Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 32
JL Tillitssemi kostar ekkert rÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 Verzlíö sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19 BUÐIN sími ■* 29800 Stjómm vill að bygg- ing Framkvæmda- stofnunar bíði enn íslenzka járnblendifélagið bauð fulltrúum f jölmiðla í kynnisferð að Grundartanga í gær, en framkvæmdir við járnblendiverksmiðjuna þar eru nú langt á veg komnar. Nýhafnar byKgingaframkvæmdir Framkvæmdastofnunar ríkisins við Rauðarárstíg í Reykjavík, eru ekki með heimild ríkisstjórnarinnar og hefur verið samþykkt innan ríkisstjórnarinnar að fara þess á leit við stjórn Framkvæmdastofnunar að byggingaáform hennar verði lögð til hliðar um sinn. Rikisstjórn Geirs Hallgrímssonar hafði samþykkt tillögu sama efnis í ágústmánuði s.l. en tillöguna hafði forsætisráð- herra lagt fram í rikisstjórninni. Ljósm. Mbl. Kristján Afurðalánakerfi sjávarútvegsins: Byggist á hagkvæmu láni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins HIÐ NÝJA afurðalánakerfi sjávarútvegsins er fjármagnað af erlendu fé Seðlabanka íslands og byggist á erlendu láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem er á mun hagkvæmari kjörum en gerist og gengur á erlendum lánamörkuðum, að því er Davíð ólafsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Mbl. þar sem hann var spurður hvernig fjármögnun hins nýja kerfis væri háttað. Magnús Torfi Olafsson, blaða- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, þar sem hann var spurður um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þess- ara byggingaframkvæmda Fram- kvæmdastofnunar að það hefði ekki verið með heimild ríkiss- tjórnarinnar að ráðist var í þær nú. Hann kvað bæði ríkisstjórnina sem nú situr og fyrri ríkisstjórn hafa fjallað um þessar fram- kvæmdir. „Á ríkisstjórnarfundi í morgun var rætt um fyrirhugaða byggingu framkvæmdastofnunar og þar samþykkt að mælast til þess við Framkvæmdastofnun að hún bíði með að hefjast handa með byggingafyrirætlanir sínar þang- að til ríkisstjórnin hafi tekið afstöðu til þeirra, „sagði Magnús. „Þessi afstaða er hin sama og fyrri rikisstjórn tók á sínum tíma, og tilkynnti stjórn Framkvæmda- stofnunarinnar og þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar í morgun hefur einnig verið kunngjörð fram- kvæmdastofnunarstjórninni.“ Að sögn Davíðs verður sú breyting helzt á þessum afurðalánum til sjávarút- vegsins að áður voru þau fjármögnuð af innlendu fé en með hinu nýja fyrirkomulagi kvað Davíð raunverulega ver- ið að endurlána erlent fé með gengistryggingu. Davíð kvað lán það sem Seðlabankinn tók hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum vera með mjög góðum kjör- um og gerði það bankanum fnögulegt að endurkaupa afurðalán viðskiptabankanna vegna útflutnings með 7% vöxtum en viðskiptabankarn- ir lána aftur út til fram- leiðsluaðila á 8,5% vöxtum. Hins vegar eru almennir vextir á peningamarkaði erlendis nú um 12% miðað við -Eurodollar og svonefnd 6 mánaða lán. Það sem nú er til ráð- FÉLAGAR úr Kiwanis- klúbbnum Korra í Ólafsvík stöfunar af þessu fé sem Seðlabankinn tók í lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum er um eða yfir 20 milljarðar króna og kvað Davíð það vera meira en nóg svigrúm til að hið nýja afurðalánakerfi gæti gegnt hlutverki sínu að minnsta kosti fyrst um sinn. fóru í róður með 40 bjóð af línu s.l. sunnudag. Fengu þeir 7,5 tonn af fiski og mun það færa þeim rúmlega 1 milljón króna í brúttótekj- ur. Blíðuveður var og höfðu menn því í senn gagn og gaman af ferðinni. Vel hefur gefið þessa viku og afli verið góður, 6—10 lestir í róðri á línuna en minna í netin. Atvinna er næg hér þessa dagana. Helgi—. Rœkjuverð hækkar um 12-18% VERÐLAGSRÁÐ ákvað í gær hámarksverð á rækju og hörpu- diski. Rækjuverðið