Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 3 Ólöf Bjarnadóttir og SÍKuröur Axel Bencdiktsson ásamt Benedikt Brasa syni sínum. Baráttumál fólksins á Hólsfjöllum: Úrbœtur í raf- magnsmálum svo byggð eyðist ekki — HÁLFVELGJA hefur verið ríkjandi í málefnum byggðarinnar á Hólsfjöllum af hálfu stjórnvalda, en við vonum þó, að nú loksins sé skriður að komast á hlutina, sögðu þau Sigurður Axel Benediktsson og Ólöf Bjarnadóttir í spjalli við Morgunblaðið í gær. Þau hafa dvalið hér syðra í á þriðju viku og hafa m.a. notað tímann til að ræða við ráðamenn um úrbætur í rafmagnsmálum sveitarinnar. Rafmagns- rnálin ásamt bættum samgöngum segja Sigurður og Ólöf, að séu helztu forsendur þess, að byggð megi haldast á Fjöllunum og nái að þróast á eðlilegan hátt. Bændur á Hólsfjöllum hafa ítrekað rætt sín vandamál við stjórnvöld síðan árið 1974 að samin var svonefnd Hólsfjalla- áætlun. I henni er kveðið á um 50% framlaíí til nýbyjíítintía oft ýmsa aðra aðstoð til uppbygg- intjar Hólsfjaliabyjtfíðarinnar. I ál.vktunum um þessi mál m.a. hjá Stéttarsambandi bænda, í fjárveitinftanefnd og loks í þinftsályktunartillöftu var ákveðið tekið til orða um uppbyftfti nftu byfífíðari n nar. I bú - um á Hólsfjöllum finnst þó að þessum ályktunum hafi slælefta verið fylftt eftir oft í mörftuni tilvikum ekki verið annað en orðin tóm. — Við fenffum dísilvél árið 1975 oft henni fylgdu þá fyrst nauðsynleg tæki eins og ís- skápar og rafmagnseldavél i stað kolavélarinnar, sem áður var notuð, segja þau Sigurður Axeltog Ólöf. — Á síðasta ári nam kostnaður vegna hráolíu á dísilvélina yfir 2 milljónum króna og er þá eftir að taka inn í dæmið viðhald og annan kostn- að. Það segir sig sjálft að vél sem gengur linnulaust allt árið þarf mikið viðhald og því er beinn kostnaður vegna vélarinn- ar ennþá meiri. — Á Grímsstaðatorfunni erum við núna með 30 KW dísilvél og 13 KW varastöð. Þetta þykir lítið fyrir þessa fjóra bæi og við þyrftum að hafa 50 KW aðalvél og 30 KW varaaflsstöð. Það sem við höfum fyrst og fremst verið að knýja á um hér fyrir sunnan núna er styrkur til að mæta orkukostn- aðinum því það er gífurlega mikið fé, sem fer í að greiða hráolíuna. — Kf ekkert verður gert mjög fljótlega í rafmagnsmálunum þá fara Hólsfjöllin fyrr en síðar í eyði. Sigurður Karl Leósson og fjölskylda hans að Hólsseli hafa t.d. ákveðið að flytjast af Fjöllunum ef ekkert verður gert í þessum málum á árinu. — Austfjarðalínan liggur um 10 km frá Grímsstöðum þar sem hún er næst okkur og það er svolítið blóðugt að geta ekki fengið rafmagn frá þeirri línu. Það er ekki hægt vegna þess hve hún er háspennt og kostnaður við að byggja spennustöð fyrir okkur væri meiri, en að leggja raflínu úr Mývatnssveit. Gerð hefur verið kostnaðaráætlun um raflögn úr Mývatnssveit, en horfið frá þeirri framkvæmd í bili að minnsta kosti, segja þau Ólöf og Sigurður. Í septembermánuði síðast- liðnum hófu þau byggingu nýs íbúðarhúss á Grímsstaða- torfunni og voru flutt inn í nýja húsið eftir 3V-z mánuð frá því að byrjað var á verkinu. Þau segja að veturinn hafi verið einstak- lega góður á Hólsfjöllum, snjó- léttur og færðin betri