Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
27
Vinsœldalistar
LONDON
1. ( D
2. ( 2)
3. ( 3)
4. (29)
5. (16)
6. ( 7)
7. ( 4)
8. ( 8)
9. (10)
10. ( 5)
1. ( 1)
2. ( 2)
3. ( 5)
4. ( 3)
5. ( 6)
6. ( 4)
7. ( 7)
8. ( 9)
9. (12)
10. (-)
Hart of glass Blondie
Hit me with your rythm stick
land Dury og the Blockheads
Woman in love Three Degrees
Chiquitita ABBA
Milk and alcohol Dr. Feelgood
Y.M.C.A. Village People
September Earth, Wind and Fire
Car 67 Driver 67
Don’t cry for me Argentina Shadows
Hello this is Joannie Paul Evans
NEW YORK
Da ya think l’m sexy
Le freak
Fire
Y.M.C.A.
A little more love
Too much heaven
Every l’s a winner
Lotta love
Soul man
Got to be real
Rod Stewart
Chic
Pointer Sisters
Village People
Olivia Newton-John
Bee Gees
Hot Chocolate
Nicolette Larson
Blues Brothers
Chery Lynn
hótelherbergi sitt, þar sem þeir
léku af fingrum fram fram undir
morgun.
Féll ekki í kramið
hjá gagnrýnendum
Ekki verður sagt aö tóntistar-
gagnrýnendur hafi veriö hrifnir af
be-boþ“ stílnum. Þeir reyndu
meö öllum tiltækum ráðum aö
koma í veg fyrir vinsældir hans,
þótt þaö mistækist meö öllu.
Enda fór svo aö eftir nokkur ár
voru þeir gagnrýnendur, er mest
höföu úthúðað „be-boþ“ stíln-
um, fremstir í flokki aödáenda
hans. Frægöin lét ekki heldur á
sér standa hjá Dizzy og árin á
eftir varö Dizzy fyrirmynd flestra
trompetleikara og stíll hans hlaut
alþjóðlega viðurkenningu.
Nú síöustu árin hefur Dizzy
yfirleitt komiö fram meö kvintett
sínum, en þaö er einkennilegt
viö þann kvintett aö í honum er
enginn píanóleikari, en píanóiö
hefur löngum verið taliö eitt helzt
hljóöfæri jazzins. Þess í staö
notar Dizzy gítar og hefur gert
þaö allar götur frá 1970.
Þaö er Jazzvakning sem
stendur fyrir hljómleikahaldinu í
kvöld en á vegum Jazzvakningar
hafa komiö hingað til lands
nokkrir af snillingum jazzins á
undanförnu ári. Ber þar fyrst að
nefna Danann Niels-Henning
Örsted Pedersen, sem hingað
kom ásamt tríói sínu, en einnig
menn á borö viö Dexter Gordon
og Horace Parlans. Sannarlega
kraftmikiö starf hjá hinu unga
félegi.
Hljómleikarnir í kvöld hefjast
klukkan 22 og er gert ráö fyrir að
þeir standi í um það bil tvær
klukkustundir. Á fimmtudag var
enn þá eitthvað eftir af miðum
og verða þeir seldir í Háskólabíói
í dag, svo framarlega sem þeir
hafa ekki selzt upp á föstudag.
Er vonandi aö Háskólabíó verði
þéttsetið í dag, því að svona
tónlistarviðburð hefur enginn
efni á aö láta fara fram hjá
sér. SA
sem Gary Brooker og Nick Lowe, en
þeir sáu um útsetningar á lögum
plötunnar. Hljóðfæraleikararnir eru
þeir í Rockpile (Dave Demunds, Nick
Lowe, Billy Bremner og Terry Will-
iams), sem og menn á borð við Gary
Bröoker og Chris Spedding. Og til að
kóróna allt saman er platan blá að
lit.
Fyrir rúmum 24 árum fæddistí
Newhaven í Englandi barn, er síðar
átti eftir að verða þekktur gítar-
leikari og söngvari. í dag ber barnið
nafnið Wreckless Eric og er meðal
vinsælustu nýbylgjutónlistar-
höfunda Bretlands í dag (svo
framarlega, sem hægt er að tala um
nýbylgju). Eric lagði eins og svo
margir aðrir tónlistarmenn leið sína
í listaskóla og lagði þar stund á
skúlptúrnám. „Mig langaði til að
fara í listaskóla, af því að ég hélt að
þar gerðust hlutir, en ekkert gerist
lengur í listaskóla," hefur Eric sagt
um veru sína í skólanum. Um tíma
vann Eric sem gæðaeftirlitsmaður í
gosdrykkjaverksmiðju, áður en
honum var boðinn hljómplötu-
samningur. Eric sendi frá sér sína
fyrstu plötu fyrir ári, sú var lítil og
bar nafnið „I’d go the Whole Wide
World". I marz í fyrra kom út platan
„Wrecless Eric“ og í byrjun vetrar
var „The wonderful world of
Wreckless Eric“ gefin út. Með hon-
um á þeirri plötu eru: Malcolm
Morley, gítar, Brady, gítar, John
Brown, bassi, Geir Waade, trommur
og Pete Solley, hljómborð, en hann
sá einnig um útsetningar. Já, og Eric
söng. En þessi plata er græn á lit.
Að lokum skulum . 'ð hlaupa yfir
nokkur atriði í ævisögu þeirra Lene
Lovich og Jona Lewie. Sú fyrrnefnda
er mjög dularfull söngkona, því því
sem næst ekkert er vitað um hana.
