Morgunblaðið - 23.01.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 23.01.1979, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1979 Kjartan Norddahl: Þessar deilur, sem nú standa yfir milli flugmanna Flugfélags Islands og Flugleiða, hafa tekið á sig nokkuð aðra mynd en svipaðar deilur áður að því leytinu til, að nú er miklu meira um þetta skrifað í dagblöðin. Er þar mest um að kenna sífelldum blaðaskrifum Loftleiða- flugmanna vegna hins svokallaða „breiðþotumáls". Ég segi kenna vegna þess að ég geri ekki ráð fyrir að almenningur sem les blöðin hafi svo ýkja mikinn áhuga á þessum málum. Það hefir yfirleitt mælst illa fyrir þegar flugmenn hafa farið fram á kjaraleiðrétting- ar, vegna þess að þeir hafa þótt nógu launaháir fyrir. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér en get þó ekki stillt mig um að rétt nefna tvö atriði í því sambandi sem sjaidan er minnst á. Annað er það, að ævinlega þegar minnst er á laun flugmanna, þá er tekið mið af þeim hæstlaunaða. Hitt er það, að fáir, ef nokkrir, starfsmenn þurfa að standast jafnstrangar kröfur til andlegrar og líkamlegrar heilsu eins og flugmenn. Má þar ekkert útaf bera svo að þeir missi ekki skírteini sín og er þar skemmst að minnast, að á s.l. 2 árum hafa 3 flugmenn á aldrinum rétt um fertugt misst flugmannsréttindi sín vegna þess að heilsan var ekki nákvæmlega eins og hún átti að vera. Þó er krankleiki þeirra ekki meiri en Loftleiðaflug menn vilja störf hjá Air Bahama Loftieiðaflugmenn telja að Boðið kom ekki frá Amarflugi Vængir fljúga Stjórn F.Í.A.: Loftleiðaflugmenn sitji' einir að hinm heittelsk- uðu Ameríkurútu sinni Aframhai^andi verk- Flugfélags- menn: fallsaðgerðir í næstu viku Nokkur orð frá Flugfélagsflugmanni svo, að þeir gætu líklegast gegnt hvaða starfi sem er öðru en flugmanns, ef þekking og hæfni nægðu. En nóg um þetta að sinni. Eins og ég sagði þá eru þessar deilur, sem flugmenn og Flugleiðir hafa staðið fyrir að undanförnu þess eðlis, að menn hafa séð ástæðu til þess að fjölyrða um þær í blöðunum. Mér finnst satt að segja frekar óviðkunnanlegt að vera að skrifa um þetta svona opinberlega. Það má eiginlega líkja þessu við hjónaband, sem er að fara í hundana. Þegar Loftleiðir og Flugfélagið gengu í hjónband sem heitir Flugleiðir kom svo til strax í ljós, að sá ráðahagur var fæddur fyrir tímann, en eins og allir vita þá er löng trúlofun bezta ráðið fyrir hjónakorn tii að tryggja það að báðir aðilar kynnist hvor öðrum nógu vel til að hætta á hjónaband. En það er svona þegar aðrir eru að skipta sér af og Hannibal (samgöngumálaráðherra í þá tíð) heimtaði hjónband og það strax, annars skyldu allir hafa verra af. Því fór sem fór og nú er allt í báli á heimilinu. Hjónin eru farin að hnakkrífast og það svo hátt og greinilega að allir í kring eru farnir á fylgjast með. Betra hefði verið að reyna að leysa sín mál innan veggja heimilisins eða þá að labba sig til lögfræðings og láta leysa upp hjónabandið, sem er oft eina leiðin. Eins og ég sagði þá er það frekar óviðkunnanlegt að vera að bera tilfinningar sínar á torg en hjá því verður víst ekki komizt í þetta sinn og skýrist það af því