Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 35 Ingibjörg Ólafsdótt■ ir - Minningarorð Fædd 23. ágúst 1903. Dáin 2. desember 1978. Hún var fædd á Akranesi. Foreldrar hennar voru hjónin Ölafur Þorsteinsson og Ingveldur Sigurðardóttir. Þau hjón eignuð- ust sex börn, þrjá drengi og þrjár stúlkur og var Ingibjörg yngst þeirra systkina. Þegar Ingibjörg var ársgömul missti hún föður sinn. Leystist heimilið þá upp. En hún fluttist með móður sinni að Hjarðarholti í Dalasýslu til séra Olafs Ólafssonar og konu hans, Ingibjargar Pálsdóttur. Þar ólst Ingibjörg upp í skjóli móður sinnar og hjá þeim presthjónum til sextán ára aldurs. Arið 1919 flytur séra Ólafur til Reykjavíkur og fluttust þaer mæðgur Ingveldur og Ingibjörg þá með honum suður og mun Ingveldur hafa dvalist hjá þeim presthjónum meðan þau lifðu. Eftir að suður kom fór Ingibjörg að stunda ýmsa vinnu út á við eftir því sem til féll. Var meðal annars í kaupavinnu í Borgarfirði og við ýmis störf hér og þar. Árið 1926 ræðst hún starfs- stúlka að Álafossi og þar kynnist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Halldóri Eyþórssyni, er þá var starfsmaður þar. Þau gengu í hjónaband árið 1926. Þau dveljast á Álafossi og vinna bæði við verksmiðjuna þar til ársins 1936, en það ár flytja þau til Reykjavík- ur og hafa átt þar heima síðan, lengst af á Bollagötu 5. Halldór vann í mörg ár við verslunarstörf hjá Jóni Heiðberg. Rak síðan verslun fyrir eigin reikning í 12 ár. Eftir að hann hætti verslunarstörfum gerðist hann starfsmaður hjá Nýja Bíói og er það enn. Þau hjón eignuðust tvo syni, Gunnar og Eyþór. Einn son, Ólaf, eignaðist Ingibjörg áður en hún giftist, hann ólst ekki upp hjá móður sinni. Eftir að börnin fæddust mun Ingibjörg hafa helg- að heimilinu og uppeldi barnanna starfskrafta sína og ekki leitað eftir vinnu utan þess vettvangs meðan drengirnir voru ungir. Vorið 1940 ræðst Ingibjörg ásamt drengjunum, Gunnari þá 13 ára og Eyþóri 8 ára, norður að Kjörseyri í Hrútafirði til okkar hjóna er þá vorum búandi þar. Ingibjörg og kona mín voru náskyldar. Mér fannst á þeim hjónum, að hernámið, sem átti sér stað 10. maí þetta ár, hefði nokkru ráðið um þá ákvörðun þeirra að koma drengjunum burt úr Reykja- vík, sem þá var full af hermönnum og auk þess var stríðið þá í algleymingi og alveg óvíst hvað það stæði lengi eða hverjir yrðu sigurvegarar. Ingibjörg dvaldist hjá okkur ásamt drengjum sínum sumarlangt. Með þessari dvöl nyrðra hefjast kynni okkar Ingi- Hólmfríður F. Frið- þórsdóttir - Minning Aí eilífðar ljósi bjarma ber. sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Ok upphiminn fegri en augaö sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. BEN.) Þegar aldurhnigið fólk, þrotið kröftum, hverfur héðan úr heimi er það eðlilegur kafli í lífsins bók. Kannski verðum við aldrei jafn smá og er við stöndum yfir gröf iátins vinar, aldrei viðbúin hinzta kallinu. Við sem fvlgdumst með veikind- um Hólmfríðar Friðþórsdóttur vonuðum í lengstu lög að allt færi vel, því eikin skelfur aðeins í ofviðri, stendur, þar til öxin er reidd að rótum hennar. En þetta er hið mikla eilífa lögmál sem ekki þýðir um að sakast. Hólmfríður andaðist á Land- spítalanum 15. þessa mánaðar. Hún var fædd í Ólafsfirði 27. maí 1926. Foreldrar hennar voru Sig- ríður Þorláksdóttir og Friðþór Jakobsson. Ólst Hólmfríður upp hjá móður sinni, en milli þeirra mæðgna ríkti ætíð ást og trúnaður. I einkalífi sínu var Hólmfríður hamingjusöm eiginkona, móðir og amma. Eg minnist Hólmfríðar, er hún heimsótti sínar æskuslóðir. Hvað mér „stelpunni" fannst hún glæsi- legog framandi. En þeim glæsileik héLt hún ávallt. Árin liðu. Fyrir nokkrum árum urðum við grannkonur. Kom ég oft á heimili þeirra hjóna, gem bar vott um smekkvísi, glaðværð og gestrisni og í þeim efnum sem öðrum voru þau hjónin samhent. í vöggugjöf hlaut Hólmfríður heilsteypta skapgerð. Prúð- mennska, heiðarleiki og nákvæmni í starfi einkenndu hana og gerði hún ætíð miklar kröfur til sjálfrar sín. Hið jákvæða viðhorf til lífsins ásamt hiýju viðmóti, aflaði henni góðra vina. í endurminningunni var hún góð kona, sem gott var að kynnast. Ég votta eiginmanni hennar, Sigurði Magnússyni, börnum, öðr- um ættingjum og sérstaklega Siggu mína dýpstu samúð. Sigríður