Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979
21
Jón Oddsson
gengur í KR
ÍSFIRÐINGURINN Jón Oddsson hefur nú tilkynnt félagaskipti og
er genginn í raðir KR-inga í knattspyrnu. Var gengið frá
félagaskiptunum síðastliðinn föstudag. Jón Oddsson verður án efa
mikill styrkur fyrir lið KR, en hann er mikili markaskorari og
sérlega sprettharður leikmaður sem ávallt skapar hættu við mark
andstæðingana. Þá hefur Hreiðar Sigtryggsson markvörður einnig
gengið í raðir KR. En báðir þessir leikmenn léku með ÍBÍ á
síðastliðnu ári. Milli 25—28 manns æfa nú af miklum krafti hjá
knattspyrnudeild KR undir stjórn Magnúsar Jónatanssonar.
Blaðafulltrúi
kvartar undan
blaðamönnum
SEINT í SUMAR eða í haust voru hlaðamenn boðaðir á fund hjá
stjórn HSI og þar var m.a. greint frá því að Jóhann Ingi
Gunnarsson hefði verið ráðinn þjálfari landsliðsins í handknatt-
leik. A þessum sama fundi var einnig greint frá öðrum störfum.
sem Jóhann myndi hafa með höndum og þar á meðal að hann yrði
hlaðafulltrúi Handknattleikssambandsins. Sem blaðafulltrúi
hefði maður ætlað að hans hlutverk væri að hafa samskipti við
fréttamenn og greina þeim frá því helzta sem fréttnæmt væri hjá
IISÍ.
Jóhann Ingi virðist eitthvað hafa misskilið hlutverk sitt. Hann
vill greinilega ráða því hvað fer inn í blöðin og sjálfsagt einnig
hvernig það er matreitt. I skýrslu HSI kvartar Jóhann Ingi mjög
yfir blaðamönnum. í sambandi við þing Alþjóða handknattleiks-
sambandsins segir í skýrslunni að ráðstefnunefndinni hafi þótt
áhugi fréttamanna vera í lágmarki. í fjölmiðlum var þó talsverðu
plássi eðlilega varið undir frásagnir af ráðstefnunni. Þess má geta
að engir erlendir blaðamenn sóttu ráðstefnuna og fylgjast erlendir
íþróttafréttamenn þó nákvæmlega með öllu því sem fréttnæmt
getur talist fyrir íþróttir í heiminum.
I skýrslu landsliðsþjálfarans um ferð landsliðsins til Frakklands í
haust segir svo: „Blaðamenn (íslenzkir) reyndust nokkuð þreytandi
þ.e.a.s. að hringingar voru allar nætur frá hverju blaði í stað þess að
reyna að hafa símtalið eitt.“ Þarna kvartar blaðafulltrúinn undan
vinnuálagi og greinilegt að í sambandi við skrif um handknattleik er
ýmist ofgert eað ekki nóg og er greinilega erfitt að gera Jóhanni
Inga til hæfis. Það er spurning fyrir stjórn HSI hvort ekki sé
heppilegra að ráða annan blaðafulltrúa því vissulega getur þetta
starf verið þreytandi og í öðru lagi er spurning hvort einhver
stjórnarmaður HSI er ekki heppilegri málsvari handknattleiksins.
Á einum stað í viðbót er í skýrslunni vikið að þætti fjölmiðla í
skrifum um handknattleik. Þar segir fyrst: „Því verður ekki á móti
mælt, að einstaka fjölmiðlar hafa ekki farið fögrum orðum um
handknattleikinn og gagnrýnin verið óvægin á stundum og í
mörgum tilfellum ósanngjörn. Um tíma voru flestir leikir
afskaplega lélegir, að þeirra mati, og skrif yfirleitt mjög neikvæð."
Síðar segir: „Ein aðalorsök að minnkandi áhorfendafjölda
sérhverrar íþróttagreinar, eru einmitt neikvæð skrif fjölmiðla".
Að þessum orðum sögðum kemur eftirfarandi: „Hins vegar er
ljúft að geta þess, að stjórn sambandsins hefur yfirleitt átt mjög
gott samstarf við fjölmiðla og þakkar hinum ýmsu íþróttafréttarit-
urum ágætt samstarf fyrr og síðar.“ - áij/ — GG/ — þr/ — SS
• Vnlsmcnn með sína átta landslidsmenn rétt náðu að merja
tvet'gja marka sitfur á móti Fylki í 1. deild um helgina. A
mvndinni er Fylkismaðurinn Einar Ágústsson búinn að snúa á
varnarrisa Vals. þá naína Þorbirni Jensson og Guðmundsson.