sem hér fer á eftir. Fyrstu alvöruskrifin um rifriid- ismálið birtist í Þjóðviljanum 22. des. s.l. Þá skrifar Einar Karl leiðara þar sem hann hneykslast mjög á frekju sumra að ætla sér að mála nýju þotuna með nafninu Icelandair í stað Icelandic Airlines og segist vera skíthræddur um að brátt verði nafninu Flugleiðir breytt í Flugfélag íslands. Ég skil ekki hvaða órói hefir gripið manninn. Þessi leiðari er allur þannig, að maður gæti haldið að Loftleiðamaður hefði samið hann. Þetta finnst mér einkenni- legt, því að yfirleitt hefir virzt sem Þjóðviljinn dregi frekar taum Flugfélagsins en Loftleiða, sem er líka eðlilegt því að Fiugfélagið er fyrst og fremst flugfélag þjóðar- innar en Loftleiðir aftur miklu laustengdari henni. Og síðan hvenær urðu þeir Þjóðviljamenn svona hrifnir af því að einstakar hagsmunaklíkur klyfu sig út úr sínum réttu stéttarsamtökum samanber úrsögn þeirra Loftleiða- flugmanna úr F.I.A. Næst gerist það, að í ljós kemur að þeir Loftleiðaflugmenn hafa svínbeygt stjórn Flugleiða svo, að hún gengur að öllum þeirra kröfum. Fyrst er því hafnað að ráða menn á breiðþotuna sam- kvæmt nýjum starfsaldurslista sem enginn vandi hefði verið að semja. Það tæki svona eina klukkustund. Það þarf ekkert að gera annað en að iíta á hvenær viðkomandi flugmaður var fast- ráðinn hjá öðru hvoru flugfélag- anna og þá er listinn kominn. Síðan er því hafnað að ráða 2 flugmenn frá Flugfélaginu á móti 16 frá Loftleiðum (sanngjarnt ekki satt?) og einum aðstoðarflug- manni hjá Loftleiðum er boðin flugstjórastaða á Fokker-vélum Flugfélagsins, en við því var fúlsað eins og öðru (en það var nú kannski við því að búast þar sem Loftleiðaflugmenn hafa lýst því yfir í blöðum að þeir treysti sér ekki til að fijúga innanlands). Því næst segja Loftleiðaflug- menn, að alls ekki megi til þess koma að neinum þeirra manna verði sagt upp vegna fækkunar (af því að stærri vél eða vélar afkasta meiru með minni mannskap). — Og þetta er í rauninni það sem allt snýst um hjá þeim Loftleiðaflug- mönnum. Hugrenningar þeirra eru augljósar. Þeir halda að Flugleiðir muni kaupa aðra DC-10 breiðþotu (lauslegar fréttir herma að þegar sé búið að því) til hagræðis fýrir reksturinn og eru svo lafhræddir um að missa af einhverjum stöðum á hana. Þess vegna vilja þeir sífellt vera að fresta sameig- iniegum starfsaidurslista. En svo, þegar þeir eru búnir að fá allar stöðurnar á þessar tvær þotur, þá má fyrir þeim sameina listann, vegna þess að það kæmi þannig út, að yrði mannskap fækkað þá lenti sú fækkun öll hjá innanlandsflug- mönnum Flugfélagsins, af því að þeir eru yngri í starfi. Svona er öll þeirra sanngirni. Og úr því að ég nefndi orðið sanngirni þá er ekki úr vegi að minnast á það að Baldur Oddsson, flugstjóri hjá Loftleiðum, sem þeir félagar hafa gert að helztu mál- pípu sinni, lenti í þeirri aðstöðu fyrir fáeinum árum meðan þeir Loftleiðamenn voru enn í F.I.A. að vera lækkaður úr starfi flugstjóra í starf aðstoðarflugmanns og átti þá að lækka laun hans samkvæmt því. Tóku þeir F.Í.A.