Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 47 Flótta- mannabáti vísað frá Malaysiu Kula TronKífanu, Malaysia, 22. jan. Reuter. SKIP írá strandgæzlu Malaysiu stöðvaði í dag flótta- mannabát moð 37 Víctnömum um borð og meinaði honum að leggjast að austurströnd Malaysiu að því er talsmaður lögreglunnar sagði í dag. Ilann sagði að flóttamcnnirnir hefðu fengið mat og vistir og bátur- inn myndi fá fylgd út úr lögsögu Maiaysiu þegar veður lægði. Þetta er þriðji flótta- mannabáturinn frá Víetnam sem vísað er frá Malaysiu nú á þremur dögum. Ólympíu- leikarnir notaðir gegn andófi Flórens. 21. )an. Reuter. BORIS Veil, þekktur sovézkur andófsmaður scm er í útlegð á Ítalíu spáði því í dag að sovézka stjórnin myndi gera sér mikinn mat úr því að hafa Ólympíuleikana í Moskvu anæsta ári og sagðist hann ekki efa að stjórnin og yfirvöld myndu leggja allt kapp á að koma í vcga fyrir opinbcrt andóf eða mótmælaaðgerðir. Hann sagði að 300 þús. vega- bréfsáritanir myndu gefnar út og án efa yrði allt reynt til að koma í veg fyrir að ferðamenn- irnir kæmust í samband við sovézka andófsmenn. Útvarps- stöðin Karólína aðsökkva? Harwieh, Knidandi 22. jan. Rruter. ÓLÖGLEGA útvarpsstöðin Caroline var þögul nú um helgina en þó enn á floti undan austurströnd Englands eftir að starfslið stöðvarinnar hafði yfirgefið hana er mikili storm- ur skall á um helgina, að því er strandgæzlan skýrði írá. Stöð in er um borð í 270 tonna vélbát, scm er kominn mjög til ára sinna. Báturinn virtist í hættu aðíararnótt laugardags er mikill sjór komst í hann. Tveir hollenzkir skipverjar og þrír plötusnúðar sem störfuðu við stöðina fóru þá frá borði. Þessi stöð hefur sent út nokk- urn veginn reglulega í fimmtán ár. Fátæklingar á mótmælafund Pekinií 21. jan. Reuter. IIÓPUR fátæklinga frá ýmsum héruðum í Kína sem krefjast bættra lífskjara efndu um helgina til annars mótmæla- fundar síns í Peking. Fólkið var flest kla'tt tötrum. Það hafði fyrir viku krafizt þess að fá að afhenda „Teng hinum óspillta" kröfur sínar. Þá var greint frá því í Peking að fyrr um daginn hefði hópur ungs fólks komið saman í Sun Yat Sen garðinum til að lýsa yfir stofnun Peking-deildar á „uppfræðslu þjóðfélaginu" sem á að beita sér fyrir lýðræði og mannréttindum í Kína. Skærur á landa- mærum Úganda íranskur hermaður gerir tilraun til að kyssa fætur keisarans við brottför keisarahjónanna frá íran í síðustu viku. Nairobi, 22. jan. AP. Reuter Úgandamenn sögðu í dag að stór landsvæði á landamærum þeirra og Tanzaníu hefðu verið hertekin Rosalynn rabbaði við Gacy Chicago, 21. jan. Reuter. BLAÐIÐ SUN-Times í Chicago birti um helgina mynd sem er af Rosalynn Carter forsetafrú að þrýsta hönd manns sem síðan hefur verið dreginn fyrir rétt sakaður um fjöldamorð, John Gacy. Hann hefur játað að hafa drepið 25 manns og líkast til ekki allt komið í ljós. Rosalynn Carter hitti Gacy á fundi og móttöku Demókrataflokksins í maí, en þar var Gacy í sjálfboða- vinnu. Blaðið segir að forsetafrúin hafi áritað myndina af þeim með beztu