en t.d. í Reykjavík. — Það er gott að vera á Hólsfjöllum og í vetur hafa veðurguðirnir leikið við okkur, segja þau. — En því miður virðast ráðamenn ekki gera sér grein fyrir hvað í rauninni er um að ræða og hvert vandamál rafmagnsleysið er hjá okkur. — Samgöngumálin eru einnig ofarlega á baugi hjá okkur og vegir á Öræfunum fyrir neðan allar hellur — ef hægt er að tala um vegi í þessu sambandi. Víða er ekki um annað að ræða en ruðning eftir ýtutönn, sem teppist í fyrstu snjóum. Ef ekið er eftir þessum slæmu köflum e,ru þeir gjarnan neðar en landslagið í kring og því betra að aka utan vegar — ef maður þá kemst upp úr farinu, segja þau Sigurður Axel Benediktsson og Ólöf Bjarnadóttir að lokum. íbúðarhúsalán bænda falla undir Húsnæðismálastjórn SÚ BREYTING hefur nú orðið á varðandi lán til íbúðarbygginga í sveitum að allar þessar lánveitingar færast frá Stofnlánadeild landbúnaðarins yfir til Húsnæðismála- stjórnar frá og með síðustu áramótum. Fyrst og fremst nær þetta til nýrra íbúðarbygginga en einnig lán til viðbygginga og þau lán sem stofnlánadeildin var áður búin að veita fyrrihlutalán út á. Hins vegar verða lán til endurbóta á íbúðarhúsnæði áfram hjá stofnlánadeildinni þar til Húsnæðismálastjórn hefur tekið upp samsvarandi lán en þau eru ekki fyrir hendi enn sem komið er í húsnæðismálastjórnarkerfinu. Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur veitt lán til b.vgginga um 90—100 íbúðarhúsa í sveitum landsins á hverju ári og á síðasta ári veitti deildin 260 milljónir króna til íbúðarhúsa en það er um 12% af heildarfjármagni stofn- lánadeildar, sem var á sl. ári 2 milljarðar 334 milljónir króna, að því er Stefán Pálsson, forstöðu- maður stofnlána deildarinnar, tjáði Mbl. í gær. Hann sagði, að bændum bæri því eftirleiðis að snúa sér til Húsnæðismálastjórn- ar varðandi lánsumsóknir vegna íbúðarbygginga. Stefán sagði að ein helzta ástæðan fyrir þessu breytta fyrir- komulagi væri sú, að Stofnlána- deildin hefði verið eini fjárfest- ingalánasjóðurinn sem gert var að lána til íbúðarhúsa meðan allir aðrir samsvarandi sjóðir hefðu einungis verið með fjárfestingalán beinlínis tengd atvinnuveginum. Sjómaðurinn í sjávarþorpinu fengi ekki lánað úr fiskveiðasjóði þegar hann reisti íbúðarhús sitt og iðnaðarmaðurinn ekki úr iðnlána- sjóði heldur úr Byggingarsjóði ríkisins. Breytingin hefði þar af leiðandi verið gerð til samræmis við aðra sjóði, því að mönnum hefði þótt ranglátt að telja lán til íbúðarhúsa í sveitum með heildar- lánunum til landbúnaðar. Einnig væri þess að geta að 2% launa- skatturinn af launum bænda hefði eftir sem áður runnið til Hús- næðismálastjórnar en ekki stofn- lánasjóðsins, sem þannig hefði ekki fengið neinn tekjustofn til að standa undir þessum íbúðarhúsa- lánum á hans vegum. Reykjavíkurvegur 66. Opnunartími: mánudaga - föstudaga frá kl. 9:15— 16:00, síödegisafgreiðsla á föstudögum frá kl. 17:00-18:00. Sími 54212 Starfsfólk okkar þar: Hildur Elín Ebba 5PARI5JÚÐUR HAFNARFJARÐAR • •/ opnar Sparisjóöurinn afgreiðsluútibú aö Reykjavíkurvegi 66, BJÓÐUM HAFNFIRÐINGA YELKOMNA! I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.