Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 Öngþveiti í Bretlandi: Healey er albúinn í slaginn ef Callaghan hrökklast frá í JANÚAR fyrir tveimur árum hlaut Denis Healey ekki nema 30 atkvæði í fyrstu umferð, er kosið var um eftirmann Harolds Wilsons sem leiðtoga Verkamanna- flokksins. „Ég renn ekki af hólmi,44 sagði hann kotroskinn fyrir aðra umferð meðal þingmanna Verkamannaflokksins, en bætti þá aðeins við sig 8 atkvæðum og var þar með úr leik. James Callaghan, þáverandi utanríkisráðherra, bar sigur úr býtum með miklum meirihluta. Alveg burtséð frá þessum hnekki hafa síðustu þrjú árin ekki verið léttbær þessum fjármálaráðherra Bretlands, sem lengst hefur gegnt því starfi. En nú, þegar stefna hans í efnahagsmálum er í hættu, ef ekki í tætlum, eru góðar horfur á því fyrir hann, að hann verði næsti leiðtogi Verkamannaflokksins. I marzmánuði næstkomandi verður Callaghan 67 ára, en á þeim aldri dregur margur maðurinn sig í hlé. Vel gæti svo farið, að afmælisdag for- sætisráðherrans bæri upp í miðjum kosningaslaginum, þar sem sá kostur að fresta þingkosningunum til síðasta hugsanlega dags í október verður æ ískyggilegri. Ef Verkamannaflokkurinn ynni þriðju kosningarnar I röð, myndi Callaghan halda áfram í að minnsta kosti 18 mánuði. Það myndi gera Healey kleift að verða utan- ríkisráðherra, sem hann hefur lengi þráð árangurslaust, en það er frá sjónarmiði flokks- manna virðulegur og eðlilegur stökkpallur yfir í framboð til flokksforingja. Hægri armurinn sterkari Að því tilskildu sem eðlilegt verður að telja, að Callaghan myndi vilja draga sig í hlé til búgarðs síns í Sussex, áður en hann verður sjötugur, er Healey sjálfsagður arftaki hans. Þrátt fyrir brögð og brellur vinstri manna, sem eru í meirihluta í framkvæmda- nefndinni, hefur hægri armur flokksins örugglega undirtök- in í þingflokknum. Sönnun þess kom nýlega í ljós við kosningar í sambandsnefnd- ina, þegar hægri menn hlutu öll sex sætin, en frambjóðend- ur vinstri manna kolféllu. En biði Verkamanna- DENIS HEALEYi óheílað orða- far samfara frábærum dugnaði. flokkurinn aftur á móti ósigur í þingkosningunum, myndi Callaghan nær örugglega vilja JAMES CALLAGHANi kynni að finnast tfmabært að draga sig f hlé. hætta, áður en klögumálin byrjuðu. En engu að síður myndi hægri armur flokksins vera alls ráðandi, svo fremi forsætisráðherrann frestaði ekki brottför sinni. Kannanir á því, hvaða þingsæti séu í mestri hættu, sýna, að þegar á heildina er litið, myndi fylgis- tap Verkamannaflokksins koma verst niður á þingmönn- um vinstri armsins. Hægri armurinn er einnig að því leyti betur settur, að þar er í rauninni aðeins um einn frambjóðanda að ræða í stöðu flokksforingja. Roy Jenkins hvarf frá borði til að taka við embætti forseta Evrópuráðsins. Anthony Cros- land dó fyrir hálfu öðru ári, og Shirley Williams mennta- málaráðherra, sem er 48 ára gömul, virðist hafa dregið sig til baka í bili. Yngri mennirnir Hinir yngri keppinautar, Roy Hattersley, Bill Rodgers og dr. David Owen, utanríkis- ráðherra, vita, að þeir verða að bíða að minnsta kosti einn hring, áður en röðin kæmi að þeim. En með því kemur enginn annar til greina en Healey, sem er 61 árs, enginn, sem gæti veitt honum neina keppni. Hann krefst hollustu þeirra, sem vinna hjá honum í fjár- málaráðuneytinu, en hann hefur aldrei haft fyrir því að afla sér persónulegs fylgis í þinginu. Þjösnaskapur hans og óheflað orðafar, sem stundum getur orðið að lítt prenthæfum munnsöfnuði í garð andmæl- enda á þingi, hefur aflað honum margra