Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
r*
vii i > i i
Pottarím
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Rjúkjandi
fisksúpa á
vetrarkvöldi
Það er afar notalegt að fá disk
af rjúkandi súpu á köldum
vetrardegi. Nú er svo sannar-
lega staður og stund, annars
eins vetur og hefur verið hjá
okkur í vetur. Mönnum dettur
jafnvél í hug frostaveturinn
mikli 1918.
Fisksúpan, sem uppskrift er
að hér að neðan, er ekki aðeins
góður hvunndagsmatur. Hún er
einnig ljómandi veizlumatur,
því allur góður matur úr góðum
og ósviknum hráefnum er
veizlumatur. Punkturinn yfir
i-ið er svo volgt og ilmandi
heimabakað brauð og því fylgir
brauðuppskrift með súpunni.
Ef þið viljið hafa súpuna sem
veizlumat, viljið þið e.t.v. einnig
hafa fleiri rétti. Þá er ostur
tilvalinn sem eftirréttur, enda
OSTAe Qé AvEx.Tl£
eeu 6-i
AsyMXlAfi..
keppast mjólkurmenn við að
sannfæra okkur um að ostur sé
veizlukostur. Camembert er fínn
ostur til að hafa í eftirrétt.
Hann er ekki mjög sterkur og
fellur því flestum í geð. Gráða-
ostur og tilsitter eru heldur
sterkari, en hæfa líka mjög vel.
Þessar 3 tegundir sóma sér vel
saman. Því miður er oft erfitt,
og jafnvel ómögulegt, að vita
hvað ostarnir í búðunum eru
gamlir og þá um leið bragðmikl-
ir. Ef vel ætti að vera, þyrfti að
vera hægt að ganga úr skugga
um það, t.d. með því að fá að sjá
camembert og fá að bragða aðra
osta. Með ostunum er gott að
bera fram brauð, líkt og með
súpunni, eða vatnskex, og svo
ávexti, t.d. epli, perur og vínber.
Athugið að taka ostana úr kæli-
skápnum u.þ.b. 1 klst. áður en
borðað er, svo þeir séu ekki
ískaldir og um leið bragðdaufir.
Með matnum er gott að drekka
ísvatn, eða vel kældan pilsner.
Hvítvín er ekki amalegt.
Ef þið svo viljið bæta énn við
lystisemdirnar, þá læt ég fylgja
með uppskrift af ljómandi
döðluköku, sem þið geti haft í
eftirrétt eða með kaffinu eftir
matinn, allt eftir ykkar henti-
semi.
Þetta er þannig veizlumáltíð,
að þið getið í raun komið heim
með gestunum. Nú er vetur og
fólk fer á skíði. Þá er tilvalið að
bjóða fjölskyldunni, e.t.v. ásamt
vinum og kunningjum, upp á
svona máltíð eftir skíðaferðina.
Þeir taka það varla illa upp að
hjálpa til við að drífa matinn á
borðið, ef svo ber undir. Og þessi
matur hefur þann kost, að
bætist einhverjir við á síðustu
stundu, má alltaf auka í súpuna.
Auðvelt er að stækka uppskrift-
ina. Þarna hafið þið laglega
byrjun á góðri veizlu, en matur-
inn er ekki allt. Veizluna gerið
þið fullkomna með gleði og góðu
skapi og engu öðru.
Góða skemmtun!
Fisksúpa
(handa f jórum)
Þessi súpa býður upp á marga
möguleika. Allur nýr fiskur er
góður í hana, nema varla síld.
Skelfiskur er auðvitað framúr-
skarandi viðbót. Þið getið notað
lítinn eða mikinn fisk og lítið
eða mikið grænmeti. Grænmetið
getur verið ýmislegt, t.d. laukur,
hvítlaukur, kartöflur, tómatar,
paprika, gulrætur, sellerí, blað-
laukur og fennel, allt eftir því
hvað fæst og hvað ykkur lízt
bezt í það og það skiptið. Vín
spillir ekki fyrir. Væn skvetta af
þurru hvítvíni eða nokkrar mat-
skeiðar af þurru vermút er
auðvitað sérdeilis gott í súpuna,
ef þið viljið hafa mikið við.
