Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 19 Heilsan er allt önnur en hún var, sagði karlinn.’Ég finn hvernig mér hrakar. Áður var ég vanur að ganga kringum blokkina á hverj- um degi, en nú verð ég svo þreytt- ur þegar ég er komin hálfa leið, að ég verð að snúa við. Mér sýnist svona vera að fara fyrir „félagslega" sinnaða liðinu frá í vor, sem á miðju sumri tók við stjórn Reykjavikurborgar. Það hefur verið að skera niður sína fyrstu fjárhagsáætlun. Það er raunar fjarska þreytandi í verð- bólgu. Raunar andstyggilegt og lítt uppörvandi, svo sem við vel þekkjum, sem höfum orðið að gera það á hverju hausti undanfarin ár. Alltaf er þetta þó val á milli verkefna. Vandinn er að ákveða hvað verður að fara og hverju alls ekki má fórna. Tilefni þessara dapurlegu hug- leiðina var frétt frá Sigurjóni Péturssyni í blaðinu hans um hverju fórna skuli við niðurskurð fjárlaga í ár. Þetta var ekki draumur. Þar stóð raunverulega ekki aðeins Mæðraheimilið á Sól- vallagötu, heldur líka Meðferðar- heimilið við Kleifarveg. Ég hefi verið í fræðsluráði, sem rekur þetta heimili, undanfarin ár með- an það var að byggjast upp og þróast, og er raunar enn. Heimilissjóður taugaveiklaðra barna gaf húsið undir heimilið og ég man ekki betur en að í gjafa- bréfinu standi, að þar skuli reka meðferðarheimili fyrir tauga- veikluð börn undir stjórn fræðslu- ráðs. Því góða fólki var fullkunn- ugt um þörfina fyrir hjálp til handa þessum börnum. Nú er ákveðið að leggja það niður eða skella saman við eitthvað annað, án þess að það hafi verið borið undir fræðsluráð, forstöðufólk heimilisins, sálfræðinga þá sem eru með börnin, er þar dvelja eða málinu velt fyrir sér. svoleiðis þarf ekki með, ef hægt er að telja hausana, mæla út húsnæði og skella svo saman á einn stað, sem borgin á niður á Dalbraut, upp- tökuheimili, vöggustofu innan úr Thorvaldsensheimili, nokkrum þroskaheftum börnum — og þá munar ekkert um að demba börn- um af Kleifarvegi saman við. „Þessar stofnanir verða færðar saman og nýtingin mun aukast verulega,“ segir Sigurjón í viðtal- inu.“ Fyrir svipaða peningaupp- hæð verður því unnt að veita sams konar þjónustu, auk þess sem rými fæst fyrir leikskóla, sólar- hringsvistun þroskaheftra barna og skóladagheimili fyrir fleiri börn en nú eru í Skipasundi." Svona má bara gera þetta. Skella öllum börnum með sérþarfir sam- an á einn stað. Þetta þarf engrar athugunar við. Formaður fræðslu- ráðs og borgarráðsmaðurinn Kristján Benediktsson mun þó hafa litið inn á heimilið á Kleifar- vegi einu sinni, þegar forstöðu- kona var ekki við. Nú vita kannski ekki nema kunnugir hvað þetta meðferðar-. heimili á Kleifarvegi er — og sýnilega ekki þeir sem ætla að slátra því eða skella saman við annað. I hópi 12 þúsund barna í skólum Reykjavíkur eru auðvitað einstaklingar, sem af einhverjum ástæðum falla ekki inn í og verða út undan í samfélaginu, ef þeim er ekki komið til hjálpar. Sum hafa orðið fyrir andlegum áföllum í umhverfinu, sem þau ráða ekki við. Hegðunarvandkvæði verða áberandi í skólanum. Mörg undan- farin ár hefur verið unnið að því af kostgæfni að koma þessum börnum til hjálpar og finna til þess sem hagkvæmust ráð, þannig að náist sem mestur árangur. Skólafólk og sérfræðingar hafa þreifað sig áfram, hikandi fyrst. Loks er komin röð úrræða, sem gefst