Morgunblaðið - 23.01.1979, Page 37

Morgunblaðið - 23.01.1979, Page 37
^ORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 37 sér sæma að bjóða almenningi, ef ekki verður komið í veg fyrir hana í upphafi. Hún brýtur í bág við réttlætis- kennd fólks og aldagömul óskráð lög og er auk þess stjórnarskrár- brot. Því í 25. gr. stjórnarskrárinn- ar segir í síðustu málsgrein: „Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið." Eða hvernig eigum við, hinir ólöglærðu borgarar þessa lands að skilja þessa grein stjórnarskrár- innar, ef ekki á þá leið? Eitt af því sem glumið hefur í eyrum fólks hvað oftast á undan- förnum vikum er, að ekki megi afgreiða fjárlög ríkisins með tekjuhalla, og sjálfsagt sé að afgreiða þau með sem mestum tekjuafgangi! Mikil ósköp! Á þjóðarheimilinu þarf, og er sjálf- sagt, að þeirra dómi, að vera tekjuafgangur. En þessi „stjórn hinna lægstlaunuðu" hefur ekki haft miklar áhyggjur af hinum litlu heimilunum í landinu. Þeim blöskrar ekki að fara um þau ránshendi og flá sína kjósendur svo þeir þurfi ekki sjálfir að vera að hafa fyrir því að velta fyrir sér krónunni. Enda kemur nú gleggst í ljós viðhorf þessarar ríkisstjórnar gagnvart fólkinu sem hún er nú sem óðast að flá, þegar hún stóreykur beinu skattana, af því að vísitalan hennar mælir ekki fólki kauphækkanir í samræmi við þá kjaraskerðingu sem hún veldur. En varla er von á öðru, þar sem ófyrirleitnustu arðránsflokkar ís- lenzkra stjórnmála hafa tekið við stjórnartaumum á þjóðarskút- unni. Má nú allur verkalýður landsins, að öðrum landsbúum meðtöldum, sannarlega kulda kenna af ráðum þeirra. Og ekki er það heldur í fyrsta sinn í veraldar- sögunni sem trúgirni almennings hefur komið lýðskrumurum í valdastólana. Enda ætla nú hinir íslenzku týranar ekki að verða eftirbátar þeirra hellensku, árþús- undum fyrr, í því að sveifla skattasvipunni. En séu þeir Islendingar til sem gera sér ráðslag þeirra nú að góðu, eru þeir ekki kröfuharðir um efndir kosningaloforðanna, og taka slögunum með undirgefni af því að það eru réttir menn sem halda á svipunni, þá má sannar- lega heimfæra upp á þá vísu Þorsteins Erlingssonar. Ég læt hann hafa síðasta orðið: Það er hart að heiður þann hundar af manni drógu/ að þeir flatar flaðri en hann framan í þá sem slógu. Þrælslund aldrei þrýtur mann þeim er að taka af nógu. Hann Kerði alit sem hundur kann hefði hann aðeins rófu. Fjárfesting fyrir um 3,5 milljarða ekki verið ákveðið og verður ekki gert fyrr en um leið og ákveðið verður hvort farið verður út í að stofna þetta fyrirtæki. Báðir lands- hlutar hafa sína kosti og galla, en við teljum, að hentugt sé á margan hátt að starfrækja steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki. Hver eru helztu rök fyrir því? — Helztu rök fyrir því eru m.a., að staðurinn liggur vel við samgöng- um á landi og sjó, rafmagn verður fyrir hendi frá Byggðalínunni þar sem reisa á spennistöð í Varmahlíð á næstunni og verður því aukið rafmagnsframboð á Sauðárkróki. Þar eru nokkur iðnfyrirtæki fyrir og því fullkomin verkstæðis- og við- gerðarþjónusta. Þá má segja að byggðarsjónarmið ýti undir að slík verksmiðja verði starfrækt á Norð- urlandi fremur en syðra þar sem fleiri atvinnutækifæri eru fyrir hendi. — Annað mikið atriði í sambandi við staðarval er varðandi flutning afurða frá verksmiðjunni. I dag er afkastageta flestra flutningatækja fullnýtt, þ.e. skipa, og bíla, í áttina út frá Faxaflóasvæðinu, en hins vegar er nýting þeirra lítil í hina áttina. Við höfum þegar kannað það hjá Skipaútgerð ríkisins og aðilum er annast flutninga á landi, að veittur verði sérstakur afsláttur á flutningum frá Sauðárkróki til Reykjavíkur, en gera má ráð fyrir að nokkur meirihluti framleiðslunnar sem færi á innanlandsmarkað verði notaður á þéttbýlissvæðinu við Reykjavík. Slíkan afslátt er ekki unnt að veita fyrir flutninga út á land. — Ráðgert er, að af um 15 þúsund tonna framleiðslu fyrirtækisins fari Þórir Ililmarsson verkfra'ðingur. 