kvéðjum. Blaðið segir að svo virðist sem leyniþjónustunni hafi orðið illa á i messunni þarna með því • að leyfa Gacy að vera við móttökuna og dregin er í efa hæfni hennar til að veita forsetahjónunum örugga vernd. Sakaskrá Gacys gefur til kynna að hann hefur áður verið 18 mánuði i fangelsi í Iowa, 1968. Genf. 21. jan. Reuter. MACIAS Nguema. forseti Mið- baugs Gíneu, stjórnar ríki sínu með því að beita ámóta aðferðum og tíðkuðust f Þýzkalandi á dögum Ilitlers og álitið er að um þriðjungur þjóðarinnar hafi flúið land til að komast undan ógnar- stjórninni. Þetta segir í skýrslu sem unnin er af sænskum mann- fra'ðingi og birt er í brezka blaðinu Observer á sunnudag. Höfundur skýrslunnar, Robert Klintenberg, sótti heim Miðbaugs Gíneu á síðasta ári og hann ræddi einnig við flóttafólk þaðan. Meðal annars sagðist hann hafa það fyrir satt að leyfilegt væri að handtaka fólk fyrir að mæta ekki í fjöldafagnaðarfundum til heið- urs foringjanum og nánast mætti taka fólk og hneppa það í fangelsi fyrir hvað lítið sem væri. Skýrsla Klintenbergs er 90 síður og unnin fyrir IUEF sem hefur aðalbækistöðvar í Genf. Hann líkir þar forsetanum við Amin Úgandaforseta, Bokassa keisara í Miðafríkukeisaradæminu og segir að það sé ekki of djúpt í árinni tekið að segjá að landið sé eins og ERLENT Handtökur í kjölfar flótta A-Þjóðver jans til vesturs - einn slapp á hálum ís frá lögreglu Bonn 22. jan. Reuter. VESTUR-ÞÝZKIR leyniþjónustu- og öryggisverðir sættu miklu ámæli í dag fyrir að hafa látið það gerast að grunaður njósnari kommúnista skyldi sleppa úr höndum öryggisvarða er verið var að flvtja hann í ga'zlu. Austur-Þjóðverjinn var einn af fimm grunuðum njósnurum kommúnista sem voru handteknir um helgina. Þessar handtökur fvlgdu í kjölfar þess að mjög háttsettur levniþjónustumaður Austur-þjóðverja gaf sig fram við yfirvöld V-Þýzkalands um helgina og var litið á það sem meiri háttar rós í hnappagat Vestur Þjóðverja. Austur Þjóðverjinn sem komst á braut heitir Keiner Fuelle, fertug- ur hagfræðingur og segir lögregl- an að hann hafi unnið við kjarn- orkustöð í Karlsruhe. Lögreglan segir að ástæðan fyrir því að hann hafi komizt undan hafi verið sú að gæzlumenn hans hafi hrasað á hálku er þeir voru að stíga út úr lögreglubíl við fangelsið sem átti að flytja hann í. Einnig hefur komið í ljós að Fuelle var ekki handjárnaður. Fréttamenn segja að lögregla hafi brugðið við af óvenjulegum hraða og handtekið fimm menn nánast á einum sólarhring eftir að Austur-þjóðverjinn flúði yfir til af ónefndum innrásarher og haft var eftir áreiðanlegum heimild- um í Úganda að mikil ólga væri nú ríkjandi í landinu. Vegna þessa var haft eftir Idi Amin Úgandaforseta að Úganda- menn hefðu enga ástæðu til þess að standa í bardögum við Tanzaníumenn en landvinninga- stefna þeirra væri eigi að síður óþolandi. í Tanzaníu hefur ekkert verið fjallað um málið og engin opinber yfirlýsing gefin út. Ríkin tvö hafa allt frá því í nóvember, þegar Úgandamenn gerðu árás á Tanzaníu, verið að ásaka hvort