Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 33 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Feröaútvörp verö frá kr. 7650, kassettutæki með og án útvarps á góöu veröi, úrval af töskum og hylkjum tyrir kassettur og átta rása spólur, TDK, Ampex og Mifa kassettur, Recoton segulbandsspólur, 5“ og 7“, bílaútvörp, verð frá kr. 16.950, loftnetsstengur og bíla- hátalarar, hljómplötur, músík- kassettur og átta rása spólur, gott úrval. Mikiö á gömlu verði. Póstsendum. F. Björnsson radíóverzlun Bergþórugötu 2, sími 23889. Munið sérverzlunina með ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82. S. 31330. Skattframtöl Tek aö mér skattframtöl fyrir einstaklinga. Haukur Bjarnason hdl,, Bankastræti 6, símar 26675 og 30973. Skattaframtöl og reikningsuppgjör. Fyrirgreiösluskrifstofan, Vestur- götu 17, sími 16223 Þorleifur Guömundsson heimas. 12469. Skattframtöl | Tökum aö okkur skattaframtöl og uppgjör fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Jón Magnússon hdl., Siguröur Sigurjónsson hdl., Garöastræti 16, sími 29411. Skattframtöl Uppgjör og skýrslugeröir. Sigfinnur Sigurösson hagfr., Grettisgötu 94, s. 17938. Hilmar Foss lögg. skjalaþýö. dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824. Freyju- götu 37, sími 12105. Brotamálmur er fluttur aö Ármúla, sími 37033. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði. Staögreiðsla. Arin og náttúru- grjóthleðsla Magnús Aöalsteinn, sími 84736. IOOF Rb. I =1281238% — 9.I IOOF 8 =1601248% SO. □ Edda 59791237—1 Keflavík Þorrablót Kvenfélags Keflavíkur veröur haldiö laugardaginn 27. janúar kl. 19.30 í samkomuhús- inu i Garöi. Miöasala i Tjarnar- lundi miövikudag oq fimmtudaq frá kl. 2—5. Nefndin. Nýtt líf Sérstök samkoma í kvöld kl. 20.30 í Hamraborg 11. Trúboði Donald Coyne frá Bandaríkjun- um talar og biöur fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. K.F.U.K. A.D. Fundur í kvöld kl. 8.30 að Amtmannsstíg 2 B. Kristilegt félag heilbrigöisstétta sér um fundinn. Kaffi. Allar konur vel- komnar. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.00 hermannasam- koma í salnum. Fíladelfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20:30. Ræöumaöur Einar J. Gíslason. RÓSARKROSSREGLAN V ATLANTIS PRÖNAÖS 2313331830 Fram — Skíðadeild Þorramót í 10 og 15 km skíöagöngu veröur haldið laug- ardaginn 27. janúar kl. 14 í Bláfjöllum. Þátttaka tilkynnist til Páls Guö- björnssonar, sími 31239 til fimmtudagskvölds. Svigæfingar veröa framvegis á laugardögum og sunnudögum kl. 14—17 og fimmtudaga kl. 18—21. Stjórnin. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilboö — útb !OÖ j tifkynningar 1 J ** i Tilboð oskast í m/b Kóp SH 132, þar sem hann stendur í Slippstööinni á Akureyri ásamt fylgihlutum sem í honum eru og í vörslu Slippstöövar- innar. Tilboö skulu hafa borist Bátatryggingu Breiöafjaröar Stykkishólmi fyrir 1. febrúar n.k. ____________ Útboð Byggingarnefnd íbúöa fyrir aldraöa a Blönduósi óskar eftir tilboöum í smíöi og uppsetningu innréttinga o.fl. Útboösgagna má vitja hjá sýslumanninum á Blönduósi og á Arkitektastofunni s.f. Síöumúla 23 frá og meö miðvikudeginum 24. janúar e.h. gegn 20 þús. kr. skilatrygg- ingu. Tilboö veröa opnuö hjá sýslumanninum á Blönduósi fimmtudaginn 15. febrúar kl. 11 f.h. Fáksfélagar Járningarnámskeiö, verklegt og bóklegt, verður haldiö dagana 26., 27. og 28. janúar. Leiöbeinandi Siguröur Sæmundsson. Skrásetningar á skrifstofu Fáks. Ath. Fyrirhugaöar eru ískappreiöar, 150 m. skeið 17. febrúar, ef veöur leyfir. íbróttadeildin. Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir desember- mánuö 1978, hafi ekki veriö greiddur í síöasta lagi 25. þ.m. Viöurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaöan virkan dag eftir eindaga uns þau eru oröin 20%, en síöan eru viöurlögin 3% til viöbótar fyrir hvern byrjaöan mánuö, taliö frá og meö 16. degi næsta mánaöar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 19. janúar 1979. m | w | wm _•% jl. A leio i skola gœhd að Minning: Helgi Finnsson frá Geirólfsstöðum 6. janúar lést í Reykjavík Helgi Finnsson frá Geirólfsstöðum í Skriðdal. Hann var fæddur á Geirólfsstöðum 25. apríl 1887 og var