Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
Hjónaminning:
Agnes Pálsdóttir —
Helgi Guðmundsson
Fædd 27. nóvcmber 1912.
Dáin 5. ágúst 1978.
Útför Agnesar Pálsdóttur var
gerð hinn 12. ágúst s.l. frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði að við-
stöddu fjölmenni. Réttum sex
mánuðum eftir að eiginmaður
hennar, Helgi Guðmundsson,
kvaddi hana þar í hinsta sinn,
verður hann til moldar borinn frá
því sama guðshúsi á morgun,
mánudaginn 12. febrúar.
Vinir berast burt með tímans
straumi, segir skáldið, og eru það
orð að sönnu. Við hljótum öll að
beygja okkur fyrir lögmálum lífs
og dauða, taka því sem að höndum
ber og æðrast eigi. Það er engu að
síður með sárri sorg sem við
kveðjum vini okkar og samferðar-
menn sem hverfa á brott yfir
móðuna miklu. Við stóran er að
deila og vegir Guðs eru órann-
sakanlegir.
Agnes Pálsdóttir var fædd að
Ásgarði í Grímsnesi hinn 27.
nóvember 1912 og voru foreldrar
hennar hjónin Ingibjörg Brands-
dóttir og Páll Gíslason. Á unga
aldri fluttist hún með foreldrum
sínum og systkinum austur í
Álftafjörð og ólst þar upp. Agnes
fór ung í atvinnuleit til Reykjavík-
ur og dvaldist þar mestan hluta
ævi sinnar. Þar kynntist hún
eiginmanni sínum, Helga
Guðmundssyni, sem andaðist hinn
3. febrúar s.l. eftir heilsuleysi
undanfarin misseri.
Fæddur 28. október 1903.
Dáinn 3. febrúar 1979.
Helgi Guðmundsson var fæddur
á Stokkseyri 28. október 1903, voru
foreldrar hans Lára Sveinbjörns-
dóttir og Guðmundur Jónsson.
Ungur missti Helgi föður sinn og
var honum 10 ára gömlum komið í
fóstur að Lambalæk í Fljótshlíð.
Hann ólst síðan þar upp við ástríki
fósturforeldra sinna, sem hann
unni alla tíð.
Jörðin og sveitalífið, dýrin og
gróður jarðar var enda Helga ætíð
hugstæður og þar undi hann sér
best. I nokkur ár bjuggu þau hjón
að Litlu-Strönd á Rangárvöllum,
en fluttu síðan til Reykjavíkur og
vann Helgi þá lengi við akstur og
stjórn stórvirkra vinnuvéla. Síð-
ustu árin sem hann vann fullan
starfsdag, en hann var alla tíð
mikill þrek- og eljumaður, var
hann þó aftur kominn í sveitina og
var bústjóri hjá Guðna heitnum
Ólafssyni apótekara í Árbæjarhjá-
leigu, en hann hafði þar mikla
hrossarækt og talsvert af sauðfé.
Þarna líkaði Helga vel að vera og
kom þá glöggt í ljós hvað hann var
mikill vinur dýranna. Oft var
gaman að sjá, þegar hann var að
gefa hestunum og nostraði við þá á
allan hátt. Það leyndi sér ekki að
þar fóru saman vinir og þó að
hestarnir væru oft ljónstyggir við
ókunnuga, gat Helgi kallað á þá
með nafni og gengu þeir þá rólegir
til hans.
Allir vita, að fjórði áratugur
aldarinnar var íslenskum almenn-
ingi erfiður, og mun stundum hafa
verið þröngt í búi hjá þeim Agnesi
og Helga eftir því sem barna-
hópurinn stækkaði, en alls eignuð-
ust þau sex börn. Þau komust þó
vel af og unnu bæði hörðum
höndum til að sjá sér og sínum
farborða.
Þau unnu sigur að lokum
og voru alla tíð hamingjusöm og
glöð. Síðustu árin lifðu þau við
ástríki barna sinna. Af börnum
þeirra komust öll nema eitt, sem
andaðist á fyrsta ári, til full-
örðinsára. Þau eru: Erla, húsmóðir
og kaupkona, gift Herði Harðar-
syni og eiga þau 4 börn; Jóhann
bifreiðarstjóri, kvæntur Nönnu
Ragnarsdóttur, þau eiga 5 börn;
Hrafnhildur húsmóðir, gift undir-
rituðum, og eiga 3 börn; Sævar
bifreiðarstjóri, á 4 börn,
Kristbjörg húsmóðir, heitbundin
Má Gunnþórssyni og eiga þau eitt
barn.
