Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979
17
Hjörtur Jónsson:
Verzlunarfrelsið
Þegar kreppur skella yfir Is-
lendinga, hvort sem þær eru af
óviðráðanlegum ástæðum eða af
manna völdum, þá grípa valdhaf-
arnir æfinlega til þess ráðs að
skerða hlut verzlunarinnar. Það er
það fyrsta, sem þeim dettur í hug
til lækningar vandanum. Ráða-
mennirnir vita auðvitað, eða að
minnsta kosti þeir af þeim, sem
nenna að hugsa um það, að þó þeir
kreistu verzlunina til síðasta
dropa, þá leysti það engan vanda,
ekki einu sinni brot af honum. Við
slíkar aðstæður væri miklu væn-
legra að gefa verzluninni frjálsari
hendur, leyfa henni að hvetja
hana til að spara gjaldeyri þjóðar-
innar, með hagstæðum innkaup-
um, og nota sér hin víðtæku
verzlunarsambönd, sem hún hefir,
til þess að selja afurðir lands-
manna, hverju nafni sem þær
nefnast á erlendum mörkuðum. En
þetta er nú ekki aldeilis uppi á
teningnum. Haftapostularnir eru
samir við sig. Og þrýstihóparnir
hrópa á ríkisvaldið. Handiðnaðar-
menn hefja upp sinn árvissa
barlómssöng um atvinnuleysi
framundan og vilja endilega
banna innflutning á eldhúsinn-
réttingum, húsgagnasmiðir vilja
banna innflutning á stólum, og
iðnaöur í mörgum greinum kvart-
ar undan samningunum við EFTA
og vill láta sniðganga þá sem mest
og áfram mætti telja.
En hvers vegna er þetta rætt
svona? Er ekki bezt að vera
sjálfum sér nógur, vinna sem mest
í landinu og banna eða hefta
samkeppnisvörur erlendis frá, að
minnsta kosti „óþarfa“ varning?
Það er bezt að vinna sem mest í
landinu sjálfu, en það er rangt að
banna innflutning á samkeppnis-
vörum.
Iðnaður á íslandi er í stórstígri
framför, og þótt margt sé þess
valdandi, þá mun ekkert hafa lyft
honum eins áþreifanlega framávið
eins og þátttaka íslands í EFTA.
Það var samkeppnin sem léði
iðnaðinum vængi. Ef iðnaðurinn
nyti fulls skilnings til jafns við
hinn aðalatvinnuveginn sjávarút-
veg, og fengi sambærilega aðstöðu
við erlenda keppinauta, þá þarf ísl.
iðnaður enga haftaaðstoð, ekkert
„takmarkað" vörugjald, enga fjár-
bindingarskyldu eða álíka vitur-
legar ráðstafanir til þess að lifa
góðu lífi. Þetta vita íslenzkir
framleiðendur og viðurkenna og
þorri þeirra kærir sig ekkert um
svona ráðstafanir. Þeir sem hæst
hrópa á höftin eru þeir fáu aðilar,
sem eru að troðast undir og eiga að
troðast undir í frjálsri samkeppni
innanlands.
Þessvegna á að stöðva þá menn,
sem langar út i haftafenið á ný
hvað sem þeir kalla sínar
hafta-aðgerðir. Menn á miðjum
aldri og eldri þekkja haftanefnir
og skömmtunarskrifstofur. Ein-
stöku gæðingar geta grætt á þeim
en þjóðin tapar örugglega. Höfum
innflutningsverzlunina frjálsa og
gerum útflutningsverzlunina
frjálsa, engar einkasölur, sölusam-
bönd eða samsteypur geta komist
til jafns við dugmikla verzlunar-
stétt í innkaupum eða sölu á
afurðum landsmanna. Það leysast
engin vandamál í þjóðfélaginu
með því að kreppa að frjálsri
verzlun, en milljarðar mundu
renna í þjóðarbúið, til viðbótar, ef
við semdum okkur að siðum
nágrannaþjóða okkar með frelsi í
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERO
AÐALSTRÆTI I SlMAR: 17152-17355
inn- og útflutningsverzlun og með
frelsi í verðmyndun samfara
tryggu og viturlegu verðlagseftir-
liti.