Krydd gefur lífinu lit og matn-
um bragð. Hvers konar
kryddjurtir eru góðar í fisk-
súpur, t.d. timian, oregano,
steinselja, dill, graslaukur o.fl.
Og svo er það saffran. Það gerir
fisksúpuna óviðjafnanlega góða,
en því miður kostar saffran
Su&iDÍéK+ejJjz. *,£>A
apri«. (/&tA PyLLTÍE.
hlj6hmííV<jsíFue
&£(L œu A
Bofc&ifOu
drjúgan skilding. En ofurlítil
visk hrekkur langt, og ef þið
viljið gera súpuna verulega
góða, látið þið saffran í hana.
Það sér víst enginn eftir þeirri
viðbót. Þessa möguleika skuluð
þið hafa i huga, þegar þið lesið
uppskriftina.
Ef þið viljið flýta fyrir ykkur
við sjálfa matseldina, getið þið
útbúið fiskinn, hreinsað græn-
metið, sett hvort í sínu lagi
undir plast og geymt í kæliskáp
í allt að sólarhring, áður en
súpan er soðin. Skerið þetta þó
ekki niður fyrr en við sjálfa
matseldina, því niðursneiddur
matur geymist verr en heill.
Kartöflur má geyma afhýddar í
vatni, þótt það sé ekki æskilegt
að afhýða þær fyrr en rétt áður
en þær eru notaðar.
Látið það ekki villa um fyrir
ykkur að möguleikarnir eru
margir, því framkvæmdin er
sáraeinföld. Athugið aðeins að
það er alltaf tafsamara að útbúa
nýjan rétt í fyrsta skiptið, svo
það er bezt að láta þetta fyrsta
skipti koma sem allra fyrst.
matarolía
2 taukar
1—3 hvítlaukarif
4 vænar kartöflur
1 væn gulrót
21 fisksoð, gjarnan heimatilbóið, en
annars ór teningum
2 tómatar
1 m«k timjan, helzt ekki duft
1 tsk oregano, heizt ekki duft
(smá visk af saffrani)
300 gr beinlaus fiskur, eða heldur meira
af fiski með beinum f, tld. ýsa eða lúða.
Hitið botnfylli af olíu við
vægan hita í rúmum potti.
Hreinsið grænmetið og afhýðið
það sem þarf. Tómatana er gott
að afhýða, þó það sé ekki
nauðsynlegt. Það er gert með
því að láta þá augnablik í
sjóðandi vatn og síðan undir
kalt vatn. Þá er hýðið laust á og
eftirleikurinn auðveldur. Skerið
laukana, kartöflurnar og tómat-
ana í fallega báta, gulrótina í
þunnar sneiðar og fínsaxið hvít-
laukinn. Ef kartöflubátarnir eru
litlir, soðna þeir fyrr.
2. Setjið nú allt grænmetið
nema tómatana, í heita olíuna
og látið malla undir loki í u.þ.m.
10 mín., eða þar til laukurinn er
vel glær. Gætið þess þó að
grænmetið brúnist ekki, því þá
verður bragðið rammt.
3. Hellið nú soðinu, eða vatni
+ soðteningum, yfir grænmetið
ásamt kryddinu. Látið það nú
malla í u.þ.b. 15 mín., eða þar til
kartöflurnar eru næstum
soðnar. Bætið þá fiskinum í,
ásamt tómötunum og sjóðið í
u.þ.b. 5 mín., eða þar til fiskur-
inn hefur hlaupið saman og
hvítnað. Fiskurinn á alls ekki að
soðna í mauk, fremur en
tómatarnir. Ef súpan þarf að
bíða, frestið þá að setja fiskinn
í, þar til rétt áður en hún er
borin fram. Berið nú súpuna
fram rjúkandi heita og ilmandi.
Hlemmihleifur
Þessi uppskrift er nokkuð
stór, en af því að það er ekki
meiri vinna við stóra uppskrift
en litla, finnst mér mun
hentugra að útbúa vænan
skammt í einu. Deigið getið þið
svo bakað með 1—4 daga milli-
bili og geymt það ómótað í
plastpoka í kæliskáp í milli-
tíðinni. Ég er reyndar á því að
brauðdeig verði mun betra ef
það fær að lyfta sér vel og lengi,
t.d. nokkra daga í kæliskáp.