óvina. En fáir frýja honum vits og hæfni í valdastöðu og hann hefur sýnt frábæran dugnað í störfum. Forusta Verka- mannaflokksins er tvíeggjaður ávinningur, eins og margir hafa reynt og orðið að gjaída fyrir, en hún virðist nú vera innan seilingar Denis Healeys. — svá — úr THE OBSERVER tfoMba TOSHIBA SM-2700 Stereo-samstæðan Verö kr. 234.670- Stórfallegt hljómflutningstæki á einstaklega góöu verði Allt í einu tæki: Stereo-útvarp, cassettusegulband, plötuspilari og 2 stórir hátalarar. Magnarinn er 28 wött. Tveir hátalarar eru í hvorum kassa. Stór renndur 28 sm plötudiskur. Útvarpiö er meö langbylgju, miðbylgju og FM Stereo. CR 0 Selektor. Komið og skoöiö þetta stórfallega tæki og sannfærist um aö SM 2700 Toshiba-tækið er ekki aöeins afburöa stflhreint í útliti heldur líka hljómgott. SM 2700 gefur yöur mest fyrir peningana. Háþróaöur magnari, byggöur á reynslu Toshiba í geimvísindum. Útsölustaöir: Akranes: Bjarg h.f. Borgarnes: Kaupf. Borgf. Bolungarvík: Versl. E.G. isafjöröur: Straumur s.f. Hvammstangi: Versl. S.P. Blönduós: Kaupf. Húnvetninga. Sauöárkrókur: Kaupf. Skag- firðinga Akureyri: Vöruhús Kea Hljómver h.f. Húsavík: Kaupf. Þingeyinga Egilsstaðir: Kaupf. Héraösbúa Ólafsfjöröur: Verslunin Valberg Siglufjöröur: Gestur Fanndal Hornafjörður: K.A.S.K. Hvolsvöllur: Kaupf. Rangæinga Vestmannaeyjar: Kjarni h.f. Keflavík: Duus. Bygging fy>Ibýlish llss á vegum Hafnaríjarðarh;ujar: Tilboði Sigurðar og Júlíusar tekið Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef- ur ákveðið að taka tilboði frá Sigurði & Júliusi h.f. Miðvangi 2 í Ilafnarfirði um byggingu fjöl- býlishússins að Hólabraut 3, og hefur fyrirtækið þegar hafið framkvæmdir að því er Björn Arnason bæjarverkfræðingur skýrði Morgunblaðinu frá í gær. Tiíboð þetta var lægst og hljóðaði upp á tæplega 55 milljónir króna. Um er að ræða 6 íbúðir sem byggðar eru til að útrýma heilsu- spillandi húsnæði, og verða þær væntanlega seldar þegar byggingu lýkur. Stefnt er að þvi að unnt verði að afhenda íbúðirnar á þessu ári að sögn Björns, en það verður þó ekki endanlega ljóst fyrr en fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar- kaupstaðar hefur verið samþykkt. Tilboðin voru opnuð hinn 12. desember síðast liðinn, en alls bárust 16 tilboð. Niðurstöðutölur tilboðanna fara hér á eftir, svo og hlutfall þeirra miðað við að kostnaðaráætlun verkkaupa sé 100%. Bj66andi kr. % ! Sigurbjörn Haraldsson, Köldukinn 20, Hafnarfirði. 65.709.716,- 112,7 Hólaberg s/f, Vesturbergi 167, Reykjavík 57.455.000,- 98,5 Sigurbjörn Agústsson, Blómvangi 1, HafnarfirÖi. 60.735.000,- 104.2« Vilhjálmur ðlafsson, Bólstaö, GarÖabæ. 66.349.000,- 113,8. Reynir Hjörleifsson og Ragnar Hjálmarss. Hafnarfiröi. 57.705.000,- 99,0 Magnús Jóhannsson og Benedikt Steingrímss. Hafnarfiröi. 69.064.107,- 118,4 Reynir RÍkharösson, Hæöarbyggö 8, Garöabæ. 58.860.000,- 100,9 ByggíhgafálagiÖ Keilir, HafnarfirÖi. 64.483.000,- 110,6 Hamarinn h/f, Hafnarfirði. 57.950.000,- . 99,4 Siguröur Bjarnason, Noröurvangi 31, HafnarfirÖi. 57.115.000,- 98,0 1 Knútur 4 .Steingrímur h/f, Hafnarfiröi. Arnardalur s/f, Tangarhöföa 13 65.957.000,- 113,1 72.600.000,- 124,5 Reykjavík. Byrgi h/f, Fannborg 7, Kópavogi. 64.172.000,- 110,1 * Sturla Haraldsson, Breiövangi 44, HafnarfirÖi. 61.023.800,- 104,7 ( Sturla Haraldsson, breytingartilboÖ. Frávik varöandi mót og frágang steypu. 57.023.000,- 97,8 Siguröur & Júlíus h/f, Miðvangi 2, 54.888.021,- 94,1 Hafnarfiröi. KostnaÖaráætlun verkkaupa: 58.310.000,- 100,0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.