Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 26
26. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 í Háskólabíói í kvöld Einn þriggja fremstu jazz-trompetleikara heims, Dizzy Gillespie, mun í kvöld halda hljómleika í Háskóla- bíói asamt kvintett sínum. Kvint- ett þennan skiþa, auk Dizzys, Miekey Ronker trommuleikari, Ed Cherry gítarleikari, Benjamin Brown bassaleikari og söngkon- an Sheyvonne Wright, sem talin er ein alfremsta jazzsöngkona vorra tíma. Dizzy ætti í raun að vera óþarfi aö kynna, ásamt Charlie Parker er hann einn af frumkvöölum svonefnds „be-bop“ stíls í jazz, en fyrst fór aö bera á þessum stíl á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Dizzy Gillesþie er því enginn nýgræðingur í tónlistarheimin- um, en hann fæddist áriö 1917 í borginni Cheraw í Suö- ur-Karólínufylki. Faðir hans var í hljómsveit, sem lék í Cheraw og „Vissi ekki að til væri onnur IZZY CILLESPIG en B-moll“ víðar, auk þess sem hann sá um aö geyma hljóðfæri hljóm- sveitarinnar. Dizzy hefur sagt að frá því hann fyrst muni eftir sér hafi alltaf úö og grúö af alls kyns hljóöfærum á heimili hans, en faðir hans lagöi hart að börnum sínum aö læra á eitthvað hljóö- færi. Ekkert þeirra hafði þó neina tónlistarhæfileika til að bera, utan Dizzy, en faðir hans liföi ekki aö sjá draum sinn rætast, því aö hann lézt 1927, þá er Dizzy var réttra tíu vetra gamall. Dizzy tók snemma aö læra á hljóöfæri og fyrst í staö hugðist hann læra aö leika á básúnu. „En hendur mínar voru ekki nógu langar til að ég gæti spilaö á þaö hljóöfæri," segir Dizzy. Svo þess í staö sneri hann sér aö tromþetinum. Kunningi hans átti trompet og hinn ungi Gillespíe fékk þaö aö láni og tók aö æfa sig á hljóðfærið af kaþþi. Þótt svo Dizzy kynni aöeins að leika í einni tóntegund þegar hann var 15 ára gamall, var hann talinn bezti trompetleikarinn í Cheraw, heimabæ sínum. Þaö var þá aö unglingur aö nafni Freddie Mathews kom til Cher- aw, en Freddie var píanóleikari og hafði heyrt margar sögur af þessum unga trompetleikara og langaði til að leika meö honum. „Svo ég tók trompetinn mér í hönd og hélt af staö aö „jamma“ meö honum,“ segir Dizzy. „Hann byrjaöi á aö spila lag, sem heitir Nagasaki og er í C-dúr. Ég sagðist ekki kunna þaö, en ég skyldi reyna aö leika þaö meö honum og svo byrjuðum viö. Ekki einasta nóta, sem ég blés, passaöi inn í lagiö og ég var mjög miður mín, því aö ég átti aö heita trompetleikari. En ég sagö- ist aöeins þurfa að læra lagið, þótt sannleikurinn væri sá að fram aö þeim tíma haföi ég ekki haft hugmynd um aö til væri önnur tóntegund en B-moll.“ í leit að frægð og frama Þegar Dizzy var 17 ára fluttist fjölskylda hans til Fíladelphíu og þá keypti hann sér sinn fyrsta trompet. „Þetta var í fyrsta skipti, sem ég átti raunverulega mitt eigiö hljóöfæri." Þegar þetta ár tók hann að leika í hinum ýmsu hljómsveitum, meðal ann- ars í hljómsveit Franks Fairfax. Á þessum tíma var trompetléikar- inn Roy Eldringe í miklu uppá- haldi hjá Dizzy og reyndi hann mikið til aö leika eins og hann. Eldridge var þá í hljómsveit Teddy Hills og hlustaöi Dizzy iöulega á hljómsveitina leika í útvarpi og hreifst hann mjög af henni. Einn góöan veðurdag ákvað Dizzy síöan aö leggja land undir fót og halda til Nýju Jórvíkur og ganga í hljómsveit Hills, sem hann og gerði. Eftir veru þar lagði hann leið sína í hljómsveit Cag Galloways, sem var „big-band“ hljómsveit og meö henni lék hann næstu tvö árin. í september 1941 var hljómsveit Galloways að leika í Connecticut og aö hljómleikunum loknum gekk Galloway að Dizzy og sak- aöi hann um aö hafa reynt að trufla sig viö leik sinn. Skipti nú engum togum að upp hófust slagsmál þeirra í millum og lyktaði þeim þannig aö Dizzy veitti hljómsveitarstjóra sínum hnífsstungu. „Þaö þurfti 10 spor til að sauma skuröinn saman og eins og nærri má geta var Dizzy rekinn, eöa réttara sagt hann hætti. Á eftir fylgdi vera í hljómsveit Ellu Fitzgerald, auk þess sem