Þó er víst að hún er frá einhverju
Austantjaldslandanna, en nú sem
stendur er hún hvergi ríkisborgari.
Til Bretlands kom hún frá Búdapest
í Ungverjalandi, þar sem hún hitti
gítarleikarann Les Chappell í nætur-
klúbbi. Það er því sannnefni að plata
hennar skuli bera nafnið „Stateless",
en þessi plata var sett á markaðinn í
Bretlandi í byrjun október og er
rauð.
Jona Lewie er karlmaður, þótt svo
nafnið gæti bent til kveneðlis. Lewie
er hljómborðsleikari og hefur verið
sagt um hljómborðsleik hans að
hann sé blanda af leik Fats Domino
og Kraftwerks. Plata hans, sem er
gul, ber nafnið „On the other hand
there’s a fist“ og eru öll lög hennar
eftir Lewie sjálfan.
Mátti bjarga
lífi „Rockys”?
New York. 10. febrúar. Reuter.
NELSON Rockefeller fyrrum fylkisstjóri í New York og varaforseti
Bandaríkjanna lét eftir sig eignir sem metnar eru á 66.5 milljónir
Bandarikjadala. eöa um 22 milljarða íslenzkra króna. og hefur
skiptaréttur nú erfðaskrá „Rockys" til meðferðar. en hann ánafnaði
seinni konu sinni. Margaretu. og sonum þeirra hjóna. Mark og Neson
jr.. mestan hluta auöæfanna.
En andlát Rockys hefur einnig
komið af stað ritdeilu og er þar
tekist á um síðustu klukkustund-
ina í lífi varaforsetans fyrrver-
andi, sem var 70 ára er hann lézt.
New York Times hefur skýrt frá
því, að ekki hafi verið kallað á
læknishjálp fyrr en fullri klukku-
stund eftir að Rocky hné niður við
skrifborð sitt. Blaðið segir einnig,
að það hafi verið Pontchitta
Pierce, vinur ungfrú Megan
Marschak, sem var hægri hönd
Rockys, sem kallaði á hjálp en ekki
ungfrú Marshack eins og talsmenn
fjölskyldu Rockefellers hafa skýrt
frá.
New York Times hefur leitt að
því líkur að hægt hefði verið að
bjarga lífi Rockefellers hefði verið
kallað á hjálp þegar i stað, en ekki
klukkustundu eftir að hann fékk
aðsvif. Fleiri blöð hafa látið andlát
Rockfellers sig miklu skipta og
sum tætt í sundur tilkynningar
fjölskyldu Rockys um hvernig og
hvenær andlát hans bar að. Þá
hefur verið skýrt frá því, að
fjölskyldu Rockys greini á um
hvort gefa beri út nákvæma
skýrslu um síðustu klukkustundir í
lífi Rockys, eða hvort bezt sé að
þegja alveg um málið.
Hvað snertir erfðaskrá Rockys,
þá var þar ekkert að finna handa
fjórum börnum sem Rocky átti
með Mary Todhunter í fyrra
hjónabandi sínu. Rocky segist áður
hafa gengið frá þeirra málum.
Hins vegar gefur erfðaskráin eftir
45.000 dollara skuld ungfrú
Marshack við Rocky, svo og skuld-
ir nokkurra annarra náinna
starfsmanna. Mörg málverk og
sérkennileg listaverk ánafnaði
Rocky tveimur söfnum í New
York.
GRISAVEISLA
SUNNUHATID
Hótel Saga — Súlnasalur
Sunnudagskvöld 11.
febrúar
Húsið opnað kl. 19.00.
Hressing við barinn
Ókeypis happdrættismiðar afhentir.
SPANSKUR VEISLUMATUR
Grísasteikur og kjúklingar meö öllu tilheyrandi. Sangria. Verö aöeins kr. 3.500,-
HALLI OG LADDI
meö nýja, sprenghlægilega gamanþætti
FERÐAKYNNING — LITKVIKMYNDIR
Glænýjar litkvikmyndir frá eftirsóttum áfangastöðum Sunnu, á Kanaríeyjum,
Mallorca, Costa del Sol og Grikklandi, og einnig af skemmtiferðaskipinu FUNCHAL,
sem Sunna leigir næsta sumar. Sagt frá mörgum spennandi feröamöguleikum sem
bjóöast á þessu ári.
GLÆSILEGT FERDABINGÓ
Vinningar 3 sólarlandaferöavinningar meö Sunnu eftir frjálsu vali.
TÍSKUSÝNING
Fegurðardrottningar íslands 1978 og 1977,
ásamt stúlkum frá Karon, sýna þaö nýjasta í
kvenfatatískunni.
FEGURÐARSAMKEPPNI ÍSLANDS
Gestir kvöldsins kjósa fulltrúa í lokakeppnina um
titilinn Feguröardrottning Reykjavíkur 1979.
DANS TIL KL. 1.00
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt
söngkonunni Þuríöi Siguröardóttur leika
og syngja.
ÓKEYPIS HAPPDRÆTTI
Þeir matargestir sem mæta fyrir kl. 20.00
fá ókeypis happdrættismiöa, en vinningur
er Kanaríeyjaferð 23. febrúar.
Missið ekki af glæsilegri grísaveislu á gjafverði. Ókeypis Kanaríeyjaferð í dýrtíðinni, fyrir pann
heppna. Pantid borö tímanlega hjá yfirpjóni daglega frá kl. 16.00 í síma 20221.
Hom ía<jA
SÚLNASALUR