mjög vel og á við í mismun- andi tilfellum. Það er hjálpar- kennsla í skólunum, athvörf fyrir þau sem um sinn þurfa á slíku að halda utan skólatíma til að ná sér á strik, dagskólaheimili í Bjarkar- ási fyrir þau sem ekki geta verið í venjulegum skóla meðan þeim er hjálpað — og loks fyrir þau, sem verst eru farin, Meðferðarheimilið á Kleifarvegi. Það tekur sex börn og er alltaf fullt, og beðið eftir rými. Þarna eru börn með geðræn og/eða félagsleg vandamál og þurfa meðferðar við, en eiga þó ekki heima á geðdeild Land- spítalans. Ekki er tiltökumál þótt í 12 þúsund barna samfélagi séu ein- staklingar í sálarkreppu af einhverjum ástæðum, svo þeir geta ekki „fungerað" í skóla og í samfélaginu. Skóla sálfræðingur er venjulega búinn að reyna önnur úrræði, þegar þau koma á Kleifar- veginn. Og þar búa þau um sinn á heimili hjá sérhæfðu fólki til að vinna á slíkum erfiðleikum og fólkið er í sambandi við fjölskyldurnar. Barnið byrjar í sérdeild i Laugarnesskóla og reynt að færa það smám saman inn í almennar deildir með hjálp sér- kennarans. Þetta hefur gengið mjög vel nú að undanförnu — enda smám saman fundist heppi- legustu aðferðirnar. Meðaldvalar- tími barnanna að undanförnu hefur verið 7 mánuðir, en að þeim tíma liðnum hafa börnin komist út í venjulega bekki í skóla. Auðvitað er þetta rándýr með- ferð, en ef peningasjónarmiðið eitt er tekið, má spyrja: Hvað kostar manneskja samfélagið aila ævi, ef hún ekki kemst á réttan kjöl og verður stofnana matur. Og minnumst þess að á móti þessum úrræðum, sem Reykjavíkurborg hefur komið upp, voru lögð niður heimilin sem áður voru rekin fyrir drengi á Jaðri og stúlkur í Hlað- gerðarkoti. Þetta eru semsagt börnin, sem umsvifalaust og án þess að málið fái athugun þeirra sem þekkja, á að skella til annarra barna niður á Dalbraut, til að spara borgarsjóði. Ég hefi ekki getað fundið, að ráða nokkurs hafi verið leitað eða fjallað um það hvort nokkurt vit sé í þessu með tilliti til barnanna. Mér þætti gaman að vita hvað Þorsteinn Sigurðsson sérkennslu- fulltrúi fræðsluskrifstofunnar (sem nú er í leyfi ytra) segir um framtak flokkssystkina sinna, en hann vann af alúft að því að koma þessum málum í sem best horf. Þarna hefur einhver inni á skrif- stofu reiknað þessi börn í sálar- kreppu — í fermetrum í húsnæði og krónum í meðferðarkostnaði — út af meðferðarheimilinu. Allir þeir, sem nálægt þessu heimili hafa komið á undaförnum árum, virðast þrumu lostnir. Og hvað segja gefendur hússins, sem báru hag taugaveiklaðra barna fyrir brjósti? Þetta er raunar ekki eini féiags- legi niðurskurðurinn, sem kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir þá sem um eru að fjalla. Allt félagsmálaráð, fulltrúar allra flokka, var að yfirveguðu máli búið að átta sig á því, að mikil þörf væri fyrir Mæðraheimilið á Sólvallagötu, þar sem forsendur væru breyttar frá því til kom að leggja það niður vegna lítillar nýtingar. Þá voru þar aðeins mæður um það leyti sem þær fæddu börn sín, en eftir að skilyrði voru rýmkuð og þangað teknar vanfærar konur með annað barn á framfæri, sást hve þörfin er gífur- leg og hve illa settar þær konur eru. I trássi við félagsmálaráð er heimilið nú útþurrkað. Þetta veit Félag einstæðra foreldra betur en nokkur annar, og hefur nú til að bjarga málum boðist til að taka við heimilinu