Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANUAR 1979 29 hátt svo hann yrði spakur. Þar er lítið gert til að lækna sjúklingana, þeir eru bara taldir geðveikir og búið. Nei, ég held að bæði landlæknir og allir aðrir sem hlut eiga aö máli ættu að samgleðjast ef sjúkur maður læknast á hvaða hátt sem er. Ilenrik Jóhannesson. Sandgerði. • Menning eða ekki? Eg held ég mæli fyrir munn margra þegar ég leyfi mér að bera af mér Svía hatrið. Það hefur verið sagt um okkur sem gagnrýnt höfum bókina Félagi Jesús að við höfum verið að svala Svía hatri, kommúnistahatri og jafnvel mannhatri yfirleitt. Svona sleggjudóm er ekki hægt að bera á borð fyrir nokkurn. Ég er uppalin við Bellmanssöngva, Selmu Lager- iöf og fleira sænskt góðgæti og er það allt annað en þessi menn- ingarþvæla sem fjölmiðlarnir segja manni að sé sænsk og sleitulaust er troðið upp á saklaus- an almenning. Ég veit fyrir víst að þetta fer alveg eins í taugarnar á sænsku þjóðinni eins og okkur. Tökum t.d. sænsku sjónvarps- myndina sem sýna átti lífið í einu Eystrasalts-landanna. Hver á yfir- leitt að sýna slíka mynd. Svíarnir eru búnir að taka á móti svo mörgum flóttamönnum þaðan að þeir ættu ekki að hafa ánægju af því. Ekki er hægt að láta leppríki horfa á þessa dýrð, því þau bera þetta saman við sína eigin þjóð. Kannski er þetta gull í hinni svörtu Afríku, en ég veit ekkert um þeirra sjónvarpsstöðvar. Kommúnistahatrið tek ég til mín en ef það á að sýna sérstakt mannhatur, að kenna í brjósti um þjóðir sem lifað hafa Stalíns-tím- ana og svo í dag fangabúðirnar og allan skortinn, þá skal óg lifa allt út til enda og vera kölluð mann- hatari. Það er ekki hægt að kenna heilli þjóð um glæpi Stalíns og aðrar stjórnaraðgerðir sem enn eru hafðar í frammi í nafni sosíalismans og flestar eru ekki mannlegar. Húsmóðir. Til eftir- breytni Fyrr á árum Ríkisútvarpsins var ævinlega örlítil þögn er sagt hafði verið frá dauðaslysum. Það var þó aldrei gert fyrr en hægt var að birta nöfn hinna látnu. Þegar sjónvarpið sagði frá leitinni að rækjubátunum sem týndust frá Húsavík, framhaldi leitarinnar og líkur þess að áhafnirnar væru á lífi voru nöfn mannanna að sjálfsögðu ekki nefnd. (Hér er átt við fyrstu fréttir sjónvarpsins af hvarfi bátanna). En þulurinn talaði á svo þýðan hátt að samúðin með aðstandend- um mannanna var augljós. Þetta vona ég að sjónvarpið og hljóð- varpið taki til eftirbreytni fram- vegis og haldi áfram að hafa stutta þögn er nöfn látinna manna eru lesin. Karl Helgason. Þessir hringdu . . • Meginregl- an er að hljóðsetja Björn Baldursson starfs- maður sjónvarpsins hringdi vegna greinar í Velvakanda 23. janúar s.l. „Meginreglan er sú að hljóðsetja erlendar fræðslumyndir sem sýndar eru í Sjónvarpinu. Af tæknilegum ástæðum er stundum ekki um annað að ræða en texta myndir þ.e. þegar rödd erlends þular er á sama tónbandi og hljóð sem myndinni fylgja. Loks skal bent á að það er ákaflega lítill sparnaður í að sýna myndir með textum eingöngu.“ SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti unglinga- sveita í Mexíkó í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra Federowicz, Bandaríkjunum, og Sunye Neto. Brasilíu, sem hafði svart og átti leik. 40. - Hd3+! 41. Kxd3 - Bxf3 (Hvítur verður nú að gefa annan hrók sinn fyrir h peð svarts og er þá heilum manni undir. Lokin urðu: 42. Ifafi - h2, 43. Ha7+ - Kf8. 44. Ke3 - Hg8! 