Verðbólgan geysar meðan kjark-
inn vantar hjá stjórnmálamönn-
unum, kaupgjald fylgir verðbólgu,
allur kostnaður fyrirtækja fylgir
verðbólgu, þar kemst enginn und-
an. Eyðslan fer fram úr þjóðar-
tekjunum, og við sláum stóra víxla
hjá þeim, sem skynsamlegar búa.
Þegar afurðaverðið og lántökurnar
hrökkva ekki til þá er gengið fellt.
Helzt þarf það að síga og síga, dag
frá degi, svo almenningur taki
síður eftir því hvernig kauphækk-
anirnar verða að engu. Þegar
gengið er fellt í stærri stíl, þá
hefur það orðið að venju að
niðurreikna verzlunarálagningu.
Vörurnar hækka auðvitað, en
verzlunarálagningin skal lækka.
Ef þessari reglu hefði alltaf verið
fylgt með gengissigi og stærri
gengisfellingum, þá væri álagning
verzlunarinnar sennilega orðin að
engu, komin niður í núll eða niður
fyrir núll. Svo viturlegt er nú
þetta. Ekki xmá heldur hækka
vörubirgðir til samræmis. Með
öðrum orðum, þegar almenn kaup-
hækkun varð og almenn hækkun á
öllum rekstrarkostnaði þá átti
verzlunarálagning að lækka.
Svona hefur þetta verið haft hjá
okkar vísu feðrum. Sér ekki hver
heilvita maður að ef verzlunar-
álagning á einhverri tiltekinn vöru
er rétt sett t.d. 33% þá á hún að
vera óbreytt á hverju sem gengur
meðan hámarksákvæðareglurnar
eru í gildi. Það er tóm vitleysa að
lækka hana og hækka á víxl. 30%
reglan svokallaða, er einungis
notuð til þess að níðast á verzlun-
inni sérstaklega, þvi þegar búið er
að lækka taxtana er nærri óvinn-
andi barátta að fá þá hækkaða
aftur.
Nú hefur verzlunarálagning
verið reiknuð niður með þessum
Sölva Helgasonar aðferðum tvisv-
ar sinnum, og er'komin langt niður
fyrir starfhæf mörk, sennilega
allstaðar.
Frá samtökum kaupmanna
heyrist afar lítið, þar eru hógværir
menn, sem kunna lítt með þrýsti-
vopn að fara, en þeir sem stjórna
kaupfélögunum, hafa kveðið upp
úr með hve óviðunandi þetta sé, og
undir það var skynsamlega tekið
af aðalritstjóra Tímans Þ.Þ. Þó
lítið mark sé tekið á kaupmönnum,
þá finnst valdhöfúnum varla fært
að hundsa samvinnuverzlunina og
því virðist einhver skriður vera að
færast á í leiðrétingar átt.
En það er mestri undrun veldur
hjá þeim, sem telja sig þekkja vel
til verzlunar og verðlagsákvæð-
anna er það, að matvöruverslunin
er talin vera verst sett. Ekki skal
það dregið í efa að álagning á
matvöruflokkunum sé orðin of lág
nú, en athugun, sem gerð var fyrir
ekki mjög löngu síðan, sýndi, að
meðaltalsálagning á matvörur á
Islandi var töluvert hærri, en
meðaltalsálagning á Norðurlönd-
um á sömu vörum. Aftur á móti
var álagning ýmissa annarra
vöruflokka hér, svo langt undir
því, sem þekktist erlendis, að með
ólíkindum var. Sumstaðar var
hámarksálagning hér aðeins helm-
ingur, jafnvel aðeins þriðjungur af
almennri álagningu á Norðurlönd-
um, nefna má þar til dæmis
búsáhöld, fatnað, skótau, snyrti-
vörur, tískuvörur o.fl. Álagningar-
reglur okkar eru eldgamlar og
vitlausar frá fyrstu tíð, og sé þeim
breytt, þá eru gömlu vitleysurnar
prósentureiknaðar upp eða niður
svo leiðréttingar milli vöruflokka
hafa nær engar fengizt.