-menn að sér mál hans við Loftleiðir og fengu því framgengt að maðurinn héldu óbreyttum launum þrátt fyrir starfslækkun. Þakklæti þessa manns og sanngirni var fólgin í þvi að ganga einna ötullegast fyrir því að þeir Loftleiðaflugmenn gengju úr landssamtökum flug- manna á íslandi og stofnuðu sérhagsmunafélag fyrir sig eina. Má af því marka hver áhugi þeirra er fyrir því að vernda þá flugmenn gegn órétti, sem fljúga á vegum smærri flugfélaganna hér á landi. Þetta síðasta mættu sumir hug- leiða dálítið vel. Þegar Flugfélagsmenn sáu, að allt sem þeir lögðu til var að engu haft (starfsaldurslisti, ráðningar og annað í anda sameiningar) af stjórn Flugleiða, en sífellt kropið fyrir Loftleiðaflugmönnum, fengu þeir lokst leið á leiknum og eru nú hættir að reyna að hafa vit fyrir þeim. Það er nefnilega ekki einleikið hversu miklir kjánar þeir eru, yngri mennirnir hjá Loftleið- um. Þeir virðast alls ekki sjá, að verði enginn starfsaldurslisti sam- einaður, áður en til fækkunar kemur hjá Loftleiðum þá missa þeir vinnuna. Maður hefði haldið að þeir yngri mennirnir hefðu nú heldur viljað fijúga- veslings litla Fokkernum eða Boeing-vélum Flugfélagsins heldur en engri flugvél. Allur hugsanagangur þessara fiugmanna, Loftleiðaflugmanna, virðist vera svo einkennilegur. Hvað má til dæmis hugsa um það sem málpípa þeirra Baldur Odds- son sagði í Þjóðviljanum 16. jan. s.l. Hann segir að... „þeim Loftleiðamönnum hafi engin form- leg tilkynning borizt um verkfalls- boðun Flugfélagsmanna", það er alveg greinilegt að maðurinn heldur að Flugfélagsflugmenn séu að semja um kjör sín við hann! en ekki stjórn Flugleiða. Eða hvað má hugsa um þessa dæmalausu blaðagrein í Tímanum 13. jan. s.l. þar sem Starfsmanna- félag Loftleiða uppnefnir aðalfor- stjóra Flugleiða, sem aðalandstæðing þeirra Loftleiða- manna. Og svo til að kóróna nú vitleysuna úr sjálfum sér kemur í sama blaði 16. jan. yfirlýsing frá formanni þessa sama starfs- mannafélags, Erlendi Guðmunds- syni Loftleiðaflugmanni, að um- rædd blaðagrein frá þeim sjálfum hafi verið fölsuð!! Eða þá sú tilkynning Baldurs Oddssonar, að þvermóðska og nánast ósigrandi dómgreindar- skortur þeirra hafi kostað F’lugleiðir 90 milljónir króna? Þetta er allt saman mjög fróð- legt fyrir sálfræðing. Jæja, loks klykkja þeir út með því, Loftleiða- flugmennirnir, að þeir séu á móti jafnrétti!! (sömu laun fyrir sama starfsaldur). í Morgunblaðinu laugard. 19. jan. s.l. segjast þeir ekki vilja sjá neina launajöfnun, vegna þess að það hvíli meiri ábyrgð á herðum þeirra en Flugfélagsflugmanna, þar sem þeir fljúgi stærri flugvélum. Hér áður var allt annar söngur í þeim, þá sögðu þeir að þeim bæri hærri iaunin, sem flygju afkastameiri vélum, en nú er það af því að ábyrgðin er orðin meiri. Það væri nógu fróðlegt að spyrja einhvern ferðalanginn sem væri á leið til t.d. Akureyrar, hvort hann teldi sig vera í höndunum á ábyrgðarminni manni heldur en ef hann væri á leið til New York, eða hvort hann teldi líftóruna í sér eitthvað minna virði en annarra. Það mætti skilja þessa röksemd þeirra Loftleiðaflugmanna sem svo, að ef þeir flygju með hálftóma vél þá væri ábyrgð þeirra minni og þá gætu þeir slappað meira af. Fg er ekki visss um að farþegum geðjist að svona röksemdum. En það er ekki