Síðan er það hnoðað rösklega
enn á ný, mótað, látið lyftast
aftur í u.þ.b. 30 mín. og svo
bakað.
Gerdeig er auk þess hægt að
frysta, svo og auðvitað bakað
brauðið. Bezt er svo að þíða
bökuð þunn brauð, eða
smábrauð, með því að taka það
frosið, setja augnablik undir
kaldavatnsbununa og svo beint í
vel heitan ofninn. Þá þornar það
ekki og verður sem nýtt. En
auðvitað á það hvorki að gegn-
blotna, né standa of lengi í
ofninum.
Ég sting upp á því, að þið
bakið 2 hlemmistór og flöt
brauð úr þessari uppskrift, enda
er það tilkomumikil sjón á
matarborðinu, en auk þess getið
þið mótað smábrauð ef ykkur
sýnist svo. Flata brauðið blæs
oft út, þegar það lyftist og
bakast, þannig að inn í því
verður tómarúm. Það fellur
síðan saman, eftir bakstur, og
þá myndast eins og tvö lög, sem
eru laus hvort frá öðru. Það er
því auðvelt að fletta því í sundur
og smyrja, eða að dýfa því í
súpuna eða annan mat.
Ég nefni ekki salt sérstaklega
í uppskritinni en þið saltið eins
og ykkur þykir hæfa. í dag erum
við vöruð við of mikilli salt-
neyzlu, því salt er álitið auka
streitu og af henni er nóg, svo
e.t.v. er skynsamlegt að halda í
við sig með saltið. Það er með
saltneyzlu eins og sykurneyzlu,
að hún er oft ávani. Ýmsir salta
jafnvel mat sinn áður en þeir
bragða hann.
Ég sting upp á, að þið notið
hveiti- eða rúgflögur í þetta
brauð, ef þið náið í þær.
Flögurnar fást í heilsuvörubúð-
um, eða stærri nýlenduvöru-
verzlunum. Ef þið náið ekki í
þær, notið þið heilhveiti í
staðinn, sem nemur flögunum.
Nú er ekki lengur neitt vanda-
mál að fá pressuger, án þess að
liggja undir grun um einhverja
neðanjarðarstarfsemi. Ýmsir
bakarar eru svo elskulegir að
selja pressuger, og svo fæst það
í ýmsum nýlenduvöruverzlun-
um. Það er því tilvalið að nota
sér þetta nýfengna sölufrelsi á
pressugeri og baka eitthvað gott
úr gerdeigi, sér og sínum til
ánægju og yndisauka. Athugið
að börnum finnst spennandi að
spreyta sig við brauðbakstur, og
reyndar matseid yfirleitt, og
fylgjast með þegar brauðið
verður til.
50 gr pretwuger
4 di vatn
1 di sórmjólk
2 di hveiti- eða rógflögur
2—4 dl heilhveiti, eftir þvf hvort þió notið
flögur
8 dl hveiti. gjarnan óbleikt
(e.t.v. krydd, t.d. 1 msk fenugreek, anísfræ
eða kómen)
1. Myljið gerið í skál og hellið
volgu vatninu yfir. Bætið
flögunum í, ef þið hyggist nota
þær, ásamt heilhveitinu, hrærið
í og látið standa í u.þ.b. 15 mín.
Ef þið hyggist krydda brauðið,
steytið þá kryddið og bætið í.
Kryddið gefur brauðinu mjög
gott bragð.
2. Bætið súrmjólkinni í og
mestu af hveitinu. Hrærið nú og
hnoðið deigið saman, bætið við
hveiti eftir þörfum, þar til deig-
ö»ía w-o oeúí-Hö
uypr1^- £>ék. v'eu
ÚCf tö
Aö CtOM'
C>£/U*ö-Í -
ið er orðið samhangandi og
festist ekki lengur við hendur
ykkar. Látið nú deigið lyftast í
skál með yfirbreiðslu. Þá er gott
að strjúka nokkrum dropum af
matarolíu yfir deigið, svo það
þorni ekki. Eða þá að þið veltið
því upp úr hveiti, setjið það í
plastpoka og geymið það um
lengri eða skemmri tíma. Látið
það helzt ekki lyftast skemur en
2 klst.