Það er margt
sem þér likar vel
. íþeim
nýju amerísku
Aflmikil 5.7 lítra 8 cyl.vél
SjáJfskipting
Vokva- og veltistýri
Styrkt gormafjöðrun að framan
Sportfelgur
Aflhemlar
Urvcil lita, innanogutan
Og fleira og f leira
Chevrolet Blazer kr. 7900.000.
Þetta er þaö sem þeir nýju
frá General Motors snúast allir um
Til afgreiðslu straxí
by General Motors
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Rcykiavik Simi 38900
Oft var gestkvæmt á heimili
tengdaforeldra minna, því að
þangað var gott að koma. Afi og
amma höfðu alltaf nægan tíma til
að sinna barnabörnunum og leika
við þau. Á stórhátíðum var það
föst venja að fjölskyldur barna
þeirra Agnesar og Helga kæmu
saman til fagnaðar á heimili
þeirra.
Eftir andlát þeirra hjóna sækir
oft á huga minn og þó einkum á
börnin okkar að nú sé ekki lengur
hægt að fara í heimsókn til afa og
ömmu, því að alltaf var það
tilhlökkunarefni, þegar skroppið
var í bíltúr um helgar að koma við
hjá þeim. Mér finnst að spakmæl-
ið: „Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur" eigi hér við,
svo sjálfsagt þótti að eiga alltaf
blíðu og ástúð afa og ömmu.
Eins og fyrr getur lögðu þau
Agnes og Helgi gjörva hönd á
margt sem til féll í þeirra lífs-
hlaupi. Síðast starfaði Agnes sem
matráðskona við Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti og báru kennarar
mikið lof á hana fyrir góðan mat
og umgengni. Lengst af starfaði
Agnes þó sem saumakona á
saumastofum, en hún var mikil
hannyrðakona.
Að lokum vil ég sérstaklega
þakka þeim góðu hjónum alla
aðstoð við fjölskyldu mína. þegar
jarðeldar brutust út á Heimaey
veturinn 1973. Þá tóku þau okkur
öll inn á sitt heimili í marga
mánuði þar til að við fengum eigið
húsnæði, en það lá ekki á lausu við
þessa óvæntu atburði og ekki voru
allir Eyjamenn svo heppnir að
eiga vini og vandamenn til að
dvelja hjá þá löngu vetrardaga.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
þau hinstu kveðju í þeirri góðu trú
að látnir lifi og þökkum þeim alla
ástúð, sem þau sýndu okkur.
Blessuð sé minning þeirra.
Jón Bryngeirsson.
+
Faöir minn, tengdafaöir og afi,
EINAR BJARNASON,
Eyjabakka 5,
lést í Landakotsspítala þann 8. febrúar.
Grétar Einaraaon, Konný Braiöfjörö
og barnabörn.
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
HELGI GUDMUNDSSON,
éöur böndi Litlu-Strönd, Rangérvöllum,
/Esufelti 2,
veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarflröl, mánudaginn 12. febrúar. kl.
2.e.h.
Erla Pálsdóttir
Jóhann Helgason
Hrafnhíldur Helgadóttir
Sævar Helgason
Kristbjörg Helgadóttir
Höröur Hjartarson
Nanna Ragnarsdóttir
Jón Bryngeirsson
Mér Gunþórsson
t
Systir okkar, mágkona og vinkona,
ÞÓRHILDUR HELGASON,
hjúkrunarkona,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 13. febrúar kl. 13.30.
Blóm og kransar afbeönir en þeir sem vilja minnast hinnar látnu er bent á
líknarstofnanir.
Annie Helgason,
Cecilie Helgason,
Ingsr Helgason
Anna Kristmundsdóttir,
og aörir vandamenn.
Guöbjörn Jakobsson,
t
Dóttir mín
ÁSLAUG ÓLAFSDÓTTIR,
Bústaöavagi 89,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 13. febrúar kl. 3 e.h.
Ólafur Árnason.
+ Móöir okkar og tengdamóöir,
BJARNFRÍÐUR BJARNADÓTTIR,
Hlíö, Blesugróf,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 12. febrúar kl. 3.
Sigrún Hjartardóttir, Gunnar Jónsson,
Halldóra Hjartardóttir, Garöar Guönason,
Fanney Hjartardóttir, Jón Hannesson,
Sigríður Hjartardóttir, Magnús Jónsson,
Jónína Hjartardóttir, Erlendur Hjartarson,
Inga Hjartardóttir, Gísli Jensson,
Reynir Hjartarson, Jarþrúöur Guömundsdóttir,
Sigvaldi Hjartaraon, Kristbjörg Ólafsdóttir,
Léra Hjartardóttir, Guöjón Hélfdénarson,
Kristjéna Hjartardóttir, Helgi Þorvaröarson,
Björg Hjartardóttir, Þórarinn Ingi Jónsson.