Morgunblaðið - 23.01.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 15
RAUFARHÖFN
Markús Á. Einarsson
Greinargerð
Markúsar Á.
Einarssonar
deildarstjóra
veðurspárdeildar
sérstökum stormaðvörunum ef
snögg veðrabrigði verða hefur
aldrei komið frá mér né veður-
stofustjóra. Það er í stíl við annað
í grein Páls að hann telur mig hafa
bannað þetta, þótt hann sjálfur
skrái að það hafi verið veðurstofu-
stjóri. Það skiptir hins vegar engu
máli, því að ég set ekki upp reglur,
nema að höfðu samráði við minn
yfirmann.
Eg læt nú þessari lýsingu lokið,
en bendi aðeins á að ýmislegt setur
Páli á svið skoðunum sínum til
framdráttar, svo sem þetta atvik
svo og yfirlýsingar undanfarinna
daga benda til. Þetta er sennilega
það sem hann í niðurlagsorðum
greinar sinnar kallar: „ .. .viðieitni
manna að gegna skyldum sínum
við alþjóð".
„Af hverju er
útvarpsdagskrá
ekki rofin vegna
stormaðvarana“?
Þessi spurning er fyrirsögn á
grein Páls Bergþórssonar í Þjóð-
viljanum 20. jan. Henni er í raun
auðvelt að svara í
grundvallaratriðum. Ástæðan er
einfaldlega sú. að á eftir öllum
veðurathugunartímum fer lestur
veðurfregna í útvarpi. Þar er því
komið til skila sem vitað er um
veðurhorfur. I þeim undantekning-
artilvikum, að aukaathuganir
berist á öðrum tíma og þær sýni
ótvírætt alvarleg veðrabrigði má
leita til útvarpsins með sérstaka
orðsendingu.
Niðurlag
Ég vil að lokum leggja áherslu á
það sem fram kom fyrr í þessari
ritsmíð, að breytingar á veður-
fregnatímum hefðu engu breytt
um þá staðreynd, að ekki tókst að
sjá fyrir þau veðrabrigði sem urðu
snögglega norðaustanlands mánu-
daginn 15. jan. 1979. Því tel ég
ósmekklegt og ómaklegt að tengja
umræðu um veðurfregnatíma
þessu tilviki.
Ég vil ennfremur lýsa þeirri
skoðun minni, að þótt vitaskuld
beri að haga skipulagi veðurfregna
á sem hagkvæmastan hátt, þá tel
ég það í meira lagi hæpið að halda
því að almenningi, að með smá-
vægilegum breytingum á því sé
unnt að koma að marki í veg fyrir
að veðurspár bregðist. Hvorki Páll
Bergþórsson né nokkur annar
maður getur staðið við staðhæf-
ingar af því tagi, enda hafa
yfirlýsingar hans undanfarna
daga vakið furðu á Veðurstofunni.
Með þökk fyrir birtinguna,
Markús Á. Einarsson
deildarstjóri veðurspádeildar.
Fréttabréf
úr Sandgerði:
Yetrar-
vertíðin
fór allvel
af stað
Sandgerði, 21. 1. ’79
ÓVENJU mikið vetrarríki hefur
verið hér það sem af er þessu ári.
þvi' að á gamlársdag og um og
upp úr áramótunum snjóaði hér
mikið á köflum og um miðjan
janúar var komið hér mikið
fannfergi, en í sfðustu viku gerði
þíðu í 2—3 daga og sljákkaði þá
snjóinn mikið, en sfðan gerði
frost aftur. en blíðuveður og
snjókomulaust.
Bátar hófu róðra héðan strax og
þorskveiðibanninu lauk um ára-
mót, og undanfarna daga hafa
landað hér 25—30 bátar, sem
flestir eru á línu, en 3 eru á trolli
og 5 eru byrjaðir á netum.
Segja má að vetrarvertíð hafi
farið allvel af stað hvað aflabrögð
snertir, sé miðað við aflaleysi það
sem hefur verið hér á undanförn-
um árum.
Línuútgerð hefur farið mjög
vaxandi aftur hér á Suðurnesjum
sl. 2—3 ár og hafa línubátarnir nú,
og þá sérstaklega þeir stærri,
fengið allgóðan afla þegar gefið
hefur á dýpri miðin og hafa þeir
fengið oft 6—8 lestir og allt upp í á
tíundu lest í róðri, sem þykir
nokkuð gott á Suðurnesjamæli-
kvarða.
Á grunnslóðinni hefur afli verið
mjög misjafn og yfirleitt frekar
rýr.
Trollbátarnir hafa fengið all-
góðan afla dag og dag, en hjá
netabátunum hefur aflinn verið
mjög tregur.
Svipaður bátafjöldi mun stunda
veiðar héðan í vetur og undanfarin
ár, trúlega um eða yfir 40 bátar
þegar allir eru komnir af stað.
Atvinnuleysi hefur ekki verið
teljandi hér í haust og í vetur
þetta 1—2 í einu á atvinnuleysis-
skrá og þá yfirleitt stuttan tíma
hver, nú er t.d. einn skráður
atvinnulaus.
Hins vegar hefur ekki verið hér
mikil vinna og víðast hvar ekki
unnin nema dagvinnan, átta
tímar.
Hafnarframkvæmdir þær sem
hófust hér á s.l. hausti standa enn
yfir og verður haldið áfram.
