Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 Olíuheildsala ríkisins á einnig að annast olíu- sölu til stórkaupenda „ÉG ER sannfærður um að olíuheildsala ríkisins kæmi þeim aðilum til KÓða. sem kaupa mikið masn af bensíni eða olíum og Kæti ég til dæmis trúað að það skipti útgerðina talsverðu máli að fá oiiuna boðna á heildsölu- verði,“ sagði Ragnar Arnalds menntamálaráðherra á blaða- mannafundi í gær, þar sem efnahagsmálatillögur Alþýðu- handalagsins voru kynntar. I tillögum Alþýðubandalagsins er gert ráð fyrir stofnun olíuheild- sölu ríkisins, sem hafi með hönd- um öll innkaup til landsins á bensíni og hvers kyns olíuvörum til brennslu og smurnings, annist flutning á þeim til birgðastöðva í landinu og reki slíkar innflutn- ings- og birgðastöðvar. Ragnar sagði að helzt vildi Alþýðubandalagið sjá alla bensín- og olíudreifingu í 'höndum slíks ríkisfyrirtækis, en tillagan væri miðuð við það sem Alþýðubanda- lagsmenn teldu.líklegt að ná mætti samstöðu um í ríkisstjórninni. Þegar sú gagnrýni var borin upp að menn héldu því fram að með olíuheildsölunni væri aðeins verið að skapa eitt ríkisbákn sem ekkert sparaði sagði Ragnar að hann teldi það aðeins almenna skynsemi að álykta sem svo að dreifing á einni hendi yrði ódýrari en á þremur. Og Olafur Ragnar Grímsson, sem einnig sat fundinn, sagði að þeir sem töluðu mest um bákn í þessu sambandi ættu að skoða málið út frá þeim sjónarhóli hvort olíu- félögin þrjú væru ekki báknið í kringum olíusöluna í landinu. Tillaga Alþýðubandalagsins: Beztu hugmyndirnar um sparnað í ríkis- kerfinu verðlaunaðar „ÞAÐ sem fyrir okkur vakir er að það verði ekki bara forstjórarnir, deildarstjórarnir og sérfræðing- arnir. sem fái tækifæri til að leggja fram hugmyndir hinna almennu starfsmanna," sagði Ragnar Arnalds menntamálaráð- herra. er efnahagsmálatillögur Alþýðubandalagsins voru kynnt- ar á blaðamannafundi á mánu- dag. en í tillögunum er gert ráð fyrir því að kalla eftir hugmynd- um um hagræðingu og sparnað í ri'kisrekstri meðal starfsmanna ríkisstofnana og verði veitt viður- kenning fyrir þær hugmyndir sem beztar verða taldar. Einnig leggja Alþýðubandalags- menn til að horfið verði frá æviráðningu í æðstu stjórnunar- störf á vegum ríkisins og þess í stað teknar upp tímabundnar ráðningar. Ragnar Arnalds sagði í þessu sambandi að hann hefði flutt á þingi í fyrra tillögu um að forstöðumenn ríkisstofnana yrðu ráðnir til 6 ára í senn og aðeins mætti framlengja þá ráðningu í önnur sex ár. Spurningu um það, hvort þessari nýskipan yrði komið á gagnvart þeim sem nú sitja embættin svaraði Ragnar að það myndi vera hægt. Hins vegar reiknaði hann með að þeir sem sætu í stöðunum með skipunarbréfi forseta Islands yrðu að halda sínum launum, en mögulegt væri að flytja þá til innan stofnunar eða í störf annars staðar. „Bara það að skipta um er mikil hressing fyrir viðkomandi stofnun," sagði Ragnar og hann sagði þessa tillögu eiga við um ráðuneyti sem aðrar ríkisstofnan- ir. Ragnar Arnalds menntamálaráðherra: Spurning um eitt eða tvö prósentustig 1. marz léttvaeg í heildardæminu „SPURNINGIN um það hvort kauphækkunin 1. marz verður 5. 6. 