Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 1 1
Sex milljón Bandaríkja-
menn undir tvítugureykja
LANDLÆKNIR Bandaríkj-
anna. Julius B. Richmond.
hefur lagt fram skýrslu um
reykingar sem unnið hefur
verið að undanfarin ár. en
þetta er 1200 blaðsíðna skýrsla
þar sem m.a. er staðhæft að
reykingar valdi lungnakrabba-
meini. hjartaáfalli og mörgum
öðrum sjúkdómum. Skýrslan er
sögð mun ákveðnari en sú er
kynnt var árið 1964 og nær hún
að þessu sinni yfir 30.000
rannsóknir er fjalla um þjóð-
félagsleg. sálfræðileg. líffræði-
leg og heilsufræðileg áhrif
reykinga á manninn. Þá er í
henni varað ákveðnar en áður
við reykingum meðal þungaðra
kvenna þar sem þær eru taldar
hafa skaðleg áhrif og valda
ungbörnum erfiðleikum í
uppvextinum.
Tóbaksframleiðendur hafa
andmælt skýrslu þessari og
telja hana ekki gefa rétta mynd
af áhrifum reykinga en and-
reykingamenn hafa hins vegar
sagt að þeir álíti hana ekki
ganga nógu langt. I skýrslunni
kemur fram að reykingar hafi
aukizt úr 8,4% í 15,3% meðal
ungra kvenna, nokkuð minnkað
hjá karlmönnum, en staðið
mikil til í stað hjá eldri konum.
Meðal staðhæfinga skýrslunn-
ar er að þeim er vinna við
asbest-, gúmmí-, úran- og önnur
efnaiðnaðarstörf og reykja, sé
90 sinnum hættara við lungna-
krabba, að kyrrsetu- eða skrif-
stofumenn reyki meira en t.d.
verka- og iðnaðarmenn, að
reykingar 12—14 ára stúlkna
hafi áttfaldast árin 1968—1974,
sex milljónir Bandaríkjamanna
undr tvítugu reyki þar af
100.000 undir 12 ára, og að 54
milljónir Bandaríkjamanna
reyki og hafi 75% þeirra hafið
reykingar fyrir 21 árs aldur.
Reykingar hafa minnkað
nokkuð síðustu árin sögðu
starfsmenn heilbrigðisyfirvalda
Bandaríkjanna þegar þeir
kynntu skýrsluna fyrir frétta-
mönnum og segja að það megi
rekja til aukins fræðslu- og
áróðursstarfs og að menn séu
sífellt að verða sér þess meira
meðvitandi hversu reykingar
séu hættulegar heilsufari.
Reykingar meðal fullorðinna í
Bandarikjunum eru sagðar
minni í janúar 1979 en nokkru
sinni áður frá því að athuganir
hófust árið 1955 og sögðu
starfsmenn heilbrigðisyfirvalda
að slíkt benti ótvírætt til þess-að
fólk andæfði, sérstaklega þegar
það væri haft í huga hve erfitt
mörgum reyndist að hætta.
Mjög miklu fjármagni hefur
verið varið til þessara
rannsókna og verður auknum
fjárveitingum haldið áfram á
næsta ári. Meira yrði auglýst í
sjónvarpi, farið yrði þess á leit
við opinbera aðila að reykingar
yrðu bannaðar í opinberum
byggingum, að tryggingafélög
lækkuðu iðgjöld til þeirra er
ekki reyktu, en það hafa 30 slík
fyrirtæki þegar gert.
* nieti
fahbÍt
Stakir tu
Lee Coop
riffíuði
„fj^ skyrtu,
* Leð,.f:^r/eSU úrr
Jdnúar
17,000.-
15,000..
■Jakkar.
Ath!
Opiö laugardag
fyrir hádegi