í kvöld leika Valsmenn við FH-inga og má búast við
hörkuviðureign.
FH-Valur
íkvöld
í kvöld kl. 21.30 íer fram í Laugardalshöllinni stórleikur í
handknattleik. Efstu liðin í 1. deild Valur og FH mætast. Er
leikur þessi afar þýðingamikill fyrir liðin, og verður eflaust hart
barist og ekkert gefið eftir á fjölum Laugardalshallarinnar í
kvöld ... FH-ingar mejía ekki tapa leiknum ætli þeir sér að vera
með í baráttunni um Islandsmeistaratitilinn. Valsmönnum hefur
oftast nær gengið frekar illa á móti FH, en fróðlegt verður að sjá
útkomuna í kvöld, hjá öllum þeim landsliðsmönnum sem Valur
teflir fram ...
Birgir og Guðgeir
áverðlaunapallinn
TVEIR íslenskir lyftinga-
menn tóku þátt í hinu
svokallaða Kastrup Tornby
Cup, sem eins og sjá má af
nafninu. fór fram í Dan-
mörku. Guðgeir Jónsson
keppti í léttþungavigt og
Birgir Borgþórsson í milli-
þungavigt. I báðum þessum
ílokkum voru keppendur 12.
bað verður að segjast eins
og er, að frammistaða
þeirra félaga var sérlega
góð, Guðgeir var í 3. sæti f
sfnum flokki og Birgir í 2.
sæti í sínum flokki.
Guðgeir lyfti samtals 295
kg, 135 kg í snörun og 160 kg í
jafnhöttun. Þeir einu sem
skutu Guðgeiri aftur fyrir sig
voru Rússarnir Vardnian og
Tosian, heimsfrægir kappar.
Birgir Borgþórsson gerði
enn betur, varð í 2. sæti í
sínum flokki. Hann lyfti
samtals 310 kg, snaraði 135
kg og jafnhattaði 175 kg. Er
það jafngott og hans besti
árangur til þessa. Birgir var
aðeins 2,5 kg á eftir Norð-
manninum Arne Hagelund,
sem varð fyrstur. Englend-
ingur nokkur, að nafni
Michel Keelan, varð í þriðja
sæti. — Sg
— o — o — o —
ÍR vann
Möllersbikarinn
Sveit ÍR sigraði á hinu
árlega Möllersmóti í skíðum
sem fram fór í Hamragili
um helgina. Þetta var 14.
Möllersníótið í röð og 4
sveitir kepptu. auk ÍR,
Ármann, KR og Víkingur. Á
brautinni voru 45 hlið og
fallhæðin var 150 metrar. 6
keppendur voru ræstir út
fyrir hverja sveit, en aðeins
tími þeirra 4 bestu var
látinn gilda.
Sem fyrr segir, vann sveit
ÍR, hlaut samanlagða tímann
358,8 sekúndur. Sigursveitna
skipuðu eftirfarandi skíða
kappar: Hafþór Júlíusson,
Hjörtur Hjartarson, Gunnar
B. Ólafsson og Guðmundur
Guðlaugsson.
Ármann hafnaði í öðru
sæti að þessu sinni, en
félagið vann í fyrra og vann
þá gamla bikarinn til eignar.
Eruófarirnar frá því í
i
!
I
l
§
!
I
Danmörku þegar gleymdar? \
ÁRSSKÝRSLA IISÍ, sem lögð var fram á IlSÍ þinginu um helgina er vissulega efnismikil og kennir
þar margra grasa. Eigi að síður fer þó ekki hjá því að undirritaður sakni þaöan ýmissa hluta. sem
sannarlega hefðu átt heima þar. Til að mynda er aðeins farið mjög lauslega yfir frammistöðu íslenzka
landsliðins á HM í Danmörku síðastliðinn vetur. Engu er líkara en forystumenn handknattleiksmála
ætli sér með öllu að gleyma óförunum í Danmörku — og hafi jafnvel þegar tekizt að gleyma þessu
stærsta verkefni IISÍ á síðasta starfstímabili.