7 eða 8% er svo léttvæg varðandi heildarverðbólguþróun- ina að það er alrangt að gera hana að kjarna umra>ðna um stjórnarsamvinnuna,“ sagði Ragnar Arnalds menntamálaráð- herra á blaðmannafundi j gær þar sem tillögur Alþýðubanda- lagsmanna í efnahagsmálum voru kynntar. „Þeir sem einblína á 1. marz og telja aðalvandann bundinn einu eða tveimur prósentustigum í vísitöluha*kkun launa, þeir hafa ekkert annað en hráðabirgðaaðgerðir í huga,“ sagði Ragnar. Nefndu Ragnar og Ólafur Ragnar Grímsson þau dæmi, að 5% launa- hækkun 1. marz þýddi 5,6 stig í verðbólguþróun en 8% launahækk- un 6,5 stig. Sömu launahækkanir 1. september þýddu 7,9 og 8,2 stig í verðbólguþróun og 1. desember yrðu áhrifin 6,9 og 7,3 stig. „Aðalatriðið er að það vísitölukerfi sem lagt verður til grundvallar útreikningum varðandi 1. marz sýnir hvað iaunahækkunin á að vera mikil," sagði Ragnar. Ragnar var spurður um þau ummæli Kjartans Jóhannssonar að 5% launahækkun 1. marz væri í samræmi við greinargerð með 1. desember-lögunum og að sú grein- argerð hefði þá verið stefna allra stjórnarflokkanna. Ragnar sagði að í greinargerðinni segði, að stefnt skuli að því að verðlags- og launahækkanir fari ekki fram úr 5%. Þetta hefði verið og væri enn æskilegt mark, en ef annað yrði upp á teningnum yrði ríkisstjórnin að taka afleiðingunum af því en ekki launafólkið í landinu. Sjávarútvegsráóuneytið heimsótt: (Ljósm. Mbl. RAX). Úr heimsókninni í sjávarútvegsráðuneytið. frá vinstrii Ingimar Einarsson deildarstjóri. Jón B. Jónasson deildarstjóri. Magnús Torfi Ólafsson blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Jón Arnalds ráðuneytisstjóri. Þórður Ásgeirsson skrifstofustjóri. Kristín Magnússon deildarstjóri og Steinunn M. Lárusdóttir fulltrúi. „Verkefnin fleiri og erfiðari eftir því sem minna aflast” — í RÁÐUNEVTINU er þeim mun meira að gera sem harðara er í-ári í sjávarútveginum. sagði Jón L. Arnalds ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðunéytinu er blaðamenn heimsóttu ráðuneytið í gar. — Iljá okkur er vinnuálagið öfugt við það sem gerist í atvinnuh'finu og verkefnin fleiri og erfiðari eftir því sem minna aflast. hélt Jón afram. Málin þola enga hið og ákvarðanir þarf að taka eins fljótt og framast er kostur. Ilér starfar ungt fólk og lifandi og ég held að ekkert ráðuneyti sé mannað eins ungu starfsfólki. sagði ráðuneytisstjórinn. í ráðuneytinu starfa nú 13 manns auk Kjartans Jóhannsson- ar sjávarútvegsráðherra. Starf- semi ráðuneytisins er skipt í tvær megindeildir, fiski- og fram- leiðsludeild, sem Jón B. Jónasson veitir forstöðu, og fjármála- og hagdeild, sem Ingimar Einarsson stjórnar. Þriðji deildarstjórinn í ráðuneytinú er Kristín Magnús- son, en hún hefur aðallega með ýmis mál innan ráðuneytisins að gera. Skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu er Þórður Ásgeirsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra er Björn Dagbjartsson. Undir fiski- og framleiðslu- deildina heyra fiskirannsókna- og fiskfriðunarmál þ.á.m. starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar og viðskipti við alþjóðleg samtök og stofnanir um þau mál. Ennfrem- ur fiskiræktarmál og mengunar- mál. Fiskveiðiréttindi þ.á.m. landgrunns- og landhelgismál, svo og réttindi útlendinga hér við land og veiðar Islendinga á fjarlægum miðum. Sérstök friðunarmál t.d. bæði friðun einstakra fisktegunda og bann við notkun ákveðinna veiðarfæra, syo og eftirlit og kærur við brotum, þ.á.m. 8 sérstakir eftir- litsmenn ráðuneytisins og upp- taka ólöglegs sjávarafla, heyra undir þessa deild, því undir hana falla hvers konar veiðar. Til þessarar deildar falla fram- leiðslufyrirtæki, er undir ráðu- neytið heyra, þ.m.t. Síldarverk- smiðjur ríkisins, o.fl. Enn fremur sérstakar framkvæmdir í sjávar- útvegi. Þá koma hér undir tæknimál almennt, þ.á.m. Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Menntamál í sjávarútvegi koma hér undir, eftir því sem slíkt krefst afskipta ráðuneytis, þ.á.m. starfsfræðsla, sjóvinnunámskeið, útgerð skólabáts, fiskiðnaðar- námskeið og önnur fræðslustarf- semi, ráðstefnur og sýningar til fróðleiks. Hér koma einnig til útflutn- ingssamtök, er undir ráðuneytið heyra, þ.m.t. Síldarútvegsnefnd. Allt mat og eftirlit með fiski og fiskafurðum, þ.