3—5 þúsund tonn á markað hérlend- is, en hitt verður selt erlendis. Verið er nú að kanna markað í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu og höfum við fengið tilboð frá ensku fyrirtæki um að annast þessa markaðsathugun, sem myndi kosta kannski 2—3 milljónir, sem vart telst mikið verð fyrir svo umfangs- mikið fyrirtæki og taka verður með í reikninginn að athuga þarf markað mjög vel þar sem byggja þarf svo mikið á útflutningi. — Ef tekst að finna markað erlendis þá þarf einnig að leggja vinnu í að halda honum. Ég er bjartsýnn á að okkur takist að bjóða upp á góða vöru á verði sem sambærilegt yrði við heims- markaðsverðið, en okkar útflutning- ur yrði þó aldrei annað en dropi í hafið þar sem þörfin á heims- markaði er milljónir tonna en við flyttum út aðeins 10—12 þúsund tonn. Þessum markaðsathugunum ér stjórnað af Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Varðandi innanlandsmarkaðinn er það að segja, að við spöruðum allt að hálfum milljarði ef við gætum framleitt þá steinull sem við þyrft- um hérlendis og þá er ég eingöngu að tala um beinan flutningskostnað. Að lokum var lítillega minnst á umfang þessarar verksmiðju og hvaða önnur nýmæli væri hægt að taka upp í iðnaði hérlendis: — Þessi steinullarverksmiðja er ekki stóriðja heldur meðalstórt iðnfyrirtæki sem veitir um 80 manns atvinnu eins og ég gat um áðan. Hún veldur ekki mengun, því með einföldum hreinsibúnaði er hægt að koma í veg fyrir að nokkur skaðleg efni berist út fyrir veggi hennar, enda eru verksmiðjur áf þessu tagi í miðjum borgum sums staðar erlendis. Við íslendingar gætum einnig reynt að koma upp annars konar fyrirtækjum og talað hefur verið t.d. um perlusteinsút- flutning frá Mýrdalssandi, sements- verksmiðju, sjóefnaverksmiðju og byggingaplötuverksmiðju og fleira. En við þurfum að velja og hafna vegna hins takmarkaða fjármagns til fjárfestingar. Staðarval er einnig mikilvægt, en benda má á að íslendingar eiga möguleika á fyrr- greindum tækifærum og þá hafa allir landshlutar möguleika á að fá sinn skammt. — Sauðárkrókur hefur nú í 3 ár unnið að athugun varðandi stein- ullarframleiðslu og við getum ekki fallist á að stuðlað sé að samkeppni milli landshluta nú meðan málið er á rannsóknastigi. Olivier Todd Undir yfirskyni frelsunar: r Arásar- kommúnismi Asíu „Kambódía hefur ekki orðið fyrir innrás núna vegna ómannúðlegrar stjórnunar Pol Pots. Kambódía er ekkert sfður undirokuð þrátt fyrir hana. Fyrsta raunverulega stríðið milli kommúnistaríkja kemur þarna fram í hernámi.“ Þannig hefur hinn kunni dálkahöfundur Oliver Todd grein sína í franska blaðinu Express. Hann segiri „Sigurvegararnir setja víetnam- ísétingu sína að hefðbundnum hætti fram sem „frelsun". Á árunum 1956 og 1968 var Ungverj- um og Tékkum beitt fyrir sovéska sigurvagninn. Á því herrans ári 1979 bruna fram skriðdrekar Giaps með öllum sínum skot- krafti, studdir flugher. í þessari víetnömsku leifturárss má greina aukinn kraft. En líka verður að átta sig á samhenginu í stjórnmálatækninni. Sögulega séð endurnýjar skrið- drekakommúnisminn, sem beitt er við valdatöku sig ekki. 1920 réðst rauði herinn gegn Póllandi og Lenin fann upp bráðabirgðastjórn. 