því á 92. aldursári, er hann elst. Foreldrar hans voru merkis- hjónin Finnur Björnsson og Berg- þóra Helgadóttir, er bjuggu allan sinn búskap á Geirólfsstöðum, en þar var Bergþóra fædd og uppalin. Finnur var frá Flugustöðum í Álftafirði. Auk Helga áttu þau hjón tvær dætur. Guðrún Helga, rithöfundur, fluttist til Vestur- heims upp úr aldmótum. Maður hennar var Gísli Jónsson ritstjóri. Eru börn þeirra öll búsett vestra. Systir Helga, Margrét átti heima á Geirólfsstöðum og lést þar. Helgi átti heima á Geirólfsstöðum, allt þar til hann bregður búi árið 1949, er hann selur jörð sína og flyst til Reykjavíkur. Þar stundaði hann ýmis störf, á meðan heilsa leyfði. Á Geirólfsstöðum stundaði Helgi öll algeng sveitarstörf þeirra tíma. Hann vann einnig töluvert við smíðar, enda hagur vel á tré og járn. Sá, sem þessar línur ritar, á góðar minningar frá veru í smiðju með honum, er smíðaðar voru skeifur og fleira til þarfa heimil- isins. Þótti ungum drengjum það eftirsóknarvert að fá að reyna sig í smiðjunni. Þótt sennilega hafi flest mistekist, veitti verkið ánægju. Helgi kvæntist árið 1923 Jónínu Benediktsdóttur frá Þorvaldsstöð- um í Skriðdal. Jónína var vel menntuð kona og frjálslynd í hugsun. Hún hafði stundað nám í Kvennaskólanum á Blönduósi, í Kennaraskólanum og í Askov í Danmörku. Áður en þau Helga gengu í hjónaband, hafði hún stundað kennslu í allmörg ár á ýmsum stöðum hér austanlands. Þau Helgi og Jónína eignuðust þrjú börn. Þau eru Valborg, kennari í Reykjavík, Þórir Finnur, húsasmíðameistari í Kópavogi og Guðrún Benedikta, húsfrú í Reykjavík. Eins og fyrr sagði, bregða þau hjón búi á Geirólfs- stöðum árið 1949 og flytjast til Reykjavíkur. Þar lést Jónína 1964. Eftir það dvaldi Helgi í skjóli barna sinna. Þau Geirólfsstaðahjón, Helgi og Jónína, tóku mikinn þátt í ýmsum félagsmálum sveitar sinnar. Fræðslu- og félagsmál voru Jónínu einkar hugleikin. Minnist sá, sem þessar línur ritar, að mörg góð bók, sem forvitnileg þótti, kom á heimilið til lestrar. Efni hennar var svo rætt og metin. Þá má og geta þess að þegar sími var fyrst lagður í Skriðdal, var hann lagður í Geirólfsstaði. Fylgdu honum ýmis störf, sendiferðir um sveit- ina, og á vetrum oft erfiðar viðgerðarferðir yfir hálsinn til Hallormsstaðar. Ymsar minningar eru tengdar þeim ferðum. Sá, sem þessar línur ritar, kom ungur að árum á heimili þeirra Helga og Jónínu á Geirólfsstöðum og dvaldi þar að mestu fram um 17 ára aldur. Oneitanlega koma nú fram í hugann margar minningar bundnar heimili þeirra, bústörfum þar og ekki síður leik með þeim systkinum, börnum þeirra. Nú þegar Helgi Finnsson er allur, minnist ég mætra hjóna með virðingu og þökk. Jón S. Einarsson. SVAR MITT ruR EFTIR BILLY GRAHAM Eg heyrði prest segja. að þó að við ættum ekki nema tíu mínútur eftir ólifaðar. mundurn við samt geta iðrazt og að Guð mundi frelsa okkur. Haldið þér að þetta sé rétt? Biblían hvetur menn ekki til að fresta iðrun sinni fram á dauðastund. Hún segir: „í dag er hjálpræðis- dagur!“ „Nú er mjög hagkvæm tíð!“ Þetta merkir ekki, að Guð muni ekki, í kærleika sínum og náð, heyra bænir deyjandi manns. En það minnir okkur á, að við eigum ekki að draga að ganga frá svo mikilvægum málum, þangað til „tíu mínútum" fyrir dauðann. Ef til vill hafið þér séð marga menn deyja. Rétt fyrir dauðann eru þeir ófærir, andlega og líkamlega um að taka mikilvægar ákvarðanir. Þegar líkaminn er þjakaður af hita og kvölum, hafa menn hvorki löngun eða getu til að fjalla um mikilvægustu mál lífsins eins og afturhvarft til Drottins. Enginn ætti að fresta því fram á dauðastund að semja erfðaskrá. Enn síður ættu menn að draga að biðja Guð um frið og sátt, þangað til maðurinn með ljáinn kemur. Og hvaða ástæðu höfum við yfirleitt til að bíða? Biblían kennir, að trú á Krist sé ekki aðeins trygging, sem komi okkur að haldi í dauðanum, heldur sé það í henni fólgið, sem við getum lifað á. Við þörfnumst frelsunar frá vandamálum lífsins og ekki aðeins þeim vanda að eiga að koma fram fyrir Guð í eilífðinni. Þegar við erum tilbúin að lifa, erum við tilbúin að deyja. Þá getum við tekið undir með Páli postula: „Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.