45. e6 - Hgl og hvítur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI Egill Þorfínnsson: íran og keisarinn & SIG6A V/öGA l iiLVttAU WtffiA •3tfTA\\lfe9lNG\! Wttt íg ‘bé <böm AW /$- ÉG m K0V//A/AI \ ^OYtM Yltf, a mo mrní Eftir að hafa lesið grein um íran í Morgunblaðinu síðastliðinn láugardag sem var eftir Stefán Snævarr, sá ég að hann virðist ekki vita nóg um Iranskeisara, til þess að skrifa grein um hann, því að hann segir ekki alveg rétt frá og gerir keisarann miklu verri en hann er. Hann segir í grein sinni að þegar Mossadeq var forsætis- ráðherra, þá hafi keisarinn flúið til Sviss en það er ekki rétt, hann flúði til Iraks og þaðan til Rómar. Hann talar um leyniþjónustuna SAVAK, sem eitthvert einkafyrir- tæki, sem keisarinn stjórni eftir sínu eigin höfði og noti ti! allskonar glæpaverka, t.d. að ryðja þeim úr vegi sem keisaranum er illa við. Hann talar bara um ókost keisarans og hvað hann er hræði legur harðstjóri. En hann hefur marga kosti, sem Stefán virðist ekki vita um og Stefán talar um glæpáverk keisarans, en talar ekki um glæpaverk andstæðinga hans. Ég skal nefna eitt dæmi. Stefán segir: Pyntingameistarar írans- keisara skirrast ekki við að misþyrma börnum. En 19. ágúst síðastliðinn, brenndu andstæðing- ar keisarans 377 manns inni í kvikmyndahúsi og voru þar konur og börn í miklum meirihluta. Þetta virðist Stefán ekki hafa séð, en ef stuðningsmenn keisarans hefðu gert þetta þá hefði hann séð þetta og skrifað um það. Hann segir að keisarinn sé einn af ríkustu mönnum í heimi, það er rétt. En hann rómar og dásamar Mossadeq og talar um hvað hann hafi ætlað að gera fyrir írönsku þjóðina, hann minnist ekki á hvað keisarinrt hafi gert fyrir þjóðina. Og því má skjóta hér inn í að Mossadeq var ríkari en keisarinn og Mossadeq og klerkastéttin voru stærstu landeigendurnir. En ekki datt Mossadeq í hug að skipta þessum jörðum á milli fátækra leiguliða. Keisarinn gerði það og þegar því var lokið höfðu 15 milljónir bænda eignast sínar eigin jarðir. Keisarinn er kannski óvæginn nokkuð en það verður hann að vera og hann líður engum að koma í veg fyrir áætlanir sínar, en því miður eru margir sem hafa reynt það. Keisarinn hugsar lengra en þeir þjóðhöfðingjar, sem stjórna miklum olíuríkjum, hann veit að þegar olían verður búin verður mikill hluti þjóðarinnar atvinnu- laus. Hann vill iðnvæða landið og eyðir óhemju fé í það, hann vill koma landinu í vestrænt horf, hann fær menn aðallega frá U.S.A. til þess að leiðbeina þjóðinni og skipa henni á bekk menningar- þjóða. Nú sjá klerkarnir að þeir eru að missa tök sín á fólkinu, sem þeir hafa stjórnað í áldaraðir og notað sér fávisku þess. Þeir skilja ekki að þjóðin vill fylgja nútímanum. En nú hafa þeir haft sitt fram með því að æsa fólkið upp gegn kejsaranum og hrakið hann úr landi. í rauninni fylgir fólkið klerkunum í blindni, það veit ekki hvernig það er að lifa eftir Egill Þorfinnsson Kóraninum. Klerkarnir vilj; meðal annars banna kvikmynda hús, vín, alla afþreyingarskemmt un og kvenmenn mega ekki ak bílum og það má ekki sjást í andli þeirra úti á götu. Þetta er vilj þeirra sem æsa fólkið upp geg) keisaranum. Stefán segir: Það ógeðslegast sem ég hef lesið er meðfer SAVAK á föngum. En hann hefu víst ekkert lesið um CIA og KGE Hann heldur Sovétríkjunum uta: við þetta eins og hann sé að hlíf þeim en þau eiga drjúgan þátt óeirðunum, sem verið hafa í Ira og t.d. fannst vopnabúr við landa mæri Rússlands í Iran me rússneskum vopnum og var það eigu andstæðinga keisarans Stefán segir að lokum: Ég vona a grein mín verði til þess a fréttamiðlun af ástandinu í Ira skáni eitthvað. En hvernig á svo a geta verið þegar maður fær bar að vita hálfan sannleikann. Egill borfinnsson. Lítið barn hefur lítið sjónsvið íg iw 6ó/na/A9 stowta mrömk wmr mannswm wérna allt VRA WHWL mtfbTJÓM woz \ Ó- z KytmiLiéouo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.