En ef við lítum í kring um okkur
og athugum hvað hafi gerst á
undanförnum árum, hvað smá-
söludreifinguna snertir, þá sjáum
við, að það eru helzt matvörukaup-
menn, og byggingarefnakaup-
menn, sem eitthvert ris er á.
Matvörukaupmenn hafa fengið
stórar lóðir og byggt á þeim
myndarlega yfir sína starfsemi og
yfir hina aumingjana stundum
líka. Það skýtur því nokkuð skökku
við, þegar matvöruverzlunin er nú
orðin allra verst sett.
Verðlagskerfið er úrelt og óþol-
andi, en verðlagsstjóri vor hefur
reynt að taka þessi mál fastari og
skynsamlegri tökum, heldur en
áður virtist hægt að gera, meðal
annars með því að kynna sér
markaðsverð vöru erlendis. Hann
mun líka hafa kynnt sér verzlun-
arálagningu á ýmsum vöruflokk-
um í okkar nágrannalöndum og
það er nauðsynlegt að fá að sjá
samanburð á verzlunarálagningu á
sem allra flestum vöruflokkum.
Verzlunarstéttin á sér formæl-
endur fáa. I raun og veru er það
verðlagsskrifstofan, sem á að vera
Ný bók frá Letri:
Til s jós
og lands
TIL SJÓS og lands nefnist nýút-
komin bók sem Bókaútgáfan Letur
hefur sent frá sér. í bókinni eru
raktar endurminningar Sigurðar
Jóns Guðmundssonar sem hann
hefur sjálfur fest á blað. Bókin Til
sjós og lands geymir fyrri hluta
endurminninga Sigurðar.
haldreipi verzlunarinnar þegar
hún þarf að sanna rétt sinn og
rekstrarstöðu. Kaupmenn þurfa
nú á þessari aðstoð að halda. Þeir
hljóta að fara fram á það við
verðlagsstjóra að hann birti sam-
anburð á því, sem kaupmenn á
Islandi bera úr býtum, og því sem
kollegar þeirra á t.d. Norðurlönd-
um fá í sinn hlut, og að þessi
samanburður nái yfir sem allra
flestar vörutegundir. Þá ætti að
koma í ljós líka hvaða grein
verzlunar er verst sett að þessu
leyti.
Það er verzlunarstéttin til ills að
halda einhverjum hulinshjúp yfir
þessum málum. Almenningur á
heimtingu á að sjá það sanna í
þessu og kaupmenn eiga rétt á því
líka.
Hér hefur verið drepið á málefni
verzlunarstéttarinnar, þau sem
ofaná sigla og mest ber á á líðandi
stund. Oft hefur verið bent á hve
óskynsamlegt sé að lama þessa
atvinnugrein. En það er þungur
straumur undir þessum aðgerðum
öllum, sem ólíklegt er, að allir taki
eftir. Sá þungi straumur stefnir að
ákveðnu marki. Það eru til öfl í
þessu landi, sem stefna markvisst
að því að koma frjálsri verzlun og
frjálsri samkeppni á kné. Það ber
kannske ekki alltaf mikið á þessu á
yfirborðinu, en stefnan er óbreytt
og áfram er haldið fet fyrir fet.
Flestir vilja hafa þetta frelsi, og
frelsi á öðrum sviðum líka, en gera
þeir sér þetta nógu ljóst. Annir
dagsins eru miklar, en það hvílir á
okkur sú skylda að vera á verði, gá
vel í kring um okkur, ekki aðeins
að sjólaginu á yfirborðinu, heldúr
verður líka að reikna með
straumnum þunga, sem undir fer.
RICHMAC
/
RICHMAC búðarkassinn er sérstaklega gerður
fyrir mikið álag, þar sem afgreiðsla þarf að
ganga fljótt en örugglega fyrir sig.
Meðal þeirra, sem nú þegar eru byrjaðir að
nota RICHMAC elektróníska búðarkassa, eru:
BREIÐHOLTSKJÖR, KRON,NÓATÚN,
STRAUMNES, KJÖRBÚÐ BJARNA, AK.
Sölumenn okkar eru reiðubúnir að gefa allar
nánari upplýsingar um RICHMAC búðar-
kassana.
%
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
%
+ =
Sími 20560