nema von að gamli söngurinn um afkastameiri vélar sé þagnaður í bili, því að hver halda menn að sé hin eina sanna skýring á þrýstingi ráða- manna á sínum tíma á að sameina flugfélögin? Af hverju lá svona mikið á allt í einu? Auðvitað af því, að með sama samkeppnis- áframhaldi og var á milli flugfé- laganna á þeim árum hefðu Loftleiðir að öllum líkindum farið á hausinn fyrr en Flugfélagið. Þetta vita allir þó ekki megi segja það. Og ég er heldur ekkert að amast við sameiningunni, því að ég get vel unnt öllum þess að halda vinnu sinni. En það er eins og þeir Loftleiðaflugmennirnir, sérstak- lega þeir yngri, skilji alls ekki að það er langlíklegast allt samein- ingunni að þakka að þeir halda vinnu sinni í dag. Þvergirðings- háttur Loftleiðamanna við að vinna í anda þessarar sameining- ar, úr því að hún er nú einu sinni orðin staðreynd, er slíkur að til mestu skammar er fyrir þá sjálfa. Og nú er svo komið, að við Flugfélagsflugmenn, og reyndar fleiri, samanber yfirlýsingu Starfsmannafélags Flugfélagsins nú í blöðum, stingum við fótum og neitum að halda þessari einstefnu áfram. Nú á stjórn Flugleiða næsta leik. Var þessi sameining alvara eða bara grímudansleikur? Ég hefði samt ekki farið að elta ólar við þá Loftleiðaflugmenn, ef þeir hefðu ekki farið að senda okkur tóninn í Dagblaðinu 19. jan. s.l. og kalla okkur þar nöfnum, og hafa þar með kastað hanzkanum. En ef þessar aðgerðir okkar Flugfélagsflugmanna nú eru að ... „vera eins og óþægir krakkar", hvaða nöfn á þá að gefa þeim mönnum, sem haga sér eins og Loftleiðaflugmenn höguðu sér í aprílmánuði á síðasta ári, þegar þeir efndu til ólöglegra aðgerða sem kostaði Flugleiðir 44 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum þeirra á aðalfundi Flugleiða? Þessar vanhugsuðu aðgerðir þeirra þá hafa nú hlotið meðferð hjá félagsdómi og verið dæmdar ólöglegar. Þess vegna spyr ég: A ekki að láta þessa menn, Loftleiða- flugmennina, borga brúsann? Eða ætlar stjórn Flugleiða einnig að kyngja þessum bita eins og öðr- um? Ég hef nú leitast við að gefa svolitla innsýn í þankagang og framgangsmáta þeirra Loftleiða- flugmanna svona rétt til fróðleiks. Þó hefir ekki verið vikið að nema fáum af þeim furðulegheitum, sem mér finnst einkenna þessa menn suma hverja. En hver veit nema nauðsynlegt reynist að vekja dálitla athygli á ýmsum orðum sem sumir þeirra hafa viðhaft við Flugfélagsflugmenn. Ég sé nefni- lega núna, þegar ég hef skrifað þetta, að Iíklegast er nauðsynlegt að almenningur á landinu fái einhverja hugmynd um sálarinn- viði sinna flugmanna. Ég ætla bara að vona að dómur hans verði okkur Flugfélagsmönnum réttlát- ari og sanngjarnari en við höfum átt að venjast hjá þeim Loftleiða- flugmönnum. Ég vil svo aðeins að lokum taka það skýrt fram, að auðvitað er og hefir verið að finna meðal Loft- leiðaflugmanna mikla mannkosta- menn og sanna heiðursmenn, en maður verður að mæta hópnum í samræmi við þá menn sem valdir hafa verið til forystu. Og verður ekki hver að reyna að standa fyrir sínu þegar á hann er hallað? Með þökk fyrir birtinguna. Kjartan Norðdahl, Flugfélagsflugmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.