann beztu þakkir fyrir vináttuna, sem aldrei bar á skugga. Við hittumst fyrir hinu megin, einhvern tím- ann, og tökum þá upp þráðinn, sem frá var horfið. Blessuð sé minning vinar og bróður. Friðrik Sigurbjörnsson. skólamálum. Unga kennara, sem störfuðu við skólann, hvatti hann til dáða og að afla sér meiri menntunar og leita nýrra leiða í kennsluháttum. Ég kom að Laugarnesskóla haustið 1949. Það og næstu árin var skólinn fjölmennastur og þrengslin mest. Margs hef ég að minnast frá þessum árum og margt að þakka húsbónda mínum Jóni Sigurðssyni. Hann var góður húsbóndi og til hans var gott að leita. Hann var einbeittur og gat verið ráðríkur en umfram allt hjartahlýr. Hann bar mikla um- hyggju fyrir velferð starfsmanna sinna og nemenda og örvaði okkur með lífsgleði sinni og starfsþrótti. Ég veit að kennarar skólans, þeir sem kynntust Jóni Sigurðssyni, hugsa til hans með hlýhug og þakklæti. Það er trúa mín að hið sama megi segja um nemendur. Árið 1937 kvæntist Jón Sigurðs- son frú Katrínu Viðar, mikilhæfri mannkostakonu. Þau hjón voru mjög samtaka og samhent. Eitt af mörgum áhugamálum þeirra var skógrækt og söfnun jurta. Þau komu sér upp mjög merkilegu plöntusafni við sumarhús sitt við Þingvallavatn. Flestar íslenskar jurtir, aðrar en vatnajurtir, var þar að finna. Sumar eftir sumar ferðuðust þau um landið í leit að sjáldgæfum plöntum til að gróður- setja við bústað sinn. Á 175 ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst 1961 gáfu þau hjón Grasagarði Reykjavíkur í Laugar- dal mikið plöntusafn, og síðan munu þau jafnan hafa tekið eintak handa Laugardalsgarðinum í hvert sinn er þau fundu nýja jurt. Ég hygg að hiklaust megi segja að Jón Sigurðsson hafi verið gæfumaður. Hann var jafnan lifsglaður og bjartsýnn, unnandi fagurra lista og naut hins fagra og góða í tilverunni. Ég kveð Jón Sigurðsson skóla- stjóra með einlægu þakklæti og virðingu. Eiginkonu hans frú Katrínu Viðar og öðru venslafólki sendi ég samúðarkveðjur. Þorsteinn ólafsson. ATIIYGLI skal vákin á því. að afmadis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðsta'tt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línuhili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.