Nú er að verða langt komið að
aka efni í uppfyllingu þá sem
stálþilið á að umlykja. Hafa
framkvæmdirnar gengið allvel.
Og miðað við þann óhentuga
árstíma sem þær eru unnar á, má
telja furðulegt að þær tafir sem
orðið hafa sökum veðurs skuli ekki
hafa verið meiri en raun ber vitni.
— Jón.
Raufarhöfn, 8. janúar.
Frá fréttaritara Mbl.
HÉR ER nú allt fullt af loðnu, en
skipin hafa streymt inn sfðustu
daga, enda er veiðisvæðið
skammt undan Raufarhöfn.
bróarrými er fyrir um 11 — 12
þúsund tonn og búist við þvf að
það fyllist þá og þegar.
Loðnubræðsla hófst á
mánudag, en vaktir hófust í
verksmiðjunni klukkan 20 á
mánudagskvöld. Fljótlega
komust afköstin upp í 600 tonn
og eru þau alltaf að aukast. en
erfitt er að ná upp afköstum
fyrst eftir að bræðsla hefst.
Það var loðnuskipið Bergur II
VE sem landaði fyrstu loðnunni á
þessu ári á Raufarhöfn, en skipið
kom hingað á laugardagskvöld.
Loðnan veiðist skammt héðan og
er aðeins um þriggja klukku-
stunda stím á miðin. Liggur við
að sjómenn komi hingað í mat og
kaffi svo stutt líður á milli þess
að skipin fara tóm og koma aftur
með fullfermi, og minnir ástandið
nú að sumu leyti á gömlu góðu
Loðnu-
brœðsla
í fullum
gangi
Frá Raufarhöfn. í forgrunni er
félagsheimilið Hnitbjörg og hús
Kaupfélags Norður Þingeyinga, en
fjær eru olíu- og lýsisgeymar
Síldarverksmiðju ríkisins, en upp
af verksmiðjunni stígur reykur frá
loðnubræðsluni. í baksýn grillir í
Raufarhafnarkirkju, en hana
byggðu þeir Kristinn Bjarnason og
Ingvar Jónsson á þriðja áratug
þessarar aldar og er kirkjan því
um hálfrar aldar gömul.
síldarárin þegar bezt lét. Sem
dæmi má nefna að Gísli Árni RE
hélt héðan síðdegis í gær og var
hann kominn hingað aftur með
fullfermi klukkan 11 í morgun.
Sumarblíða hefur verið á
Raufarhöfn síðustu daga, en í
óveðrinu á mánudag gerðist það
að fjórðungur af þaki „Gamla
Jökuls" fauk burtu. í húsinu er
beitingaraðstaða og geymslur.
Ætla má að um 40—50 manns
hafi atvinnu í kringum um
loðnubræðsluna, en engu að síður
eru nokkrir á atvinnuleysisskrá,
aðallega húsmæður, þar sem
Rauðanúp gekk frekar illa í
síðustu veiðiferð.
Einn bátur hefur róið héðan
með línu, Þorsteinn GK 15, og
hefur gengið misjafnlega. Um
fimm Húsavíkurbátar fengu
mikið af góðum fiski um daginn á
Sléttugrunnshorni og Rifsbanka
og var aflanum ekið héðan til
Húsavíkur og komið með fullbeitt
línubjóð til baka. Einn þessara
báta var Þengill ÞH sem fórst á
Axarfirði í byrjun vikunnar.
Mannskœð átök í Spœnsku Sahara
Madrid. 20. janúar. AP.
FRELSISFYLKINGIN Polisario, sem berst
fyrir sjálfstæði Spænsku Sahara, segir í
tilkynningu sem birt var á Spáni í dag að
skæruliðar fylkingarinnar hafi fellt nærri
400 hermenn Marokko-stjórnar í bardaga við
bæinn Hagunia í Spænsku Sahara.
í tilkynningunni sagði að 357 hermenn
hefðu verið feldir, 191 særður og 45 teknir til
fanga í bardaganum sem stóð í 12 klukku-
stundir.
Ennfremur sagði í tilkynningunni að
fylkingin hefði eyðilagt tvo skriðdreka Mar-
okko-hers, tvær þyrlur, 17 herflutningabifreið-
ar, og fleiri vígvélar. Þá sagði í tilkynningunni
að liðsmenn Polisario hefðu tekið herfangi
fjórar stórar fallbyssur, 14 vélbyssur, einn
skriðdreka, 300 riffla og 500 smálestir af
skotfærum.
Engar upplýsingar um mannfall í röðum
Polisario voru gefnar í tilkynningunni, og
ennfremur hafa heryfirvöld í Marokko ekki
sent frá sér tilkynningar um átök í Spænsku
Sahara að undanförnu.
FYRIRFERÐALÍTIL EN FULLKOMIN
Olympia SGE 45 rafritvélin hefur kosti stórrar skrifstofuvélar
þótt hún sé bæði minni og ódýrari. Fram og jjgg
aftur dálkaval, 44 lyklaborð, 8 endurtekn - jV
ingalyklar, hálft stafabil til r ._
Rétt vél fyrir þann sem
hefur lítið pláss en mikil
verkefni.
Leitið nánari
upplýsinga.
Olympia
Intemational
KJARAIVI HF
skrifstofuvélar & verkstæði - Tryggvagötu 8, sími 24140