Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1979 Herdís Hermóðsdóttir: Að afloknum jólum Eskifirði. 7. jan. 1979. Misjafnt hafast þeir að sveita- og bæjarstjórnarmennirnir víðs vegar um landið um þessar mund- ir. A Seltjarnarnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellssveit, hafa kjörnir fulltrúar fólksins heima í héraði talið sig hafa þeim skyldum að gegna við sína umbjóðendur að reyna að takmarka skattheimtu- herferð stjórnarinnar og sam- þykkt að fullnýta ekki álagningar- heimildir þær sem hinir „kjörnu fulltrúar fólksins" á Alþingi höfðu af rausn sinni skammtað þeim. Og heiður þeim sem heiður ber. Öðru máli gegnir hér á Eski- firði. Rétt fyrir áramót samþykkti meirihluti bæjarstjórnar að full- nýta allar álagsheimildir. Bar fulltrúi Alþýðubandalagsins, sem einnig er formaður verkamannafé- lagsins Arvakurs, fram tillöguna um að allar álagningarheimildir yrðu fullnýttar. Var till. samþykkt með 4 atkv. gegn 3, beggja alþýðubandalagsmanna og auðvit- að hinna tveggja, framsóknar- manna, gegn mótmælum Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks, sem töldu skattheimtu hins opinbera komna í hámark nú þegar, og sér í lagi ef 12% útsvarsálagning yrði leyfð, sem fullt útlit væri fyrir, þó að „stjórn hinna vinnandi stétta" hefði ekki komið þeirri einstöku kjarabót(l) í gegnum þingið fyrir jólafrí. Enda kváðu þessir „fulltrú- ar verkalýðsins" ekki hægt að afgreiða fjárhagsáætlunina fyrr en 12% reglan yrði afgreidd á Alþingi, því að annað mundi ekki talið löglegt. Ojæja, „batnandi mönnum er bezt að lifa“. Það hefur ekki alltaf verið beðið eftir full- gildingu álagsheimilda hér á Eskifirði, sbr. gatnagerðargjöldin. Annars skal þess getið sem gert er. Forseti bæjarstjórnar (F) lét þess getið, eftir að hafa samþykkt till., að það hefði hann aðeins gert vegna þess, að annars hefðu þeir ekki fengið lánafyrirgreiðslu hjá lánastofnunum. Fínt! ef rétt er. Þannig á að setja þumalskrúfurn- ar á. Til að „ná niður verðbólg- unni“ væntanlega. Ég mótmæli harðlega þeirri kjaraskerðingu og arðráni, sem þessi stjórn iðkar með þessum skattaálögum. Ég ákæri stjórnvöld fyrir að auka verðbólguna vísvitandi á sama tíma og þau segja okkur kjóséndabjálfunum að þau séu að gera ráðstafanir til að minnka hana. Vil ég nefna nokkur dæmi því til stuðnings. Þeir segja, að finna verði leiðir til að koma í veg fyrir húsaleigu- okur og lækka kostnað við íbúðar- húsnæði. Á sama tíma lögbjóða þeir verðhækkanir á íbúðum og húseignum manna, svo sem á húsi mínu, sem var metið á kr. 35.000 árið 1971, en er nú að brunabóta- mati röskar 20.000.000 kr., segi og skrifa röskar tuttugu milljónir króna. Allt stjórnarfarslegar að- gerðir og ákvarðanir, án þess að ég hafi ætlað eða óskað eftir hærra verði á húsinu. Allt gert til að geta kríað út fleiri krónur í þá sítómu hít sem sveita-, bæja- og ríkissjóð- ir kallast. Ég mótmæli því að vera á þennan hátt svipt fjárforræði, án þess að hafa nokkuð til saka unnið og mótmæli einnig þeirri eignaupptöku, sem þessar aðgerðir hafa í för með sér. Fyrir kosning- arnar sl. sumar sögðu núverandi stjórnarflokkar, að þeir mundu koma í veg fyrir allar gengisfell- ingar ef fólk veitti þeim brautar- gengi. En aldrei hefur krónuræfill- inn fallið meira eða sigið hraðar en eftir að þeir fóru að ráða skoppi hennar sl. haust. Þetta stanzlausa hrap krónunnar leiðir til stór- hækkaðs verðs á öllum innfluttum vörum, sem auðvitað þýðir aukna verðbólgu. Til að