Dizzy fór aö dunda viö aö útsetja lög eftir valinkunna jazztónlistar- menn. Á árunum 1942 og 1943 var hann í hljómsveit Eral Hinnes, þar sem einnig voru menn á borö viö Charlie Parker og Benny Greein. Hinn fyrrnefndi einhver alfremsti altó-saxa- fónleikari jazzins og sá síöar- nefndi vel þekktur básúnuleikari. Á þessum tíma tóku þeir Parker og Gillespie aö móta nýjan stíl í jazz, stíl, sem síöar hlaut nafniö „be-bop“. Þaö hefur verið sagt um Dizzy aö hann hafi aldrei þreytzt á aö leika jazz ásamt öðrum tónlistarmönnum og hvernig sem viöraöi tókst honum ætíö aö lokka aöra jazzista yfir á FIMM STÍFIR: Eric, Jupp, Lovich Sweet og Lewie Lene Lovich (lengst til vinstri), Wreckless Eric, Jona Lewie, Rachel Sweet og Mickey Jupp. • Um fátt var meira skrifað í enskum tónlistarblöðum í upphafi vetrar, en hljómleikaferðalag nokkurra tónlistarmanna útgáfu- félagsins Stiff. Listamenn þeir er hér um raeðir eru Lena Lovich, Jona Lewie, Wreckless Eric, Mickey Jupp og Rachel Sweet. Hljómleikaferða- lagið var nokkuð einkennilegt, því að listamennirnir ferðuðust með járn- brautarlestum milli staða og var í fylgd með þeim frítt föruneyti gesta og aðdáenda. Hljómleikaferðalagið hófst í Bristol hinn 10. október og lauk ekki fyrr en 19. nóvember í London. Samhliða feðalaginu lét Stiff frá sér fara „litaðar" hljómplötur með fimmmenningunum og þar sem ekki er langt síðan þær plötur sáust í gluggum verzlana hérlendis er ekki úr vegi að kynna viðkomandi lista- menn lítillega. Rachel Sweet er yngst fimm- menninganna, en hún fæddist fyrir rúmum 16 árum og býr nú í Akron Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Þótt ungfrú Sweet sé ekki gömul hefur hún verið í „tónlistarbransanum" í 11 ár, en hún var aðeins fimm ára er hún kom í fyrsta skiptið fram á sviði. Þremur árum síðar var ungfrúin farin að leika í auglýsingum og frá níu ára aldri hefur Sweet verið atvinnusöngkona. Þegar á II. ári var hún byrjuð að fara í hljómleika- ferðalög, en þá var hún ekki stjarnan heldur Mickey Rooney. Hlutverk Sweet var að „hita upp“ fyrir Rooney. Sín fyrstu lög hljóðritaði Rachel Sweet þá er hún var 12 vetra gömul og eitt þeirra komst meira að segja í 94. sæti bandaríska sveita- lagavinsældalistans. Það lag nefnd- ist „We live in two different worlds". Það var þó ekki fyrr en í hitteð- fyrra að Sweet fór að gera eitthvað af viti, ef svo má að orði komast. Þá uppgötvaði hún sér til mikillar undrunar að einn bezti vinur hennar,- Liam Sternberg var ekki aðeins vel liðtækur lagasmiður, heldur einnig góður útsetjari og þau tvö tóku að vinna saman. Afrakstur þeirrar samvinnu kom berlega í ljós er út kom í Akron samsafnsplata Stiff en lög ungfrúnnar; „Truckstop Queen" og „Tourist Boys“ þóttu með þeim beztu á henni. Rétt fyrir jól kom síðan út fyrsta „sólóplata" Rachel Sweet „Fool around“, en plata þessi er öll hin merkilegasta, ekki sízt fyrir þær sakir að hún er hvít að lit. (Já, alveg eins og platan hans Jakobs). Um rödd ungfrú Sweet hefur verið sagt að hún sé eins konar blanda af Dolly Parton og Janis Joplin. Það er ekki leiðum að líkjast. Mickey Jupp eyddi sínum uppvaxt- arárum í Southend í Englandi en þar voru á þeim tíma ekki ómerkari menn en Gary Brooker og Robin Trower fremstir í flokki tónlistar- manna staðarins. Jupp var í hljóm- sveitinni Orioles meðan hinir tveir voru í Paramounts, sem síðar varð Procol Harum. Sem lagasmiður og söngvari hefur Jupp haft mikil áhrif á Kursaal Fleyrs, Eddie & the Hot Rods og Dr. Feelgood. í fjögur ár var Jupp forsprakki hljómsveitarinnar Legend og gaf hljómsveitn þá út þrjár hljómplötur sem ganga nú á mjög háu verði safnara í milli. I fyrra gerði hann samning við Stiff sem sendi þegar í stað á markaðinn plötuna „The Mickey Jupp Legend", þar sem á er að finna gömul Legend-lög. Næsta plata bar nafnið „Juppanese" og kom út fyrir skömmu. Þar nýtur Jupp aðstoðar valinkunnra tónlistarmanna, svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.