annað um yfirgang. Miðbaugs Gíneua út- rýmingarbúðir á borð við Þýzkaland Hitlers — skýrsla birt í Genf um mál þetta útrýmingarbúðir. Hann segir að svo virðist sem unnið sé kerfis- bundið að því að halda fólkinu í heljargreipum ótta og ofsókna og að um 400 þúsund manns hafi flúið vegna skelfingar og svo einnig vegna hins ömurlega efnahags- ástands landsins. Klintenberg sakar erlend ríki um að hafa afskipti af málefnum landsins og nefnir þar sérstaklega Sovétríkin, Kína og Kúbu. Forsvarsmenn Amnesti Inter- national og talsmenn ýmissa mannréttindasamtaka hafa látið í ljós fordæmingu á þeim hryðju- verkum sem þar eru unnin. Tekið er fram að um 500 Kúbanir séu í landinu og vinni þeir að þjálfun hers landsins og við kennslustörf. Rússar séu áberandi í höfuðborg landsins en Kínverjar séu aðallega við vegalagningu inni í landinu. Veður Akureyri -8 lóttskýjað Amsterdam 5 skýjaö Apena vantar Barcelona 14 alsýjaö Berlín -7 skýjaö Brussel 4 skýjað Chicago -1 heiöskírt Frankfurt -3 skýjaö Genf 5 skýjað Helsinki -5 skýjaö Jerúsalem 8 skýjað Jóhannesarb. 25 skýjaö Kaupmannah. snjókoma Lissabon 12 rigning London 4 skýjaö Los Angeles 17 skýjaö Madríd vantar Malaga vantar Mallorca 16 alskýjaö Miami vantar Moskva -7 skýjaö New York vantar Ósló -4 skýjaö París vantar Reykjavík -5 léttskýjaö Rio De Janeiro 26 skýjaö Rómaborg 12 skýjaö Stokkhólmur vantar Tel Aviv 15 skýjaö Tókýó vantar Vancouver 7 skýjaö Vínarborg 3 skýjaö vesturs með konu og barni. Nafn hans hefur ekki verið birt, en sögusagnir, óstaðfestar, segja áð hann kunni að hafa verið beggja handa járn. Þá tilkynntu Austur-Þjóðverjar rétt fyrir helgina að foringi úr leyniþjónustuafla Atlantshafs- bandalagsins hefði aftur á móti leitað hælis í Austúr-Þýzkalandi og hefði haft í fórum sínum mjög mikilvæg hernaðarleyndarmál. Hefði maður þessi beðið um hæli í Austur-Þýzkalandi. Talsmaður varnarmáiaráðuneytis Y-Þýzka- iands sagði að hugsanlegt væri að átt væri við vestur-þýzkan mann sem hefði verið týndur í tvo ntánuði, en sá hefði ekki haft neinn aðgang að hernaðarleyndar- málum. Kambódía: „Barizt -ekki barizt” Bangkok. 22. janúar. Reuter. IIARÐIR bardagar eru enn í nokkrum héruðum Kambódíu milli víetnamskra hermanna og hermanna Pol Pots fyrrverandi forsætisráðherra landsins. að því er fréttir frá Bangkok herma. Haft var eftir diplómatískum heimildum að harðast væri barist í norður- og suðurhluta landsins, sérstaklega í héruðunum Takeo og Kampot þar sem Rauðu Kmerarn- ir undirbúa nú mikinn skæru- hernað á hendur hinum nýju valdhöfum. Hinir nýju valdhafar í Phnom Penh tilkynna þrátt fyrir þessar upplýsingar eins og áður að öllum bardögum í landinu sé lokið með fullkomnum sigri þeirra. Þá hafa óljósar fregnir borist af átökum á landamærum Kambódíu og Thailands milli landamæra- varða Thailendinga og flótta- manna úr liði Pol Pots sem vilja komast yfir landamærin. Thai- lendingar hafa til þessa algjörlega neitað að taka við nokkrum flóttamönnum frá Kambódíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.