kóróna verkið ætlar ríkisstjórnin svo að koma í veg fyrir niðurfellingu tolla, sem samkvæmt samningum við Efna- hagsbandalagið áttu að taka gildi nú um áramótin, svo fólkið sem hefði hlakkað til mitt í svartnætti skattheimtunnar að hægara yrði þó a.m.k. að kaupa þær vörur, verður einnig að taka því kjafts- högginu ofan á allt annað. Milljarða skattlagning almenn- ings til að borga ríkisstyrkt íslenzk matvæli ofan í erlenda neytendur bætir þar ekki úr skák. En hættulegust mun okkur íslendingum reynast sú afturvirka skattlagning, sem þessi dæma- lausa harðlífisstjórn hefur látið Sauðár- krókur: NOKKUR undanfarin misseri hafa staðið yfir umfangsmiklar athug- anir á stofnun steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki og hafa fjölmargir aðilar komið við sögu rannsókna sem bæjarstjórn Sauð- árkróks kom af stað fyrir nærri þremur árum. Þórir Ililmarsson verkfræðingur og fyrrum bæjar- stjóri á Sauðárkróki hefur mikið unnið að þessu máli, en hann rekur nú verkfræðistofu í Reykjavík. Mbl. ræddi við Þóri í Fischersundi 1 þar sem hann hefur nú aðsetur og innti hann eftir fréttum af gangi þessara mála. — Á tæpum þremur árum hafa farið fram raunhæfar athuganir og visindalegar rannsóknir við þetta verkefni að tilhlutan bæjarstjórnar Sauðárkróks. Leitað hefur verið samstarfs við ýmsa aðila t.d. Iðntæknistofnun íslands, Fram- kvæmdastofnun og iðnaðarráðu- neytið og hefur nú verið gerð kostnaðaráætlun um stofnkostnað og greinargerð fyrir þeim athugun- um og rannsóknum sem þegar hafa farið fram. Bæjarstjórn Sauðár- króks varði á árinu 1977 einni !Sas8i^öisa’ 14) Pökkunarsa,TistÆ5a fyrir mot cur og plötur 17) Saufikavél 13) Práðager»í>ar’yé * PöKkuriarvél fyrir lausa ull Hráefni Fasribarid . Bræ5>sluofn Forhitari (loftfclástur) Biöndun bindiefnis hráóa - þeytir Blástursklefi SkuróartíEki Framleiösluathugun (millistÖÖ) Bindiofn Skerar Til pökkunar Rvkútsog Stýristöö Teikning aí vélasamstæðu stoinullarvorksmiðju. 13) Rannsaka stofnun steinullarverk- smiðju er veiti 80 manns atvinnu milljón króna til þessara athugana og á síðasta ári var sú upphæð um 4 milljónir, en að auki hefur iðnaðar- ráðuneytið, sem hefur sýnt málinu áhuga, veitt mikilsverðan styrk í þessu sambandi. Má gera ráð fyrir að þegar rannsóknum verður lokið með vorinu hafi verið varið um 35—40 milljónum kr. til þess hluta er varðar Sauðárkrók. Hvað kostaði að setja verksmiðj- una sjálfa á stofn? — Talið er að hér sé um að ræða fjárfestingu upp á 3,5—4 milljarða króna og er þá miðað við verksmiðju af meðalstærð er framleitt gæti um 15 þúsund tonn steinullar á ári. Slík verksmiðja veitti um 80 manns atvinnu og yrði um vaktavinnu að ræða þar sem starfsemin yrði látin ganga allan sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að hún þurfi 5—6 mega- vött. Hefur verksmiðjunni verið valinn staður ef til kæmi að hún yrði stofnuð? — Segja má að Sunnlendingar og Norðlendingar hafi hvorir tveggja áhuga á að fá þessa verksmiðju í sinn landshluta, en staðarval hefur j-«----------------------------------------------------------------------------------- 2C5 m---------------------------------------------------------------------------------------------------->| Þannig er skipulagi verksmiðjulóðarinnar háttað. 1. Verksmiðjuskáli 2. Ilráefnislager 3. Geymsluskáli fyrir unna vöru 4. Stækkunarmöguleiki >. Stjórnun. skrifstofur 6. Bílastæði 7. Varðmaður 8. Vorkfæragcymsla o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.