3. Þegar deigið hefur lyft sér,
hnoðið það þá rækilega. É.t.v. er
þá nauðsynlegt að bæta svolitlu
hveiti í. Smyrjið nú 1 eða 2
bökunarplötur, eftir þörfum.
Skiptið deiginu í tvennt. Mótið
annan helminginn í þykka köku
í höndunum og teygið hana svo
út. Setjið kökuna á smurða
plötuna og teygið og þrýstið
hana út, þar til komin er nokkuð
þunn kaka, nokkurn veginn
kringlótt. Hafið engar áhyggjur
þótt kakan verði eitthvað mis-
þykk. Æfingin skapar meistar-
ann og þetta verður allt jafn
gott, þegar út úr ofninum
kemur. Hinn helminginn getið
svo mótað eins.
4. Setjið ofninn á 250°.
5. Eftir að brauðið hefur lyft
sér í u.þ.b. 30 mín., setjið þið það
inní miðjan heitan ofninn, þar
sem það á að bakast í 15—20
mín. eftir þykkt. Brauðið er
bakað, þegar ilminn leggur út úr
ofninum og það er orðið fallega
brúngullið. Berið brauðið fram
volgt, því þannig er það bezt.
Annaðhvort getið þið brugðið
hreinni leirþurrku um brauðið,
svona eins og hún nær, eða
slengt því á hreint matarborðið.
Hver og einn getur svo rifið eða
skorið sér skækil af þessu víð-
áttumikla brauði.
Döðlukakan er hreint sæl-
gæti, jafnvel fyrir þá, sem ekki
eru hrifnir af eintómum döðlum.
Bezt er að bera hana fram
ylvolga, því hún verður óhóflega
hörð og seig, þegar hún kólnar.
Hún geymist vel í kæliskáp í
nokkra daga, eða um lengri tíma
í frysti. Pakkið henni vel í
álpappír, ef þið hyggist geyma
hana um lengri eða skemmri
tíma, svo hún þorni ekki upp.
Þegar þið hitið hana, þá stingið
henni í álpappírnum inn í heitan
ofninn, í u.þ.b. 15—20 mín. Ef
kakan er frosin, þíðið hana þá
áður en þið setjið hana í ofninn,
DO-ÖL.U
£*. ióone, e<oo4C
60© A- rHLTt* .
svo árangurinn verði sem bezt-
ur. Þannig getið þið einnig
undirbúið kökuna fyrirfram.
Iskaldur, þeyttur rjómi er
gott meðlæti með sætri og volgri
kökunni. Mjúkur rjómais er
einnig mjög góður. Kakan dugir
vel handa sex til átta manns í
eftirrétt, svona eftir því hve
mikið annað er á borðum.
175 gr púðursykur
2 egg
2 msk hveiti
1 tsk lyftiduft
125 gr gróft saxaðar valhnetur eða
heslihnetur
250 gr gróft saxaðar, steiniausar döðlur
Rúmlega 'h plata af suðusókkulaði, gróft
söxuðu
'h tsk kanell
4 steyttir negulnaglar, eða Vt tsk
negulduft
1. Setjið ofninn á 150°.
2. Þeytið eggin þar til þau fara
að freyða og bætið þá sykrinum
í. Þreytið þar til sykurinn er
uppleystur og eggin freyða vel.
3. Blandið öllum þurrefnunum
saman og hrærið saman við
eggjablönduna þar til þið hafið
vel samanlagað deig, en hrærið
þá ekki meir í. Deigið setjið þið í
vel smurt, kringlótt kökuform.
Formið þarf ekki að vera hátt,
því kakan lyftir sér ekki mikið.
Látið kökuna á neðstu rim, í
heitan ofninn og bakið í 30—40
mín., eða þar til hún er þurr,
þegar stungið er í hana með
prjóni. Látið hana ekki bakast
of lengi, því þá verður hún
nokkuð hörð, þó bragðið sé
reyndar alltaf jafn gott.