Áður en IIM-keppninni lauk var byrjað ræða málin niður í kjölinn og reyna síðan að draga lærdóm
af mistökunum. Slík skýrsla hefur enn ekki séð dagsins ljós og sér varla úr þessu og kemur þar
efllaust margt til. Persónulegir hagir manna hafa breyzt, en þó að Birgir Björnsson þáverandi
formaður landsliðsnefndar sé fluttur norður á Akureyri. þá eru póstsamgöngur á milli Reykjavíkur
og Akureyrar enn í ágætislagi. Tveir landsliðsnefndarinannanna búa í Reykjavík og þeir hefðu getað
sett saman skýrslu um IIM-keppnina. Stjórn HSÍ virðist ekki hafa fylgt eftir þeim fyrirheitum sem
gefin voru um nákvæma skýrslugerð og ráðstefnuhald um heimsmeistarakeppnina og er það miður.
Handknattleiksunnendur
hafa ekki í annan tíma stutt
eins dyggilega við bakið á HSÍ
og fyrir undirbúninginn til HM.
Tugurn saman flykktust þeir til
Danmerkur til að sjá landslið
sitt í keppni og vonbrigði voru
mikil. Vegna þessa fólks, þó ekki
væri vegna annars, er nauðsyn-
legt að reynt sé að finna
skýringar á mistökunum. Maður
skyldi ætla að þau séu til að
læra af þeim.
í skýrslu HSÍ er eytt miklu
plássi undir aðrar ferðir lands-
liðsins og er stór spurning hvort
ýmis smáatriði, sem nákvæm-
lega eru tíunduð, eiga nokkurt
erindi í arsskýrslu HSÍ. í
sambandi við vökvatap lands-
liðsmanna í leik er greint frá þvi
vandamáli, sem upp kom í
Frakklandsferðinni í haust, að
þá hafi ekki verið tekin með i
ferðina nægilega mörg pappa-
glös. Greint er frá því að matur
hafi verið mikill og góður í
ferðinni, en þó hafi tveir aðilar
fengið vægar meltingartruflan-
ir. Fram kemur að farið var með
bolta í fyrnefnda ferð, en í
skýrslunni kemur fram að slíkt
sé ekki nægjanlegt, í svona ferð
þurfi að vera a.m.k. 8 boltar. í
skýrslunni segir ennfremur að
þetta vandamál hafi verið leyst
með góðri aðstoð Kínverja, sem
lánuðu íslendingunum bolta á
eina æfingu.
Áfram mætti halda að telja
upp atriði sem þessi úr skýrslu-
gerð Jóhanns Inga, sem birtist í
ársskýrslu HSÍ. Ekki skulu þessi
atriði vanmetin, en spurningin
hvort þau eiga erindi
ársskýrsluna og það er sannfær-
ing undirritaðs að allar aðrar
keppnisferðir landsliðsins hefðu
átt að fá þær 29 línur, sem fara
undir það að greina frá Dan-
merkurferðinni. HM-þátttakan
hefði síðan átt að fá eins og
16—17 síður, en sá síðufjöldi fer
í að greina frá landsleikjum
eftir heimsmeistarakeppnina í
Danmörku.
Lítum aðeins á þær niður-
stöður, sem þó koma fram um
heimsmeistarakeppnina í Dan-
mörku:
1) Árangur íslenzka liðsins
olli öllum íslendingum von-
brigðum.
2) í skýrslunni er talið eðli-
legt að leitað sé orsaka þess, að
það mikla starf sem unnið var,
skilaði ekki þeim árangri, sem
að var stefnt og hvernig standa
skuli að áframhaldandi árangri
íslenzka landsliðsins. í skýrsl-
unni finnast ekki þessar orsakir,
sem leita átti að, nema þær séu
eftirfarandi, en á næstu atriðum
er sérstaklega vakin athygli í
skýrslunni.
3) Þar segir að íhuga verði
hve mikil áhrif það hafi haft
fyrir liðið að Geir Hallsteinsson
og Björgvin Björgvinsson gátu
ekki farið með landsliðinu til
Y-Þýzkalands, Póllands og
Svíþjóðar nokkru fyrir HM, en
þessir leikmenn hafi verið lykil-
menn í öllu spili liösins í HM.
4) Vakin er athygli á því að
Ólafur Einarsson meiddist í leik
í Noregi á leið til Danmerkur.
Sömuleiðis á því að Jón H.
Karlsson átti við bakmeiðsli að
stríða á HM.
5) Loks segir að það hljóti
einnig að hafa haft áhrif hversu
Janus Cerwinsky, sem stjórnaði
liðinu í HM, hafi lítið getað
tekið þátt í æfingum og undir-
búningi liðsins.
Þar með eru upptalin þau
atriði sem nefnd eru í ársskýrsl-
unni og fleiri eru ekki nefnd, né
nánar greint frá því sem fór
úrskeiðis í sambandi við HM.-áij
!