og reka það, svo þessar konur fái þar skjól. Enn hafa ekki orðið nein við- brögð við því. Peningar vaxa vissulega ekki á trjánum og borgarstjórn er á hverju hausti í miklum vanda með að velja úr margvislegum, góðum málefnum og útiloka önnur. En þar er alltaf valið. Þetta er dæmi um val þeirra, sem tóku við í sumar og lögðu af stað í göngu- ferðina sína með félagslegar þenkingar og á vörunum þakkir fyrir að þeir væru í þeim efnum ekki eins og aðrir menn. En hafa nú snúið við á miðri leið — ekki bara stoppað — við fyrsta farar- tálma, þreyttir á öllu saman. I hugann kemur vísa Káins: Sá ég falla frækinn lýð — flestir staliar auðir. Það voru kailar á þeirri tíð en þeir eru allir dauðir. UAllOMtDAOUBa mum»» B»fínhildw flelgadóttir: # Mannréttindi klippt og skorin iá Þióðviljanum ,ekidilkahofundur \ jekidálkanoiunuui var svo elskulegur að helga zafrumvarp, er ég hef flutt lgi sem breytingu á punn- gum, drjúgan part af sknf- - í Er ég »0 hann áttar sií á ,esB máls, sem frum«arpi8 um. En ekki er skilnmgur aí sama skapi glogílir a urein frumvarpsins og nisgrein fjallar um rétt for- til aö tr>'ggia. a» menntun og la gangi ekki gegn truar- og oöunum þeirra. Yfir þessan ynd er E.K.H. dálkahofundur ,n sleginn, eins og með- andi úrklippa úr W*J*llj,“.' ýnir. Hann gerir ser bersym- þau, sem aouar — — hessum viöurkenna aö. Meata mógulega vernd og aöstoö skuli látin^fjolskyldunm i te'.h“[' sérstaklega viö stofnun henn.rog umönMU hng" menntun Iram- um hefur serstour lærsluskyldra barna. evangelisk lúthersk kirkja í 13. grein sama sáttmála s g kirb;a 9kv. stjornarskra o lika orörétt: JHki þau. sem aöt ar k.rkja a„„a, eru að samningi þessum, Ukas 1» hendur aö viröa rels! (oreldra ofc hegar viö á lögraöamanna til þess tóvelia skóla fyrir börn sin, aöra en þá, sem stpfnaöir eru af opm- berum stjórnvOldum. sem hafa sambærileg lágmarksmenntunar- hugmyndum „a'STVkiiÍM.'l Fkh víkur sérstaklega að krfstilegrifrmöslu ískólum, andæ r°ÆtileagíræöMáUkól- “.‘Src'rS Vs'öunmrWófviljansO»ösúl0gvernd þvkir ekki benta þar abæ siöur heíur þetta nu reýhst okkur brevakum mannanna bor"“["h*““ aöhald og traustur bakhjarl hé ðutn forráða- nn barna! kert er nýtt und.rsólinniog efur Ragnhildur Helgadótl ningismaöur tek.ö aö sér ao l þær umræöur sem staöiö L jrabil annarsstaöar á íurlöndum um pölitlska mn- oau I skólum I (rumvarps Jfinná*lþingl.mnlm*» vdast llka Iriöhelg. e'nkai'1* þvi aö lélags' og , íu larnir aö reka nefiö ofan I ji skólabarna og aöstandenða Aestum Uölndum “Ul frumv.rps RagnhUdar .hlld.r: »érþirfam l.r mni b«n»* verot •«»>* HelgadOt.ur bar segir ma4t> ..Vlrös sk.l rétt 1 ,, m*""ú nb.™'"í» mUmu" og rrlSSÍngl^lgégntrOar- boöskap. tróájl'* p dBl bibllusógur og ekk 'oro mHt»víS.?£f3.“nbvÍf lúthersk-«vangeUs*u iru kirkjunnar Sérþörfum vert, sinnt Nd leggur Ragnhildur ► ,.g,.,l sölanö se (írfum lorráöamantm ba Veröandi trúarlegl og ia skoöanalegt uppeld. þe Enda mála sannast aö lote> hafaimnnUmatUþessaö. bessum málum. - *»» ' / vinn. eins og RagnhUd. ' ^Hitt veröur þingmaöur hvermg * VndTtöðu>*veg£yh«ttu * OhoUum 4hrlíUFmv.wlm..r Bahatloretára®. Fylkl«*»f (oreldrum og »• Reykjavi ; I sveitar U HáskóL#: 1 1 , „ uRl*ð10 L 'tim} /lega enga grein ““ i er byggt á Slíkur kennari, sem er auðvitað undantekning í kerfinu, en þó sérstakt fyrirbrigði þar „hlær við þegar vísir menn eru nefndir eða segir brandara og nefnir háðuleg dæmi, sem lítillækka þá í augum nemandans ... Dagblöð og fjöl- miðlar eru mjög dregin í dilka, kjaftablöð, klíkublöð, íhaldssnep- ill, þröngsýnn og ofstækisfullur eða víðsýnt blað verkalýðsins, sem auðvaldið hefur ekki náð tökum á...