Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
25
Leitaði hafnar í
„ j ómfrúrfer ðinnf’
vegna bilaðra náðhúsa
ÖRUGGLEGA hefur það ekki komið oft íyrir í sögu Reykjavíkurhafn-
ar, að erlent skip hafi í sinni fyrstu ferð yfir hafið í sjálfri
„jómfrúrferðinni“, haft viðkomu hér. Sl. miðvikudagsmorgunn leitaði
hafnar hér vegna bilunar spánýtt Grænlandsfar, „Magnus Jensen,“
sem var í jómfrúrferðinni til Grænlands. Skipið er eign Konunglegu
dönsku Grænlandsverzlunarinnar — hárautt á litinn eins og öll skip
verzlunarinnar (K.G.H.).
Grænlandsfarið „Magnus Jensen“ við Ægisgarð — þó ekki í fullri
stærð.
Forsetum lízt
ekki á allan
varaþing-
mannafjöldann
FORSETAR Alþingis munu á
fundi sínum hafa fjallað um þá
aðstöðu sem upp kemur í þinginu
síðar í þessum mánuði er um 10
þingmenn sækja fund Norður-
landaráðs. Munu forsetarnir hafa
komizt að þeirri niðurstöðu að ekki
væri æskilegt að kallaðir yrðu til
varamenn í stað þeirra þingmanna
er utan fara og þeir greint frá
þessu sjónarmiði innan þingflokk-
anna. Hins vegar er það á valdi
hvers og eins þingmanns hvort
hann tekur þann kostinn að kalla
inn fyrir sig varamann eða ekki.
Það sem forsetunum mun vera
m.a. þyrnir í augum er kostnaður-
inn sem því er samfara að kalla
inn varamennina.
Búizt er við
tíðindum
eftir mánuð
ALLT er við það sama á Kröflu-
svæðinu, að sögn Sveinbjörns
Björnssonar jarðeðlisfræðings hjá
Raunvísindastofnun. Land rís með
svipuðum hraða og undanfarnar
vikur og er því spáð að til tíðinda
kunni að draga á svæðinu eftir
einn mánuð eða svo.
Sóknarstúlkur á
samningafundi
Samningafundur var í fyrra-
dag milli fulltrúa starfsstúlkna-
félagsins Sóknar og fulltrúa
borgar og ríkis en samningar
Sóknarstúlkna renna út um
næstu mánaðamót. Nýr samn-
ingafundur hefur ekki verið
ákveðinn.
í samtali við Mbl. sagði Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir, formaður
Sóknar, að kröfur félagsins miðuð-
ust við að hækkun launa yrði mest
hjá stúlkum í 3—5 ára starfsald-
ursflokkum eða þeim sem greini-
legt væri að störfuðu í langan tíma
í þeim störfum sem félagið semdi
um.
Aðalheiður kvað viðsemjendur
Sóknar þykja launakröfur félags-
ins býsna miklar en í stuttu máli
gengju þaqr út á að Sóknarstúlkur
fengju greidd sömu laun og fólk
sem vinnur við hliðina á þeim.
Flestir íbúar
við Hraunbœ
ALLS voru skráðir íbúar Reykja-
víkur hinn 1. des. sl. 83.092,
40.367 karlar og 42.725 konur.
Flestir íbúar eru í Hraunbæ,
2.688 og næstflestir við Klepps-
ve^ cða 1.786.
I þriðja sæti hvað snertir mann-
fjölda við einstaka götu er Vestur-
berg méð 1.568 íbúa, Háaleitis-
braut er með 1.541 og Langholts-
vegur með 1.047 íbúa. Fleiri götur
eru ekki með yfir 1.000 íbúa, en
næst á eftir koma Álfheimar með
921 íbúa og Álftamýri með 914
íbúa. Nokkrar götur hafa einn
skráðan íbúa svo sem Dugguvogur,
Laugamýrarblettur v/Laugarásv.
og Skeifan.
Skafið
rúóurnar
Skipið lagðist að Ægisgarði. Það
er um 4000 DW-tonna skip, tæp-
lega 100 metra langt. — Allt er
það mjög nýtízkulegt, t.d. með
tölvuvædda stjórn á vélum og
skrúfum úr brúnni, svo eitthvað sé
nefnt.
Skipið lagði af stað frá aðalhöfn
Grænlandsfaranna, sem er í Ála-
borg, s.l. laugardag. í hafi kom í
ljós bilun á háþrýstikerfinu fyrir
snyrtiklefana í skipinu. Gátu
skipsmenn ekki hleypt niður úr
klósettskálunum.
Viðgerðarmenn voru sendir frá
Kaupmannahöfn til Reykjavíkur, í
veg fyrir skipið, sem við svo búið
var strax látið hleypa hingað inn.
Komu viðgerðarmennirnir flug-
leiðis á miðvikudagskvöldið, seint.
Tóku þeir þegar til starfa við
viðgerðina í gærmorgun. Tókst að
finna bilunina og gera við hana
svo tímanlega að hið glæsilega
Grænlandsfar gat haldið ferðinni
áfram til Grænlands, en fyrsta
höfn þess þar verður Nanortalik á
suðvesturströndinni.
Lagði skipið af stað klukkan
laust eftir fjögur í gær með öll
náðhús um borð í lagi.
Skipið er mjög gangmikið, hafði
verið með 15 sjómílna meðalhraða
á leiðinni hingað. — Þetta glæsi-
lega skip, sagði skipstjórinn, hafði
kostað 65 milljónir danskar krón-
ur en það er um fjórir milljarðar
ísl. króna.
Umboðsmaður skipa Konung-
legu dönsku Grænlandsverzlunar-
innar hér er Þorvaldur Jónsson
skipamiðlari. Skipið var látið heita
„Magnús Jensen" eftir einum af
fyrrverandi forstjórum konungs-
verzlúnarinnar.
325.000 kr.
sambyggt
stereosett á
tilboð
2 dagar eftir (220.530
«0%
afgang á 2 mánuðum
vaxtalaust
Hvernig
MEÐ ÞVÍ AÐ:
1 Gera sérsamning viö verksmiöjuna.
2 Foröast alla milliliöi.
3 Panta verulegt magn með árs fyrirvara.
4 Flytja vöruna beint frá Japan meö
Síberíu-lestinni frægu til Þýzkalands
sjóleiðina til íslands.
Lang hagkvæmasta flutningaleiðin.
ALLT í EINU TÆKI ^
FRÁ CROWN
Pantið
strax
ídag
50% út á 4 mánuðum
Staðgreiðsluafsláttur