hækkaði um 12—18% eftir flokkum en verðið á hörpudisknum hækkaði um 20%. Rækjuverðið var ákveðið með atkvæðum oddamanns og fulltrúa seljenda gegn atkvæðum kaupenda en verðið á hörpudiski var ákveðið með atkvæðum oddamanns og kaupenda gegn atkvæðum seljenda. Skúli Jónsson var oddamaður nefndarinnar. Fulltrúar seljenda voru Ágúst Einarsson og Óskar Vigfússon en fulltrúar kaupenda voru Árni Benediktsson og Ólafur B. Ólafsson. Kæra stjórnar Hafskips á hendur stjórnarformanninum: Meint fjármálamisferli að upphæð 185-190 millj. kr. KÆRA stjórnar Hafskips hf. á hendur Magnúsi Magnússyni formanni stjórnar félagsins og fyrrverandi forstjóra þess fjallar í meginatrið- um um meint fjármálamisferli að upphæð 185 — 190 milljónir króna. Magnús Magnússon sat í gæzluvarðhaldi í 5 vikur vegna rannsóknar á kæruatriðunum, en málið er enn í rannsókn hjá rannsóknarlögreglu ríkisins. Morgunblaðið reyndi í gærkvöldi að ná tali af Magnúsi Magnússyni en án árangurs. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér má skipta kæruefnunum í sex megin- þætti. í fyrsta lagi er um að ræða skuldbindingar við Olíuverzlun íslands hf. að upphæð um 20 milljónir króna, sem stjórn Haf- skips telur að séu persónulegar skuldir Magnúsar, en hjá Olíu- verzlun Islands liggja skuldabréf og víxlar í nafni félagsins og að hluta með veði í fasteignum þess. Stjórn félagsins mun telja að Magnús hafi dregið sér um 50 milljónir króna af umboðslaunum oggreiðslum erlendis. Þetta kæru- atriði nær til kaupa og sölu á sex skipum. Umboðsaðili Hafskips í þessum viðskiptum var v-þýzkt félag, Hamburg Trampschiff- ahrtsgeschellschaft, og þar ís- lenzkur starfsmaður, Björn Sig- urðsson. Segir í kæru stjórnar Hafskips að Magnús hafi jafnan krafizt hluta umboðslauna og fengið, en það fé hafi ekki runnið til félagsins heldur í hans eigin vasa. Þá mun stjórn Hafskips varðandi einhver skipakaupanna saka Magnús um meint skjalafals. Þriðji hluti kærunnar fjallar um eignarrétt á erlendum innstæðum að upphæð um 30 milljónir króna. Þetta fé mun vera á reikningum á nafni Magnúsar sjálfs, sem hann telur sig eiga, en stjórn félagsins telur að þetta fé sé eign félagsins og greitt út af erlendum bankareikningum þess inn á persónulega reikninga Magnúsar. I fjórða lagi gefur stjórnin Magnúsi að sök að hann hafi með skjalafölsun búið til erlendar skuldir á félagið að upphæð samtals um 50 milljónir króna. I fimmta lagi fjallar kæra stjórnarinnar um hlutabréf í Hafskip að upphæð 25 milljónir króna. Þessi hlutabréf telur stjórnin að hafi ranglega verið gefin út á nafn Magnúsar. Magnús Magnússon átti hlutabréf í Haf- skipi að upphæð röskar 32 milljón- ir króna, sem voru 22% hlutafjár- ins. Magnús mun hafa boðið stjórn félagsins á árinu 1975 að lána því veð í fasteignum sínum gegn því að hann fengi keypt hlutabréf í Hafskip að upphæð um 25 milljón- ir króna, sem hann greiddi með veðskuldabréfi. Féllst stjórn félagsins á þetta og voru hluta- bréfin gefin út, en stjórnin segir í kæru sinni að Magnús hafi lagt á móti víxil, sem enn liggi óhreyfð- ur, en ekkert skuldabréf hafi verið gefið út. Með þessum skuldabréf- um eru um 40% hlutafjár í Hafskip hf. í höndum Magnúsar. I sjötta lagi fjallar kæra stjórn- ar Hafskips um heimildarlausar peningaúttektir Magnúsar hjá félaginu, en á móti þeim mun hann hafa lagt skuldabréf og víxla, sem í kærunni eru talin félaginu mjög óhagstæð hvað varðar tíma og afborganir. Auk þessara meginkæruatriða er á fleira drepið í kæru stjórnar- innar, m.a. að ýms skjöl vanti í bókhald Hafskips hf. Magnús Magnússon réðst til Hafskips á árinu 1974 sem forstjóri og var kjörinn stjórnar- formaður. Hann lét af störfum forstjóra í lok nóvember 1977. Ofluðu fyrirl millj. ólafsvík 25. jan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.