Morgunblaðið - 23.01.1979, Side 13

Morgunblaðið - 23.01.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 13 Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Tónlist s- eftir Arna Björnsson Háskólatónleikarnir, sem haldnir eru á vegum Félags- stofnunar stúdenta, voru að þessu sinni helgaðir tónlist eftir Árna Björnsson. Þeir sem stóðu að flutningi tónlistar voru Gísli Magnússon, Guðný Guðmunds- dóttir, Manúela Wiesler, Ólafur Vignir Albertsson og Sigríður Ella Magnúsdóttir. Tónleikarnir hófut á tveimur Rómönsum fyrir fiðlu og píano op. 7 og 15. Rómönsurnar sem voru vel leiknar af Guðnýju og Ólafi Vigni eru rómantískar, með allmiklum svip af betri kaffi- húsatónlist, er var í tisku milli heimsstyrjaldanna, en ekki ósnoturlega gerðar og trúlega einu tónverkin íslensk, sem til eru af þessari gerð. Sigríður Ella flutti með aðstoð Ólafs Arni Björnsson. Vignis fjögur lög og var flutn- ingur Sigríðar Ellu sérlega góður í laginu Ein sit ég úti á steini. Manuela Wiesler flutti með aðstoð Ólafs Vignis nokkur þjóðlög og þar mátti heyra að Árni gerir tilraun til að „modernisera" tónmál sitt. Gísli Magnússon flutti fyrsta þátt að sónötu nr. 3 og er í rauninni furðulegt að ísl. píanistar hafi ekki enn flutt þetta verk svo vel sé, sem ekki ætti að vera þeim ofverkið, sé tekið tillit til þess úr hve litlu er að moða. Tónleikun- um lauk með söng Sigríðar Ellu við undirleik Ólafs Vignis og voru tvö laganna frumflutt á þessum tónleikum, La Belle, við texta eftir Jónas Hallgrímsson og Live with me við texta eftir Marlowe og Raleigh, sem söng- konan flutti af miklum drama- tiskum krafti. Sem tónskáld er Árni Björnsson aðallega þekkt- ur fyrir sönglög sin, en tónflytj- endur hafa minna hirt um að flytja önnur verk hans, sem eru þó bæði mörg og af margvísleg- um gerðum. Tónstíll hans er ekki nýstárlegur, en verkin eru vel unnin. Það var eftirtektar- vert hversu fáir máttu sjá af stund til að hlusta á tónlist eftir samverkamann sinn og félaga og í þessu sambandi, sem og oftlega við ýmis önnur tækifæri, rifjast upp kuidahlátur Þor- björns önguls og orðaskipti hans við Glaum í Drangey forðum. Jón Asgeirsson. Félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu við tækin er þeir afhentu Hrafnistu á 15 ára afmæli klúbbsins. 15 ár frá stofnun Kiwanis á íslandi Kiwanisklúbburinn Hekla í Reykjavík hefur afhent Dvalar- heimili aldraðra sjómanna, Hrafn- istu, í Reykjavík blóðrannsóknar- tæki og myndvarpa, en um þessar mundir á klúbburinn 15 ára afmæli og þar með Kiwanishreyf- ingin á íslandi. Það var 14. janúar 1964 sem Kiwanisklúbburinn Hekla var stofnaður og var það upphaf Kiwanishreyfingarinnar á íslandi. Frá þeim tíma hefur verið mikil og jöfn fjölgun og nú eru 36 klúbbar víðsvegar um landið og eru rúmlega 1.200 kiwanisfélagar í þeim. Kiwanisklúbburinn Hekla hefur á þessum 15 árum gefið margskon- ar tæki til sjúkrahúsa, Krabba- meinsfélags Islands, aðstoð við blinda, aldna, vangefna og svo mætti áfram telja. Ef reiknað væri á núverandi verðlagi væri það 27—30 milljónir sem hefur verið varið til þess. Undanfarin ár hefur klúbburinn í æ ríkari mæli veitt Dvalarheimili aldraðra sjómanna (Hrafnistu) Reykjavík ýmiss kon- ar aðstoð, því hafa verið gefin tæki til enduræfingar og á rannsóknar- stofu. Ár hver er haldin kvöldvaka í febrúar með góðum skemmti- kröftum og dansleik á eftir. Dagsferð er farin á sumrin til ýmissa staða utan Reykjavíkur. Á þrettánda dag jóla er haldin flugeldasýning á lóð Hrafnistu. Þá eru félagar klúbbsins nú að kanna með hvaða hætti megi stuðla að bættri aðbúð barna í tilefni barnaárs Sameinuðu þjóð- anna. Forseti Kiwanisklúbbsins Heklu er nú Bent Bjarnason. Háhyrningarnir fjórir allir til sama dýragarðs í Japan Iláhyrningarnir fjórir sem verið hafa í Sædýrasafninu við llafnarf jörð undanfarnar vikur munu fara til Japans einhvern næstu daga að því er Jón Kr. Gunnarsson forstöðumaður Sædýrasafnsins tjáði Morgunblaðinu. Háhyrningarnir hafa verið hafðir í gryfju eða laug sem gerð hefur verið í Sædýrasafninu og hefur farið ágætlega um þá þar. Er laugin 24 metrar á lengd og 12 á breidd, en dýpt hennar er 5 metrar, þannig að sjórinn er 4.5 metrar á dýpt í lauginni. Háhyrningarnir munu allir fara á dýragarð í Osaka í Japan, og mun japönsk flugvél sækja þá. Söluverð þeirra hvers um sig er um 81 þúsund dollarar, en seljandi er Sædýrasafnið. Þetta er í fyrsta sinn sem Sædýrasafnið selur háhyrninga tii Japans en áður hafa þeir verið seldir til Evrópu og San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hér sjást þrír þeirra fjögurra háhyrninga sem fara til Japans næstu daga. en laugin sem þeir eru í var byggð í Sædýrasafninu í sumar. CROWN Verð kr ■ 1QQ 7QA lOOa / OU Veröið er mjög hagstætt. Vegna magninnkaupa. • Sjálfvirkt Gro2/Normal segulband • Olíudempaö cassettulok • Sjálfvirkt stopp • Biðtakki • ALC • Armurinn fer sjálfvirkt af þegar platan er búin • Vökvalyfta fyrir tónarminn • OSC rofi • Sér snúningsrofar fyrir bassa, skæra tóna og stereo — jafnvægi BUÐIN Skipholti 19 Sími 29800 i einu höggi Útvarp ri Segulband Tveir hátalarar ii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.