á.m. Framleiðslu- eftirlit sjávarafurða. Framleiðsla einstakra tegunda og upplýsingar um útflutning til einstakra landa, svo og upplýs- ingar um viðskiptabandalög, markaðsleit og markaðsrann- sóknir. Fjármála- og hagdeild. Undir þessa deild heyra fjár- lög, greiðsluáætlanir, ríkisreikn- ingur, ríkisbókhald og endurskoð- un að því sem þessi mál snerta ráðuneytið og undirstofnanir þess. Ennfremur fjármál ráðu- neytisins sjálfs og þeirra stofn- ana, sem undir það heyra. Þá heyra og undir þessa deild skipulag stofnana og starfs- mannamál þeirra, þ.m.t. launa- mál svo og aðhald, hagræðing og eftirlit með fjármálum stofnana, ennfremur laun og fjárreiður nefnda o.fl. Ennfremur Skrif- stofa rannsóknastofna atvinnu- veganna, sem annast bókhald og fjárreiður fyrir allar rannsókna- stofnanir atvinnuveganna. Undir þessa deild fellur og skýrslusöfnun og skýrslugerð um sjávarútvegsmál og efnahagsmál sjávarútvegsins (ráðstafanir í sjávarútvegi og aðstoð við sjávar- útveginn). Koma þar með til útflutningsgjöld, verðlagsmál sjávarútvegsins og rekstrarmál almennt, bæði fiskiflotans og fiskiðnaðarins. Sjóðakerfi sjávarútvegsins er gjarnan kallað „spilverk sjóð- anna“ innan veggja ráðuneytis- ins, en það tilheyrir fjármála- og hagdeild. Nefna má aflatrygg- ingasjóð, tryggingasjóð fiski- skipa, svo og bæði Verðlagsráð sjávarútvegsins og Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins. Fiskifélag íslands, Reikningaskrifstofa sjávarútvegsins, Fiskveiðasjóður og Fiskimálasjóður heyra undir þessa deild ráðuneytisins svo helztu stofnanir séu nefndar. Þá þarf ráðuneytið að hafa afskipti af togara- og bátakaupum, skipa- sölum og fjárfestingarmálum í sjávarútvegi almennt. Frá 1917, er fyrst var skipaður sérstakur ráðherra til að fara með atvinnumál, hafa 19 ráðherr- ar verið atvinnumála- og síðar sjávarútvegsráðherrar. Aðeins Olafur Thors hefur gegnt þessu embætti lengur en í áratug. Fimm manns hafa gegnt embætti sjávarútvegsráðherra í fleiri en einni ríkisstjórn, þeir Magnús Guðmundsson, Tryggvi Þórhalls- son, Olafur Thors, Lúðvík Jóseps- son og Emil Jónsson. Skrifstofu- stjórar og síðar ráðuneytisstjórar í atvinnumálaráðuneytinu og síðar sjávarútvegsráðuneytinu hafa verið fimm frá því árið 1904. í heimsókn blaðamanna í sjávarútvegsráðuneytið í gær bar ýmislegt á góma í sambandi við fiskveiðimál Islendinga. I sam- bandi við þorskveiðarnar sagði Jón Arnalds að hann teldi að ráðuneytið hefði farið ábyrga leið í verndun og uppbyggingu þorsk- stofnsins á undanförnum árum þó svo að ekki hefði verið farið eins langt í friðunaraðgerðum og fiskifræðingar hefðu óskað. Varðandi loðnuveiðarnar sagði Jón að enn væri ekki ljóst til hvaða aðgerða yrði gripið í ár til verndunar loðnustofninum, en sagði að sterklega kæmi til álita að leyfa ekki loðnuveiðar á sumarvertíðinni fyrr en síðar á sumrinu miðað við síðasta ár, en þá byrjuðu sumarveiðarnar 15. júlí. Fram kom á fundinum að tilraunir, sem gerðar voru síðast- liðið sumar við veiðar á kol- munna hefðu tekist vel. Þessum tilraunum yrði haldið áfram næsta sumar. Jón var spurður að því hvort ekki hefði verið óhagkvæmt að semja um 35 þúsund lestir af kolmunna við Færeyjar næsta vor gegn því að Færeyingar fengju að veiða t.d. loðnu hér við land. Svaraði Jón því til að rétt væri að kolmunninn sem fengist við Færeyjar væri ekki eins gott hráefni og sá kolmunni, sem fengist hér við land. Hins vegar kæmi eyða í veiðarnar hjá stærri bátunum að vetrarloðnuveiðun- um loknum og því væri hag- kvæmt að hafa upp á þessar veiðar að hlaupa. Jón B. Jónasson og Þórður Ásgeirsson bera saman bækur sínar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.