1944 gaf Stalin Lublin-nefndinni í sama landi nafn. Á árunum 1960 og 1970 smíðuðu Hanoi-kommún- istar handa Suður-Víetnam frels- ishreyfingu FNL (Front national de liberation) og í kjölfarið bráðabirgða-byltingarstjórn (G.R.P.) undir yfirskyni sjálfstæð- is. Sagan herðir róðurinn. I Kambódíu bjuggu þeir á nokkrum mánuðum til sameinaða þjóðfrels- isfylkingu til frelsunar Kambódíu (FUSNK) svo og Byltingarráð, sem jafngilda skyldi bráðabirgða- stjórn. Þeir hafa notfært sér óvinsældir Saigonstjórnarinnar og geðveikislegt kerfi Pol Pots. Hersveitirnar sem tóku Saigon, voru dulbúnar sem sveitir bráða- birgðastjórnar, þær sem tóku Phnom Penh földust undir gæru þjóðfrelsisfylkingarinnar Fusnk. Dulbúningurinn er samt gegn- særri hér. I Frakklandi hefur taka þá af lífi. Þeir sluppu yfir til Víet Nams og eru nú hafðir á oddinum sem frelsarar. Mynstrið í hertöku Suður-Víet- nams og Kambódíu er ákaflega líkt, segir Oliver Todd. Fram- kvæmdaáætlun þjóðfrelsishreyf- ingarinnar til frelsunar Kambódíu er eins og ýkt grínmynd af framkvæmdaáætlun FNL og GRP í Víetnam á árunum 1960, 1965, 1968 og 1969. Með sömu mjúk- mælginni, sömu rólegu röksemda- færslunni, sem er öllu fremur víetnömsk en kambódísk, lofa þeir að tryggja frelsi fyrir alla. Hvers vegna skyldi svo þetta „loforða- frelsi" verða framkvæmt af meira frjálslyndi í Kambódíu en í Víetnam? Meðal hinna nýju kambódísku frammámanna er auðvitað að finna glansmyndirnar, þessa ómissandi munka við hliðina á menntamönnunum og framúr- stefnu-konunum, kryddið í fram- sveitunum, komið hvarvetna fyrir á sínum stað af kommúnistum, í Kambódíu sem í Víetnam, í Asíu sem í Evrópu. Þjóðfrelsishreyfing- in, sem og bráðabirgðastjórnin, eiga fagra framtíð að baki. Allar þessar framvarðarsveitir og henti- stjórnir á Indókínaskaganum aðeins einn leiðarahötundur kommúnistablaðsins „L’Humanité" látið sig hafa þá hræsni að trúa að Vietnamar hafi aðeins veitt stuðning. Nýjustu yfirvöld í Kambódíu segja að þau hafi notið „hjálpar fólksins" til að berja niður „klíku Pol Pots og Ieng Sarys". í sókn sinni á árunum 1968, 1972 og 1973, gerðu Norður-Víetnamar það sama. Að orrustum loknum sýnir það sig að þessar ævintýrasögur hverfa út í buskann. Það var aldrei nein uppreisn almennings. Hér má skjóta því inn í til skýringar að komið er í ljós, að tveir af helstu stjórnendum bráðabirgðastjórnarinnar í Phnom Penh, þeir Heng Samrin forseti og Chea Sim innanríkis- ráðherra, sem eru 44ra og 46 ára gamlir, hafa árum saman verið þátttakendur í fylkingu hinna rauðu kmera Pol Pots, en flúðu til Viet Nams í apríl 1978. Samrim stjórnaði fjórðu herdeild rauðu kmeranna í austurhluta Kambó- díu, og Sim var „pólitískur komm- issar" á gúmmíplantekrunum kring um Krek, 70 mílum austan við Phnom Penh. í aprílmánuði sl. flúðu þeir, eftir að upp komst um samsæri, og Pol I’ot hóf nýtt blóðbað á óvinunum innan raða rauðu kmeranna — og hafði komið auga á báða þessa menn til að láta þjóna gamalli, traustri hernaðar- list. Á árinu 1951 sagði nákvæm- lega í leiðbeiningum Lao Dongs í Víetnam: „Þegar aðstæður leyfa, mun byltingarflokkum í Víetnam, Kambódíu og Laos verða safnað í einn flokk." Flokkurinn, það er Ríkið. Stór-Indókína er í nánd. Um alla Asíu fer riú alda ótta. í Kuala Lumpur og í Bangkok gæti hver maður skrifað undir ummæli Sihanouks. Þegar hann kom til Peking, sagði hann um Víetnama: „Þeir eru ógnun við Thailand, og eftir að hafa gleypt það munu þeir gleýpa Singapour og Malasíu ...