Steingrímsdóttir. bjargar og fjölskyldu hennar og hafa þau aldrei rofnað síðan. Um dvöl hennar á mínu heimili, sem raunar var í tvö sumur, er það að segja að hún reyndist hinn nýtasti starfskraftur bæði við heyskap og innistörf og lét sér mjög annt um hag heimilisins á allan hátt, alveg eins og hún ætti það sjálf. Öll hennar störf báru vott um trúmennsku og vand- virkni. Hún var glaðlynd og spaugsöm og var því oft kátt í kringum hana, og reyndist hún því mjög upplífgandi fyrir heimilislíf- ið. Drengirnir voru einstaklega prúðir og ljúflyndir og báru foreldrum sínum gott vitni um að ekki hefði verið vanrækt uppeldi þeirra. Gunnar sem mikið reyndi á við ýmis störf og snúninga reynd- ist mér svo vel, að ég hef ekki þekkt nema einn jafnoka hans á þessum aldri og hef ég þó haft kynni af allmörgum. Eyþór var svo ungur að það reyndi ekki á hann á þessu sviði, en mér hefur ekki gleymst prúði brosmildi drengur- inn. Ég á ákaflega bjartar minn- ingar um veru þeirra mæðgina á Kjörseyri. Barnabörn hennar eru fjögur og eftir að þau komu, snerist um- hyggja hennar mjög um velferð þeirra, og voru þau miklir auð- fúsugestir á hennar heimili og dvöldu sum þeirra hjá henni tíma oer tíma. Þau hjón urðu fyrir þeirri miklu sorg að Eyþór sonur þeirra lést aðeins 36 ára gamall. Hann var mikjll efnismaður og hafði unnið sig upp innan verslunarstéttarinnr ar til trúnaðarstarfa. Eftir lát Eyþórs áttu synir hans sérstakt athvarf hjá ömmu sinni Ingi- björgu, hún var alltaf heima, þeir gátu gengið að henni vísri þar og jafnframt að hún var tilbúin að greiða úr öllum þeirra vandamál- um. Eftir að synir Ingibjargar voru búnir að stofna sín eigin heimili, fór hún að vinna utan heimilis, meðal annars vann hún um 2—3 ára skeið á Landakotsspítala. Hjúkrunarstörf létu henni sér- staklega vel, þvi að hún var að upplagi mjög nærgætin og umhyggjusöm við sjúka. Síðustu árin vann hún ásamt manni sínum hjá Nýja Biói. Síðast þegar ég átti tal við Ingibjörgu sagði hún mér frá ferð sinni norður í land s.l. sumar og meðal annars frá dvöl sinni á Blönduósi hjá Gunnari syni sínum og konu hans, sem þar eru búsett. Hún var ákaflega hamingjusöm yfir þessari ferð og leit mjög björtum augum á framtíð þeirra þar, og það var eins og birti yfir svip hennar er talið barst að þeim. Þegar litið er yfir ævistarf Ingibjargar virðist það ekki yfir- gripsmikið eða atburðaríkt. Hún gerði ekki víðreist um dagana né sló um sig. Hennar lífsstarf var unnið á hljóðlátan hátt aðallega innan veggja heimilisins. Það var henni allt. Þar voru börnin og síðar barnabörnin í fyrirrúmi. Hún fylgdist af áhuga með þroska þeirra, gladdist með þeim þegar vel gekk, tók með skilningi ósigr- um og leiðbeindi til betri vegar. Að mínu mati hefur Ingibjörg skilað lífshlutverki sínu vel. Hún hefur hvarvetna komið fram til góðs og reynt að greiða götu þeirra er til hennar hafa leitað á sinn hljóðláta og hógværa hátt. Ég sem þessar iínur rita tel mér það til ávinnings að hafa haft mikil kynni af þessari konu um áratuga skeið. Hún var góð kona. Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Jón Kristjánsson. . Byggingavörusýnin KAUPMANNAHOF 24.feb.~ 2.mars Ákvedió hefur verió aö efna til hópferöar á„BYGGERI FOR MILLIARDE VERD FRÁ KR.124.700. Innifalió flugfar,gisting,morgunveróur,ferðir mil flugvallar og hótels og aögöngumiói að sýninguni. Skipulagðar skoöunarferóir-Fararstjóri Gisli Maack. FERÐASKRIFSTOFAN Nr. 12 J«m. 1979 Eftirlœti óðalsbóndans 500 g GOÐA-Óðahpylsa 100 g hvítkál 1 stór laukur 80 g reykt flesk 1/4 tsk paprika 1/4 tsk karrý 3 dropar tabascosósa salt 1/4 dós Noróurveri v/Nóatún - Simi 29930 næg bilastæói 3. Kryd^ð BðH^mK^oáscosósu. (Munið að tabaí^B*^^cr^BpgJ^Tk, farið því varlega með hana.) Borið franTmeð hrísgrjónum eða hrærðum kartöflum. Engin litarefni eru leyfð í GOÐA- vörum. Auat.YSlNQASfOFA SAMBANDSINS Mataruppskriftir Uppskriftablad nr. 12 í íausbladabökina Ráð ocj rctti erkomið út. Nú kynnum við »Eftirlæti óðalsbóndans(< ocj notum að sjálfsögðu GOÐA-ÓÐALSPYLSU sem aðalefniiþennan óvenjulega rétt. Einnig erkynnt »Fyílt slacjvejja(< en úrdilkaslagi ei' auðvelt að matreiða ódýra ún’aísmáltið. Afurðasala Kjötiðnaðarstöð Kirkjusanli sími:86366

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.