Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 Greinarnar. sem hirtust í Mhl. síðast í desemher um líkklæði Krists hafa vakið athyKli marj?ra. ok nú hefur Launaráshíó undanfarna lau«ardajía sýnt kvikmynd. sem hyjíjjó er á sömu rannsóknum oj? jjreinarnar. — Myndin hér aó ofan er úr kvikmyndinni. sem sýnd er kl. 3 á lauKardiij'um. Lítiðtil beggja Utsölumarkaður IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG Þarf að setja lögbann á Reykjavíkurmótið? Yfirlýsing frá fulltrúum tveggja bridgefé- laga í stjórn Bridgesambands Reykjavíkur Kemur nú aftur að upphafs- spurningunni: Þarf að setja lögbann á Reykja- víkurmótið? Þeir bridgespilarar sem lesa bridgeþætti blaðanna, hafa að undanförnu lesið í fréttum að nýtt og líklega betra snið eigi að verða á væntanlegu Reykjavíkurmóti í sveitakeppni. Þessum fréttum hefur síðan fylgt upptalning á hverjir séu fulltrúar hinna ýmsu félaga í stjórn Reykjavíkursam- bandsins og um leið er gefið í skyn að líklega standi allir þessir fulltrúar að baki þessum breyting- um. En er svo? Til þess að útskýra fyrir iesendum hví slíkir hlutir hafi ekki verið afgreiddir með einfaldri atkvæðagreiðslu í stjórn Reykjavíkursambandsins þarf stutta sögu! Fundur var haldinn í stjórn sambandsins áður en undan- keppnir hófust í Reykjavíkurmóti í tvímenning. Var það um mánaða- mót október, nóvember. Á þeim fundi voru helstu línur lagðar um framkvæmd tvímenningsins, en auðvitað var gert ráð fyrir að 2—3 fundir yrðu haldnir fram að úrslitum. Svo fór þó ekki. Hátt- virtur formaður sambandsins leyfði sér að hunza aðra stjórnar- menn og tók einn allar ákvarðanir sem snertu Reykjavíkurmótið. Það gerði hann með þeim einfalda hætti að kalla ekki saman fund í stjórn sambandsins. Aðrir stjórnarmenn reyndu að koma saman löglegum fundi, vikuna fyrir úrslit en formaður brá fyrir sig óvenjumiklum önnum og varð ei af fundi. Öðrum stjórnarmönn- um tókst þó á síðustu stundu, með því að hringja sig saman, að koma í veg fyrir ýmis tæknileg mistök hvað varðar úrslitakeppnina, þ. á m.: staðfestingu reglugerðar, skipun dómnefndar, hækkun keppnisgjalda. Því miður tókst þeim ekki að koma í veg fyrir mistök formanns hvað varðar auglýsingar á tímasetningu mótsins, til þess vannst ekki tími. Enda er skylt að geta þess að þau mistök liggja hjá formanni en ekki ráðsmanni Hreyfilshúss. Því miður urðu þessi mistök til þess að eitt af okkar bestu og þekktustu pörum varð að hætta keppni. Þau mistök verða ekki bætt. Nú fóru úrslit fram, desember- mánuður leið og miður janúar og þá fyrst kallar forraaður saman fund. Sá fundur var ekki haldinn, þó ekki vegna formanns í þetta sinn, heldur vegna þess að þrír stjórnarmenn af fimm, sýndu í verki hug sinn til þessa skrípa- leiks, sem þeim fannst vera viðhafður gegn sér, og mættu ekki. Nú er það lögbundin regla að til þess að stjórnarfundur sé lögmæt- ur í stjórn sem þeirri og hér um ræðir, þurfa allir stjórnarmenn að vera boðaðir á fund og meirihluti að mæta. Þaraf leiðir að löglegur fundur hefur ekki verið haldinn í stjórn sambandsins frá mánaða- mótum október, nóvember. Til að breyta keppnistilhögun Reykjavíkurmóts þarf a) sam- þykki stjórnar sambandsins fyrir slíkum breytingum b) samþykki formanns félaganna fyrir hinni nýju skipan. í því tilfelli sem hér um ræðir hefur hvorugu atriðinu verið fullnægt, en þrátt fyrir það leyfir háttvirtur formaður sér að aug- lýsa nýja skipan, og bendla nöfnum annarra stjórnarmanna við þær breytingar að þeim forspurðum. Einnig skal þess getið að til þess að mót sé löglegt sem Reykja- víkurmót þarf stjórn sambandsins að hafa ákveðið það mót. Það mót sem nú er auglýst sem Reykja- víkurmót með upphafstíma 27. janúar 1979 er bundið einhliða ákvörðunum Ólafs Lárussonar og er þar af leiðandi ekki lögleg sem Reykjavíkurmót nema löglegur fundur verði haldinn í stjórn Reykjavíkursambandsins sem leggi blessun sína yfir mótið. Til viðbótar: Formaður hefur auglýst upp mótið yfir þrjár helgar. Samkvæmt heimildum frá ráðsmanni Hreyfilssalar er að undantekinni upphafshelginni um að ræða aðra tímasetningu en auglýst hefur verið. Vonandi munu þau mistök ekki kosta tapaðar sveitir. Að lokum: Undirritaðir full- trúar í stjórn Bridgesambands Reykjavíkur ætla ekki að leggja dóm á gjörðir Ólafs Lárussonar sem formanns stjórnar B.S.R. Við ieggjum spilin á borðið og eftirlát- um öðrum allar niðurstöður. Samt álítum við að sú spurning hljóti að verða knýjandi fyrir spilara hvort það Reykjavíkurmót sem þeir eru að skrá sig í, sé löglegt. Vonandi grípa einhverjir í taumana áður en keppni hefst; einstakir spilarar með lögbann, formenn félaganna, stjórn Bridgesambands íslands, til þess eins að tryggja að þegar spilamennska hefjist á laugardag verði um að ræða löglegt mót sem haldið verði með þeirri reisn sem Reykjavíkurmót á skilið. Rvk. 23. 1. ’79 Guðlaugur Karlsson BDB Sigurjón Tryggvason BBII OPIÐ TIL KL: 7 í DAG OG 9—12 Á MORGUN Verö kr. 11.900— Verö kr. 2.200— Verö kr. 10.900— Verö kr. 14.900 Verö kr. 10.900 Sendum i postkröfu Sími 15425 — 28550 VINNUFATABUÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.