“ Þar sem ekki eru neinir komm- úniskir skæruliðar í Luxembourg eða í norðvesturhluta Kanada, (eða hvað?) þá eru sérfræðingarn- ir, fréttaskýrendurnir og utanrík- isþjónustufólkið í Ameríku og Evrópu hið rólegasta andspænis slíkum gleðihorfum. Þeir hinir sömu fullyrtu fyrir nokkrum mánuðum að aldrei mundu Víet- namar þora að taka Phnom Penh. Sama fólkið heldur því enn fram að ekki séu alvarlegar deilur milli Víetnams og Kína. Til að missa ekki alveg andlitið — vegna gervihnattar síns í Kambódíu — finna „hægrisinnaðir" stjórnendur í Peking hugmyndafræðilega skýringu til réttlætingar því að bregðast vinstrisinnuðum frávík- ingum Pol Pots. Hvarvetna er gert ráð fyrir því að þeir muni forðast það að láta draga sig inn í umfangsmiklar hernaðaraðgerðir eða stríð gegn Stór-Víetnam. Einnig verður að gera sér grein fyrir hinum gömlu kenningum, storknaðri sálarfræði og messías- arkenndum marxisma stjórnar- liðsins í Víetnam, jafnvel þótt óhugsandi virðist í París, London, Washington og Moskvu að þeir hugsi til þess að ögra Kína. Biblía Víetnama er alveg ljós, einsog hún kemur fram í textaflóði höfuðhug- myndasmiðsins Le Duan: Heims- bylting alþýðunnar er óhjákvæmi- leg og Víetnam er framvörðurinn. Víetnamar viðurkenna ekki einu sinni í orði kennisetninguna um „friðsamlega sambúð". Politburo Víetnama óttast ekki útbreiðslu stríðsins eða allsherjar stríð, hvort sem er hefðbundið eða atómstríð. Hver sem hefur hitt stjórnendur Víetnams, veit að þeir eru sannfærðir um það að þeir hafi sigrað Bandaríkin, ekki að- eins á sviði stjórnmála heldur líka í hernaðarátökum. Það er erfitt að meðtaka það, en Víetnamar eru sannfærðir um að þeir geti mætt Kínverjum, og — með klóku möndli — neytt Sovétríkin til að standa við bakið á sér, þar sem þeir séu nú orðið einasta áhrifa- svæði þeirra í Asíu. Þessir stjórn- endur, sem alltaf kunna betur við sig í stríði en friði, blása á alla útreikninga. Fyrir tæpum þremur vikum, 22. desember 1978, ræddi Giap „hugsanlegt umfangsmikið árásarstrið". Hvað hafði hann fyrir sr þar? Ekki væri aðeins um Tveir af mest áberandi mönnum í nýju stjórn- inni í Phnom Penh eru úr hópi Rauöu Kmer- anna. þeir Heng Samrin forseti (á litlu myndinni) og Chea Sim innanríkisráð- herra (hér að heilsa bændum). Báðir flúðu þeir til Víet Nam í apríl s.l. þegar Pol Pot var að hreinsa til í röðum sinna manna eftir að upp komst um samsæri. að ræða Kambódíu, heldur líka Kína. Víetnam skriðdrekakommún- ismans verður ekki stöðvað nema með afskiptum og ákveðinni ábyrgð lýðræðisríkjanna, svo sem Japans, Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Frakklands. Og umfram allt! Að fara þess kurteislega á leit við Víetnama að draga hersveitir sínar út úr Kambódíu, það er álíka raunsætt eins og að biðja um að sovéskar hersveitir fari frá Aust- ur-Þýzkalandi eða Póllandi. Stórveldin vilja að Kambódíu- málinu verði haldið staðbundnu. En ef Hanoi örvuð af vímu velgengninnar og sigri raunsærr- ar hugmyndafræði, hugsaði sér nú, eftir eitt eða 10 ár, hærra en til Indókínasambandsríkis síns, mundu þá átökin, hugsanlega með vopnavaldi, breiða út yfir Asíu alla grjótharðan kommúnisma? Á meðan mundu Sovétríkin fæða af sér um alla Evrópu kommúnisma, sem í augum Politburo í Hanoi er miklu linari. Hversu langt mundu sannleiks- berarnir gegn „heimsvaldastefnu“ Frakka eða Bandaríkjamanna, gegn „strengjabrúðunum" í Saigon, gegn „strengjabrúðunum" í Phnom Penh, allt til Víetnama nú, — hversu langt mundu þeir ganga í óaflátanlegum árásu n sínum á Peking?________________

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.