Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 11. FEBR.ÚAR 1979 Skiptum lokið á þrotabúi Air Viking: Skiptum er lokið íþrotahúi ílug- íélagsins Air Viking hf. og er Ijóst af frumvarpi að úthlutunargerð í húið að nokkrir aðilar hafa tapað stórfé á gjaldþroti félagsins. Lýstar kröfur íbúið námu kr. 327.475.248,00 að meðtöldum veðkröfum og upp í þær kröfur greiddust kr. 134.606.610,00. eða 41,1%. Erfitt er að meta stærð þessa gjaldþrots á núgildandi verðlagi þvíkröfurnar eru frá mismunandi tímum. Þær eru flestar miðaðar við verðlag á seinni hluta ársins 1975 og fyrri hluta árs 1976 og sumar eru í erlendum myntum, sem hafa stórhækkað vegna gengisfalls og gengissigs íslenzku krónunnar. Þó mun óhætt vera að tvöfalda allar upphæðir ísambandi við þetta gjaldþrot og er víst að gjaldþrot Air Viking hf. er eitt hið stærsta í viðskiptasögu íslands seinni árin. Ein af vélum Air Viking liggur vió Keflavíkurflugvöll, ónýt. Slökkvilidamenn nota hana til æfinga og átormaö er aö kveikja í vélinni. Ljóam. Mbl. Heimir uðu rúmum 192 miHiónum Flugfélagið Air Viking starfaði sem kunnugt er í nánu sambandi við ferðaskrifstofuna Sunnu og var Guðni Þórðarson helsti stjórnandi beggja fyrirtækjanna. Air Viking festi kaup á tveimur Boeing 720 þotum snemma árs 1974 en árið 1975 fór að bera á fjárhagserfið- leikum hjá fyrirtækinu og seinni hluta ársins 1975 var það orðið stórskuldugt og sótti þá um erlend lán til að rétta fjárhaginn við en leyfi fékkst ekki til lántökunnar hjá langlánanefnd. í desember 1975 varð slæmt fjárhagsástand fyrirtækisins opinbert og var mik- ið skrifað um fjárhagsstöðu þess í blöðin á þeim tíma. Var sýnt að fyrirtækið ætti ekki fyrir skuldum og var það lýst gjaldþrota og bú þess gert upp. Slæm fjárhagsstaða Air Viking hafði ýmsar hliðar- verkanir. T.d. missti Sunna ferða- skrifstofuleyfið í desember 1975 en fékk það aftur skömmu síðar. Ennfremur leiddi málið til þess að bankastjórum helsta viðskipta- banka Air Viking, Alþýðubankans hf., var vikið frá störfum af bankastjórn og krafizt opinberrar rannsóknar á fyrirgreiðslu þeirra við Air Viking, sem voru óeðlilega miklar og umfram heimildir að mati bankastjórnarinnar. Rann- sókninni var síðar beint að viðskiptum fleiri aðila við bank- ann. Mál bankastjóranna er nú til dómsmeðferðar hjá sakadómi Reykjavíkur og er dóms að vænta innan skamms. Eignir Þrota- búsins rúm- ar 137 millj. Flugfélagið Air Viking stundaði aðallega flug með íslendinga til sólarlanda og tilfallandi leiguflug, m.a. til Islendingabyggða í Vestur- heimi. Þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta átti það þrjár þotur af gerðinni Boeing 720 en tvær þeirra þörfnuðust dýrrar klössunar. Þegar bú Air Viking var gert upp reyndust eignir bús- ins vera sem hér segir samkvæmt frumvarpi að úthlutunargerð, sem Unnsteinn Beck skiptaráðandi í Reykjavík samdi: Útgjöld þrotabúsins reyndust vera kr. 2.987.279,00. Stærsti liður- inn er ein ferð, sem flugvélin TF-VVE fór til þess að sækja Islendinga til Kanaríeyja eftir að félagið hafði verið tekið til gjald- þrotaskipta og kröfuhafar veittu leyfi fyrir. Aðrir kostnaðarliðir eru bókhald, mat á flugvélunum, eftirlit með flutvélum á Kefla- víkurflugvelli o.fl. Samvinnubank- inn átti 90 milljóna veð Þegar kostnaðurinn er dreginn frá eignum búsins kemur út talan kr. 134.606.610,00, sem er sú upp- Andvirði flugvélanna TF-VVA og TF-VVB kr. 60.000.000 Andvirði flugvélarinnar VVE kr. 60.000.000 Leiga fyrir flugvél til Ferðaskrifstofunnar Sunnu h/f kr. 2.488.200 Vextir af andvirði flugvéla kr. 9.835.663 Vextir af sparisjóðsbók kr. 519.845 Tekjur af vörusölu í TF-VVE kr. 211.461 Innstæða af hlaupareikn. 247 í Landsbanka íslands kr. 1.001 Innstæða af hlr. 7476 í sama banka kr. 1.523.382 Uppboðsandvirði bifr. R-38336 kr. 170.684 Uppboðsandvirði bifr. R-32117 kr. 336.828 Uppboðsandvirði lausafjármuna kr. 83.888 Andvirði vörubirgða og lausafjármuna, sem selt var Arnarflugi kr. 1.182.000 Seld erlend mynt kr. 18.083 Innheimtir víxlar vegna Kanadaflugs kr. 51.500 Andvirði bifr. R-56751 kr. 515.015 Greitt hlutafé með vöxtum kr. 533.316 Endurgr. af tryggingafé frá Sunnu kr. 24.333 Vextir af viðskiptareikn. kr. 98.690 Samtals kr. 137.593.889 Á leió i loftid meö Air Viking. hæð, sem kemur til skipta. Fyrstu j kröfur, sem eru greiddar eru veð- kröfur. Veðkröfur námu kr. ; 66.192.062, þar af greiddust 60 i milljónir vegna veða í flugvélunum 1 TF-VVA og TF-VVB og kr. 6.192.062,00 vegna veða í nýjustu flugvél Air Viking TF-VVE. Óvenjulítil veð hvíldu á síðast- nefndu flugvélinni en hinar tvær fyrri voru veðsettar fyrir hærri upphæðum en þær seldust á, t.d. átti Samvinnubankinn rúmlega 90 milljón króna veð í flugvélunum eða nákvæmt kr. 90.820.758,00, en bankinn hafði á sínum tíma geng- ist í ábyrgð fyrir helmingi kaup- verðs vélanna, samkvæmt því sem bankastjóri bankans upplýsti í Mbl. í des. 1975. Af þessari upphæð fékk bankinn greiddar 60 milljónir í veðk'röfur og rúmar 4 milljónir króna í almennar kröfur. Þegar veðkröfur höfðu verið greiddar komu til úthlutunar kr. 68.414.548.00. Komu þá fyrst til álita forgangskröfur, svo sem launagreiðslur og launatengd gjöld. Forgangskröfur í búið voru 7 talsins, samtals að upphæð kr. 36.518.763.00 og greiddust þær að sjálfsögðu allar, þar sem hærri upphæð var til úthlutunar en nam forgangskröfunum. Almennar kröfur voru 83 tals- ins, samtals að upphæð kr. 224.764.423 og kennir þar margra grasa eins og vænta má. Upp í almennar kröfur greiddust 14,0656% eða rétt um 32 milljónir króna, en upp í kröfur að upphæð rúmar 192 milljónir króna greidd- ist ekkert. En hverjir töpuðu mest á þessu margumtalaða gjaldþroti? Það er fróðleg spurning, sem nú verður leitast við að svara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.