“ Og ennfremur: „Hverjir þekkja ekki aðferðir kommúnista meðal herstöðvaandstæðinga? Þeir ganga um skólana með límmiða sem sýna skýrt skoðanir þeirra: ísland úr Nato -- herinn burt! Þegar nemendur vilja vita nánar um merkið, þá fá þeir langan fyrirlestur um það, hvern hag auðvaldið á Islandi hefur af veru okkar í NATO. Kennarinn notar þá jafnan viss hugtök til að höfða til tilfinninga unglinganna, s.s. auðvald, arðræningi, auðvalds- flokkur, kapítalisti. Lögð er áherzla á stéttaskiptinguna. ís- land er stéttskipt, lágstétt, sem er kúguð og arðrænd og hástétt, sem er ekkert annað en þjófar og ræningjar, blóðsugur á alþýðunni. Hugmyndir eru venjulega sóttar til landa, sem eiga fátt sameigin- legt með Islandi á þessu sviði. Stéttaátök eru æskileg, stéttasam- vinnuhugtakið heyrist aldrei nema sem blekking auðvaldsins. Undirskriftasöfnun Varins lands sýndi ótvíræðan vilja lands- manna og setti óvænt strik í málflutning kommúnista, enda hafa þeir ekki dregið af sér að rægja þá menn, sem að henni stóðu. Að hafa aðra skoðun en kommarnir í Alþýðubandalaginu heitir að vera landráðamaður. Enn er ekki mikið farið að tala um „óvini ríkisins", en það mun auk- ast eins og heyra mátti í borgar- stjórnarkosningunum, þegar einn frambjóðandi þeirra, Guðrún Helgadóttir, sagði eitthvað á þá leið, að annaðhvort þyrfti að end- urhæfa embættismenn borgarinn- ar eða reka þá. Þjóðviljinn tók undir þessi orð Guðrúnar í rit- stjórnarpistli þann 10.6. ‘78 ...“ Þá bendir Bessí Jóhannsdóttir á, að kommúnrstar hafi hreiðrað um sig í fræðslukerfinu, stéttafélögum og ríkisfjölmiðlum og noti þessi tæki til að villa um fyrir almenn- ingi, eins og hún kemst að orði. Hún hvetur menn til árvekni og að láta ekki deigan síga „þó kommún- istar rísi upp á afturfæturna og kalli okkur öllum illum nöfnurn" — það sé aðeins merki um, að komið hafi verið við kaunin á þeim. „Ef svo er, þá erum við á réttri leið,“ segir hún og eru það orð að sönnu. Ógeðfelldir tilburðir — í nafni „vísinda“ Það er að lokum ástæða til að taka rækilega undir málflutning Ragnhildar Helgadóttur, þegar hún gagnrýnir afskipti af persónu- legum einkamálum unglinga í grunnskólunum og hnýsni í hagi þeirra. Má ekkert vera einkamál nokkurs manns lengur? Þarf jafn- vel að vera með nefið niðri í kynferðismálum fólks á gelgju- skeiði og spyrja það um kelerí og snertingu á kynfærum hver ann- ars, hvort þau hafi haft samfarir, hve oft, o.s.frv. — undir yfirskyni „vísinda“? Með tölvuvinnslu væri e.t.v. hægt að finna út, hverju einstakir nemendur svara. Nci, fræðingar eiga að láta unglinga á viðkvæmum aldri í friði — nema þeir sjálfir, foreldrar þeirra eða forráðamenn óski eftir félagslegri eða sálfræðilegri hjálp vegna sér- þarfa. En það er eins og sumt fólk, — ekki sízt pólitíkusar á vinstra væng — sé aldrei í rónni nema þeir geti lyktað af hvers manns koppi. Vinstri menn hafa margir þessa hræðilegu áráttu án þess hún hafi verið kölluð „sérþarfir“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.